Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 4
i 1 ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. feforáar 1944. Jón Blöndal: Dæmalaust I. fUþiíj&nblðMð Otgefattdi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Etitstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgðtu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Reykshý á iHdu- baldinu eða kvað ? Blöð hraðskilnaðar- LIÐSINS hafa verið til- tölulega hógvær síðan bréf rík- isstjóra til alþingis var birt — þar til í gær; enda er það kunn- ugt, að í innstu herbúðum þess hefir síðan ríkt þvílíkt öng- þveiti, að flestum fundum bæði á alþingi og utan þess hefir orð- ið að fresta af því, að forsprakk- arnir vissu ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Þó er vitað, að þeir haifa á þessum tíma snúið sér til forystumanna Alþýðuflokks- ins til þess að leita fyrir sér um möguleika á samkomulagi um skilnaðarmálið á alþingi, en Al- þýðuflokkurinn hafði, sem kunnugt er, þegar áður gert það að skilyrði fyrir samkomulagi um það mál, að skilnaðurinn færi fram á grundvelli ótví- ræðs réttar samfcvæmt sam- bandslögunum og að gildis- tökudagur lýðveldisstiórnar skrárinnar yrði ekki ákveðinn í henni sjálfri, löngu fyrirfram eins og nú er ástatt í umheim- inum. ❖ Með tilliti til þessarar tiltölu- legu 'kyrrðar um skilnaðarmálið síðan ibréf ríkisstjóra barst al- þingi svo og þeirra samkomu- lagsumleitana, sem nú standa yfir, kann það, í fljótu bragði, að valda nokkrum misskilningi, að eitt af blöðum hraðskilnaðar- liðsins, Þjóðviljinn, birti í gær óvenju ruddalega og hrokafulla ritstjórnargrein, þar sem yfir því er hælzt, að „undanhalds- liðið“, eins og það blað kallar lögskilnaðarmenn, eigi nú ekki nema um tvo kosti að velja: „skilyrðislausa uppgjöf eða al- geran áfellisdóm íþjóðarinnar.“ Það hefir nú aldrei vant- að yfirlætið í blaðaskrif hrað- skilnaðarliðsins þannig að þessi tónn í ritstjórnargrein Þjóðvilj- ans í gær þarf þess vegna ekki að koma neinum óvart. En eins og skilnaðarmálið stendur nú, hefði það hins vegar ekki verið óeðlilegt. að það blað hefði skrif- að um það af ofurlítið meiri, hógværð — í bili að minnsta kosti. En allt hefir sínar ástæð- ur -— einnig hin hrokafulla grein Þjóðviljans í gær. * „Lýðveldið verður stofnað 17. júní,“ segir Þjóðviljinm „Það verður ekki talað við Dani.“ „Það verður ekki talað við konunginn“, og „það verður ekki skeytt um uppsagnarákvæð in í sambandslögunum.“ SVö mörg eru þau digurbarka iegu orð hins kommúnistíska imálgagns, sem í þessu þykist sjálfsagt geta gilt úr flokki talað með því, að það er nú í banda- lagi við Jónas frá Hriflu og Ólaf Thors og undir þeirra vernd arvæng. En svo verður því bara á, að bæta við eftirfarandi játn- ingu: jJÞjóðaratkvæðagreiðslan fer líklega fram síðari hluta maí- mánaðar.“ Við iþessi orð verður mönnum á að spyrja: Hvað kemur til? Kvers vegna þurfti þá að kalla EITT HIÐ dæmalausasta plagg, sem fram hefir komið í stjórnmálasögu lands- ins var birt í ríkisútvarpinu síðastliðið laugardagskvöld. Plagg þetta á að vera svar við bréfi ríkisstjórans til al- þingis um þjóðfund og þeir sem að svarinu standa, kalla sig „lýð veldisnefnd“, en eru í rauninni ekkert annað en utanþings áróð ursnefnd 3 stjórnmálaflokka. Þetta svar til æðsta manns landsins er áreiðanlega einstætt í sinni röð vegna innihalds síns, þeirra fáheyrðu blekkinga, raka fölsunar og útúrsnúninga, sem beitt er gegn orðsendingu ríkis- stjórans til