Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 13. febróar 1944. Enginn nælurvinna meðan samningar sanda yfir milli af- vinnurekenda og verkamanna. 17 ERKAMANNAFÉLAG- ® ID Dagsbrún tilkynnir hér í blaðinu í dag, að stjórn félagsins muni ekki veita und anþágu fyrir neinni nætur- vinnu, nema með sérstöku leyfi frá félagsstjóminni, með an á samningaumleitunum stendur milli félagsins og at- vinnurekenda. Dagsbrýn óskar þess getið,, að hún hafi ekki óskað eftir því að sáttasemj- ari tæki deilumál hennar og at- vinnurekenda í sínar hendur. Hins vegar munu atvinnurekendur hafa talið það hampaminnst. 50—60 vélbátar í sjávar- háska á Faxaflóa. Tvelr vélbátar hafa farlzt, en ðllum mðnnum var bjargað nema einum. Klukkan 12,30 i nótt vantaði enn fregnir af sex bátum. ’P' IMMTÍU- SEXTÍU vélbátar úr verstöðvunum hér við Faxaflóa og nokkrir bátar að auki voru í mesta sjávar háska í fyrrinótt og í gærdag. Þegar betta er ritað er vitað um tvo vélbáta, sem farizt hafa, „Ægi“ úr Garði og Björn II, sem gekk frá Akranesi, en um sex báta er ekki vitað enn. Einn úr Sandgerði, tvo úr Keflavík, tvo úr Vestmanneyjum, og einn er á leið hingað frá Vestmanneyjum. Vitað er, að einn maður hefir farizt: af vélbátnum „Ægl, Sig- urður Bjarnason, ungur maður frá Geirlandi á Miðnesi. Snemma morguns í gær reru nær allir bátar af Akranesi, úr Keflavík, frá Sandgerði, ur Dm síprniitoihrf p at íinnÉætíi á Vestfjörðum. Samtal við HeSga Hannesson fram- kvæmdastjóra Alþýðuflokksins. U ELGI HANNESSON framkvæmdastjóri Al- þýðuflokksins er nýkom- inn úr alllöngu ferðalagi í þágu flokksins um Vestfirði. Hefir Alþýðublaðið snúið sér til hans og spurt hann tíðinda þaðan. Sagði hann meðal ann- ars: „Það er auðvitað margt, sem frétthæft er að vestan, en ekki eru tök á að segja frá í stuttu viðtali, en eitthvað viltu víst hafa, og skal því byrjað: Mikið af þeim tíma, sem ég var fyrir vestan, dvaldi ég á ísafirði, en ferðaðist þaðan til nærliggjandi staða og dvaldi meðal fiokksfélaga nokkra daga, eftir því sem tilefni gafst. I Súðavík stofnaði ég flokks- félag og er þar mikill áhugi fyr- ir málefnum Alþýðuflokksins. Súðvíkingar hafa nýlega fengið nýjan fiskibát, í stað þess er þeir misstu s.l. vetur, og var hann smíðaður í skipasmíðastöð Marseliusar Bernharðssonar á Isafirði. Þá er nýtekið til starfa hjá þeim nýtt hraðfrystihús, sem Kaupfélag ísfirðinga hefur reist á Langeyri, en Kaupfélag Súð- víkinga, sameinaðíst því fyrir rúmu ári síðan og starfar nú sem deild úr K. í. undir stjórn Maríasar Guðmundssonar. Verzlunarhús kaupfélagsins er úti í þorpinu, en atvinnu- rekstur þess á Langeyri, ein- hverjum bezt fallna stað til framkvæmda við Djúp. Samtök Súðvíkinga um verzlun og út- gerð hefur fært þeim heim sánn indi þess, hversu mikil nauð- syn á því er, að þessi mál séu í höndum alþýðunnar sjálfrar. í Hnífsdal var ég á flokksfé- lagsfundi og var það mjög á- berandi, hversu góðu fylgi Al- þýðuflokkurinn á að fagna hjá yngra fólki þar. Auk þess sem hið eldra fólk er sá trausti múr, er stenzt allar árásir, enda feng ið herzlu í átökunum við al- vinnurekendavaldið þar, bæði fyrr og síðar.“ — Já, var það ekki einmitt í Hnífsdal, sem hin dæmalausa sveltitilraun var gerð af hendi kaupmanna við verkafólk þar, er það háði verkfall 1927, er þeir lokuðu sölubúðum sínum og íshúsi, og neituðu að selja fólki vörur fyrir peninga? „Jú, það var þar. Ég var þá í stjórn Verkalýðsfélags Hhífs- dælinga og man þau átök, sennilega nokkuð lengi. Ég er einmitt um þessar mundir að skrifa ágrip af sögu þessa sögu- lega verkfalls, og ég verð að segJa það, að enn þá virðist and inn hinn sami hjá þeim, sem nú fara með atvinnu- og verzlun- armál Hnífsdælinga. Í Bolungavík var ég í tvo daga. Fórum við Hannibal Valdemarsson þangað saman og áttum viðræður við flokksfólk.