Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.02.1944, Blaðsíða 6
B ALÞYPUBLAÐIO MiSvikudagur 2. febrúar 1944. Fallíettur, svartar, hvitar, rauðar, silfraðar, gylltar, koparlitaðar, grænar, bláar. H.TOFT SköMrðnstlg ð Siai 1035 Sigurgeir.Sigurjónssönr hœstarettarmálaflutningsmaður Skrifstofutími 10-12 og 1—6. Aðalstrœti 8 Sími 1043' Viðhorfin ð Balk- ansbaga. Frh. af 5. síðu. til vill hefir verið nauðsynleg og óhjákvæmileg, hefir Joar í landi átt sér stað ekki óáþekk bróun þeirri, sem hófst í Frakk- landi eftir byltinguna 1789. Enda þótt margir Grikkir hafi litla velþóknun á hinni rússn- esku stefnu og anda, er því ekki að neita, að þar í Rússlandi hef- ir mikil breyting á orðið, og þjóðin má sín í flestum efnum mun meira en áður var. Og svo ber heldur ekki að gleyma því, að þegar setzt verður á rökstóla og friðarmálin tekin til af- greiðslu, mun áhrifa Breta og Bandaríkjamanria einnig mjög gæta. Grikkja bíða mörg og merk verkefni eftir styrjöldina. Við verðum að efna til góðrar sam- vinnu og sambúðar við hinar slafnesku grannþjóðir okkar í norðri, þar sem áhrifa Rússa mun sennilega að nokkru gæta. En jafnframt ber okkur að taka tillit til þess, að við erum sigl- ingaþjóð eins og leiðir af legu lands okkar við Miðjarðarhafið. Við höfum alltaf mátt okkar mikils sem siglingaþjóð eins og bezt sést á því, að verzlunar- floti okkar siglir um öll heims- ins höf á friðartímum sem ófrið artímum. Við verðum að efla og treysta aðstöðu okkar sem verzlunar- og sigiingarþjóð eftir stríð. Það hlýtur svo að verða til þess, að við munum hafa mikil viðskipti við Bretland og Bandaríkin. En við munum þarfnast hvatningar og hjálpar. Næstu árin eftir stríð munum við mjög þarfnast skilnings og bróðurlegrar aðstoðar til þess að græða sár þau, sem land okk- ar og þjóð hefir hlotið af völd- um innrásarinnar og hinnar þýzku nýskipunar, sem mun okkur lengi rík í minni. Sama máli gegnir auðvitað um aðrar hemumdar þjóðir Evrópu, en hver er sjálfum sér næstur. Ég er þeirrar skoðunar, að smáþjóðirnar muni leggja mikla áherzlu á það að vinna saman eftir stríð *að því að skapa sér farsæla og auðnuríka framtíð. Þær munu skipa sér saman í sveit og efna til giftu- ríkrar samvinnu. Grikkir munu ekki skorast hjá slíkri þátttöku. Þeir munu þvert á móti vilja hafa forgöngu um það, að mál- um verði þannig skipað á Balk- anskaga. Smáþjóðunum er slíkt þrýn þörf, knýjandi nauðsyn. Verði unnt að skipa málum þann veg, að þjóðirnar vinni saman í friði og eindrægni, mun auðið reynast að skapa nýjan og þetri heim, þar sem allir menn og konur fá notið öryggis og farsældar, hamingju og heilla. Framhald af 4. sfdn: Halldör Kiljan og Islandsklukkan. ur í kennslubókum, en eru svo furðuleg, að trauðla komast mestu ýkjusögur þjóðsagna og fornaldarsagna í hálfkvisti við þær. Nokkuð hefir verið skrifað og ibirt almenningi um hagi okkar og sögu á 17. og 18. öld, en enn þá er langt frá því, að fræði- menn okkar hafi blásið því lífi í lýsingar sínar á högum og hátt um á þessu'm öldum, að allur þorri manna hafi gert sér þá grein fyrir kjörum þjóðarinnar í þann tíð, að nokkuð nálgist hið raunverulega. Einokunar verzlunin bjó þannig að öllum iþorra landsmanna, að fjöldi manns hafði aðeins einhverja mataróveru, þegar þezt lét, en hins vegar hin lélegustu húsa- kynni og menningarskilyrði öll hið ytra að sama skapi. En þá er að þrengdi sérstaklega, vetur voru harðir, hafísinn lá við larid að vori til eða eldfjöll spjóu ösku, sem eyðilagði gróð- urinn vítt um héruð, fóru tug- þúsundir á vergang og þúsund- ir létust úr sjúkdómum eða hungri. Af hendi hinnar dönsku stjónarvalda var ekkert að gagni