Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 2
^LPYBUBLAOIÐ 40 ðra afmæli ídb- leRdraráðberra- stjórnar á Islaidi. Forseti alDingis minnist Hessa atbnrðar i sametnnðu Dingi. I GÆR 1. febrúar voru 40 ár liðin frá því, er við Íslendingar fengu innlenda ráðherrastjóm. Forseti sameinaðs þings Gísli Sveinsson minntist þessa atburð ar með stuttu ávarpi til þing- manna á fundi í sameinúðu þingi í gær. Mæltist honum á þessa leið: ,,Háttvirtir alþingismenn: í dag teljast liðin 40 ár frá því er inniend ráðherrastjórn var stofnsett á íslandi, sem sé 1. febrúar 1904, og þar með ikomið skipan á eðíilegt þingræði í framkvæihd. Mun að tilhlutun ríkisstjórnarinnar þessa atburð- ar verða minnst fyrir alþjóð með útvarpserindi í kvöld. Það mun nú engum dulið. að Frh. á 7, síðu. ðrygigið á slénnm s Hleðsla togaranna allt að 135% síðan aukizt 1939! Stér athyglisverðar upplýsingar* Finns Jénssonar við umræður é aipingi i jgær una steipaeftiriitið. INGSÁLYKTUNARTILLAGA þeirra Finns Jónssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar um endurskoðun á lög- um um eftirlit með skipum og um athugun á framkvæmd skipaskoðunar var til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Finn- ur Jónsson fylgdi tillögunni úr hlaði og var umræðunni að því búnu frestað. Framsöguræða Finns vakti hina mestu athygli bæði í þingsölunum og á áheyrendapöllunum. Sérstaklega vakti athygli sá þáttur hennar, þar sem Finnur sannaði með tölum frá Fiskifélagi íslands hina gífurlegu auknu hleðslu togaranna síðan 1939. Nemur þessi aukning á hleðslunni í Englandssiglingum togaranna allt að 135 af hundraði! Tillagan er ' fram komin vegna þeirra umræðna, er orðið Skiinaðarmálið og skjölin : Hvaða skjðl era pað, sem haldið er leyndam ? Frá umræðum á aiþingi i gær um þings- ályktunartillðgu Alþýðuflokksins um birtingu skjaianna. IGÆR kom til umræðu í sameinuðu þingi þingsályktun- artillaga Alþýðuflokksmanna um birtingu skjala varð- andi sambandsslit íslands og Danmerkur. Formaður Alþýðu- flokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, fylgdi tillögunni úr hlaði. Það er alllangt síðan það bar á góma í utanríkismálanefnd, sagði Stefán Jóhann, hvort eígi væri rétt að birta þessi skjöl, enda hafði þá þegar nokkuð af þessum skjölum verði birt, m. á. fyrir atbeina Ólafs Thors, fyrr- yerandi forsætisráðherra. Mál- ið var allmikið rætt í utanríkis- málanefnd en eigi tekin um það nein ákvörðun. Af hálfu ríkis- stjórnarinnar var það látið uppi, að hún fyrir sitt leyti hefði ekkert við það að athuga, þótt nefndin ákvæði, að skjölin yrði birt. — Af framkvæmdum í þessu efni varð þó ekki og lognaðist málið út af, Nú er hins vegar svo komið, sagði Stefán, að komið er til kasta þingsins að greiða at- kvæði um tillögu um niðurfell- ingu sambandssáttmálans við Danmörku, svo og að fjalla um framtíðarstjórnskipun landsins. Að því búnu á svo að fara fram þjóðaratkvæði um niðurfelling sambandsins við Dani. Það virð ist því allt mæla með því, að þessi skjöl séu nú birt alþingi og almenningi, til þess að menn eigi þess kost að fella sem rétt- astan dóm um þau atriði, er skjölin fjalla um. Þær utan að komandi raddir, er varað hafa við að birta þessi skjöl og talið það varhugávert, hafa ekki neitt til síns máls. Það er í fullu samræmi við stjórnmálaþróun síðustu tíma og vaxandi við- gang og þroska, að almenningi sé birt skjöl sem þessi. Enda mætti finna fyrir því hliðstæð dæmi hjá öðrum lýðræðisþióð- um, þar sem skjöl um hin við- Jcvæmustu efni þráfaldlega birt almenningi í því skyni, að hann mætti hafa betri aðstöðu til að fella sin-n dóm um málin. — Rakti ræðumaður því næst nokkur dæmi hér að lútandi. — Ég held því, sagði Stefán, að þær raddir, sem telja það skort á háttvísi