Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 7
7 Suiwudagur 13. febrúar 1944. ALÞYÐUBLAOIÐ iBœrinn í dag.l INæturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Pétur H. J. JTakobssori, Rauðarárstíg 32, sími 2735. Næturvörður er í Iðunnarapó-. teki. Næturakstur annast ,,Hreyfill“, sími 1633. TJTVARPIÐ: 11.00 Morguntónleikar (plötur). 14.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Sigurbjörn Einarsson). 15.30—16.- :30 Miðdegistónleikar (plötur). 18.- 40 Barnatími (Nemendur Kennara skólans). 20.00 Einleikur á fiðlu (Þorvaldur Steingrímsson): Són- ata í P-dúr eftir Grieg. 20.35 Er- indi: Eystrasaltslönd (Knútur Arn grímsson kennari). 21.00 Hljóm- plötur: Slavnesk lög. 21.10 Upplest ur: Sögukafli (Páll Skúlason rit- stióri). 21.30 Hljómplötur: Dans- sýningarlög. Á MORGUN: Næturlæknir er í Læknavarð- ■stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. Næturakstur annast Bifreiða- stöðin ,,Hekla“, sími 1515. ÚTVARPIÐ: 20.30 Þýtt og endursagt: Úr ævi- sögu Byrons (Sigurður Einarsson dósent). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 21.00 Um daginn og veginn (Gunnar Benediktsson rithöfundur). 21.20 Útvarpshljóm- sveitin: Þýzk þjóðlög. — Einsöng- ur í Dómkirkjunni): Hermann Guðmundsson. Styrkveitingar til tónlistarmanna. l^r EFND sú, sem kjörin var af ™ Félagi íslenzkra tónlistar- manna til þess' að úthluta fjár- veitingu til ísienzkra tónlistar- manna í ár, hefir nú lokið störf- um og úthlutað 16 tónlistarmönn um samtals kr. 22,500,00. í úthlutunarnefndinni áttu sæti Þórarinn Guðmundsson, Emil Thioroddsen og Páll ísólfs- son. Þessir fengu styrki: Jón Leifs, 3000,00. Karl Ó. Runólfsson, 2400,00. Árni Björns son, 1500,00. Pétur Á. Jónsson, 1500,00. Rögnvaldur Sigurjóns- son, 1500,00. Þórarinn Jónsson, 1500,00. Björgvin Guðmunds- son, 1200,00. Hallgrímur Helga- son, 1200,00. Sigvaldi Kaldalóns, ’li200,00. Eggert StefánssO'n, 1000,00. Friðrik Bjarnason, 1000,00. Helgi Pálsson, 1000,00. Sigurður Birkis, 1000,00. Sig- lurður Skagfield, 1000,00. Sigurð ur Þórðarson, 1000,00. íslenzbnr sjémaðnr ferst i Mew York. Konrðð Gnðmnndsson Myndari á Dettifossi. ISLENZKUR sjómaður fórst aðfaranótt föstudags í höfn inni í New York. í gær barst Eimskipafélagi ís- lands símskeyti frá New Ýork þess efnis að Konráð Ó. Guð- mundsson, kyndari á Goðafossi hefði fallið í höfnina þar og druknað. Konráð Ó. Guðmundsson var ibúsettur að Skeggjagötu 6 hér í bænum. Var hann kvæntur mað- ur og átti tvö ung börn og for- eldra á hann einnig á lífi hér í bænum. 50-60 bðtar í sjðv- arbðsba. Frh. af 2. síðu. orð á þessa leið: „Sjaldan hefur Slysavarnafé- lagið haft eins mikið að gera eins og undanfarinn sólarhring. Á föstudag var vélbáturinn ,,Bangsi“ á leið héðan og til Bolungavíkur. Klukkan 7.15 bilaði vél bátsins við Malarrif og bað báturinn um aðstoð. Við sendum þá út tilkynningu um bátinn og tveir togarar fylgd- ust með honum. Nokkru síðar fengum við tilkynningu um að báturinn væri að komast fyrir Öndverðarnes og að hann hélt fyrir nesið. Báturinn lét vita um sig á tveggja tíma fresti, en klukkan 17.10 í gær, kemur til- kynning um að hann sé að fara fyrir Látrabjarg, og 15 mínút- um síðar kemur neyðarskeyti frá honum og segist hann þá vera að fara upp í bjargið. Um þetta leyti var báturinn á segl- um. Nokkru