gert til bjargar, heldur voru hinum dönsku möngurum feng- in í hendur til fulltingis sér og frekari fyrirgreiðslu svo ein- stök kúgunarlög, að slíks eru fá dæmi, og yfirleitt svo samvizku lipur íslenzk og dönsk yfirvöld, að þau gátu orðið þénanleg verk færi. Við iþetta bættist svo hörmuleg harka hinna almennu refsilaga og hið frámunalegasta réttleysi. í andlegum efnum var aðbúðin litlu skárri. Þar ríkti trú á alls konar kynjaverur og hindurvitni, og yfir sveif brenni steinsreykur óttans við eilífa út skúfun. sem á sló daufum ibjarma frá kyndlum íslenzkra rímna og sagna og ljómanum af geislabaug hins krossfesta Krists, er stafaði frá sálmum Hallgríms og síðar blaðsíðum í postillu Vídalíns. Samtímis reistu svo einokunarkaupmenn hallir í Kaupmannahöfn, keyptu sér titla og völd, 'hóldu óhófs- veizlur og lifðu í hinu mesta íbílffi. Hver, sem annars hefir hæfileika til að setja sér fyrir sjónir kjör þjóðarinnar á þess- um öldum og það hróplega rang læti ,sem hún var beitt, hlýtur að fyllast skelfingu, hryllingi og heift, en þó ekki síður dá þrek og seiglu íslenzkrar al- þýðu. þá ótrúlegu og því nær óskiljanlegu seiglu, sem ekkert hugsanlegt fékk bugað. Mér hef ir stundum í þessu samþandi dottið 1 hug sagan af kerling- inni fjórdrepnu þó að sá væri hinn mikli og mátki munur, að kerlingin virkilega lét lífið við fyrsta tilræðið af fjórum, sem hvert eitt hefði nægt til að leiða hana til bana, en íslenzka þjóð- inlifði af hverja hörmung, and- lega og líkamlega, þó að nærri stappaði því, einu sinni, að út- för hennar væri gerð á hinum józku lyngbeiðum. Og nú.' þá er hin íslenzka þjóð hefir kastað ellibelgnum, þegar hún hefir heinlínis gengið 1 endurnýjungu lífdaganna, þykir mér það bæði gagnlegt og vel við eigandi að hin uppvaxandi kynslóð og síð- an hinar komandi kynnist í ljós- lifandi myndum þeim ógnum, þeirri eymd og því himinhróp- andi umkomuleysi og réttleysi, sem forfeður hennar áttu við að búa. Eftir slika kynningu ætti hún að kunna að meta afrek þeirra, sem hafa skapað henni núverandi aðstöðu, ætti að kunna betur að meta frelsi þjóð arinnar til að ráða sjálf sínum málum, ætti að finna frekar en nú til ábyrgðar sinnar og skynja ljósar þá möguleika, sem nú eru framundan með ^þeirri tækni. því frelsi til athafna og þeirri heilbrigði og menningu, sem nú er fyrir hendi. Hér er svo komin íslands- klukkan, bók eftir Halldór Kiljan Laxness, trúlega fyrra bindi af tveimur — eða kannske það fyrsta af mörgum. Þar er sagt frá Jóni bónda og fiski- manni Hreggviðssyni á Rein á Akranesi, alþýðumanni, sem var hrjáður og hýddur, síðan dæmd ur af lífi án sannana, flúði til útlanda og hraktist þar frá einni plágu til annarar, grófgerður. en ódrepandi, kveðandi sín rímnaerindi. Um hin sögulegu drög að þessari skáldsögu hefir Jóhann Gunnar Ólafsson, bæj- arfógeti á ísafirði og fræðimað- ur, ritað prýðilega skýra grein í tímaritið iHelgafell. Við hittum Jón fyrst, þá er hann sem ákærður snærisþjófur og dómsbíðandi fangi er í fylgd með kongsböðlinum og hjálpar- maður hans við að nó niður, brjóta og flytja til valdaseturs- ins Bessastaða frá Þingvöllum, fornu frelsis- og réttarsetri ís- lendinga, klukku þá. sem hékk á lögréttuhúsinu og notuð var til að hringja txl dóma, og þessi klukka var þá hin eina sam- eign hinnar íslenzku þjóðar. Síðan kynnumst við heimili hans, þar sem býr í örmu hreysi heilbrigt fólk og holdsveikt, því næst róttarfarinu, siðferði em- bættismanna og góðbænda, svo og böðuls og almúga, þá heim- sókn tiginna gesta á heimili Jóns, gistum valdasetið Bessa- staði og hittum þar meðal ann- arra Hólmfast þann Guðmunds- son. sem dæmdur var til húð- láts