Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.02.1944, Blaðsíða 5
IFftstiidagw 11. feíbrúar ,1944. ALÞYÐUBjLAÐfÐ Einnar flugvéiar er saknað. Herkönnun. Á mynd þessari sjást H. R. Stark (til hægri) yfirmaður flota Bandaríkjanna í Evrópu og A. V. Alexander (til vinstri), flotamálaráðherra Breta í herkönnun einhvers staðar á Norður- Englandi. AÐ voru ekki aðeins stjörnurnar, sem lýstu upp himininn. Til vinstri við okk- ur blikuð kúlurnar úr loftvarna byssunum í ljóma leitarljós- anna. Þjóðverjar voru að gera loftárás á höfn, sem áður hafði orðið fyrir skyndiárásum. Hinn bjarti kross lendingar- Ijósanna á flugvellinum hafði slokknað um leið og merki um árásina var gefið, og mundi ekki verða kveiktur aftur fyrr en einhver of akkar eigin flug- vélum nálgaðist flugvöllinn til þess að leita öryggis. Öðru hvoru þutu þýzkar flugvélar með miklum hávaða yfir höfð- um okkar. Nóttin var björt en mjög köld. Við brettum upp krag- ana á yfirfrökkunum okkar og komum okkur í skjól á milli slökkviliðsbifreiðarinnar og sjúkrabifreiðarinnar. Sjúkra- bílstjórinn var að skýra félaga .sínum frá því, hve ánægjulegt kvöld það hefði verið, þegar hann átti frí síðast. Liðsfor- jinginn, sem stjórnaði ljósun- um, kom til okkar frá ljós- .kastaranum, sem látinn er lýsa upp flugvöllinn, þegar flug- vél er að því komin að lenda. Hann bölvaði kuldanum og flýtti sér inn í eldhús til þess að fá sér heitan kaffibolla. Við hþfðum staðið þarna rsíðan í rökkri, þegar flugvél- arnar lögðu af stað. Sumar höfðu stefnt til stranda Hol- lands, til þess að leita uppi ó- vinaskip, sem kynnu að reyna að brjóta hafnbannið. Aðrar höfðu farið í njósnaferðir, til þess að leita fyrir sér um hreyfingu óvinanna. Hver af annarri höfðu þær þotið eftir flugvellinum, hafið sig á loft og flogið til austurs og við iheyrt dyn þeirra deyja út í fjarska. Þegar sú síðasta var farin, settumst við umliverfis ofninn í eldhúsi timburskálans og hituðum okkur á kaffi og steiktu kjöti. Síðan biðum við. Það er enginn glæsileiki yfir landvinnunni við flugvöll og þar er þessi eilífa bið. Þið kann- izt vel við mennina, sem stjórna flugvélunum, og ef til vill hefir einhver ykkar flogið með þeim og ýmsir þeirra hafa máske orðið vinir ykkar. Fyrsta flugvélin ætti nú að að fara að koma til baka, en árásin stendur enn yfir. Einn af flugmönnum okkar nálgað- ist og þýzk flugvél var uppi » |^jREIN ÞESSI, sem lýsir glögglega lífi og hætt- um brezkra flugmanna, er eftir Tom Dudley Gordon og er hér þýdd úr tímaritinu Eng lish Digest. yfir okkur. Þetta er alltaf raunaleg stund fyrir starfs- lið flugvallar. Flugvélin okkar getur ekki lent án þess, að ljós séu kveikt á vellinum, en slíkt getur þýtt árás óvinanna, ekki aðeins á flugvöllinn, held- ur einnig á brezku flugvélina. Það eru dæmi um það, að brezkar flugvélar hafa verið skotnar niður, þegar þær voru að því komnar að lenda á sín- um eigin flugvelli, eftir erfitt flug. En Bretar hafa gert Þjóð- verjum það sama á móti. Við störðum upp í loftið. Nóttin virtist björt, en samt sem áður sáum við ekki flug- vélina okkar, enda þótt við heyrðum í henni. En þegar hún flaug yfir flugvöllinn, blikaði skyndilega ljós frá henni. Yfirmaður ljósaútbún- aðarins gaf merki með rauðu ljósi. Flugvélin hélt áfram að fljúga í hringi. Stöðugt heyrð- ist í þýzku flugvélinni. í stein- steyptri skotgröf nálægt okkur framkvæmdu tveir loftskeyta- menn fyrirskipun frá yfirboð- aranum: ,,Allt í lagi. Segið henni að lenda.