áður höfðum við beðið ,,Richard“ á ísafirði að fara bátnum til aðstoðar og lagði hann af stað, en bilaði. Um þetta leyti fór varðskipið ,,Ægir“, sem lá á Patreksfirði til hjálpar. Nokkru síðar kom í ljós, áð „Bangsi“ var við Skor en ekki við Látrabjarg. Lá bát- urinn mjög grunnt þarna, og hafði látið akkeri falla. ,,Ægir“ kom til bátsins kl. 1.15 um nótt- ina. Komst hann ekki að hon- um, en varð að skjóta línu til hans, og fór varðskipið síðan með bátinn til Suðureyrar í Tálknafirði. Hefði hvesst tveim ur tímum fyr, þá hefði ekki verið hægt að bjarga ,,Bangsa“. Um hádegisbilið í dag kom skeyti frá „Gunnari Hámund- arsyni“ héðan úr Reykjavík. Var hann þá hér úti í flóanum. Við fengum strax togarann „Öla Garða“ til að fara út, og einnig brezkt skip, enn fremur var ,,Skallagrímur“ albúinn að leggja úr höfn til aðstoðar. Skipin fóru út klukkan 18.30, en nokkru síðar náði „Gunnar Hámundarson“ höfn hér. Slysavarnafélagið hefur, með hjálp loftskeytastöðvarinnar, í allan dag, staðið í stöðugu sam- bandi við verstöðvarnar og alla báta, sem hægt var að hafa samband við. Hefur það sent skeyti til bátanna, sem úti hafa verið á hverjum tíma, meðal annars um það, hvar helzt væri að leita hafnar. En nú sem stendur vantar sex báta. átvinna og stjórn- mál ð Vestfjðrðnn. Nýtf hefti Vlnnunnar er komið út. Karl Ssfeld hefir tek- ið við ritstjórn hennar F YRSTA hefti eða fyrsta og annað tölublað hins nýja árgangs „Vinnunnar“, tímarits Alþýðusambandsins, kom út í gær og hafa orðið ritstjóraskipti við það. Friðrik Halldórsson lofskeytamaður hefir látið af rit- stjórn þess, en við hefir tekið Karl ísfeld blaðamaður. Af efni hins nýja heftis má nefna: „Litast um við áramót- in“, grein eftir Guðgeir Jónsson; „Að kvöldi dags“, smásaga eftir Johan Skjaldborg, „Öryggi sjó- manna“, nafrilaus grein, „Bar- áttan um bókmenntir og listir“, grein eflir Halldór Pétursson, „Minningarorð um Einar Krist- in Auðunsson prentara“ eftir J. Á.; ,,Að sigra í valnum“, smá saga eftir John Steinbeck; „Horft um öxl við áramót“, smá greinar eftir ýmsa höfunda; auk þess margar greinar um félags- mál verkamanna, myndir, kvæði o. m. o. m. fleira. * Frh. af 2. síðu. ungavík. Margir Bolvíkingar hafa hug á að mynda samvinnu útgerðarfélag og bæta við skipa stólinn, en aðalhindrun þess er vöntun landrýmis, þar sem svo getur heitið, að tveir menn eigi allt uppsáturslandið. Og kemur það betur í ljós, hversu sjálf- sagt það er að hið opinbera eigi landið, en ekki einstakir menn, sem ýmist ‘braska með það eða nota eignarheimild sína á því til að hindra eðlilega þróun at- vinnulífsíns. Þrennt er það, sem Bolvík- ingum er um þessar mundir mikið áhugamál, auk útgerðar- innar, og er það að komast í vegasamband við ísafjörð, bætt húsakynni — bygging verka- mannabústaða, og stofnun sjúkrasamlags. Er ekki nokkur vafi á, að með lausn þessara mála, bættu Bolvíkingar svo kjör sín og og af komu alla, að þeim yrði til ómetanlegs gagns í nútíð og framtíð.11 — Hvar komstu víðar? „Auk þessa var ég á Suður- eyri við Súgandafjörð og Flat- eyri. Þá kom ég og við í suður- leið á Þingeyri og Bíldudal, og hafði nokkuð tal af flokksmönn um. Þar á Suðureyri og Flateyri er mikill hugur í mönnum um að bæta við skipastólinn, og treysta þeir aðstöðu þingmanns síns óskiptir í þeim efnum. Er óhætt að fullyrða, að fylgi Ásgeirs Ásgeirssonar er nú sem fyrr, mjög traust, og að Vestur- ísfirðingar kunna að meta mik- ilhæfni þessa ágæta þingmanns þeirra.