fyrir að hafa selt fjóra fiska fyrir snærisspotta í Hafnarfirði ístað Keflaviíkur, komum síðan í Skálholt og á Þingvöll og fylgj- um Jóni á flótta undan böðuls- öxinni, -hittum -Snora á Húsa- felli, skáldið og aflraunamann- inn, iðkanda þeirra íþrótta, sem íslendingar lengst hafa dáð, og síðan er það utanförin. Sögunni, — eða þessu bindi hennar — lýkur svo í Kaupmannahöfn, þar sem Jón Hreggviðsson leitar á fund Árna Arnæusar, fræði- manns og handritasafnara, sem hefir orðið að fórna hamingju sinni — berandi ást í brjósti til íslenzkrar lögmannsdóttur — til að fá varðveitt handritasöfn sín og haldið söfnun sinni áfram, — orðið að kvænast forríkri og fáránlegri andstyggilegri danskri kvensnift, — en hjá Arnæusi, þ. e. Árna Magnús- syni, hittum við með Jóni Hregg viðssyni nafna hans, Guðmunds son, Grinvicenis, ímynd raun- vísinda þeirrar tíðar, og kenn- u-m þar þegar Grunnavíkur-Jón. lítt dulbúinn. Hvílík þjáning, hvílík nekt mannlegt getu- og umkomu- leysis kemur ekki fram í þessari bók, hvílíkar . himinhrópandi andstæður eru okkur þar ekki sýndar! Getum við hugsað okk- ur meiri fátækt en íslendinga sem samfélags á þessum tíma og nokkuð táknrænna fyrir af- nám alls skynsamlegs réttar- fars er það. að dómklukkan af lögréttuhúsinu sé brotin af böðli kóngs og burt flutt, flutt til að verða svo sem einn lítill steinn í endurreisn erlendrar borgar auðs og stríðsmanna, aðals og kónglegrar hirðar? Getur gleggra tákn þess, hve hörmulega var. séð fyrir þjóð- inni af hinum erlendu valdhöf- um ein einmitt það, að Jón Hreggviðsson er upphaflega kærður fyrir að hafa stolið sér snæri í handfæri og Hólmfastur dæmdur til húðláts, fyrir að kaupa sér í færi í Hafnarfirði, þá er hann fái ekki slíkan varn- ing í Keflavík — en svo var hins vegar enginn skortur á brennivíni? Getum við hugsað okkur meira réttleysi alþýðunn ar og meiri spillingu allrar rétt- armeðvitundar og alls mann- dóms en þá, sem kemur fram í dómunum yfir þessum tveimur blásnauðu alþýðumönnum — eða meiri skort mannúðar og menningar en þann er birtist í því, að holdsveikir aumingjar og fábjánar hafast við í hinum örgustu hreysum innan um heilbrigt fólk, samtímis þeirri staðreynd, að fyrir fé íslenzkr- ar alþýðu eru byggðar hallir úti í Kaupmannahöfn? Er hægt að ímynda sér mun meira skerandi andstæður en þær, sem við sjá- um, þá er hinn tigni hópur manna kemur að Rein í holds- veikrabælið, fábjánahreysið, hí- býli rustamennisins Jóns Hregg viðssonar, og verður okkur fyr- ir sjónir settur mikið hörmu- legri andlegur ömurleiki en sá, er sýnir sig í meðferð og mati okkar dýrustu, svo að segja einustu menningarverðmæta, þá er það kemur í ljós, að Árni Magnússon fihnur brot út dýr- mæto handriti á rúmbotni gömlu konunnar, móður Jóns? Er okkur víða annars staðar sýnt átakanlegra dæmi íslenzks umkomuleysis en það, sem kem ur þarna fram í fjárhagslegri vangetu drengskapar- og þjóð- ræknismannsins, hins óþreyt- andi Árna Magnússonar — eða í hinu, að hin unga lögmanns- dóttir verður að gera lífláts- fangann Jón Hreggviðsson að hinu eina haldreipi hamingju- vona sinna í þessari tilveru? Og svo á Þingvöllum, unaðs- lega vornótt: annars vegar heilög ró, hins vegar enduróm- ur axarhögganna, þar sem ver- ið er að kurla hrís í bálköst, annars vegar hinn tigni Öxar- árfoss, hvítblár í húmlausri nótt inni, hins vegar Drekkingarhyl- ur, annarsvegar allt hið ang- andi og gróandi, hins vegar höggstofn og gálgi! En til var það með hinni ís- lenzku þjóð, sem engir mangar- ar,; okrarar, embættissvikarar, þjoðníðingar, tignir eða ótignir böðlar fengu grandað í gálga, á báli, á höggstofni eða í drekk- ingarhyl neinnar