Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. febrúar 1944. ALB>YÐUBLAÐIÐ iBœrinn í dagi Næturlæknir er í nótt í Lækna- yarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðiii. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 19.25 Þingfréttir. 19.50' Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lúðvík Krist jánsson ritstjóri: Um Flat- eyjar framfarastiftun. Er- indi. b) 21.00 Kvæði kvöld- vökunnar. c) 21.05 Jón Sig- urðsson frá Kaldaðarnesi les lcafla úr Heljarslóðar- orrustu. d) 21.30 Kórsöng- ur: Karlakórinn ,,Ernir“ syngur (stjórnandi: Jóhann Tryggvason). 20.50 Fréttir. Framhaldsfundur Stúdentafélags Reykjavíkur um stofnun lýðveldis á íslandi verður haldinn í Háskólanum n.k. föstu- dagskvöld kl. 8V2. Verðlagsbrot. Nýlega hefir verzlun Önnu Gunnlaugsson, Vestmannaeyjum, verið dæmt í 300 króna sekt, fyrir verðlagsbrot. Verzlunin hafði lagt of mikið á vefnaðarvöru. Viðskiptaráð hefir ákveðið að hámarksálagn- ing í smásölu á alla innlenda máln- ingu og lökk megi ekki vera hærri en 30%. Komu þessi ákvæði til framkvæmda í gær. Kvenréttindafélag íslands heldur fund í kvöld í V. R. Von- arstræti 4 kl. 8.30. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir flytur erindi á fund inum um skólamál. Ofhleðsla togaranna. 40 ára afmæll Innlendra ráðherrastjöroar. Frh. af 2. síðu. með þessari breytingu var stig- ið hið mikilsverðasta spor í átt- ina til raunverulegs sjálfstæðis íslendinga, þótt um hitt væri deilt, svo sem vonlegt var, hvort lengra hefði mátt komast í það sinn eða eigi. En síðan hefir það ekki orkað tvímælis, að í stjórn- ar fari þessa lands var þingræði — parlamentarismi — ríkjandi regla. En í samíþandi við þessa merk isatburði í sögu landsins, Alþing is og ríkisstjórnar ber að minn- ast þess manns, er hér átti þá einna mestan hlut að máli, þess manns, sem um langa hríð var á ýmsa lund sjálfkjörinn íoringi á þingi og í stjórn. eins hins allra glæsilegasta manns, sem ísland hefir alið, með andlegum og líkamlegum yf irburðum f ram yfir flesta aðra ísledniga á síð- ari tímum, Hannesar Hafsteins. Hann varð fyrstur ráðherra á íslandi. Er saga hans enn að miklu leyti óskrifuð, og þau fjöl mörgu og mikilsverðu mál, er hann beitti sér fyrir og kom í framkvæmd, eigi nærri til hlít- ar rakin eða þýðing þeirra fyrir þjóðlíf vort. Bíður þetta verk- efni söguritaranna, eins og raun ar f jölmargt annað mikilvægt og afdrifaríkt í þróunarsögu þessar- ar þjóðar. Til minningar um þessa at- burði og þennan forystumann bið ég háttvirta þingmenn að rísa úr sætum.