Alþýðublaðið - 03.02.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1944, Síða 3
Fimmtudagur 3. febrúar 1944. ALt»YÐUBLAÐlÐ 3 Hertekin vopn Á myndinni sjást ítalskir verkamenn, undir umsjón amer- ísks hermanns, halda til haga rifflum, vélbyssum og öðru, sem Bandaríkjamenn hafa tekið af Þjóðverjum í vopnavið- skiptum að undanförnu. Vopn þessi verða síðan skoðuð og notuð gegn Þjóðverjum síðar meir, að því er segir í fregn- inni, sem fylgir myndinni. Tveggja ára valdafökuafmæli Ouislings var tilkomuliliö Norðfflenn hvailir til „trjálsrar herfsjðnustu" IFYRRADAG, 1. febrúar, hélt Quisling hátíðlegt tveggja ára valdatökuafmæli sitt. Þóttu hátíðahöldin heldur tilkomulítil og báru vott um þann vanda, er fylgismenn hans nú eru í. Ter- boven landstjóri var ekki við, en hann er sennilega í Þýzkalandi | og á ráðstefnu um framtíð Noregs. Pólland enn AÐ VAKTI MIKINN fögn- uð í herbúðum Banda- manna, er samkomulag náð- ist við Rússa á fundinum í Teheran. Menn þóttust skynja, að nú birti af nýjum degþ Rússland vildi ekki lengur vera einangrað, án samíbands við umheiminn, í einhverri dularfullri og lítt skiljanlegri þvermóðsku. Mönnum skildist sem sé, að samvinna ríkjanna er nauð- synleg, ef vel á að fara í þess um heimi, langþreyttum á styrjöldum og blóðsúthell- ingum. Ekkí er að efa að samvinna af heilum hug milli 'Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna er afar nauð- synleg, ekki aðeins til þess \ að vinna stríðið, heldur og ' til þess áð leysa þau vanda- mál, sem óhjákvæmilega bíða úrlausnar að ófriðnum lokn- um. ÞESS VEGNA var það mönn- um mikið áhyggjuefni, er deilur hófust að nýju milli Rússa og Pólverja um vænt- anleg landamæri ríkjanna. í yfirlýsingu rússnesku stjórn- arinnar, sem áður hefir ver- ið vikið að hér, var að vísu lögð áherzla á, að Rússar óskuðu einskis frekar en góðr ar samvinnu við Pólverja og að þeir hefðu í hyggju að virða sjálfstæði Póllands. Blaðið „Manchester Guardi- án“ ræðir þessi mál nokkuð ekki alls fyrir löngu og er, að vanda; berort. BLAÐIÐ RÆÐIR nokkuð af- stöðu Rússa til pólsku stjórn- arinnar í London, og kemst að þeirri hiðurstöðu, að held- ur andi köldu í garð hennar frá ráðamönnum í Kreml. Er meðal annars varpað fram ‘ þeirri spurningu, hvort Rúss- ar eigi við pólsku stjórnina í London, er þeir tala um samkomulag við Pólverja, eða ' hvort þeir eigi við einhverja aðra stjórn, Sem kann að verða mynduð í Póllandi sjálfu, sem væntanlega yrði hliðhollari Rússum. Er á það bený að í tilkynningu Rússa sé talað um „flótlamanna- stjórn“ í LLondon („émigré- government“) og ekki sé annað sjáanlegt, en að Rúss- ar skoði hana sem hlut, sem sé landamæradeilunum nokk urn veginn óviðkomandi. SÍÐAN HARMAR hið enska blað, hvernig komið sé, þrátt fyrir ráðstefnurnar og við- ræðurnar undanfarið: Bendir blaðið á, að pólska stjórnin sé eina valdið, sem hafi getað sýnt Þjóðverjum einhverja mótspyrnu á skipulegan hátt. Er þeirri spurningu varpað fram, hvoirt „flóttamanna- stjórn“ Hákonar Noregskon- ungs og ,,flóttamannanefnd“ . de Gaulle séu eitthvað verri en stjórnir þeirra Quislings og Pétains. EKKI ER UNNT á þessu stigi málsins að upplýsa til hlítar starfsemi leynifélaga í Pól- landi, né vald pólsku stjórn- Blöðin í Oslo fluttu þann dag tvö ávörp. Annað var til al- mennings, en hitt til norskra SS-manna, og var það undirrit- að af Jónasi