Alþýðublaðið - 04.02.1944, Síða 3

Alþýðublaðið - 04.02.1944, Síða 3
Fostudagur 4. febrúar 1M4. ALÞYÐUBLAÐIÐ f' 3 Hernaðarsvæðið á Kyrrahafi. FV I.& i'íl * •'M ■ m Marshalleyjar, þar sem Bandaríkjamenn hafa nú sett lið á land, sjást á kortinu lítið eitt til hægri, neðan við bvítu örina. Raymond Clapper ferst í flugslysi ---- 5 ^ IMITZ flotaforingi, yfir- maður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna, tilkynnti í gær, að Raymond Clapper, fréttarit- ari Scripps-Howard-blaðasam- bandsins, hefði farizt, er tvær flugvélar rákust saman yfir Marshalleyjum. Clapper var í flugvél, sem flugsveitarforingi úr flotanum stjórnaði. Rakst jhún á aðra flugvél flötans, og steyptust þær báðar í hafið. Enginn þeirra, sem í flugvélun- uun voru, komst lífs af. Clapper hafði dvalizt síðustu vikur á vígstöðvunum í Kyrra- bafinu og kom þá til aðalbæki- stöðva McArthurs hershöfð- ihgja, Nýju-Guineu og annarra vígstöðva. Clapper hafði ferð- azt um allan heim sem frétta- ritari. Clapper hóf blaðamannsstarf sitt árið 1916. Árið 1933 gerðist hann stjórnmálafréttaritari Scripps-Howard blaðasambands ins. Varð hann brátt þjóðfræg- ur maður fyrir það starf sitt. Hann naut mikilla vinsælda allra flokka og félaga sem blaðamaður fyrst og fremst vegna þess, að aldrei varð um heiðarleik hans efazt. Hahn naut mikilla áhrifa meðal Bandaríkjamanna vegna hinna glöggu og greinagóðu frásagna sinna á því, sem fram fór í Washington. Eins og lesendur Alþýðu- blaðsins muna, birtust yfirlits- greinar um stríðið eftir Ray- mond Clapper hér í blaðinu um hríð. ÍTALÍA: Sókn bandamanna í álfina lil Róm miðar vel áfram Talið að Cassino falli þá og þegar FRAMSÓKN 5. HERSINS í áttina til Rómaborgar og við Cassino heldur áfram með miklum árangri. Gjálda Þjóðverjar mikil afhroð í átökum þessum. Er talið, að þess muni skammt að bíða, að Cassino falli bandamönnum í hend- ur. Franskar og amerískar hersveitir nálgast Cassino óðum þar sem þær sækja fram í fjöllunum norðan við víglínu Þjóðverja. Hersveitir þær, sem rofið hafa Gustavlínuna, hrinda frækilega öllum gagnárásum Þjóðverja. Mestar er.u orrusturnar í námunda við Rómaborg á hin- um svonefndu Cisterna- og Campo Leone-vígstöðvum. — Þjóðverjar sprengja allar brýr í loft upp á þessum slóðum, þar sem bandamenn sækja fram, en bandamenn vinna ótrauðir að því að leggja nýjar brýr, þrátt fyrir grimmilegar árásir óvinanna. Loftsókn bandamanna á ítal- íu og við Miðjarðarhaf heldur áfram með miklum árangri. Á Ítalíu hafa miklar árásir ver- ið gerðar á samgögumiðstöðv- arnar Albano og Marino. Einn- ig hafa flugvélar bandamanna lagt til atlögu við stöðvar Þjóð- verja í hafnarbæjum í Júgó- slavíu og Albaníu. Einnig hafa mi-klar árásir verið gerðar á höfnina í Formia. Dagárás á Wilhelmshaven T OFTSÓKNINNI gegn Evr- ^ ópuvirkinu heldur linnu- loust áfram enn sem fyrr, svo Max Reinhardt og á staði í Þýzkalandi. Ame- rískar Liberatorflugvélar og fljúgandi virki, sem nutu full- tingis mikils fjölda orrustuflug- véla, gerðu í gær mikla dagárás á hina mikilvægu þýzku hafnarborg Wilhelmshaven. Alls tóku meira en 1100 flug- vélar þátt í árás þessari, og varð tjón af völdum 'hennar geipilegt. Hinn heimsfrægi þýzki leik- hússtjóri Max Reinhardt, lést fyrir nokkrum vikum, 70 ára að aldri, vestur í New York. Hann hafði eins og svo marg ir aðrir mætir Þjóðverjar orðið að flýja land fyrir naz- istinn eftir valdatöku þeirra fyrir 11 árurn. RÚSSLAND: Rússar sækja fram fil Narva í stórkosflegri tangarsókn ÞjóSverjar hvarvetna á hröðu undanhaldi 4(f^. C ÓKN RÚSSA heldur áfram af sömu hörku og fyrr. Eru ^ hersveitir þeirra nú á næsta leiti við hina mikilvægu samgöngumiðstöð