Almannagjár. Það var ást móður til sonar, þarna gömlu konunnar, móður Jóns Hreggviðssonar, sem legg- ur land undir fót, fer á hrakn- ingum vestan frá Rein á Akra- ne&i og austur í Skálholt, ef það mætti verða syni hennar til bjargar. Það er ást konu á manni, þarna tiginnar konu, er elskar hinn göfgasta, sem hún þekkir, heldur þann versta en hinn næstbezta, segir hún við föður sinn, lögmanninn. Það er seiglan hinnar rímnaraulandi íslenzku alþýðu, þarna hins grófgerða Pontusrímnakveð- anda, Jóns Hreggviðssonar. Það er hreysti- og skáldskaparlund einstakra þeirra manna, er standa mitt á meðal alþýðunn- ar, en bera höfuð hærra en fjöldinn, þarna Snorra prests á Húsafelli. Það er óseðjandi, en gersamlega ógagnrýnin hnýsni og fróðleiksfýsn nokkurra si- spyrjandi og sískrifandi sona hinna afskekktustu víkna. þarna Jóns Grunnvíkings. Og loks er það þrekelja, drengskap- ur, réttsýni og fórnarlund stakra stórmenna, þarna Árna Magnússonar, sem gerður er ó- gleymanlegur í þessari bók og auk sinna ómetanlegu afreka í þágu íslenzkrar sögu og bók- mennta hefir sem málsvari hinnar eilífu og ómútanlegu réttvísi unnið fyrir daga Voltaires svipuð -afrek og hann á hinu sama sviði. \ íslandsklukkan er, eins og öll mikil skáldverk, sannmann- leg og sanníslenzk í senn. Hún er táknræn, en hún er samt raunhæfari en hún hefði getað orðið, ef hún hefði verið skrif- uð sem raunsæisskáldverk, því Odýrl!! Gardínutau frá kr. 1,50 Sirs 1,85 Léreft, mislit 2,00 Tvisttau 2,00 Kjólatau 6,50 Fóður 3,50 Silkisokkar 5,50 Barnabuxur 7,50 Verzlunin Dyngja Laugavegi 25. Fóðraðir ! kven-skinnhanskar \ n.ýkomnir. VERZUJNIN að þar sem í skáldsögu, skrif- aðri samkvæmt uppskrift venju l«gra raunsæisskálda, hlyti að skjótast undan fjöldi þeirra smáu atvika, sem æskileg væru til að gefa nokkurn veginn við- hlítandi heildarmynd, spennir hún nú yfir geipivítt svið, án þess að eyður séu í myndina eða nauðsynlegum áhrifum glatað. Einmitt það, hvernig tökum höfundurinn hefir tekið verkefnið, gerir honum möou- legt að gefa sögunni jafnmikið áhrifavald og jafnvíðtækt gildi og hún hefir. Stíll Laxness nýtur sín þarna til fulls, f jarrænn og „furðu- kenndur, en þó allt í einu við nánari athugun undarlega nær- tækur og efninu samfelldur, kuldalegur og stuttaralegur stundum, en þó áður en varir búinn að skapa hin innilegustu áhrif, skrúfaður og að því er virðist ankannalegur, en þó túlkandi okkur allt í hinu ein- faldasta og eðlilegasta sauiræmi við raunverulegar hugmyndir okkár um tímana, fólkið og eig- indi þeirra og þess, skrúðmikill, en þó gefandi lifandi myndir hins nöturlegasta, ömurlegasta, óhugnanlegasta. Óg hin djúpa hneigð Laxness og hæfileiki til notkunar hinum ýmsu afbrigð- um dökkra lita í málum manna og þjóðlífs nýtur sín þarna til fulls við hinn feiknkennda bjarma frá fortíðarinnar bál- köstum í eiginlegri og óeigin- legri merkingu. Og . . . . og skyndilega eygjum við svo mynd eftir mynd eins og á feiknstóru tjaldi, og við áttum okkur ekki fyrst á þessum undr- um: Rjúkandi bæir og borgir, dauðir menn og konur, mis- þyrmdir menn og konur, hlekkj aðir menn og konur, allt Sveip- að bjarma frá eldum haturs, heiftar og dýrslegrar villi- mennsku. Og loks sjáum við há- sæti harðstjóraris, þar sem böðl- ar standa til beggja handa með blóðugar svipur og eld eyði- leggingar og blik blóðþorstans í augum ... Sama nú og þá — og „hvort er þá nokkuð sem vinnst?“ En Halldór Kiljan Laxness og allir aðrir: Hvort verður þá klukka íslands brotin og í burtu færð öðru sinni, og hvert þá og af hvers þjónustusamlegum böðlum? Guðm. Gíslason Hagalín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.