“ — Ykkur hefur ekki verið meinuð landganga eða fluttir heim með valdi? „Nei, bæði var það, að hinir fengsælu sægarpar í Bolunga- vík neyttu orku sinnar um þess- ar mundir í fangbrögðum við Ægi og fluttu að landi fullhlað- in skip af „þeim gula“, — og svo held ég ,að þeir séu nú ekki það í vasanum á íhaldinu þar, að þeir láti nota sig til nazist- iskra fólskuverka eins og átti sér stað með aðförinni að Hannibal 1932 og íhaldið hlaut litla sæmd af. Aðalatvinna Bolvíkinga er sjóróðrar og fiskvinna. Þeir hafa nú marga báta fyr ir landi, en miklum erfiðleik- um er það bundið, að stunda róðra úr Bolungavík, þar sem setja verður mótorskipin á land í hvert sinn, er brimar að, og er það eigi allsjaldan á vétrar- vertíð, og er það ekki heiglum hent að „baka“ undir skipsúð- irnar og halda skipinu á réttum kili, þegar sett er upp eða nið- ur. Þarf til slíks mikla leikni, enda ekki margir utanpláss- menn, er leika það eftir. Kaupfélag ísfirðinga er nú að reisa nýtt húsnæði yfir deild sína, er það rekur í Bol- Frh. á 7. síðu. Vestmannaeyjum og úr Garði. En um líkt leyti og þeir voru að komast á miðin, rauk á versta veður og magnaðist það svo, að afspyrnuveður var kom- ið um hádegisbilið. Bátarnir munu undireins og veðrið skall á, hafa farið að leggja af stað til hafnar, en veðrið var svo mikið að það gekk erfiðlega. Komust þó flest ir undið kvöldið til hafnar, en tvö slys urðu þegar snemma í gærkveldi. Vélbáturinn „Ægir“ úr Garði, eign Finnboga Guð- mundssonar, fékk sjó á sig, braut allt ofan af honum, og sökk báturinn mjög skjótlega. Véibáturinn „Jón Finnsson“, skipstjóri Þorsteinn Jóhannes- son, fór þegar til bátsins og tókst honum af miklu snarræði að bjarga fjórum mönnum af hou- um, en einum tókst ekki að bjarga: Sigurði Björnssyni, frá Geirlandi á Miðnesi. Þegar þetta er ritað eru allir bátar, sem reru frá Keflavík, Sandgerði og úr Garði komnir til Keflavíkur, nema 3. Af tveimur hefur frétzt, og liggja þeir við lóðabauju, en aL ein- um hafa engar fréttir borizt: „Óðni“ frá Sandgerði, eign Finnboga Guðmunssonar. Allir bátar, sem reru frá Akranesi, komust heilu og höldnu heim, nema „Björn II. “ Slysavarnafélaginu barst í gær, seinnipartinn, beiðni frá þess- um báti um aðstoð, vegna þess, að leki væri kominrt að honum. Vélbáturinn „Fylkir“ frá Akra- nesi var nærstaddur, og tókst honum að ná öllum mönnun- um, en „Björn II. “ mun hafa sokkið. Hins vegar maraði hann en í hálfu kafi þegar „Fylkir“ fór frá honum. Allir Vestmannaeyjabátarnir eru komnir til hafnar nema tveir: „Njörður“ og ,,Freyja“. Eru báðir bátarnir mjög litlir og talstöðvalausir. „Þór“ var um miðnætti í nótt að leita að bátunum, en engar fregnir höfðu þá borizt um það, hvort „Þór“ hefði fundið þá. Enn fremur vantar allar fregnir af ,,Bjarnarey“. Sá bátur fór frá Vestmannaeyjum klukkan 11 á föstudag, en báturinn lenti í því að hjálpa nauðstöddum bát. Síðar kom ,,Þór“ á vettvang og „Bjarnarey“ yfirgaf bátinn og hélt áfram hingað til Reykja- víkur, en síðan hefur ekkert til hennar spurzt. MraknhigÉr Mb. ESangsa. Alþýðublaðið hafði undir mið nætti tal af Jóni Bergsveins- syni framkvæmdastjóra Slysa- varnafélagsins og fórust honum Frh. á 7. síðu. SjódómQrínn til rann- sóbnar á sjóslpnnum befur verið skipaðnr. u Alþýðublaðið fékk í gær eftirfarandi til- kynningu frá Árna Tryggvasyni borgar- dómara. T AF grein eftir Finn Jónsson, alþingismann, pem birtist í Alþýðublaðinu í Jag, með fyrirsögninni: „Hvað dvelur skipun sjódóms ins til þess að rannsaka sjó- slysin?