“ Á miðjum flugvellinum sást * nú grænt ljós. Hinn bjarti kross lending- arljósanna kviknaði skyndilega Flugvélin lækkaði flugið og vængjaljós hennar sáust, er hún nálgaðist. Glampinn frá lendingarljósi hennar þaut yfir akur, girðingu og heystakk. Þá kviknaði aðal-lendingarlj ós flugvallarins og inn í ljósrák- ina frá því stefndi flugvélin. Hún snerti jörð og hjólin þeytlu upp skýi af nýslegnu grasi í ljósbjarmanum. Lend- ihgarljósið dó aftur. Flugmað- ur með vasaljós í hendi vísaði flugvélinni leiðina þangað, sem hún átti að geymast. Ein flugvél var komin heim. Svona hélt það áfram um nóttina. Fljótlega fór þetta að ganga betur, því loftárásin á höfnina var liðin hjá og við heyrðum óljóst merkið um, að hættan væri afstaðin. Ljósin loguðu nú stöðugt, því flugvél- arnar komu ört. Áhafnirnar hlupu hlæjandi og með gam- anyrði á vörunum eftir hörð- um flugvellinum, gáfu skýrslu sína og settust síðan við ofn- inn í eldhúsinu, en matsveinn- inn tók heita teskeið úr ofninum og lét stóra kaffibolla á bórð- ið. Herbergið var að fyllast og flugmennirnir settust til borðs, töluðu og reyktu, og fyrsti vindlingurinn eftir flugið var hressandi. Umræðurnar sner- ust um skip, sem þeir höfðu séð og gert árásir á, um dýf- urnar, þegar þeir steyptu sér gegnum myrkrið til árása við strendurnar, um ský og kalsa veður. Flugvélin „Johnny“ var á eftir áætlun. Þó ekki verulega, og enginn var sérlega kvíðafull ur; Flugmaðurinn á ,,Johnny“ var ungur, rauðhærður Iri. Hinir þrír af áhöfninni voru allir Englendingar. írinn var fyrsta flokks flugmaður og hafði tekið þátt í óteljandi ár- ásum. Hann vissi, hvað hann var að gera. Hann var ekki gefinn fyrir það, að hætta sér í neitt, sem í aðra hönd gat fært honum hvort heldur var heiður eða dauða, heimskuleg, fífldjörf ævintýri. Hlutverk hans var að njósna, Hann átti að koma heim með fréttir, það vissi hann vel. Hann var dug- legur náungi, það hlaut að vera allt í lagi með hann. En, samt sem áður, „Johnny“ var á eft- ir áætlun. Það varð dálítið hlé. Það var ekki von á neinni flugvél um stund. Yfirmaður ljósaútbún- aðarins kom aftur skálmandi, bölvaði kuldanum og fór inn í eldhús, til þess að fá sér kaffibolla. Við hinir fórum nið- ur í steinsteypu skotgröfina og flugdeildarforinginn símaði til fyrirliðaskrifstofunnar og spurði hvort nokkurt loft-i skeytasamband væri við „Johnny“. Ekkert. Það gat verið, að loftskeytatæki vélar- innar hefðu bilað. Ekkert að óttast. Hún var aðeins hálftíma á eftir áætlun. Hann hafði' nægilegt bensín ennþá. Flug- deildarforinginn hringdi af og við fórum aftur út að bifreið- unum. Við biðuni. Úr fjarlægð heyrðist vax- andi dynur í flugvél og brátt flaug hún yfir mjög lágt. En hún var ekki frá þessum flug-‘ velli. Ef til vill var það Hamp- den-vél að koma frá því að Framhald á 6. síðu. Fögur borg — heilnæm borg — Dæmi um hroðalegan sóðaskap — Bindindisstarf og siðleysisfulltrúi — Kart- öfluleysi og samtökin. REYKVÍKINGAR hafa mikinn hug- á að borgin þeirra verði fögur borg og heilnæm borg. Veit' ég að greinar Arngríms Kristjáns- sonar skólastjóra í Alþýðublaðinu um þetta efni fyrir nokkru vöktu mikla athygli, enda kom hann með margar ágætar tillögur. — En Reykvíkinga sjálfa brestur mjög á um umgengnismenningu og hreínlæti og þetta kemur líka fram hjá stjórnarvöldunum. HÉR Á EFTIR birti ég bréf frá húsmóður sem er aðeins lýsing á þessu — og sláandi dæmi. Það er að vísu ljótt og lýsir svo ógeðslegu sleifarlagi og sóðakap að það