Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 2
Þrjár þýzkar flugvél- ar yfir Auslurlandi. Vörpuðu þrem spreugjum á SeyHisfjörð. ..... » 1—----- Frá fréttaritara Alþýðublaðsins Seyðisfirði í gær. KLUKKAN 11.05 í dag komu þrjár stórar þýzkar sprengjuflugvélar úr norður átt hér yfir Seyðisfjörð. Stefndu þær beint yfir fjörðinn og vörpuðu þremur sprengj- um á hann hér skammt framundan. Sprengingarnar frá sprengjunum voru mjög miklar og nötruðu hús og skulfu í bænum, en sjórinn stóð í boðum. Flugvélarnar hröðuðu sér í suðurátt að þessu afstöðnu. Nokkru síðar flugu flugvélarnar yfir Neskaupstað. Heykjavík leiíar samstarfs viö rík- ið m stofanD æskalýðshaliar. ¥H1 fyrst stofna til tómstundaheimilis fyrir unga fólkið í bænum. BÆJARSTJÓRN hefir samþykkt að komast að ákveðnu samkomulagi við rík isstjómina um rekstur Æsku lýshallar. Þriggja manna nefnd, sem skipuð var í þetta mál, en í henni áttu sæti Ingimar Jóhannesson, Einar Erlendsson og Einar Páls- son, hefir skilað áliti sínu til bæjarins. Borgarstjóri bar fram tillögu í samræmi við niðurstöður nefndarinnar, og .var tillagan svo hljóðandi: „Bæjarstjórn felur borgar- stjóra og bæjarráði að komast að ákveðnu samkomulagi við ríkisstjórn og Alþingi um stofn un og rekstur æskulýðshallar í Reykjavík. Jafnframt skal hið bráðasta leggja fyrir bæjar- stjórn ákveðnar tillögur um stað fyrir æskulýðshöll og á- ætlun um stofnkostnað. Enn fremur skal athugað, hvort fært sé að koma nú þegar upp tómstundaheimili, er starfi til bráðabirgða þar til æskulýðs- höllin verður reist.“ Upplýsti borgarstjóri, að nefndin hefði talið að Æsku- lýðshöllin myndi kosta um 3 milljónir króna, en innanstokks munir myndu kosta um 700 þúsund krónur. Hins vegar mun nefndin hafa álitið að Æsku- lýðshöllin myndi geta staðið undir rekstri sínum sjálf, eftir að hún væri komin upp. Ætlunin er, eins og tillagan ber með sér, að léitað verði sam starfs við ríkisvaldið um stofn- un og reksturs þessarar menn- ingarstofnunar, en þar til hún verður byggð, er talið rétt að stofna til tómstundaheimilis fyrir unga fólkið, og væri með rekstri þess hægt að fá nokkra reynslu um það, hvernig heppi- legast yrði að reka Æskulýðs- höll. Pétur Pétursson, vatnsafgreiðslumaður Reykja- víkurhafnar, er sextíu ára í dag. Hann hefir starfað hjá höfninni í rúm þrjátíu ár og er einn bezti og trúasti starfsmaður, sem. hún hefir á að skipa. Ungbarnavernd Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga, kl. 3.15—4. Ráðhús Reykjavfkur verður byggf. Bæjarstjórn sam- þykkir 500 þús. kr. byrjiiriargreiiðsiu. •— i BÆJARSTJÓRN Reykja- víkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að áætla á fjárhagsáætlun hæjarins 500 þúsundir króna til bygg- ingar Ráðhúss Reykjavíkur. Bar bæiarráð fram þessar tillögur og samþykkti það hana á fundi sínum í gær- morgun. Hér er að sjálfsögðu um fyrstu greiðslu að ræða til þess að koma upp þessu húsi, sem gera má ráð fyrir að verði veglegasta hús höfuðstaðar landsins. Um fjölda ára skeið hefir verið rætt um það, að nauð- syn væri á því að byggja Ráð- hús fyrir Reykjavík — og má því segja að gott sé að nú sé hafizt handa, þó að seint sé. Esja komsl ekki néma fi! Pareksfjarðar. Sííin sækir farþegsoa. S JA komst ekki nema til Patreksfjarðar. Var veð urútlitið þannig í gær að ekki var talið rétt að reyna að koma skipinu stýrislausu hingað. Reynt mun verða að gera við stýri skipsins á Patreksfirði, en enn mun það ekki hafa verið rannsakað til fulls hvort það sé hægt þar. Súðin fór héðan í -gær áleið- is til Patreksfjarðar, til þess að sækja þá um 130 farþega, sem voru með Esju. ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstud*gur 11. lehráar ■ A®44. Fjárhagsáætlun Reykjavikur: Útgjöldin yfir 31 miiljón kr. og útsvör 25-27 milljónir kr! Bæða Jóns Axels Péturssonar4 vlð sfðari nmraða nm fjárhags- áæfluuiua í Bærkvoiði. FJÁHAGSÁÆTLUN Reykjavíkur var til síðari um- ræðu og endanlegra afgreiðslu á bæjarstjórnarfund- inum, sem haldinn var í gær, og stóð hann fram á nótt. Að þessu sinni verður ekki nema að litlu leyti skýrt frá úrslit- um mála. Það verður gert í blaðinu á morgun. Forystumenn flokkanna í bæjarstjóminni fluttu í upphafi umræðunnar ræður um stefnur flokka sinna í bæjarmálefnum höfuð- staðarins. Um ræðu borgarstjóra er það að segja, að hann kom lítið sem ekki inn á stefnumál flokks síns, en ræddi eingöngu einstöku mál, sem snerta fjárhagsáætlunina. Sigfús Sigurhjartarson flutti mjög langa ræðu og var fátt nýtt í henni. Bezta yfirlitið um stöðu Reykjavíkur nú, gaf fulltrúi Al- þýðuflokksins, Jón Axel Péturs- son, og fer útdráttur úr ræðu hans hér á eftir: „Þessi fjárhagsáætlun, sem nú liggur fyrir til afgreiðslu, er sú langhæsta í sögu Reykja- víkur,“ sagði Jón Axel Péturs- son. „Hún er hærri en fjárlög sjálfs ríkisins voru fyrir fáum árum.“ Þegar við lítum til baka um teinn áratug, kemur mjög greini lega í ljós, hin stórkostlega breyting, sem hefur orðið í rekstri bæjarfélagsins. Árið 1934 voru tekjur bæjarins 4,9 milljónir króna. Þar af voru út- svörin 2,3 millj. Þessar upp- hæðir hafa sífellt farið vaxandi, þar til nú, að útgjöldin eru tal- in fara upp í 31,5 milljónir króna og útsvörin verðá milli 25—28 milljónir króna. Með því ao gera þennan sam- anburð er ég ekki beinlínis að halda því fram, að þetta séu of háar tölur, því að mjög mörg verk eru óunnin í þessum bæ og til þess að hægt sé að vinna þau, verður að fá fé, og það fæst ekki, nema með því, að seilast nokkuð djúpt niður í vasa borgaranna. En það er annað, sem ég vil benda á í þessu sambandi. Árið 1934 var Jón Þorláksson borgarstjóri, þá var og borgar- ritari. Framkvæmdir bæjarins þá voru ekki nema svipur hjá sjón við það, sem þær eru nú. Nú er bærinn, auk síns eigin reksturs, að ráðast í ýmsar framkvæmdir, sem velta tugum milljóna króna. Enn höfum við, þrátt fyrir þetta, einn borgarstjóra og einn borgarritara, eins og 1934. Og við höfum ekki einu sinni heil- an borgarstjóra, því að kunn- ugt er, að borgarstjórinn situr á alþingi helminginn af árinu, og, að hann er auk þess hálf- gildings framkvæmdastjóri og útbreiðslumálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Ég fullyrði það, að enginn einstaklingur, sem ætti slíkt fyrirtæki og Reykj avíkurbær er með öllum sínum rekstri, myndi láta sér til hugar koma að hafa einn framkvæmdastjóra og einn að- stoðarframkvæmdastjóra. Slíkt fyrirtæki og Reykjavík er orð- in, þarf sterkrar, nákvæmrar og sívakandi stjórnar. Ég er ekki með þessu að deila sérstaklega á borgarstjórann, því að ^ ég greið’i ekki atkvæði með því að banna borgarstjóra Reykjavík- ur að sitja á alþingi. En ég segi aðeins. Stjórn Reykjavíkur þarf að vera betri en hún er, og það er í einskis manns valdi að stjórna henni svo vel fari og sízt ef hann er skiptur í þokka- bót milli margra vandasamra starfa og áhugamála. Ef stjórn- in á Reykjavík er ekki viss og örugg, tapast margt og fer í súginn — og það er tap og skaði borgaranna, sem bæinn byggja. Þetta vildi ég ekki láta hjá líða að segja við afgreiðslu þessarar f j árhagsáætlunar. Það er töluverður ágreiningur um samningu þessarar f járhags- áætlunar. Við vinstramegin við borðið teljum til dæmis, að það sé ekki rétt að áætla útsvörin 24,5 millj. Þetta gerir Sjálfstæð- isflokkurinn, en hefir svo á orði að athuga þetta mál að nýju þegar borgararnir hafa skilað skattaframtali sínu og skatta- yfirvöldin hafa athugað þau. Það á að áætla útsvörin nú þeg ar eins og þau verða. Það er skyida bæjarstjórnarinnar gagn vart borgurunum. Ég vil líka geta þess að það er nauðsynlegt að bæjarstjórnin taki því ekki þegjandi að alþingi skerði tekju stofna bæjarins, eins og gert hefir verið gert á undanförnum árum meðal annars með verð- lækkunarskattinum, sem nú hefir verið afnuminn. Ég skal játa að við bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins berum ekki breyt ingartillögur okkar fram með