Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.02.1944, Blaðsíða 7
í»riðjudagur 1. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAÐiP !Bœrinrt í dag* | OOOO^OOOOOO^SK^OOOOOOOOOOOO:- Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30-—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 1925 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.20 Fjörutíu ára afmæli inn- innlendrar ráðherrastjórnar (1. febr. 1904). Samfelld dagskrá: a) Tónleikar. b) Erindi: Upphaf innlendrar ’ stjórnar og þingræðis (Ein- ar Arnórsson dómsmálaráð- herra) c) Tónleikar og upp- lestur. d) Erindi V. Þ. G.). e) Upplestur og tónleikar. 21.50 Fréttir. * Xeiðrétting. í grein A. J. Johnson í blaðinu á sunnudaginn um dagskrá út- varpsins, varð prentvilla. Þar stóð: „Sjálfsagt er að viðurkenna, að útvarpsráð hefir tekið stakkaskipt um til bóta að sumu leyti á síð- ustu tímum“. — í staðinn fyrir ,,út- varpsráð“ á að standa ,,útvarpið“. Huginn, blað Samvinnuskólanema, er ný komið út, og er þetta tölublað helgað 25 ára afmæli skólans. Flytur blaðið greinar eftir ritstjór- arin, Hannes Jónsson, Jónas Jóns- «on, skólatjóra, Guðlaug Rósen- lcranz, yfirkennara, Jón Ólafsson, Astvald Magnússon og Birgi Stein- þórson. Einnig flytur blaðið gam- ankvæði og ýmislegt skemmtiefni, auk nokkurra mynda. Blaðið er mjög vel úr garði gert og aðstand- ■endum til sóma. Alþýðuflokksfélagið FUNDUR með hverfisstjórum og öðrum trúnaðarmönnum flokksins verður haldinn í fundar- sal Alþýðubrauðgerðarinnar, í kvöld kl. 8.30. — Mjög áríðandi .mála tekin fyrir á fundinum. Almennur félagsfundur er á- kveðinn í Iðnó (uppi) fimmtudags- kvlöld kl. 8Vz. Á þeim fundi fer fram m. a. kosning á 8 viðbótar- fulltrúum í fulltrúaráð flokksins. — Athugið auglýsingu í blaðipu «m fundinn. Sejrtjánda ptng Fisbi félags tslinds. Sett á iavgarðaginn. SEYTJÁNDA þing Fiskifélags íslands var sett í Kaup- þingssalnum laugardaginn 29. þessa mánaðar kl. 2 e. h. Mætt- ir voru þessir fulltrúar: Fyrir Reykjavík: Benedikt Sveinsson, Oskar Halldórsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Þor- varður Björnsson. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Gísíi Sighvatsson, (Stefán Fran klín ekki mættur). Fyrir Vestfirðingafjórðung: Arngrímur Fr. Bjarnason og Einar Guðfinnsson. Fyrir Norðlendin^afjórðung: Magnús Gamalíelsson og Helgi Pálsson. Fyrir Austfirðingaf jórðung: Friðrik Steinsson (um sinn þar til Árni Vilhjálmsson kemur, en Þórður Einarsson ókominn). Forseti Fiskifélagsins, Davíð Ólafsson, bauð fulltrúa vel- komna á þingið. Minntist hann hinna mörgu sjóslysa, er orðið höfðu síðan síðasta Fiskifélags- þing sat á rökstólum. Kvað hann öryggismál sæfarenda vera ofar í hugum manna en nokkru sinni fyrr og mundi þing þetta vafalaust ræða þau mál og væri mikils um vert að tækist að benda á réttar leiðir í þessum málum. Bað hann fulltrúa að minnast hinna mörgu íslendinga, sem lát.ið hefðu lífið við skyldustörf á hafinu frá því fiskiþing kom saman, með því að rísa úr sæt- um sínum. Að því búnu vék forseti að málefnum Fiskifélagsins og hag útgerðarinnar. Eitt stærsta mál- ið, sem fyrir þinginu lægi, væri framtíðarskipulag Fiskifélags- ins og kvaðst hann vona, að fulltrúarnir mundu leiða það mál til farsællegra lykta. Hann gat þess einnig, að síðan síðasta fiskiþing kom saman hefðu verið gerðir samningar um sölu á meginhluta af þorskfiskfram- leiðslu landsmanna, sem enn gilda með nokkrum breyting- um. En um það leyti er samn- ingum þessum var lokið skall á mikil hækkun kaupgjalds og verðlags í landinu. Á samnings- tímabilinu hafði verðið á fisk- inum tekið smávægilegum breytingum, en lýsi hækkað verulega. En samtímis þessu hafa orðið stórfelldar breyting- ar á útgerðarkostnaðinum. Öll ADALFUNDUR Málarameistarafélags Reykjavíkur verður haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna iaugardag- inn 5. febrúar n.k, klukkan 2 e. h. DAGSKRÁ samkvæmt félagslögunum. STJÓRNIN. AlþýSuflokksfélag Reykjavíkur Almennur flokksfundur verður haldinn í Iðnó (uppi) fimmtudaginn 3. febr. kl. 8.30. DAGSKRÁ FUNDARINS: 1. Félagsmál. 