að þessi skjöl séu birt, hafi harla lítið til síns máls. Skjölin, sem hér um ræðir,, hélt Stefán áfram ræðu sinni, skiptast í fjóra meginþætti. í fyrsta lagi eru það bendingar, sem íslenzk stjórnarvöld fengu frá stjórn Bretlands gegnum fulltrúa sinn í London árið 1941. Þessi skjöl eru nokkuð kunn af umræðum á alþingi, í blöðum og á mannfundum. Hins vegar hefðu þau ekki ver- ið kunngerð almenningi undan- dráttar- og umbúðalaust. í öðru lagi væri skjöl varð- andi sambandið frá stjórn Bandaríkjanna 1942. Þessi skjöl hefðu sömuleiðis verið kunngerð að nokkru leyti. En það skorti á, að þau væru birt að fullu, til þess að þjóðinni mætti auðnast að mynda sér sem sannasta og réttasta mynd af þessum skiptum. Og ekki gæti verið neitt við það að at- huga, hvorki af hálfu íslenzkra stjórnarvalda né þess stórveld- is, er hlut ætti að máli. í þriðja lagi væri þáð svo þau skjöl, er farið hefðu milli íslenzkra stjórnarvalda og Dana. Það hefði líka verið birt nokkuð af þeim orðsendingum, er farið hefðu milli þessara að- ila 1941 og 1942. En hór heúú heldur ekki verið gengið hreint Frit. á 7. síðu hafa um þessi efni nú undan- farið, sagði Finnur. Þær um- ræður hafa þótt gefa til kynna, að lögum um eftirlit skipa gæti verið áfátt, svo og að fram- kvæmd skipaeftirlitsins á ,gild- andi lögum um þetta efni væri ábótavant. Lög um þetta efni voru fyrst sett árið 1903. Hefir sú lögjöf verið aukin og endur- bætt öðru hvoru síðan, og síð- ast 1938. Benda þessar laga- setningar ótvírætt til þess, að nauðsyn þyki til bera að hafa sem fullkomnasta löggjöf um þetta efni og að framkvæmd þeirra laga sé sem fullkomnust. En þrátt fyrir síðustu laga- setningu um þetta efni 1938 er enn í gildi tilskipun um eft irlit með skipum og bátum og öryggi þeirra frá árinu 1922, sem átti að vera búið að end- urskoða fyrir árslok 1938. Sú endurskoðun hefir enn ekki farið fram og er það víta vert skeytingarleysi af hálfu þeirra, er með yfirstjórn þess ara mála hafa farið. 1 viðtali, er Alþýðublaðið átti yið formann Sjómannafélags- Frh. á 7. síðu. Dr. Steíogrímur J. Dorsteinsson tekor «ð keooslo í Háskóla tslaods. Dr. steingrímur j. þor STEINSSON hefir tekið við kennslu í Háskóla íslands í bókmenntasögu í stað Sigurðar Nordal prófessors, sem hefir fengið leyfi frá kennslustörfum til þess að gegna ritstörfum, en Sigurður Nordal hafði á síðast- liðnu hausti verið prófessor við háskólann í aldarfjórðung. Eins og lesendur blaðsins muna, var Steingrímur Þor- steinsson 1. des. s.l. sæmdur doktorsnafnbót við Háskólann fyrir rit sitt um „Jón Thorodd- sen“, sem út kom á s.l. hausti hjá Helgafellsútgáfunni. En fyrir nokkru kom auk þess út hjá Bókmenntafélaginu annað rit eftir dr. Steingrím um upp- haf leiklistar á íslandi. i Flsksölosaonlopr- ioo frsnleogdor. Fisksölusamningur- INN hefir verið fram- lengdur samkvæmt tilkynningu frá samninganefnd utanríkis- viðskipta. Hefir samningurinn verið framlengdur aðeins til 15. þessa mánaðar, en áður hafði hann verið framlengdur til 31. fyrrá mánaðar. í tilkynningunni segir, að innan skamms verði nýr samn- ingur gerður og verði hann þá að öllum líkindum látinn gilda frá síðustu áramótum. Leikfélag Reykjavíkur sýnir „Vopn guðanna“ kl. 8 í kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 2 í dag. Hvenær hverfa hernaði ii Varðstöðu hætt í turni Landakotskirkju Viðtal við formann ioftvarnanefndar. LOFTVARNANEFND hef ir ákveðið að hætta varð gæslu þeirri í turni Landa- kotskirkju, sem haldið hefir verið uppi undan farin 2 1/2 ár. Var þetta tilkynnt á fundi bæjarráðs í fyrradag. Alþýðublaðið sneri sér í gær til Agnars Kofoed Hansen lög- reglustjóra sem er formaður loftvarnarnefndar og spurði hann hvort ekki yrði afnumin ýms önnur hernaðarmannvirki, sem undanfarin ár hafa allt of mikið sett svip sinn á bæinn. ,.iNei,“ svaraði formaður loft- varnarnefndar. „Við viljum eklci gera það. Ef við gerðum það tækjum við á okkar hendur allt of mikla ábyrgð. Setuliðið telur ekki ástæðu til þess og því ætti að vera kunnugt um hernaðar- aðstöðuna og horfurnar í styrj- öldinni, hvað ísland snertir.