Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 5
Miðviku&agur 2. febrúar 1944. Aþenuborg Mynd þessi er af Aþenu, hinni fögru og sögufrægu höfuðborg Grikklands, sem nú verður að una grimmilegu og miskunnarlausu hernámi. En vonandi verður þess ekki langt að bíða, að Grikkir endurheimti frelsi sitt og Aþena verði íiöfuðborg frjálsrar og fullvalda þjóðar á ný. EG TEL stærsta glæp Hitlers þann, að hann hefir unn- ið markvíst að því með aðstoð samherja sinna að byggja múr haturs milli þýzku þjóðarinnar og þjóða þeirra, sem orðið hafa fórnardýr herskara Þjóðyerja. Þessa gætir ekki aðeins nú, með an styrjöldin geisar. Þess mun og gæta langt fram í komandi tíð eftir að friður er á kominn og vopnagnýrinn hljóðnaður. Það er auðvitað gott og biessað að kveða sem svo að orði, að vegna þess að við séum menn- ingarþjóðir ben okkur að styrjöldinni Tokinni að setjast niður, una glaðir við fenginn frið og segja við Þjóðverja: Þiö hafið verið slæmir drengir, en nú ætlum við að vera góðir við ykkur. Auðvitað ber okkur að vera góðum, sizt skyldi því í móti mælt, en hvernig haldið þ.ið, að Þjóðverja- geti vænzt góðsemi t. d. af hálfu hinna c- hamingjusömu Grikkja, er hafa verið hraktir brott frá heimil- um sínum og orðið hafa að búa við hungur og harðrétti. Hvern- ig ætti þeim að vera auðið að auðsýna Þjóðverjum góðsemi og góðvild? Ég el þá von í þrjósti, að þeir, sem hraktir hafa verið hrott frá heimilum sínum, muni eiga afturkvæmt þangað að ráðnum úrslitum styrjaldarinn- ar, það er að segja þeír, sem ekki hafa látið lífið. Ég vona, að gríska þjóðin fái notið auðnuríkrar framtíðar. Ég vona, að hún beri gæfu til þess að koma á hagkvæmu og heilla- ríku stjórnskipulagi hjá sér og velji >sér framsýna og dugmikla ríkisstjórn. En hvernig mun hægt að krefjast góðvildar og mildi af fólki því, sem hefir komizt í kynni við hið ógnlega böl einræðis og harðstjórnar? Þess vegna fullyrði ég að stærsti glæpur Hitlers sé sá, að hann hefir torveldað okkur mjög uppbyggingarstarfið eftir stríðið. Iiann hefir reist múr- veggi milli manna og þjóða, sem örðugt mun reynast að jafna við jörðu. Hins vegar er því ekki að neita, að fortíð grísku þjóðar- i innar ber þess ýmis vitni. að hún er fljót að gleyma misgerð- um í sinn garð og óðfús þess' að efna til samvinnu við onnur ríki. Hinni fornu og þrálátu deilu milli Grikkja og Tyrkja lauk með samninþeirra i milli, fyrst og fremst fyrir for- E-EIN þessi, sem fjallar um viðhorfin á Balk- anskaga og einkum þó á Grikklandi eftir stríð, cr eft- jr André Michalopoulos, sem verið hefir útbreiðslumála- ráðherra grísku stjórnarinn- ar í Lundúnum og er þekkt- ur ræðuskörungur og rithöf- ■ nndur. Hér er greirún þýdd úr World Digest. göngu bg framsýni Venizelos, og eftir það hefir verið tíðinda- laust við þann hluta Miðjarðar- hafsins. Hinar fornu óyinaþjóð- ir hafa nú búið í góðu nábýli í tugi ára. Grikkir höfðu og for- göngu um stofnun Balkanbanda lagsins og reyndu að gera allt til þess að fá Búlgaríu til þess að gerast aðili að því, þótt eigi tækist. Allt gefur þetta fyrir- heit um það, að Grikkir muni láta endurreisnarstarfið eftir stríðið mjög til sín taka, enda hæfði annað vart svo merkri og mikilhæfri þjóð. ❖ AÐ ráðnum úrslitum styrj- aldarinnar munu vígtenn- urnar verða dregnar úr skolt- um árásarríkjanna. A því er enginn