2. Kosnir 8 viðbótarfulltrúar í fulltrúaráð flokksins. 3. Ástandið í þjóðlífinu. 4. Önnur mál. % Félagar, fjölmennið og mætið stundvíslega — Stjórnin. vinna hefir hækkað allt að því 10 0 % og viðgerðarkostnaður sömuleiðis. Samkvæmt útreikn ingum, sem gerðir varu fyrir sunnanverðan Faxaflóa, mun allur útgerðarkostnaður hafa hækkað um 35%. Kvað forseti hækkun þessa stafa af verð- bólgunni innanlands og utanað- komandi áhrifum, sem vér fengjum ekki ráðið við. Þó taldi hann hið innlenda verð- bólgumein valda meiru um hækkun kostnaðarins en utan- aðkomandi orsakir. Það væri lífsnauðsyn, að annaðhvort fengizt hækkun á afurðaverð- inu eða lækkun á útgerðar- kostnaðinum. Taldi hann hækk- un á fiskverðinu takmörk sett og að ýmislegt benti til þess, að markinu væri náð, sem ekki yrði yfir farið, og niðurfærsla útgerðarkostnaðarins hlyti að fara í kjölfar lækkunar á verð- bólgunni. Þegar forseti hafði lokið máli sínu var gengið til kosninga á starfsmönnum þingsins og til nefnda. Fundarstjóri var kosinn Þor- steinn Þorsteinsson, en vara- fundarstjóri Helgi Pálsson. Rit- ari var kosinn Arngrímur Fr. Bjarnason, en vararitari Frið rik Steinsson. í kjörbréfanefnd vöru kosn- ir: Þorsteinn Þorsteinsson, Þor- varður Björnsson og Helgi Páls- son. í dagskrárnefnd: Þorst. Þorst., Einar Guðfinnsson og Gísli Sighvatsson. Óskar Halld., Helgi Pálsson, Friðrik Steins- son. í sjávarútvegsnefnd: Þórð- ur Einarsson, Einar Guðfinns- son, Stefán Franklín, Magnús Gamalíelssson og Þorvarður Björnsson. í allsherjarnefnd: Þórður Einarsson, Stefán Fran- klín og Benedikt Sveinsson. í laganefnd: Arngrímur Fr. Bjarnason, Benedikt Sveinsson, Magnús Gamalíelsson, Gísli Sighvatss. og Friðrik Steinsson. Á dagskrá fundarins í gær var þetta: Reikningar félágsins 1942/43. 2. Fjárlagaáætlun 1944/45. 3. Skýrsla um árin 1942—1943. ÍDróttaviba Arnianns hófst í gær. O Á HLUTI ÍÞRÓTTAVIKU Ármanns, sem fer fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar, hófst í gær kvöldi með svokall- aðri opnunarhátíð fyrir gesti fé lagsins. Hátíðin hófst með því að lúðra sveit lék, en síðan gengu allir flokkar félagsins, sem sýna eiga í vikunni, inn fylktu liði ásamt kennurum sínum og heilsuðu gestum með íslenzka fánanum. Voru flokkarnir margir og fjöl- menni. svo að lítið rúm var eftir í salnum, þegar þeir höfðu raðað sér upp. Er heilsað hafði verið með ís- lenka fánanum, bauð formaður Ármanns, Jens Guðbjörnsson gesti velkomna, en síðan gengu allir flokkar út aftur, nema einn — sýningarflokkur kvenna. Hóf hann iþví næst að sýna undir stjórn Jóns Þorsteinssonar. Voru sýridar staðæfingar og ýmsar vandasamar æfingar á hárri slá og tókst það allt saman ágæt- lega og var það félaginu og kenn aranum til hins mesta sóma enda létu áhorfendur ánægju sína óspart í ljós. Þegar stúlkurnar höfðu lokið sýningu sinni,. kom 1. flokkur karla inn aftur og sýndi undir stjórn sama kennara. Voru það fyrst staðæfingar, síðan jafnvæg isæfingar á hárri slá. áhaldaæf- ingar og dýnustökk. Tókst karla flokknum einnig ágætlega upp og voru áhorfendur mjög hrifnir af frammistöðu piltanna. Báðir þessir flokkar munu sýna aftur síðar í vikunni og ættu menn ekki að sitja sig úr færi með að sjá þetta ágæta leik fimisfólk. Konan mín Steinunn S. Steinsdóttir frá Sólbakka, Garði, andaðist 31. jan. á St. Jósefsspítala (Landakoti). Gísli Sighvatsson. Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim, sem á einn og annan hátt heiðruðu minningu konunnar minnar, Kristínar Brynjólfsdóttur. Fyrir hönd sona, tengdadætra og barnabarna. , Vilbogi Péturssoii. Stalingrad Frh. á 7. síðu. leið til fangabúðanna. Sumir höfðu ekki lengur skó á fót- unum, heldur tuskur, sem veittu lítið skjól í grimmdar- legu frostinu. Enn einu sinni höfðu óravíddir Rússlands og fórnfýsi sona þess sigrað inn- rásarher, en sennilega aldrei jafn greinilega og nú. ÞENNAN SAMA DAG hertóku Rússar Maikop í Kákasus, semi verið hafði á valdi Þjóð verja um nokkurt skeið. Ekki var annað sýnna en að ósig- urinn við Stalingrad væri undanfari nýrra hrakfara og kom það og á daginn, eins og nú er orðið kunnugt. Þjóð- verjum tókst ekki að hag- nýta sér vélaiðnaðinn í Stal- ingrad, né heldur olíulindir Kákasus. Herför þeirra inn í Rússland hefir nú endað í hinum mestu hrakförum og undanhaldi, „samkvæmt á- ætlun“. ÞAÐ ER ÞVÍ EKKI AÐ furða, þótt Hitler hafi verið fáorð- ur um styrjaldarhorfurnar í ræðu sinni á 11 ára valda- töku afmæli nazista. Um tíma var hægt að telja þýzku þjóðinni trú um, að allt gengi að óskum á austurvíg- stöðvunum. Nú er það ekki hægt lengur. Ósigurinn við Stalingrad var fyrsti fyrir boðinn um það, sem koma skyldi. DÓMUR í TUNNUMÁLI. *Frh. af 2. síðu. Halldórssonar h/f í máli þessu. Málskostnaður í héraði fellur niður. Áfrýjandi greiði stefnda 500 krónur í málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum.“ Ulanríkisráðherra Svía fordæmir brolfflutning norsku sfúdenfanna RÍKISÞINGIÐ sænska ræddi fyrir nokkrum dögum um brottflutning norskra stúdenta til Þýzkalands. Utanríkisráðherrann sagði, að ofbeldisverkin í Noregi í þess- ari styrjöld hefðu jafnan vakið hina mestu gremju í Svíþjóð, sérstaklega að þessu sinni vegna eðlis ofbeldisverkanna. Þar eð ekki væri hægt að bera fyrir hernaðarnauðsyn þessa ofbeldisverknaðar, væri ljóst, að með honum væri unnið að því að lama norska menningu til langframa. Það væri aug- ljóst mál, að á meðan á þessum ofsóknum stæði, væri ekki unnt að leyfa fulltrúum þýzkra vís- inda dvalarleyfi í Svíþjóð jafn fúslega og verið hefir. í umræðunum kom á daginn, að sænska stjórnin nýtur al- menns stuðnings í utanríkis- stjórnmálastefnu sinni, en hins vegar gegnir öðru máli um inn- anríkismálin. Þykir sýnt, að samstjórn flokkanna muni ekki fara með völd að ófriðnum loknum. Félagslíf. Valur SKEMMTIFUNDUR verður haldinn í Tjarnarkaffi á mið- vikudag 2. febr. kl. 8V2 e. h. Skemmtiatriði: Dans o. fl. Skemmtinefndin. Hlutavelta Kvennad. Slysavarna- félagsins byrjar á morgun kl. 3 e. h. í Listamannaskálanum. Óvenjugóðir munir verða á hlutaveltu þessari og allir vilja styrkja hið góða mál- efni. Á sýningunni voru nokkrir amerískir blaðamenn og var myndavélin stöðugt í gangi hjá þeim. í kvöld heldur íþróttavik- an áfram, kl. 9 í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Fer fram Skjaldarglíma Ármanns og eru keppendur 16 talsins. Verður hún áreiðanlega spennandi og ,geta þeir talið sig hólpna, sem þegar hafa fengið aðgöngumiða. Sv. STÚKAN ÍÞAKA. Fundur í kvöld. Kosning og vígsla emb- ættismanna. Kosning viðlaga- sjóðsstjórnar. — Upplestur. Félagar eru beðnir að gera skilagrein merkjasölu. „ELDBORG" til Vestmannaeyja í kvöld. Vörumóttaka fram til kl. 3 síð- degis. ** 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.