“ — Hvað er svo að frétta fr^ rauða bænum — ísafirði, sem Mogginn segir, að sífellt sé sveipaður myrkri? „Frá ísafirði er allt gott að frétta. Afli hefur verið ágætur í haust og vetur, þegar — já, já, veður má ekki nefna, eða er ekki svo? Þá skulum við segja, þegar róið hefur verið. Hvað fréttum Moggans af rafmagnsmálum ísfirðinga við- víkur, þá vita allir ísfirðingar, að þær eru yfirleitt ósannindi frá rótum. Uppistaða fregnanna, venju- lega gamla íhaldshatrið á ísa- firði, og ívafið þörfinni á því, að beina hugum manna frá raf- magns- og hitaveitumálum höf- uðstaðarins. Öllum ísfirðingum er það kunnugt, að í v'etur hefur að- eins einu sinni orðið bilun á rafveitukerfinu, er varð með þeim hætti, að jarðstrengur brann í sundur. Þetta var að kvöldi dags, og var viðgerð lok- ið daginn eftir. Hitt er svo annað mál, að nú um tíma hefur, vegna vatns- skorts þurft að takmarka raf- magnsnotkunina í bænum á þann veg, að næturrafmagn er tekið af, þar sem þess er ekki brýn þörf. Það vita og allir ís- firðingar, að unnið er kappsam- lega af forráðamönnum bæjar- ins að því að auka rafmagns- framleiðsluna, svo að ekki til neinnar skömmtunar þurfi að koma undir venjulegum kring- umstæðum. 1942 var þegar hafizt handa um pöntun nýrra véla, er jafnstórar væru þeim, sem fyrir eru -— og það verður ekki skrifað á skuldalista raf- veitustjórnar, þótt þær séu ó- komnar, aðrir munu réttilega skuldaðir fyrir því. Og Nón- vatns-virkjunin, sem nú er langt komin, og unnið hefur verið sleitulaust að, ber nokk- urn vott um, hvernig rafmagns- málin eru tekin þar vestra.“ — Hvað segirðu af flokks- starfinu á ísafirði? „Af því er gott eitt að segja í vetur hefur sæmilegt líf ver- ið í flokksfélaginu, og er ég fór lágu fyrir um 60 inntökubeiðn- ir í félagið, og er það álitlegui Hjartans þakkir fyrir alla auðsýnda hluttekningu og vinarþel við andlát og útför mannsins míns og sonar, Björns Björnssonar, bankafulltrúa. • Fyrir hönd allra vandamanna Þórhalla Þórarinsdóttir. Ingibjörg Magnúsdóttir. Við þökkum öllum fjær og nær samúð við fráfall og jarðar- för mannsins míns og föður okkar, GuSmundar Jónssonar frá Narfeyri. Við viljum sérstaklega þakka Verkalýðsfélagi Stykkishólms, er sá um útförina og Alþýðuflokksfélaginu í Stykkishólmi fyrir dýrmæta minningargjöf. Kristín V. Hjaltalín og börnin. hópur, sem því bætist á næsta fundi þess, og væri ekkert á móti því, að hlutfallslega jafn- margt alþýðufólk hér í höfuð- staðnum,; eða 15 sinnum 60, sem bættist í Alþýðuflokksfé- lögin hér. Þá 'hafa Alþýðuflokksmenn á ísafirði myndað fulltrúaráð samkv. fyrirmælum flokkslag- anna, er aukaþingið í haust af- greiddi. — Kommúnistar láta drjúg- um yfir auknu fylgi á ísafirði. „Já, þeir hafa látið svo, en eftir stjórnarkjör i Verkalýðs- félaginu „Baldur“, urðu þeir rislægri en áður. Þeir töldu sig hafa aukið svo fylgi sitt, að rétt væri að það kæmi í ljós, — svart á.hvítu — og gerðu kosninguna pólitíska og komu fram með sérstakan lista í þeim tilgangi, en hlutu 33 atkv. gegn 107 atkv., sem okkar listi fékk, enda hafa verkamenn á ísafirði, enga löng un til að fela kommúnistum meðferð sinna mála.