Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. febrúar 1944. ALÞYPUBLAÐIP 3 Spaafz og Doolittle Á myndinni sjást þeir Carl A. Spaatz og James H. Doolittle, sem báðir eru mjög háttsettir í flugher Bandaríkjanna, vera að fá sér bita í flugstöð einhvers staðar í Norður-Afríku. Þeir hafa nú báðir tekið við ábyrgðarstöðum í Bretlandi. Það var Doolittle, sem stjórnaði hinni djarflegu árás á Tokio, svo sem menn muna. Spaatz er til vinstri, en Doolittle í miðið. Með þeim er yfirmaður, flugbækistöðvarinnar. » Innrás á Marshalleyjar! Harðar orrusfur geisa þar nú Bardagarnir hofust í dögun í fyrradag SAMKVÆMT fregnum frá Suðvestur-Kyrrahafi, standa nú yfir harðir bardagar um Marshall-eyjar. Ekki er enn ljóst, hvort um er að ræða megin-innrás af 'hálfu Banda- ríkjamanna. En Japanir hafa tilkynnt, að í dögun í fyrradag hafi öflugar amerískar sveitir ráðizt á Marshalleyjar og að floti þeirra og landher eigi nú í skæðum bardögum við þær. ----------------------» Sfalingrad \ FYRIR EINU ÁRI í gær, biðu Þjóðverjar mesta ó- sigurinn til þessa í styrjöld- inni. Upp úr kjallara sundur- skotins húss í Stalingrad, hin um mikla iðnaðarbæ á Volgu bökkum, staulaðist þjakaður maður og þreyttur, Paulus marskálkur, ásamt herfor- ingjaráði sínu. Hinn mikli, þýzki innrásarher, framsveit Germana í hinni svonefndu „Drang ncah Osten“, sókn í austur, hafði gefizt upp. Um það bil 100 000 Þjóðverjar létu þarna lífið í hrikalegum bardögum, þar sem barizt var um hvert hverfi, hverja götu og hvert hús. Fjölmarg- ir urðu hinum nístandi vetr- ar kulda að bráð og sváfu svefninum eilífa undir snjó- breiðunni þarna við Volgu, inni í miðju Rússlandi. Á- samt Paulus voru 16 þýzkir hershöfðingjar teknir hönd- um, menn, sem höfðu verið sérstaklega þjálfaðir til þess- arar farar. FREGNIN UM UPPGJÖF og eyðingu hins þýzka hers, vakti feykilega athygli um allan heim. Þarna höfðu Þjóðverjar brotizt inn í mitt Rússland, hátt á annað þús- und kílómetra frá Póllandi, og ekkert v irtist ætla að stöðva þá, fyrr en þrautseigja þeirra, sem vörðu Stalin- grad, gerði að engu sögnina , um ósigranleik og hersnilli Þjóðverja. Sigurinn við Stal- ingrad var hvorttveggja í senn: Mikilvægur vegna iðn- aðar borgarinnar og legu og vegna þess siðferðisstyrks, sem myndaðist þá um leið. TÓNNINN í áróðursfregnum Þjóðverja breyttist þegar í stað. Fram til þessa höfðu verið leikin fagnandi sigur- lög og gönguljóð, en nú kváðu við blíðir tónar, þrungnir heimþrár, og reynt var að halda kjarkinum í hinum þýzku hermönnum með loforðum um, að allt yrði betra er þeir kæmu aft- ur heim. Heimkynnin, die Heimat, tóku á sig einhvern unaðsb j ar ma f j arlægðarinn- ar, gagnstætt hinum misk- unnarlausa veruleika vetrar- hörkunnar í Stalingrad. En Rússar gáfu hinum vegmóðu ferðalöngum aldrei stund- legan frið og Kósakkasveitir gerðu þeim lífið óbærilegt með hinum eldsnöru hliðará- rásum jafnt á nóttu sem á degi. HINGAÐ TIL LANDS barst kvikmynd af bardögunum í Stalingrad og uppgjöf Paul- us. Myndin sýndi nútíma- styrjöld í allri sinni viður- styggð og mískunnarleysi. Maður sá, er leyniskyttur hæfðu skotmörk sín með ó- skeikulli nákvæmni, hvernig hermenn fórnuðu upp hönd- unum og steyptust örepdir til jarðar. En einna áhrifa- mest var þá að sjá, er hinir þýzku hermenn gáfust upp. Óendanlegar raðir tötralegra og vonsvikinna manna gengu fram hjá sigurvegurunum á í Frh. af 3. síðu. Spánverjum neiiað um olíu I ---- ÉR á eftir fer tilkynning utanríkismálaráðuneytis Bandaríkjanna viðvíkjandi frestun olíuflutninga til Spánar frá Bandaríkjunum: Fermingu spænskra