alþingis. Þetta er því dæmalausara, sem í nefnd þessari eiga sæti ekki aðeins helstu forystumenn 3 stærstu flokkana á alþingi, heldur einnig forseti sameinaðs alþingis og tveir af ráðherrum landsins, þar af annar sjálfur dómsmálaráðherrann, (sem jafn framt er einn af dómurum hæstaréttar), en því er marg- lýst yfir að ráðherrar þessir eins óg stjórnin í heild, sitji ekki með stuðningi meirihluta þings, heldur starfi á ábyrgð ríkisstjórans sjálfs,, sem út- nefndí þá, þegar alþingi brást þeirri skyldu sinni að mynda stjórn. En eitt það furðulegasta í málinu er þó það, að alþingi eða sá meirihluti sem þar er ráð- andi, telur það sæmandi vinnu- brögð' gagnvart æðsta manni landsins að senda frá sér slíkt svar við orðsendingu hans, án þess að hafa áður látið svo lítió að ræða við hann til þess að kynnast sjónarmiðum hans, áð- ur en þeir fella hinn óskeikula dóm yfir tillögum hans. II. Aðalniðurstaða áróðursnefnd arinnar er sú, að tillaga rikis- stjórans myndi, ef framkvæmd yrði, hafa í för með sér ófyrir- sjáanlega töf og truflun á „áætl- unum“ þeirra eða, eins og þeir orða það, „í meðferð skilnaðar- málsins“. Ríkisstjórinn hefir auðsjáan- lega séð fyrir að reynt myndi að afgreiða málið með þessari viðbáru eða undir þessu yfir- skyni og endar því bréf sitt á eftirfarandi hátt: „Ef einhver kynni að telja að þjóðfundarkvaðning mundi verða til þess að tef ja afgreiðslu málsins um þörf fram, hygg ég að svo þurfti ekki að verða, ef gengið er fljótt að verki. Enda mundi alþingi nú geta undirbúið málið enn vandlegar undir fundinn en gert hefir veriö til þessa. Mun ég fús að gera nánari grein fyrir þessu, ef nefndirnar telja rétt að sinna framangreindri • hugmynd minni, og ef þess yrði óskað. Ég skal aðeins geta þess nú, að ég geri ráð fyrir því, að þjóðfundur geti hafa lokið störfum sínum fyrir lok maí- mánaðar næstkomandi11. Hvað hugmyndir, sem menn saman þingið ekki síðar en 10. janúar til þess að af greiða skiln- aðarmálið, ef iþjóðaratkvæða- greiðslan á eftir allt ekki að fara fram fyrr en í síðari hluta maí- mánaðar? Það skyldi þó aldrei vera, að hraðskilnaðarliðið væri að ganga inn á þá skoðun og það skilyrði Alþýðuflokksins, að þjóðaratkvæðagreiðslan um skilnaðinn verði að fara fram eftir 19. maí, ef hún eigi að geta talizt lögleg? Og það skyldi þá jafnframt ekki einnig vera skýringin á hinni digurbarkalegu ritstjórnar kynnu að hafa um þetta atriði og hverja afstöðu, sem menn kynnu að taka til þjóðfundar- ins, þá hljóta allir siðmennt- aðir menn að sjá; hvílíkur dæmalaus skortur á háttvísi það er, sem áróðursnefndin, sem þykist tala í nafni þings- ins, gerir sig seka í, þegar hún lætur útvarpa fullyrðingum sínum til þjóðarinnar um óhjá- kvæmilega töf málsins, án þess að alþingi hafi gefið ríkis- stjóranum nokkurn kost á því að færa rök að sínu máli, eins og hann býðst til. Menn hljóta að spyrja: Hverskonar samsafn af mönn- um eru eiginlega þessir 11 menn í áróðursnefndinni, lem tekið hafa að sér að vera for- sjón þjóðarinnar, og telja sig upp yfir það hafna að ræða við æðsta mann þjóðarinnar, þegar hann kemur með mjög athyglisverða tillögu til þess að reyna að afstýra vandræðum, og telja sig einnig upp yfir það hafna, að gæta frumstæð- ustu mannasiða í viðskiftum sínum við þann mann, sem fal ið hefir verið æðsta tignarsæti þjóðarinnar? III. Ríkisstjóri segir svo í bréfi sínu: „Þjóðin hefir ekki verið spurð þess sérstaklega enn, hvern hátt hún óski að hafa nú á þessu