“ KHKHKHKHKHKHh Úfbreiðið Albýðublaðið. Frh. af 2. síðu. ins, Sigurjón Á. Ólafsson, í grein í sama blaði eftir sjó- mannafélaga nr. 563 og í grein í Vísi eftir Guðmund Guð- mundsson frá Ófeigsfirði komu fram þær skoðanir, að farmar togaranna i Englartdssiglingum væri nú allt að því tvöfalt þyngri en þeir voru fyrir stríð, sagði Finnur. Ég aflaði mér því opinberra heimilda um þetta efni og kom þá í ljóSj að farmarnir eru 60—135 % þyngri en þeir voru fyrir stríð. Þetta eru furðulegar upplýs- ingar og gefa tilefni til marg- víslegra hugleiðinga. Og ég tel rétt að gefa þinginu hugmynd um helztu atriði í skýrslu Fiski- félagsins hér að lútandi. Finnur rakti nú skýrslu þessa nokkur, og fara hér á eftir nokk ur atriði úr skýrslunni. Fyrst er talin brúttó rúmlestatala hvers skips og síðan mesta magn í ferð, talið í kilóum, 1939, 1942 og 1943. Arinbjörn hersir. Rúm- lestir: 321; 1939: 93929; 1943: 205409. Belgaum. Rúmlestir: 337; 1939: 120 142; 1942: 159 421; 1943: 214 440. Baldur. Rúmlestir: 315; 1939: 85 725; 1942: 165 506; 1943: 182 060. Egill Skallagrímsson: Rúm lestir: 308; 1939: 108 407; 1942: 165 506; 1943: 182 060. Geir. Rúmlestir: 309; 1939: 92 482; 1942: 132 893; 1943: 153 021. Gulltoppur. Rúmlestir: 405; 1939: 122 225; 1939: 188 671; 1943: 221 678. Gylfi. Rúmlestir: 336; 1939: 123 825; 1942: 203 454; 1943: 219 456. Gyllir. Rúmlestir: 369; 1939: 130 454; 1942: 191 592; 1943: 206 622. Hafsteinn. Rúmlestir: 313; 1939: 84 480; 1942: 157 351; 1943: 201 295. Haukanes. Rúmlestir: 341; 1939: 103 784; 1942: 159 359; 1943: 180 784. Helgafelk Rúmlestir: 314; 1939: 107 136; 1942: 159 563; 1943: 192 430. Hilmir. Rúmlestir: 306; 1939: 92 964; 1942: 133 045; 1943: 161899. Júní. Rúmlestir: 327; 1939: 97 536; 1942: 156 845; 1943: 183 705. Júpíter. Rúmlestir: 394; 1939: 146 214; 1942: 211 518; 1943: 271424. Kári. Rúmlestir: 344; 1939: 103 154; 1942: 163 004; 1943: 176 632. Karlsefni: Rúmlestir: 223; 1939: 108 923; 1942: 157 073; 1943: 177 698. Maí: Rúmlestir: 339; 1939: 104 496; 1942: 159 448; 1943: 192 392. Max Pemberton. Rúmlest- ir: 321; 1939: 108 518; 1942: 159 816; 1943: 199 898. ÓIi Garöa. Rúmlestir: 316; 1939: 118 059; 1942: 168 656; 1943: 208 940. Rán. Rúmlestir: 262; 1942: 126 809; 1943: 137 033. Sindri. Rúmlestir: 241; . 1939: 96 215; 1942: 125 273; 1943: 139 192. Skallagrímur. Rúmléstir: 403; 1939: 153 670; .1942: 215 747; 1943: 243 650. Skutull. Rúmlestir: 314; 1939: 104 039; 1942: 152 501; 1943: 184 435. \ Snorri Goði. Rúmlestir: 373; 1939: 1186 484; 1942: 179 070; 1943: 204 441. . Surprise. Rúmlestir: 313; 1939: 90 932: 165 290; 1943: 186 309. Tryggvi gamli. Rúmlestir: 326; 18 939: 93 662; 1942: 162 814; 1943: 182 245. Venus. Rúmlestir: 415; 1939: 137 765; 1942: 217 487; 1943: 276 161. Vörður. Rúmlestir: 316; 1939: 107 950; 1942: 198 882; 1943: 215 201, Þorfinnur. Rúmlestir: 269; 1939: 87 224; 1942: 124 714; 1943: 139'090 Þórólfur. Rúmlestir: 403; 1939: 122 530; 1942: 227 000; • 1943: 247 967. Það hljóta því að vakna þær spurningar, sagði Finnur, hvort skipaeftirlitið hafi gætt skyldu sinnar. Því er lögð á herðar sú skylda, ásamt útgerðarmönnum og sjómönnum, að líta eftir haffærni skipa. En ofhleðsla gerir skipið vitanlega óhaffært, og eru greinileg ákvæði um þetta í núgildandi lögum. Það kemur nú í ljós, að upp úr skipunum kemur allt að 135% þyngri farmur en þótti fært að láta í þau 1939. 