vafi. En þegar því hefir verið komið í kring, verða þjóð- ir þær, sem harðast hafa orðið úti af völdum hildarleiksins, að leggja alla áherzlu á það að græða sár síxi. Það verður og að treysta og tryggja friðinn og efna til farsællegrar og giftu- ríkrar samvinnu- milli þjóð- anna. Þegar er mjkill áhugi vakinn í þessum efnum, og margar ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að þetta megi verða. Forustumenn þjóðanna verða að ráða ráðum sínum af skynsemi og framsýni. Ég er þeirrar skoðunar, að samning- ur sá, sem hinar útlægu stjórnir Grikklands og Júgóslavíu gerðu með sér um Balkansamband, og undirritaður1 var í Lundúnum, sé mikils vert spor í þessum efnum og verði upphaf heilla- vænlegs sambands þessara þjóða í framtíðinni. En samn- ingur þessi er aðeins upphaf — fvrsti þáttur. Forsætisráðherrar Balkanþjóðanna, utanríkismála- ráðherrar og fjármálaráðherrar munu koma saman til fundar \ '' iJ & Um læknabrjálæðL sjúkdóma, bókaútgáfu til atvinnu- bóta — og læknaleysið í dreifbýlinu. og ráða ráðum sínum um sam- vinnu þessara ríkja eftir að stríðinu lýkur, svo og þing- nefndir frá löndum þessum. N ÞVÍ fer fjarri, að Grikk- land og Júgóslavía muni verða einu aðilarnir að banda- lagi því, sem á verður komið. Stjórnir þessara ríkja hafa að sönnu haft forustu um undir- búning þessa máls. En það mun verða lögð á það öll áherzla, að allar Balkanþjóðir verði aðilar að bandalagi þessu. Allt mun verðaigert til þess að svo megi verða. Þá mun þessi hugmynd líka fyrst ná fullum tilgangi sínum. Þess ber að geta og gæta, að þegar rætt er um alþjóða- og milliríkjamál, kemur margt til álita. Svo er og um viðhorfin á Balkanskaga. í þeim efnum er eitt atriði, sem skiptir miklu máli og margir eru kvíðafullir yfir. Það er aðstaða og afstaða Rússlands. Rússland má sín mikils, og það er ólíklegt, að það vilji ekki láta áhrifa sinna gæta. Stjórnmálastefna Rússa að undanförnu bendir að minnsta kosti til margs annars fremur, en að það muni una hlutskipti hornrekunnar. Rúss- land er stórveldi, sem mun vilja láta taka mikið tillit' til sín, þeg- ar skipa skal málum eftir stríð. Rússar munu ekki hvað sízt vilja láta áhrifa sinna gæta í Suðaustur Evrópu, að minnsta kosti meðal þeirra þjóða, sem eru af slafneskum uppruna. Rússar munu sennilega taka það hlutverk að sér að halda hinum óbilgjörnu og herskáu Búlgörum í skefjum. Einnig geri ég ráð fyrir, að þeir muni seilast til frekari íhlutunar og áhrifa í Júgóslavíu. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að ekki muni stafa rnikil hætta af rússneskri íhlut- un og ásælni í norðurhéruðum Grikklands. Sú hætta verður varla meiri þeirri, sem Grikkj- um hefir stafað af Miðveldun- um síðustu öld. Þess ber að minnast, að mikil breyting hef- ir á orðið í Rússlandi frá því á dögum hinnar blóðugu bylting- ar árið 1917. Rússar munu láta mál öll til sín taka með allt öðrum hætti í framtíðinni en var í fortíðinni. * P FTIR HINA blóðugu bylt- ingu í Rússlandi, sem ef Frh. á 6. síðu. ÞAÐ HEFIR LENGI verið vit- j að að Reykvíkingar misnota mjög læknana. Er þar mikill og eftirtekíarveröur munur á, þegar borið er saman við kjör sveita fólksins, sem ekki getur náð í lækni jafn vel þó að líf liggi við og það kostar á annað þúsund krón ur að sækja lækni, eins og Gunnar Gunnarsson skáid skýrði nýlega frá í viðtali við blað hér í bænum. AÐ MEÐALTALI hafa nætur- læknar farið 10 sinnum út á hverri nóttu undanfarna 9 mánuði. Þetta er samkvæmt skýrslu Læknavarð- stofu Reýkjavíkur. En hér koma þó ekki öll kurl til grafar. Læknir sagði við mig í gær: „Við erum miklu oftar kallaðir ut, en við kjöftum okkur frá því eins oft og mögulegt er. Ég fullyrði að 75 prósent kvaðninganna er alger ó- þarfi.