“ Heimsfræg aagiiuga- saga loiia ð ísleoziíg. Bambi eftir Feiix Salten, esd- ursosð af Walt Disney. T GÆR kom á bókamark- A aðinn ný barnabók „Bambi“, í þýðingu Stefáns Júlíussonar yfirkennara. í formála fyrir bókinni segir þýðandinn: „Barnabókin „Bambi“, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu er gerð af amerískum kvik- myndasnillingi Walt Disney. En Disney byggði bókina á heims- frægri skáldsögu eftir rithöfund inn Felix Salten. Var hún met- sölubók í hinum ensku mælandi heimi á sínum tíma. Walt Dis- ney hefir gert allanga teikni- mynd eftir sögu þessari. Er hún í eðlilegum litum gullfalleg mynd, og glæsilegt listaverk. Kvikmyndin og þessi bók Disn- éy, haldast mjög í hendur, hvað efni og frágang snertir. Fylgir Disney sögu Salten og lýsing- um mjög nákvæmlega, en hefir þó skapað nokkrar nýjar persón ur, eins og til dæmis litla kan- ínuungann og Skunkinn. Eiga þessi dýr í þókinni hinum mestu vinsældum að fagna. Myndirnar eru gerðar af Walt Disney. Enski ritsnillingurinn John Galsworthy sagði um bók Felix Salten, er hún fyrst kom út á ensku: „Bambi er dásamleg bók, dásamleg ekki aðeins fyrir börn heldur einnig fyrir þá, sem eiga ekki 'lengur því láni að fagna að vera börn.“ Ég þekki naumast samanburð við þessa ævisögu skógarhjartarins í sönnum skilningi, fegurð í frásögn og næmri athugun.“ Frh. af 3. siðu. hershöfðingi úr Afríkustyrj- þessa hefir möndulveldunum þó verið frekar lítið ágengt. VEL FLESTIR INDVERJAR, sem einhverja menntun hafa hlotið, skilja, hvílíkt erfiði það er að veita Ind- landi frjálsræði að öllu leyti þegar í stað. Hér er ekki um éina heilsteypta þjóð að ræða í venjulegum skilningi, held ur margar ólíkar þjóðir, hin ólíkustu kynflokkabrot, sem allir hafa sína siði, sína trú og sínar venjur, sem torvelt er að hrófla við, hversu fár- ánlegar sem þær kunna að virðast á Evrópuvísu. Hins vegar, mun flestum Indverj- um það Ijóst, að þeim er ekki verr farið undir stjórn Breta en Japana eins og sak ir standa og áróður hinna síðastnefndu um hina svo- nefndu Monroe-kenningu Asíu virðast hafa fallið í ó- frjóan jarðveg. öldinni, væri í kot vísað og þar með skipað á einhvern óæðri bekk, en svo er ekki. Bretar vissu vafalaust hvað þeir sungu, er þeir skipuðu hann yfirmann hins mikla manngrúa Indlands og frammistaða hans til þessa virðist benda til, að réttur maður hafi orðið fyrir val- inu. Margir flokkar, stjórnmála legs eðlis, starfa að því að hrífa Indlana úr tengslum við Bretland, en með mis- munandi hætti þó. Barátt.a Gandhis er öllum kunn og mun hún ekki rakin hér. Þá hafa að sjálfsögðu Þjóðverj ar og Japanar unnið dyggi- lega að því að skapa upp- reisnaranda með þjóðinni, eins og meðal annars lýsir sér í starfi manns þess, er Bose heitir og jafnaðarlega lætur til sín heyra um þýzk- ar útvarpsstöðVar. Fram til Félagar barnastúknanna Svava og Dí- ana athugi, að sameiginlegur fund- ur verður lialdinn í dag (sunnu- dag) í fundarsalnum að Skóla- vörðustíg 19 kl. 1.15 e .h. Æskan heldur fund sinn á sama stað á venjulegum tíma kl. 3.30 e. h. — Hin fyrirhugaða skemmtun barna- stúknanna verður haldin í Góð- templara húsinu n. k. sunnudag. Þess skal getið, að Gamla Bíó hefir fengið kvikmynd Disney og mun hún verða sýnd innan sikamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.