máli, niðurfelling sambandssamningsins og stofnun lýðveldis á íslandi, eða henni á annan hátt gef- inn kostur á því að láta í ljós fyrirfram skoðun sína á þeim málum. Þetta mun og ekki almennt hafa verið rætt á undirbúningsfundum undir tvær síðustu alþingiskosn- ingar, báðar á árinu 1942. Þessa rödd þjóðarinnar frjálsa og óbundna, virðist mér vanta“. Eins og kunnugt er hefir ris- ið upp deilu um það, hvort halda skuli uppsagnarákvæði sambandslaganna eða brjóta þau. Á þjóðin að fá nokkuð að segja um það. hvernig sam- bandslögin verði feld niður, samkvæmt þeim tillögum, sem fyrir liggja? Nei, hún á aðeins að fá að segja hvort sambandslögin skuli úr gildi feld eða ekki. Einnig hefir risið upp deila um það hvort forsetinn skuli kosinn af þinginu eða þjóð- inni. Á þjóðin að fá að segja álit sitt um það, samkvæmt tillög- um þeim sem fyrir liggja? Nei, hún á aðeins að fá að segja hvort hún vill samþykkja þá lýðveldisstjórnarskrá, sem þingmeirihlutanum þóknast að leggja fyrir hana til samþykkt- ar eða synjunar. Þetta eða ekkert, segja valds mennirnir á alþingi við þjóð- ina. Hún á ekki að fá að segja álit sitt „frjáls og óbundin.“ Þetta er hin einfalda merk- ing í fyrrnefndum orðum ríkis- stjórans. En hvernig túlka höfðingjarnir á alþingi hana í grein Þjóðviljans í gær, að hon- um sé kunnugt um eitthvað þess háttar og hafi af þeirri ástæðu 'þótt nauðsynlegt að þyrla upp ofurlitlu reykskýi á undanhald- inu, iþannig að minna bæri á iþví, eins og herskip Mussolínis voru vön að gera í viðureign sinni við brezka flotann á Miðjarðar- hafi?! Eða á hin skepnulega rit- stjórnargerin Þjóðviljans máske að greiða fyrir því samkomu- lagi um skilnaðarmálið, sem verið er að leita eftir? Þetta mun allt koma í ljós áður en langt líður. plagg. svari sínu. Þeir segja: „Og með þessum hætti var hverjum einasta kosningabær- um manni í landinu sjálfum, án milligöngu nokkurra um- boðsmanna, hvort heldur á al- þingi eða á þjóðfundi, falið að kveða á um, hvora stjórnskip unina hann vildi kjósa sér: Hvort hann vildi enn una er- lendri konungsstjórn, eða hvort hann vildi koma á því lýðveldi, sem íslenzka þjóðin hefir um aldir þráð. Þetta er svo einföld spurn- ing, að henni getur hver ein- asti íslendingur svarað orðs- kviðalaust.“ En nú vita hinir vísu höf- undar áróðursplaggsins ofur- vel að íslendingar deila alls ekki um það, hvort stofnað skuli lýð veldi eða ekki; um það eru all- ir sammála. Deilan er um allt annað eins og að framan er sýnt. Svar þeirra er því alger- lega út í hött, það er útúrsnún- ingur, eins og tíðkast í grein- um óvönduðustu blaðamanna, en ekki í bréfum til þjóðhöfð- ingja frá mönnum í hæstu virð ingarstöðum eins og flestir þessara manna eru. Og allt er plagg áróðurs- nefndarinnar eftir þessu, þótt ekki verða rakin að sinni, nema fá atriði. * Ríkisstjóri segir í bréfi sínu: „Það mundi í fyllra sam- ræmi við frumreglur þjóð- ræðisins, að þjóðinni gefist "D LAÐIÐ ÍSLAND, sem kom út í gær, birti grein eftir Sigurð Þorsteinsson, sem nefn- ist „Bróðurlegt orð“, og á vissu- lega erindi til allra áður en að nokkru verður hrapað í skiln- aðarmálinu. Greinin er stutt og skal því öll tekin upp hér. Hún hljóðar þannig: „Fyrir allmörgum árum var ég eitt sinn að koma úr fiskiróðri í brimveiðistöð. Veður var stillt, en nokkur ólga í sjónum. Svo var háttað á þessum stað, að tvö sund voru aðallega notuð, eftir því, sem bezt hentaði, en bæði voru athuga- verð, þegar lágsjávað var, einkum