“ — En í dag eru verkamenn að moka á bifreiðar sandhrúg- um úr niðurföllnum hernaðar- mannvirkjum", sagði tíðindar- maður Alþýðublaðsins. „Já. það getur vel verið“, svaraði formaður loftvarnar- nefndar, en þar er aðeins um að ræða byrgi sem voru fallin.“ Reykvíkingar óska einskis frekar en að öll hernaðarmann- virki hverfi úr höfuðstaðnum eins fljótt og auðið er. Virðist að minnsta kosti engar líkur til þess að nauðsyn sé á því að hafa lengur moldarbyrgin sem nú eru víða á igatnamótum og skapa þar umferðatálmanir og alls konar leiðindi. Miðvikudagar 2. febrúar 1944» -fti-r i___—----------------- ,i.:.iUi Lögski Inaða r menn vilja sambandsslii í vor á löglegai hátt Eoi mæla með þjóð- fundi um stofnun lýóveldisins ¥ ÖGSKILNAÐARMENN héldu opinberan funcH um skilnaðarmálið í Kaup- þingssalnum í fyrrakvöld, og var húsið fullskipað áheyrend um. Ræðumenn á fundinum voru Jóhann Sæmundsson yfirlækn- ir, Þorvaldur Þórarinsson lög- fræðingur, Páll Magnússon lög- fræðingur, Hallgrímur Jónasson Kennaraskólakennari, Ingimar Jónsson skólastjóri, Lúdvíg Guðmundsson skólastjóri og Jón Ólafsson lögfræðingur og Magnús Ásgeirsson. Á fundinum voru gerðar eft- irfarandi ályktanir: „Almennur fundur lögskiln- aðarmanna, haldinn í Kaup- þingssalnum í Reykjavík mánu: daginn 31. janúar 1944, lýsir yfir því, 1. að hann telur eðlilegt, að alþingi gangi frá samþykktinni um afnám samnings þess, sem fólginn er í dansk-íslenzku sam bandslögunum, svo framarlega sem með afgreiðslu alþingis og þjóðaratkvæðagreiðsluna er far- ið nákvæmlega eftir ákvæðum nefnds sáttmála, — en fulla gæzlu þessara ákvæða sem annarra milliríkjasamninga verður að telja nauðsyn fyrir framtíðarstöðu íslendinga sem hlutgengs aðilja í samfélagi þjóðanna. 2. Hins vegar lýsir fundurinn. sig eindregið fylgjandi því, að efnt verði til þjóðfundar, er fjalli um lýðveldismálið, með því að það alþingi, er nú situr, virðist ekki sérstaklega til þess kjörið að ganrra frá stofnun og skipun lýðveldis á þann hátt, sem íslenzka þjóðin mundi við una og aðrar þjóðir virða. Fundurinn gerir því kröfu til þess, að borið verði undir kjós- endur samhliða þjóðaratkvæða- greiðslunni um niðurfellingu sambandslaganna, hvort alþingi eða þjóðfundur, er kosinn sé samkvæmt fyllstu lýðræðis- reglum, skuli taka lokaákvörð- un um stjórnarskrá hins ís- lenzka lýðveldis. Fundurinn skorar á hugsandl menn um land allt, að taka hug- myndina um þjóðfund til alvar- legrar athugunar og undirbún- ings og láta opinberlega í ljós skoðanir sínar um hana. 3. Fundurinn lætur í ljós undrun sína á þeirri meðferð, sem bréf ríkisstjóra frá 21. jan„ 1944 hefir sætt á alþingi. í fyrsta lagi telur fundurinn óverjandi, að bréfið skuli ekkl hafa verið tekið fyrir á alþingl sjálfu. í öðru lagi er fundurinn þeirrar skoðunar, að það sé mjög óviðeigandi, að nefnd. manna, sem skipuð var utan al- þingis, og sumpart utanþings- mönnum, skuli hafa tekið sér vald til þess að svara bréfinu. fyrir hönd alþingis. í þriðja lagi verður að átelja harðlega, að í svarinii skuli fel- ast hæpnar og villandi staðhæf- ingar um veigamikil atriði í stað röksemda. Fundurinn væntir þess, að al- þingi bæti skjótlega úr þessum mistökum og veiti erindum æðsta manns þjóðarinnar þing- legri afgreiðslu í framtíðinni.“ Tillögur þessar allar voru samþykktar með samhljóða at- kvæðum fundarmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.