óblandinni gleði. Útgjöldin nema nú orðið yfir 30 millj. kr. En auk þess.stendur bærinn í stórkostlegum framkvæmdum. Reksturinn og fjárveltan er stórkostleg og þess vegna sagði ég það sem ég sagði áðan um nauðsyn öruggrar stjórnar. Ég vil benda á það að við leggjum mikla áherslu á það að búið sé í haginn fyrir framtíð- ina. Þess vegna vill Alþýðu- flokkurinn leggja fram til at- vinnubóta. Ef það fé þarf ekki að nota getur það gengið til þess að búa í haginn fyrir næstu tíma. Af þessari sömu ástæðu viljum við leggja 3,5 milljónir í framkvæmdasjóð, sem stofnaður var á síðasta ári fyrir okkar tillögu og er nú um 3 milljónir. Ef tillaga okkar nær samþykki verða því í sjóðn um um næstu áramót um 6,5 milljónir kr. Þessi sjóður hefir það hlutverk að styrkja og styðja útgerð í bænum, að efla iðnað sem stahfar í sambandi við sjávarútveginn og stuðla að aukinni jarðrækt fyrir bæj- arbúa. Á veltiárum á hið opin- bera heldur að draga'úr starfi sínu en á meðan á það að hugsa um framtíðina. Með tillögum okkar Alþýðuflokksmanna stefn um við markvíst að þessu. Þegar hér var komið hóf JAP að ræða um hinar ein- stöku breytingartillögur Al- þýðuflokksins, sem áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu. Lagði hann og fram nýja til- Frh. á 7. síðu. Reolir nm in&heimta ðtsvara f Reykjavfk SampyMitar á bæjarstiórnar- fnndi í gær. Abæjarstjórnar- FUNDI í gær voru sam- þykktar reglur um innheimtu útsvara árið 1944. Eru litlar breytingar frá reglunum, sem giltu s. 1. ár, en reglurnar eru þessar: 1. grein. Sérhver útsvars- gjaldandi í Reykjavík, sem gjaldskyldur er við aðalniður- jöfnun árið 1944, skal greiða upp í útsvar þessa árs 40 % af útsvarsupphæð þeirri, er hon um bar að greiða árið 1943, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl og 1. maí 1944, sem næst 13 % af útsvarinu 1943 hverju sinni. 2. grein. Allar greiðslur skv. þessum reglum skulu standa á heilum eða hálfum tug króna og þannig jafnað á gjalddag- ana, að greiðslurnar þrjár verði sem næst 40% af útsvarinu Í943. 3. grein. Nú eru greiðslur skv. reglum' þessum ekki innt- ar af höndum 15 dögum eftir gjalddaga og skal gjaldþegn þá greiða dráttarvexti af því sem ógreitt er, 1% á mánuði eða hluta úr mánuði, er líður frá gjalddaga unz greitt er. Þó verður sá gjaldþegn ekki krafinn um dráttarvcxti, cem greiðir að fullu 40% af útsvar- inu 1943 fyrir 20. apríl 1944. 4. grein. Nún er sýnt, að tekj- ur gjaldanda árið 1943 skv. skattaframtali hafi verið minni en árið 1942, svo að muni 30% eða meira, og skai þá lækka greiðslur hans skv. reglum þessum hlutfallslega ef hann krefst. þess. 5. grein. Kaupgreiðendum ber skylda til að halda eftir af kaupi starfsmanna til útsvars- greiðslu skv. þessum reglum á sama hátt og með sömu viður- lögum og gilda um almenna út- svarsinnheimtu, með þeim breytingum, sem leiða af á- kvæðumkvæðum 2. greinar. Kaupgreiðendum er skylt að halda eftir útsvarsgreiðslum gjaldskyldra starfsmanna, sem þeir hafa greitt fyrir útsvar árs ins 1943, án þess að tilkynna þurfi þeim sérstaklega, á ann- an hátt en með birtingu þess- ara reglna. 6. grein Nú verður ljóst, eftir aðalniðurjöfnun 1944, að greiðsl ur gjaldþegns á 40% útsvari 1943 skv. reglum þessum, nema hærri fjárhæð en álagt útsvar 1944, og skal þá endurgreiða það sem ofgreitt hefir verið með Vi % vöxtum fyrir hvern mánuð eða hluta úr mánuði, sem upphæðin hefir verið í vörzlu bæjarsjóðs, eftir 'rétta tgjalddaga, að meðtöldum 15 daga frestinum skv. 3. grein. 7. grein. Að lokinni aðalnið- urjöfnun árið 1944, skal dreg- ið frá útsvarsupphæð hvers gjaldþegns þar sem honum ber að greiða skv. reglum þessum og jafna því, sem umfram verður á lögákveðna gjaldaga, að við- lögðum gildandi sektarákvæð- um um dráttarvexti. Það, sem vangreitt kann að vera skv. reglunum, má inn- heimta þegar í stað, hjá kaup- greiðanda, eða á hvern annan löglegan hátt, og ber að greiða Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.