þó annað þeirra, og fórum við því framhjá því að þessu sinni. Þegar við komum að betra sundinu, sá- um við þar mannlaust skip, fullt af sjó, og var auðséð, að slys hafði að höndum borið. Tveir bátar lágu þar að leita „lags“. Formað- ur okkar var mésti sjógarpur og áreiðanlega meðal fremstu for- manna. Hann spurði okkur ákveð- ið, hvort við værum nokkuð „hræddir“ út af slysinu, sem orð- ið hefði. Kvað sér áríðandi að vita það, því að ein ,,ár“ í höndum hugleysingja gæti orðið orsök að slýsi. Formenn bátanna, er við sundið lágu, nefni ég Ó og P. Við þóttumst vita, að Ó. ætti fyrstur aðgang að sundinu, og spurði for- maður okkar hann, hvort hann hefði verið kominn að sundinu, þegar slysið varð. Ó. kvað björg- un hafa staðið yfir, þegar hann kom, og að meiri hluta skipshafn- ar mundi hafa verið bjargað. Því næst talaði formaður okkar við P., sem sagði að sig furðaði á því að slys hefði orðið. Sér virtist ekkert athugavert við sjóinn og mundi hafa haldið áfram, ef Ó. hefði ekki „átt sundið“ á undan sér. For- . maður okkar sagði, að réttara væri I sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöidí. Sfmi 4906. kostur á því að hafa áhrif á afgreiðslu málsins, áður en fullnaðarsamþykkt er gerð um það á alþingi, en ef al- þingi gerir fyrst samþykktir sínar og þær samþykktir eru síðan lagðar fyrir þjóðina eingöngu til synjunar eða samþykkis". Hér virðist því ótvírætt gef- ið til' kynna að aðaltakmark þjóðfundarins sé að fá að heyra rödd þjóðarinnar, tillögur hennar, áður en alþinm tekur sínar fullnaðarákvarðanir. Vitanlega þarf á engan hátt að falla frá þjóðaratkvæða- greiðslu um málið að lokum, eins og áróðursnefndin gerir ráð fyrir í svarf sínu. Hvað ríkisstjóri hefir hugsað sér um það atriði, kemur ekki fram í bréfi hans, enda alþingi frjálst að ákveða aðra tilhögun eii þá, Framhald á 6. síðu. að bíða eftir nógu háum sjó, en nú myndi vera komið að því. Því næst spurði hann Ó., hvort hann gerði kröfu til að leggja fyrstur á sundið, og kvað Ó. nei við því. Þá kallaði hann „lagið“, en aðvar- aði Ó. að leggja ekki á sundið of nærri sér. Við fórum inn úr sund- inu „í hvelli“ og varð ekkert að hjá okkur, Af bátnum, sem fyrir slysinu varð, drukknuðu þrir menn, en sjö varð bjargað. Ná- lægt viku seinna kom P. að sund- inu og enginn var þar fyrir, lagði hann á það á illa hlöðnu skipi og fékk hviku aftanyfir, sem tók hann sjálfan og einn háseta út, og drukknuðu báðir, öðrum var bjarg- að. Orsök þessara slysa beggja var hin sama, skipin voru illa hlaðin og of grunnur sjór, en báðir for- mennirnir duglegir og kappsamir menn. * Þessi atvik, og mörg önnur svip- uð, komu mér í hug, þegar ég heyrði og sá herópið í fullveldis- málinu: „Róið nú, íslendingar, nú er lag!“. Mér datt þá í hug sú spurning: Er þjóðarskútan okkar íslendinga svo vel hlaðin, og er nógu djúpur sjór fyrir hana, að öllu sé óhætt, ef ólag, jafnvel þótt lítið sé, skellur á henni? Merka fræðimenn greinir nokkuð á um það, hvort leiðin sé svo hrein, þ. e. nægilega djúp, eins og á stend- ur, svo öruggt sé að „leggja á sundið“ að takmarkinu vissan dag. Ég skial ekki blanda mér í þá deilu, en ekki hefi ég getað sann- færzt um, að leiðin séu hættulaus, og hefi x talið hyggilegra að fylgja reglu hins ágæta, gamla formanns, að vera viss um næga sjávarhæð, — leiðin sé hrein og örugg og allir skipverjar með einum huga, þegar landróðurinn er tekinn, og nota þá Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.