“, vil ég taka það fram, að þegar eftir að mér barst beiðni atvinnu- og samgöngu- málaráðuneytisins (dags. 21. f. m.) um rannsókn á hvarfi b/v Max Pemberton og á- standi íslenzkra fiskiskipa, hófst ég handa í þeixn efnum, m. a. með fyrirmælum um yfirheyrslur úti á lándi, svo og öflun gagna hér í Reykja- vík. Frá því um seinustu helgi hefir sjódómurinn hér síðan unnið daglega að rannsókn- inni, og mun svo verða áfram, enda hefi ég lagt áherzlu á, að rannsókn þessari yrði hrað að, eftir því sem frekast er fært. Drengur flækist úti beila nólf af ótta við ávílur út af skrópi úr LÍTILL drengur, 11 ára gam- all, Jón Waag Kristinsson, Laugavegi 70 B. flæktist um á götum Reykjavíkur heilan sól- arhring af hræðslu við ávítur fyrir skróp í skóla. Hann fór að heiman frá sér klukkan tæplega 8 á föstudags- morgun og átti að fara til náms í bekk sínum í Barnaskóla Aust- urbæjar. En glaumurinn mun hafa verið mikill, að minnsta kosti snerist eitthvað annað fyr- ir hann — og hann fór ekki í skólann. Aðstandendur hans neyddust til að snúa sér til lögreglunnar og auglýsti hún eftir drengnum, en þegar auglýsingin birtist var hann kominn í skólann, án þess að hafa komið heim til sín. Kom hann í bekk sinn kl. 8 í gærmorg un. Hefur Jón litli skýrt svo frá að hann hafi verið úti alla nótt- ina. Er ekki ólíklegt að honum hafi verið orðið kalt og þótt gott að leita í hlýjuna í bekknum sín- um. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Óla smaladreng kl. 4 í dag og „Vopn guðanna“ kl. 8 í kvöld. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 1 í dag. Samband bindindisfélaga í skólum heldur umræðu- og útbreiðslu- fund í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 1.30 e. h. Er öllum heimill að- gangur að fundi þessum, en þar verða til umræðu þau mál, sem efst eru á baugi meðal bindindis- manna um þessar mundir, einkum þó skemtanalífið í bænum. Samningar sjðmann< anna við ðtaertarmenn. Vélbátasjómenn fá 35 i20i0 i stað 33 Í3- 34 % áður. Auk pess fá peir tryggð 325 kr. lágmarkslaun, auk uppbótar. E INS OG SKÝRT var frá í blaðinu í gær voru í fyrrakvöld undirskrifaðir samn ingar milli sjómannafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði ann arsvegar og Félags íslenzkra línuveiðara og ísflutningaskipa og Vélabáðafélags Reykjavíkur hins vegar. Á flutningaskipunum varð sú. breyting að samið var til. samræmis við kjor togarsjó- manna, sem viðurkennd voru með samningum 30. sept. 1942. — í þessum samningi er líka slegið föstu lámarkstölu skip- verja, er sigla skuli á útlönd og skulu þar af vera 4 hásetar nema á tímabilinu 1. maí—1. okt., þá skal heimilt að fækka þeim niður í þrjá, undir sér- stökum kringumstæðum. Hinn samningurinn fjallaði um kjör. á öllum mótor- og gufuskipum undir 130 rúmlest- ir, sem stuhda ísfiskveiðar með dragnót og botnvörpu. Skipverjar höfðu áður 3310 —34% af brúttóafla skipsins, en nú fá þeir 35%%. Nú er fast ákveðið hvað má skipta í flesta staði eftir stærð skips- en það voru engin ákvæði um það áður. Þá fá sjómenn viður- kennd og tryggð lágmarkslaun. að upphæð 325 kr. á mánuði með dýrtíðaruppbót, en engin slík trygging var áður nema á línu veiðum og síldveiðum. Nokkr- ar aðrar breytingar urðu — og fer þessi samningur hér á eftir. Samningurinn um kjör á ís- flutningunum kemur í næsta blaði: Samningur um kaup og kjör á öllum mótor- og gufuskipum undir 130 rúmlestir, sem stunda ísfiskveiðar með dragnót (Snorrevaad) og botnvörpu og gerð eru út frá félagssvæði Sjó mannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar. 1. gr. Af heildarafla skipsins (brúttó) greiðist skipverjum 45%%, er skiptist jafnt á milli allra þeirra er á skipinu vinna, Þar með taldir skipstjóri og stýrrimenn. Á skipi, sem að stærð er allt að Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.