Lie, lögreglufor- ingja. I því ávarpi styrktist grunurinn um það, að norskir SS-menn séu ekki eins leiði- tamir og quisíingar vilja vera láta. M. a. hafa margir þeirra neitað að fara til austurvíg- stöðvanna. I hinu ávarpinu er lögð á- herzla á það, að Norðmönnum beri að láta skrá sig til her- þjónustu, „eins og nú standa sakir“. Er bent á það, að hér sé um að ræða sjálfboða-her- skyldu, og er talið, að áform Riisnes, dómsmálaráðherra á dögunum, hafi komið fram á ó- heppilegum tíma. Þjóðverjar hafa sjálfir látið í veðri vaka, arinnar í London í þeim efn- •um. En menn myndi furða á hugrekki þeinra, sem vinna að frelsismálum Pólverja, þrátt fyrir árvekni og misk- unnarleysi hinna þýzku ýfir- valda, ef sannleikurinn yrði allur sagður nú. Þetta er í fá- um orðum það, sem „Man- chester Guardian" segiir um þessi mál. Það er berlegt af öllum skrifum blaðsins, að það hefir samúð með Pólverj- um, eða pólsku stjórninni, en leggur hins vegar mikla á- herzlu á, að Pólverjar verði að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess, að samkomulag náist, sem báðir geta við unað. PÓLVERJAR HAFA löngum átt um sárt að binda, verið kúgaðir öldum saman af hin- um sterkari nágrönnum sín- um. Þeir voru í þann veginn að tillögur Riisnes fái ekki stað- izt. Annars eru tillögur Riisnes stílaðar til manns, esm nefnist Obergruppenfúhrer Berger, en hann er mjög handgenginn Himmler. Berger þessi var í Oslo í janúarbyrjun og er tal- ið, að tillögur Riisnes hafi verið svar við ákveðnum kröfum hans um öflugri þátttöku í „krossferðinni gegn bolsévism- anum“. í öðrum fregnum frá Noregi er sagt, að meðal þeirra, sem fluttir voru til Þýzkalands með síðasta fangaskipi, hafi verið ýmsir kunnir íþróttamenn. Með al þeirra voru knattspyrnumað urinn Reidar Kvammen, skíða- maðurinn Arnold Kongsgaard og sundmaðurinn Sam Mel- berg, sem um langt skeið var Noregsmeistari í dýfingum. að rétta sig úr kútnum þegar holskefla nazismans skall vf- ir þá, og nú er unnið að því baki brotnu að drepa þjóðar- vitund þeirra og allt andlegt líf með þjóðinni hefir verið lagt í þrælafjötra. Það er vonandi, að Pólverjum, sem hafa orðið að þola ok nazism- ans lengur en aðrar Evrópu- þjóðir, takist að ná aftur fullu frelsi á grundvelli réttlætis og skilnings. ÞJÓÐ, SEM HEFIR ALIÐ önn- ur eins mikilmenni og Marie Curie, á annað hlutskipti skilið en að verða eilífur leik- soppur í höndum ásælinna nágranna, bæði að austan og vestan. Það væri vel, ef frið- arsamningar þeir, sem gerðir verða að ófriðnum loknum, verði með þeim hætti, að þeir valdi ekki friðslitum í okkar tíð. Bandamenn hafa rofið Gusfav- línu Þjóðverja á stóru svæði Bandartkjamenn eru nú sagðir í úthverium (assino-borgar U REGNIR fná Ítalíu henma, að bandamönnum hafi nú tekizt að rjúfa hina svokölluðu Gustav-línu, en hún var sögð einhver rammgerðasta virkjalína, sem sögur fara af hefir línan verið rofin á breiðu svæði, og hafa Banda- ríkjafótgönguliðar og franskar hersveitir gengið hvað rösk- legast fram í þessu, þrátt fyrir afar-harða mótspyrnu Þjóð- verja. Eru þarna háðir mannskæðir bardagar, en Þjóðverjar verða að láta undan síga. í fregnum Breta segir, að Þjóð- verjar hafi varizt af hinu mesta harðfengi og ekki látið und- an síga fyrr en í fulla hnefana. • Innrásin á Marshall- eyjargenguraðóskum FREGNIR hafa nú borizt um að öflugt lið Bandaríkja- manna hafi gengið á land