er varla prenthæft. En með illu skal illt út drífa — og hér er bréfið: ERU ÞAÐ AÐEINS einstakling- ar og einhverjir sérstakir húseig- endur, sem eiga að sjá um ösku- þrær húsanna en ekki bærinn, þar sem hann á hús og lóðir til af- nota fyrir leigjendur. Ég er leigj- andi í Selbúðum, hefi dvalið hér. í sjö ár. Að minnsta kosti í þrjú ár síðastliðin hefur verið þannig ástatt um þróna að fá dæmi munu vera um annan eins viðbjóð. Það keyrði þó alveg um þverbak síð- astliðið sumar. Þá var svo komið, að ónýtar voru allar lúgur, óþverr- inn valt út um stéttirnar, í hon- um kviknaði maðkur og var svo tekið það ráð, að strá salti yfir ó- fögnuðinn. Ég var svo aum þá, og er það enn, vegna slyss, að ég hefi ekki komizt óstudd þennan vsg, en á hækjunni staulaðist ég með saltið. Ég nefndi þetta við konu umsjónarmannsins, og sagði hún að þetta hefði verið nefnt við rétta aðila. Það má vel vera, en allt stendur við það sama. Ekkert þefur verið úr þessu bætt, og þetta er mér kvíðaefni þegar vor- ar.“ AKADEMIKER skrifar: „ÉG er að vísu engin bindindispostuli, en er þó Guðmund Sveinssyni þakk- lát fyrir erindi hans í útvarpinu um áramótadansleik háskólans. Eftir báða þá áramótadansleiki, sem haldnir hafa verið í háskólan- um með vínveitingum, hafa geng- ið sögur um bæinn, sem fóru mjög í sömu átt og lýsingar Guðmund- ar Sveinssonar. Má og segja, sjón er sögu ríkari og þykist ég nokk- uð geta borið um af eigin reynd, að ekki sé allt uppspuni.“ „EN ÞEGAR kveðið er upp um það opinberlega, sem talað er um manna á milli í hljóði, og öllum aðstandendum hlýtur að vera kunnugt um, þá ætlar allt um koll að keyra, og hinn hreinskilni vandlætari borinn hinum verstu ó- drengskaparsökum. Væri ekki nær að minnast hins gamla málshátt- ar: „Sá er vinur, er til vamms segir“, og bregðast við á þannt hátt, að hneykslunarefninu sé út- rýmt af áramótadansleikjum há- skólans? Hitt er þýðingarlaust að berja höfðinu við steininn og segja að svart sé hvítt.“ HEIMILISFAÐIR skrifar: „Eins og þér mun vera kunnugt um, hafa íslenzkar kartöflur verið ófáan- legar hér í búðum í vetur, en grænmeti og rófur naumast sést hér á boðstólum. Hins vegar hafa enskar kartöflur verið fáan- legar, en þær eru yfirleitt verri, enda virðist allmikil skömm að því að flytja inn kartöflur og það frá þjóð, sem á í stríði <og þarf á öllu sínu að halda. Úr þessu ó- fremdarástandi verður þegar að bæta enda virðist það fremur auð- velt ef bæjarbúar hafa vilja á því.“ „VÆRI EKKI NÆR að nokkur hundruð heimilisfeður hér í bæ stofnuðu með sér félag, sem hefði með höndum ræktun kartaflna og grænmetis til heimilisþarfa fé- lagsmanna. Til þess þarf félagið að kaupa jörð, hentuga til garðrækt- ar og í góðu vegasambandi við Reykjayík. Jarðhiti þyrfti helzt að fylgja jörðinnni, svo hægt væri að reka þar ilrækt í gróðurhúsun- um.“ „SENNILEGA þyrfti einnig að reka þar nokkurt kúabú vegna á- burðarþarfa, nema ef þangtekja fylgdi jörðinni. Ef horfið væri að þessu ráði, yrði ábyggilega fram- vegis ekki slíkur grænmetis- skortur eins og hefur verið hér í bæ og félagsmenn myndu fá þessa hollu og nauðsynlegu fæðu fyrir sanngjarnt verð.“ Hannes á horninu. UNGLINGA vantar okkur nú þegar til að bera blaðiS í eftirgreind hverfi: BræSraborgarstígur Hánargöiu SéBvelli Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna. áliffiÉial!. — Sími 4f§0. AUGLÝSIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐENU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.