Narva. Láta Þjóðverjar undan síga og reka Rússar flótta þeirra af miklu harðfengi. Rauði herinn hefir náð borg- inni Vanakula á vald sitt og sækir fram til Narva í stórkost- legri tangarsókn. Er talið, að Þjóðverjar séu í þann veginn að hörfa brott úr Narva svo og af gervallri hinni nær fimmtíu kílómetra breiðu víglínu milli Finnlandsflóa og Peipusvatns. Hersveitir Rússa, sem sækja fram eftir járnbrautinni frá Leningrad til Pskov eiga nú að- eins nokkra kílómetra ófarna til samgöngumiðstöðvarinnar Bateskaya. Þýzkar fréttir greina frá miklum bardögum suður af Luga og segja, að Rússar dragi að sér mikið varalið á þeim slóðum. Hersveitir Rússa, sem sækja fram til landamæra Lettlands suður af Leningrad, hafa náð á vald sitt átta borgum og þorp- um á hinum svonefndu Novo- sokolnikivígstöðvum. Þjóðverjar tilkynna, að her- sveitir þeirra hafi hörfað brott úr borgunum Rovno og Luck á Pripetmýrunum, að því er segir í því skyni að taka sér stöðu þar, sem skilyrði til að heyja varnarorrustur eru betri. Rússar hafa einnig hafið nýja sókn í Dnieprbugðunni, og greina fréttir frá því, að þeim hafi þar tekizt að innikróa hundrað þúsunda manna þýzk- an her. Almennt viðnám gegn nazistum í Noregi — segir Ragnar Micolay- sen, prófessor ÝLEGA náðu blaðamenn * frá Minneapolis Tribune tali af dr. Ragnar Nicolaysen, fyrrverandi prófessor í lífeðlis- fræði við Ohioháskólann, en prófessorinn komst undan frá Noregi í desembermánuði árið 1942. Kvað hann þannig að orði, að nazistum sé enn al- mennt viðnám veitt í Noregi. Nicolayseri sagði meðal ann- ars: „Nær því öll norsk börn á skólaskyldualdri taka þátt í viðnáminu og hinni andlegu skemmdastarfsemi gegn nazist- um, sem gerir Þjóðverjum her- nám Noregs svo erfitt sem raun ber vitni. Unglingar innan við tvítugsaldur annast dreifingu leyniblaða að næturlagi og halda uppi skemmdarstarfsemi, þótt þeim sé um það kunnugt, Tvær Marchalleyja á valdi Bandaríkja- manna • - 4 1 :■ IVIiklar loftárásir á Rabaul ©g Hansaflóa OÓKN Bandaríkjamanna á ^ Marshalleyjum gengur greiðlega og hafa þeir þegar tvær eyjanna á valdi sínu. Halda þeir uppi stórkostlegri stórskotahríð á stöðvar og her- sveitir Japana á þessum slóðum og hafa einnig teflt fram skrið- drekum. Bandaríkjamenn halda uppi vasklegri sókn eftir að hafa náð Roi á vald sitt. Hafa þeir nú gengið á land á Namur, sem er örskammt fxá Roi. Ágætur flugvöllur er á Roi og halda Bandaríkjamenn uppi grimmi- legri loftsókn gegn Japönum á Marshalleyjum þaðan. Gjalda Japanir mikil og tilfinnanleg af- hroð í loftárásum Bandaríkja- manna og gerist aðstaða þeirra æ alvarlegri með hverjum degi, sem líður. Enn ein stórárás hefir verið gerð á Rabaul á Nýja-Bretlandi. Var fimmtán flugvélum Japana grandað í árás þessari, en nítján aðrar urðu fyrir miklum skemmdum. Önnur stórárás var gerð á Hansaflóa við norðurströnd Nýju-Guineu. Var fimm þúsund smálestum sprengna varpað í árás þeirri. Ástralskar hersveit- ir hafa brotizt gegnum varnar- stöðvar Japana í Ramudalnum á Nýju-Guineu, og felldu þar margt manna af liði óvinanna. að nazistar myndu ekki hika við að kvelja þá og drepa, ef þeir gætu haft hendur í hári þeirra.“ Prófessorinn skýrði frá því, að í einum skóla Noregs hafi tilkynning um hina nýju nazist- isku fræðslustarfsemi verið rif- in niður. Er skólastjórinn, sem var quislingur, krafðist þess, að sökudólgurinn gæfi sig fram, bærði enginn hinna fimm hundruð nemenda á sér. En er skólastjórinn lét svo um mælt, að hann myndi velja gisl úr hópnum, réttu öll börnin, sem voru á aldrinum 12—18 ára, upp hendurnar samtímis, til þess að játa á sig verkið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.