á Mar shall-eyjum. Er lið þetta stutt fjölmörgum flugvélum, bæði frá flugvélaskipum og frá Gil- bertseyjum, en herskip halda uppi skothríð á fallbyssustæði Japana á eyjunum. Er talið, að um 30 000 hermönnum hafi verið skipað á land á eyjunum og hafi þeir nú náð öruggri fót- festu þar. Manntjón Banda- ríkjamanna er talið tiltölulega lítið. í fregnum frá Washington segir, að aldrei fyrr hafi slíkur floti sézt á þessum slóðum. Er meira að segja svo djúpt í ár- inni tekið, að þarna hafi verið fleiri skip saman komin en voru í brezka flotanum í stríðs- byrjun. Skæðar loftárásir hafa og verið gerðar á Rabaul á Nýja- Bretlandi og voru 23 japanskar flugvélar skotnar niður í þeim viðureignum. Rússar brjétasi nn í Estland JÓÐVERJAR hörfa enn undan á öllu svæðinu milli Finnlandsflóa og Peipus-vatns. Nokkru austar sækja tveir rúss- neskir herir að járnbrautarbæn- um Luga, bæði úr norðaustri og norðvestri. Eiga herir Rússa nú skammt eftir ófarið til Luga, en fall þeirrar borgar mundi verða Þjóðverjum mikið óhag- ræði. Þær hersveitir, sem næst- ar eru Luga, eru nú innan við 15 km. frá bænum. Þá eru Rússar nú komnir inn fyrir landamæri Estlands, og hefir framsókn þeirra verið með ódæmum hröð síðan beir hófust handa fyrir alvöru um miðjan síðastliðinn mánuð. Hin- ar rússnesku hersveitir eru undir stjórn Govorovs hershöfð- ingja, sem tekizt hefir að brjót- ast gegnum rammgerðar yíg- girðingar Þjóðverja, sem þeir hafa komið sér upp undanfarin I Sunnar á vígstöðvunum eru einnig háðir miklir bardagar og hafa Þjóðverjar komið sér upp kænlega útbúnum fall- byssustöðvum í borginni Cass- ino. Engu að síður herma sein- ustu fréttir, að Bandaríkja- menn séu nú komnir í úthverfi borgarinnar. Frakkar eru nú komnir að minnsta kosti 12 km. norður fyrir Cassino og alllangt norður fyrir Gustav-línuna. Við landgöngusvæðið í grennd við Anzio hafa banda- menn enn unnið nokkuð á og fært út yfirráðasvæði sitt. Er mikið barizt við bæinn Campo- lene og Cisterna og virðist mótspyrna Þjóðverja fara harðnandi. Við Littoria gerðu Þjóðverj- ar snarpt gagnáhlaup, sem var hrundið. Þeir flytja nú liðs- auka til vígstöðvanna, eftir því, sem föng eru á, bæði frá Róm og frá suðurvígstöðvunum, og er búizt við harðari átökum á næstunni. í annað skipti á þrem dögum réðust flugmenn bandamanna á stöðvar Þjóðverja í hafnarborg- inni Trieste við botn Adriahafs. íbúar þar eru um 250 000, og þar eru miklar skipasmíða- stöðvar, olíuvinnslustöðvar og fleiri stöðvar, er hafa hernaðar- legt gildi. Þá er þar mikilvæg járnbrautarstöð og um hana bggja járnbrautir frá Balkan- löndunum til Ítalíu. Þá var og ráðizt á San Valentino og skipa kost bandamanna undan Dal- matíu-strönd. Á vígstöðvum 8. hersins bar það helzt til tíðinda, að kana- díslcar hersveitir bættu að- stöðu sína, en annars var helzt um framvarðasveita-viðureign- ir að ræða. Þá var þess getið, að í japúarmánuði hefðu 619 flutningabifreiðir Þjóðverja ver ið eyðilagðar í loftárásum. Hafa flutningar milli Adríahafs strandarinnar og Róm að mestu lagzt niður vegna þessa. tvö ár. Borgin Narva í Estlandi er nú innan skotmáls hinna langdrægu fallbyssna Rússa. í Berlínarfréttum segir, að Rússar hafi enn byrjað sókn sunnarlega á Dniepr-vígstöðv- unum. Viðurkenna Þjóðverjar, að þeir hafi hörfað við Nikopol, svo og við Leningrad.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.