olíu- flutningaskipa hefir verið frest- að af utanríkismálaráðuneyt- inu, meðan endurskoðun á verzlunarsambandinu og öðr- um tengslum milli Spánar og Bandaríkjanna fer fram, vegna stefnu Spánverja í utanríkis- málum. Spænska ríkisstjórnin hefir verið alltreg að framkvæma ýmis tilmæli. utanríkismála- ráðuneytis Bandaríkjanna, sem því hefir virzt bæði sanngjörn og mikilvæg. Spænsku ríkis- stjórninni hefir verið sendur fjöldi tilkynninga undanfarið viðvíkjandi þessum málum. Nokkur ítölsk herskip og flutningaskip eru enn kyrrsett í spænskum höfnum; ríkis- stjðrnin leyfir enn, að ýmis hernaðarlega nauðsynleg hrá- efni, eins og volfram, séu flutt úr landi til Þýzkalands; njósn- arar möndulveldanna starfa bæði heima fyrir á Spáni og í löndum Spánverja í Afríku og Tangier; nokkur hluti Bláu her- deildarinnar á enn í ófriði við eina bandaþjóð vora (Rússa) og skýrslur hafa borizt hingað, sem bera það með sér, að búið sé að ganga frá samningi milli í tilkynningu um þessi mál, sem út var gefin í Tokio, var ekki sagt berum orðum, að Bandaríkjamenn hefðu reynt að ganga á land á eyjunum, en ein- ungis sagt; að japanskar her- sveitir ættu í höggi við Banda- ríkjamenn. Chester Nimitz, yfirmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, hefir gefið út tilkynningu, þar sem sagt var að hörð sókn væri hafin gegn Marshall-eyjum, sem hefðu legið undir árásum undan gengin tvö dægur. Var þess get- 'ið, að flugvélaskip tækju þátt í hernaðaraðgerðum. Auk þess hefðu herskip siglt mjög nærri landi og skotið á stöðvar Japana. Var gefið í skyn í tilkynningu þessari, að flotadeild Bandaríkja manna þarna væri sú öflugasta sem nokkru sinni hefði lagt til atlögu við Japana. Enn hafa litlar fréttir bor- izt af átökum þessum og er ekki Ijóst, hvorþ Japanski flotinn sé kominn á vettvang. Hins veg- ar er vitað, að fjölmargar árásir hafa verið gerðar á eyjarnar síðan. Bandaríkjamenn gengu á land á Gilberts-eyjum. spænsku ríkisstjórnarinnar og Þjóðverja, sem gerður var til þess að tryggja Þjóðverjum spánskan gjaldeyri, sem þeir án efa ætla að nota til þess að auká njósnir og skemmdastarfsemi sína í löndum Spánverja og til þess að auka andúð á banda- mönnum meðal Spánverja. Utanríkismálaráðuneytið tók þetta skref eftir að hafa rætt við og fengið samþykki brezku rík- isstjórnarinnar. Geysihörð loftárás á Berlín í fyrrakvöld Á þrem dögum hafa bandamenn varpaö 5000 smálesfum sprengna á borgina LOFTSÓKNIN á hendur Þýzkalandi fer æ harðnandi. Á þrem dögum hafa Bandamenn varpað um 7500 smálestum sprengna á Þýzkaland og herteknu löndin, þar af um 5000 smálest- um á Þýzkaland sjálft. í fyrrinótt fóru fjölmargar Halifax- og Lancasterflugvélar Breta til árása á Berlín og var það 14. stór- árásin síðan „orrustan um Bcrlín“5 sem svo er kölluð, hófst. Áður höfðu amerískar flugvélar ráðizt á borgirnar Hannover og Braunschweig og valdið geysilegu tjóni. í árásunum á Hannover og Braunschweig skutu Bandaríkjamenn niður 92 þýzkar flug- vélar, en misstu sjálfir 20 sprengjuflugvélar og 5 onmstuflugvélar. í loftárásinni á Berlín, sem v var afarhörð og stóð í 25 mín- útur mun hafa orðið mjög mik- ið tjón, og vitað er, að símasam band milli Svíþjóðar og Berlínar var rofið í 14 klst. eða lengur en dæmi eru til áður í loftárás. Þá hefir því verið lýst yfir, að fyrst um sinn verði engar flug- ferðir milli Svíþjóðar og Þýzka- lands og er illviðrum kennt um. Er talið, að yfir 1500 smálestum sprengna hafi rignt yfir borgina í órás þessari. Mosquitoflugvélar flugu yfir Berlín að árásinni lok- inni og segja flugmennirnir, að geysilegir