“ Þetta er ljót mynd af lækna geðveiki almennings. Og því ljót- ari verður hún þegar manni dett- ur í hug aðstaða fólksins í dreif- býlinu. ÞAÐ ER LÚXUS í þessu lækna- standi. Við þurfuip ekki svona marga lækna hér í Reykjavík, en það vantar lækna út um land. Við Reykvíkingar verður að læra að spara læknana. Mér virðist að það sé þessu læknabrjálaða fólki að kenna hér í þænum að lækna skuli vanta svo tilfinnanlega í dreyfbýlið. Ef við kölluðum ekki jafn oft á lækna og raun er á, myndu lækar leita sér atvinnu annars staðar, þar sem þörf væri fyrir þá. ÉG ER KANNSKE heilsubetri en fólk flest, að minsta kosti held ég að ég hafi aldrei á æfi minni leit- að næturlæknis. Að vísu hef ég fengið tannpínu að nóttu til, og krakkarnir kanske kvartað undan einhverjum verk, en það hefir ver- ið beðið til morguns með að hringja á lækninn — og þá hefir tannpín- an oftast verið búin og verkurinn. horfinn. MÉR DETTUR í HUG, þegar ég er að skrifa þetta, að fyrir nokkrum árum þjáðust allir af lífhimnubólgu, síðan hélt ristil- bólgan innreið sína — og nú, síðan stóra læknabókin kom út þjást allir af einhverju sem kallað er ofnæmi. Að vísu grassera nú allir þeir dásamlegu sjúkdómar, sem nefndir eru í þessari miklu pestar- bók og er hún því ein stórkostleg- asta auglýsing um notkun lækna, sem nokkru sinni hefir verið gefin út. ÉG HYGG YFIRLEITT, að al- drei hafi verið gerð nein jafn þýðingarmikil ráðstöfun til að koma í veg fyrir minkandi atvinno hjá nokkurri stétt, eins og gerð var með útgáfu þessarar bókar. Ef verkakarlarnir gætu gripið til einhvers slíks, þegar Bretavinnan minkar, þá þyrfti alþingi og ríkis- stjórn ekki að kvíða þeim dögum’, Almenningur gerir sig að fífli meö þessum sífelldu læknaköllunum, Læknar eru ágætir til þess að skera burtu meinsemdir, stinga á kýlum, rífa úr manni skemmdar tennur, binda um brot og allt svo- leiðis, en meðalasull þeirra héfir litla þýðingu, en á það trúir al- menningur 'mest. í GAMLA DAGA var ég allt af við og við að 'fá einhvers konar hálsbólgu. Ég sótti aldrei lækni, drakk bara sjóðandi vatn og gleypti eins heita gufu og ég gat —- og mér batnaði allt af. Heita vatnið er ágætt, eins og Þórður á Kleppi sagði. — Og ekki er heil- brigt fæði verra. Þar er ég Jónasi Kristjánssyni sammála. Hannes á horninu. Stjórnmála- og fræóslurit AlþýÓufl. III. 1 Allir SÓSÍALISTAR þurfa að lesa rit Gylfa Þ. Gíslasonar: SMI á vegum lýðræðis eða einræðis Fæst í bókabúðum. Kostar aðeins 2 krónur. Áður hafa komið út 2 stjórnmálarit með þessum ritgerðum: I. Sigurður Jónasson: Rafmagnsveitur fyrir allt ísland. Jón Blöndal: Beveridgeáætlunin. Kostar kr. 1,25. II. Jón Blöndal: Þjóðnýting og atvinnuleysi. Sigurður Jónasson: Þjóðnýting á íslandi. Kostar kr. 1,00. Eignist öll stjórnmála- og fræÖslurit Alþýðuflokksins \ Reykvíkingar! Úrvals salfkjöf fæst nú og framvegis í flestum kjötbúðum bæjarins. i Alþýðublaðsins er 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.