'Hér getur engu öðru verið til að dreifa en ofhleðslu. Viðvíkjandi framkvæmd skipaskoðunarlaganna er svo fyrir mælt, að skipaskoðunar- stjóri megi eliki hafa nein laun- uð störf með höndum. Nú hefði skipaskoðunarstjóri hins veg- ar verið trúnaðarmaður Eim- skipafélags íslands um breyt- . ingar á skipum þess, og jafnvel ' gegnt fleiri launuðum störfum. Finnur kvaðst vilja þeina þeirri fyrirspurn til atvinnumálaráð- herra, hvort þetta væri með hans samþykki. Ein af lagafyrirmælum þeim, er um þetta gilda,- eru þau, að öll nýkeypt skip til landsins skuli skoðuð af skipaeftirlit- inu. En Finnur kvaðst hafa þá sögu að segja, að í fyrra hefði hann eitt sinn komið niður á hafnarbakka og séð skip, sem þá var nýlega búið að kaupa til landsins. Það var verið að taka böndin úr þessu skipi, sagði Finnur, og þau voru þorin upp á hafnargarðinn. En þau voru ekki borin þangað í heilu lagi heldur í pokum. Þau voru svo fúin, að það varð að moka þeim úr skipinu eins og ösku og flytja í pokum. Þessu skipi JarðarfÖr mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, Kristins Sigurðssonar múrarameistara fer fram frá Fríkirkjunni föstudpginn 4. feþr. og hefst með hús- kveðju að heimili hins látna, Laufásvegi 42, kl. 1.30 eftir hádegi. Laufey Jónsdóttir, börn og tengdadætur. Vegna minningarathafnar um þá, sem fórust með botnvörpungnum Max Pemberton, loka bankarnir frá kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar n.k. LANDSBANKI fSLANDS. ÚYVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. BÚNADARBANKI ÍSLANDS. hafði verið siglt frá Ameríku af íslenzkum sjómönnum. Og síðan var því tvisvar eða þrisv- ar siglt til Englands með ísað- an fisk og lífi sjómannanna á þann hátt stefnt í voða. Þetta mál er svo aðkallandi, sagði Finnur að lokum, að það ber brýna nauðsyn til að not- færa sér niðurstöður rannsókn- ar þeirrar, sem sjódómur Reykja víkur er að framkvæma eftir boði atvinnumálaráðherra með því að setja lög um þessi efni í síðasta lagi þegar alþingi kemur saman næst, en annars' með setningu bráðabirgðalaga, ef þurfa þætti. Það verður að gera allt, sem unnt er, til að koma í veg fyrir hið gífurlega mannfall í flotanum. Æskileg- ast er’ að það verði gert með fullu samkomulagi sjómanna, útgerðarmanna og ríkisvalds- ins. En náist ekki slíkt sam- komulag, verður löggjafarvald- ið sjálft að hefjast handa og úr- skurða, hvernig ráða skal fram úr þessu mikla og knýjandi vandamáli. Þakkir stíla í stórum dráttum sterkan fyrir vinarhug, handtök hlý úr öllum áttum er ég fyllti sjötta tug. JÓN B. PÉTURSSON, Hafnarfirði. Skjðlia, sem er taldið lepdnm. Frh. af 2. síðu. til verks og skjölin birt í heild. I þessum orðsendingum hefði komið fram ágreiningur um rétt íslendinga til niðurfelling- ar sambandssáttmálans. Hér væri því um að ræða þýðingar- mikil atriði, er ágreiningi hefði valdið og einmitt sérstök þörf væri að gera kunn. Eitt þessara skjala hefði verið birt, bréf þá- verandi forsætisráðherra Dana, Buhl. Þessi skjöl öll ætti tví- mælalaust að birta, ekki aðeins