eldar hafi logað um miðbik borgarinnar. Þýzka fréttastofan . (D.N.B.) reynir að stappa stálinu í Þjóð- verja og segir, að í árásinni á London á dögunum, hafi um 600 flugvélar varpað ógrynni sprengna á borgina. Lundúna- útvarpið segir hins vegar, að þær hafi ekki verið fleiri en 90, þegar þær voru flestar, og af þeim hafi 21 verið skotin niður. Samtímis árásinni á Berlín voru gerðar mirrni árásir á ýmsa staði í Vestur- og Mið- Þýzkalandi. í Braunschweig er mikill iðn- aður, einkum flugvélaiðnaður, og í Hannover er mjög mikil- væg j árnbrautarstöð og flug- völlur. í gær réðist mikill fjöldi amerískra Liberator-flugvéla á staði í grennd við Calais í Frakklandi. Thunderbolt-flug- vélar voru sprengjuflugvélun- um til verndar. Talið er, að varlega áætlað, hafi um 21 þúsund smálestum sprengna verið varpað á Berlín síðan 18. nóvember. í sumum fregnum segir, að meira en helmingur Berlínarborgar sé nú í rústum. í tilkynningum flughers Bandaríkjamanna segir, að á tveim sólarhringum hafi verið varpað niður um 3900 smálest- um sprengna úr amerískum flugvélum á staði í Þýzkalandi og Ítalíu. Á þessum tíma misstu Bandaríkjamenn samtals 54 sprengjuflugvélar og 21 orrustu flugvél. Flugvirki og Liberator- flugvélar, sem nutu fylgdar orr ustuflugvéla réðust á flugvöll- inn í Udine á Ítalíu. 35 þýzkar orrustuflugvélar réðust gegn þeim, en 14 þeirra voru strax skotnar niður og 11. í viðbót nokkru síðar . ÍTALÍA: HernaðaraSgérðir ganga að óskum OAMKVÆMT síðustu fregn- ^ um frá Ítalíu gengur land- ganga enn að óskum og hefir enn ekki komið til meiriháttar bardaga. Bandamenn hafa fært út yfirráðasvæði sitt við Anzio og enn er unnið að því að skipa á land liði og hergögnum. Talið er, að bandamenn hafi nú sett á land um 90 000 hermenn suð- ur af Róm. Sunnar á vígstöðvunum hef- ir 5. hernum orðið nokkuð á- gengt. Hafa Bandaríkjamenn náð allmörgum hæðum norður af Casino. Lofther bandamanna er enn sem fyrr athafnasamur og virðist hafa mikla yfirburði. í fyrradag voru 63 þýzkar flug- vélar skotnar niður yfir Ítalíu- vígstöðvunum, en bandamenn misstu 6 flugvslar. í sumum" fregnum segir, að bandamönn- um hafi tekizt að rjúfa hina rammgeru Gustav-varnarlínu, Rússar sækja til 13 ÚSSAR, halda enn áfram sókninni á Leningradvíg- stöðvunum. Sækja þeir nú til eistnesku landamæranna og eru um það bil 13 km. frá borginni Kingisepp, sem er á járnbraut- inni til Narva í Eistlandi. Fétta- ritarar líta svo á, að ef Rússum takist að hrekja Þjóðverja úr Eistlandi, hljóti Þjóðverjar að verða að yfirgefa Finnland. í fyrsta lagi verður Eystrasalts- floti Rússa alls ráðandi á Finnlandsflóa, ef hann fær bækistöðvar í Eistlandi, og í öðru lagi verða loftárásir Rússa á Finnland miklum mun öflugri, ef þeim tekst að ná Eist nesku flugvöllunum. Af öðrum vígstöðvum þar eystra berast fáar fregnir, en svo virðist, sem nokkurt hlé sé nú á sókn Vatutins inn í Púl- land. Um bardagana við Kerch sem Þjóðverjum hefir orðið tíðrætt að undanförnu, fréttist lítið sem ekkert frá bækistöðv- um Rússa. Ediands ILIITLER flutti ræðu í aðal- bækistöð sinni 30. janúar á 11 ára afmæli valdatöku naz ista,. Var ræðan heldur dauf, eftir því sem við var að búast. Sakaði hann Breta um að hafa undirbúið styrjöldina síðan 1936 en sagði jafnframt, að annað- hvort Rússar eða Þjóðverjar myndu sigra í styrjöldinnf. Þá sagði hann, að loftárásir Breta munu aðeins verða til að stæla þýzku þjóðina. Hin venjulegu fagnaðaróp og lófatak heyrðist ekki, svo talið er; að engir áheyr endur hafi verið viðstaddir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.