alþingi, heldur og þjóðinni. í fjórða lagi væri álit fulltrúa íslands í Danmörku varðandi þetta mál. Um það efni hefir einnig nokkuð verið látið uppi og bæri að gera það kunnugt að fullu. Hverjar skoðanir þeirra væri, hvert væri álit danskra stjórnarvalda. Hér er um að ræða skýrslur trúnaðar- manni íslenzku þjóðarinnar og íslenzka ríkisins, sagði Stefán, sem þeir gefa að vel athuguðu máli og af beztu samvizku um afstöðu og hug danskra stjórn- arvalda. Það er því fullkomin ástæða til að birta þessi skjöl. Ég vil taka það fram, til að koma í veg fyrir misskilning, sagði Stefán, að ef einhver þess ara skjala — segjum eitt eða tvö — væri þess eðlis, að ekki álpist rétt að gera þau opinber, að þau væri of persónuleg til þess eða eitthvað þess háttar, þá er ekki átt við það með þess ari tillögu, að þau skuli endi- lega birta. Nú, þegar við byggjum upp okkar sjálfstæðu utanríkisþjón- ustu, sagði Stefán að lokum, og ætla að stofna ríki okkar á fullkomnum lýðræðisgrund- velli, þá ekki að vera nein hula yfir skiptum íslendinga og annarra þjóða.. Allra sízt má leyna þjóðina gögnum mála, sem henni er sjálfri ætlað að leysa upp dómi um. Hermann Jónasson kvaðst aldrei hafa verið því meðmælt- ur í alvöru, að öll skjöl þessa máls yrðu birt. Hins vegar hefði hann tekið undir það í utanríkismálanefnd, en aðeins i því skyni að sjá hvað þeir að- ilar, er í baráttuhita hefðu ver- ið farnir að birta nokkuð af þessum skjölum, hvor um sig til framdráttar sínum málstað, mundu ganga langt í því að vilja láta birta skjölin. Það væri margt í þessum skjölum, sagði Hermann, sem ekki kæmi til mála að birta. Hins vegar væri sum þessara skjala þess eðlis, að vel mætti birta þau, enda væri í þeim atriði, er væri ákaflega upplýsandi fyrir mál- ið, s. s. það er farið hefði fram milli íslenzkra stjórnarvalda og Bretlands árið 1941 og Banda- ríkjanna og íslands árið 1942. Forsætisróðherra, Björn Þórð arson kvað stjórninni ekki hafa komið það á óvart, að þetta mál yrði rætt á alþingi. Síðast- liði sumar hefðu verið uppi háværar raddir um það, að birta bæri þessi skjþl. Og í sum um blöðum hefði stjórninni jafn vel verio legið á hálsi fyrir það, að hún ekki hæfist handa í þessu tilliti. En ráðherrann kvað mörg af þessum skjölum hafa misst gildi sitt nú, og þáð myndi nefnd sú, er þetta mál fengi til meðferðar, vafalaust sjá. Skjöl frá 1942, miðuð við þá fyrirætlun að stofna lýðveldi’ á því ári, hefðu misst gildi sitt nú. Hins' vegar kæmi það mjög til greina, eins og frám hefði komið í ræðu Hermanns Jónas- sonar, að flokka þessi skjöl. Mörg þeirra kæmi vel til greina að birta. Myndi fara vel á því, að nefndin, er um málið fjall- aði, tæki það til athugunar. . . Ólafur Thors kvað málið ekki gefa tilefni til mikilla um- ræðna. Það væri ekki mikil- vægt. Þingflokkunum væri skjöl þessi kunn, svo og almenn ingi þau atriði þeirra er máli skiptu. Hitt kæmi þó til mála, að birta eitthvað af skjölunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.