Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.02.1944, Blaðsíða 4
ALÞyPUBUÐlP Simnudagur 13. febrnar 1944. Árni G. Eylands: t u r I e i ð i r. FYRIR ÞINGINU liggur nú tillaga til þingsályktunar um að veita á þessu ári 2 milljónir til Krísuvíkurveg- arins. Er tillagan flutt af sex þingmönnum úr þremur flokk- um, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Kommún- istaflokknum. Um málið hafa þegar orðið nokkrar blaðaumræður, og er eftirfarandi grein skrifuð í tilefni af þeim. Höfundur henn- ar, Árni G. Eylands forstjóri, hefir frá því fyrsta verið í fremstu röð þeirra, sem barizt hafa fyrir Krísuvíkurveginum. 4 Otgef&ndi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Kitstjórn og afgreiðsla í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Sfmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Samt tl sfg. Bæjarstjórnaríhald- IÐ í REYKJAVÍK er enn samt við sig. Við afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar fyrir yfir- standandi ár á fundi bæjar- stjórnar á föstudagsnóttina tókst því að fella eða svæfa flestar veigamestu breytingar- •tillögur Alþýðuflokksins. Fellt var að skora á alþingi að nema úr lögum útsvarsfrelsi hátekn- anna, þeirra, sem umfram eru 200 þúsundir króna. Fellt var, að skora á niðurjöfnunarnefnd að leggja rífleg útsvör á eigna- ■aukninguna síðan stráðið hófst. Fellt var að leggja stríðsgróða- skattinn í framkvæmdasjóð, nema það, sem umfram yrði 1 milljón. Fellt var, að bærinn tæki rekstur strætisvagnanna í sínar hendur. Og vísað var til bæjarráðs, þ. e. a. s. svæft um óákveðinn tíma, að hefjast handa um byggingu 50—75 nýrra éins og tveggja herbergja íbúða á vegum bæjarins. . * Með slíkri afgreiðslu fjár- hagsáætlunarinnar hefir íhald- inu tekizt að koma í veg fyrir iþað, að bærinn notaði sér það veltiár, sem enn er af völdum ófriðarins, nema að óverulegu leyti til þess að búa sig undir erfiðleikana eftir stríðið. Hús- næðisvandræðin eiga áfram að liggja eins og martröð á íbúum hÖfuðstaðarins. En útsvörin eiga þeir að fá að greiða í fullu samræmi við veltiárið og vel það. Heildarupphæð þeirra á að hækka upp í 25 milljónir, úr 19 miHjónum síðastliðið ár! Og sem sagt: Það eru hvorki hátekjiumajr né hin gífurlega eignaaukning einstakra manna síðan stríðið hófstl sem er ætl- að að bera þessa ægilegu út- svarsbyrði það er efnalitlum og efnalausum almenningi höf- uðstaðarins ætlað að gera eins og áður. Þannig vill íhaldið hafa það, um það verður ekki villzt, því annars hefði það ekki igreitt atkvæði gegn þeirri til- lögu Alþýðuflokksins, að skora á alþingi, að afnema útsvars- frelsi háteknanna, þeirra, sem umfram eru 200 þúsundir króna, og á niðurjöfnunarnefnd, að haga niðurjöfnun útsvaranna í ár þannig, að verulegur hluti þeirra yrði greiddur af hinni gífurlegu eignaaukningu síðan stríðið hófst. ❖ Þessi afstaða bæjarstjórnar- íhaldsins til útsvarsálagningar- innar og niðurjöfnunarinnar er að vísu ekki ný, enda- kemur hún varla rnörgum á óvart. En að Kinu munu menn spyrja, hversvegria bæjarfulltrúar kommúnista hafi setið hjá við atkvæðagreiðsluna um þessa tillögu Aiþýðuflokksins. Blað kommúnista hefir ein- mitt undanfamar vikur verið að fullvissa lesendur sína um það, að flokki þess væri svo á- fram um, að fá samþykktan eignaaukaskatt á alþingi. En er það ekki ein leiðin til þess að skattleggja eignaaukninguna, að leggja rífleg útsvör á hana? Er það ékki meira að segja bein- asta leiðin til þess, að skatt- flU5 I. IÐ höfum löngum verið á- hlaupamenn íslendingar og gjarnt til þess að gleyma ókomnum erfiðleikum. Höfum oft eigi gáð þess fyrir veiðum að fá heyjanna, eins og sagt var um Hrafna-Flóka, og á það við á æði mörgum sviðum. Fyrir nokkrum árum síðan var mikil umræða um leiðirnar er tengt geta saman hinar víðáttu miklu sveitir á Suðurlands- undirlendinu annarsvegar og Reykjavík, Hafnarfjörð og byggðir ,,vestanfjalls“ hinsveg- ar. Þá var ákveðið að leggja hinn svokallaða Krísuvíkurveg sem þrautaleið og unnið að því um stund, með allmiklum á- tökum, þó ekki væru þau neitt áberandi mikið skipuleg, né bæru vott um það að alvara væri á ferðum um að leysa heilt verk af hendi til fullra f ramtíðarnyt j a. Svo kom stríðið með Breta- vinnu og ástandsauð, og allir aðilar: stjórnarvöld, forráða- menn um vegamál, þingmenn Sunnlendinga og, að því er virð ist, bændurnir sjálfir á Suður- landsundirlendinu gleymdu því að fannir gæti lagt á leiðir hátt á fjöllum uppi. Ennfrem- ur var treyst á ameríska menn og vélar þeirra, að ryðja leiðir fyrir bíla íslenzkra manna og fjósagötur fyrir Reykvíkinga að ná sér í mjólkursopann. „En vitið kom aftur að morgni til mín“, og nú eru menn að vaka við þær stað- reyndir, að undanfarin auðsár hefir leiðin austur ekki verið Dætt að öðru en því, að lítill vegarspotti innan við Elliðaár ér ómerkilega malbikaður og beygjurnar í Kömbum hálf- lagaðar. Enn fennir í fjöll um hávetur, og Ameríkumenn hafa öllu meiri áhuga fyrir ýmsu öðru, er gera þarf bæði á austur- og vesturhveli jarðar, en að glíma við snjóruðning fyrir okkur á vonlausum vetr- arvegi, á Hellisheiði. Og nú á eitthvað að gera. En fyrst þarf að rífast um það, og jafnvel að breiða yfir mistök og sinnuleysi nýliðinna ára með því að ranghverfa stað- reyndum og nota mistökin sem sönnunargögn fyrir því, sem er .gagnstætt við það sem þau sýna. Það virðist ekki ætla að lánast að hefja nú aftur fram- kvæmdir þar sem fyrr var frá horfið, og reyna að vinna að einhverju leyti upp þá leiðu töf, sem orðin er, án þess að tvístíga eithvað fyrst í mál- inu. Blöðin hafa flutt nokkrar greinar um þessi vegamál. Benda þær til þess að enn séu menn, er ætli sér í fullri alvöru að reyna að hindra það, að haldið verði( áfram að leggja veg um Krísuvík. Gefur það auga leið, að ekki sé það „ástand ið“ eitt, sem hefir valdið því, að vegagerð þessi hefir verið lögð jafn meinlega á hilluna undanfarin ár, eins og raun er á orðin, pg síðar skal vikið að. Úr því að þannig er ástatt, mun ekki afleiðis að víkja enn að Krísuvíkur-leiðinni og öðrum austurleiðum. Full vitneskja. almennings um sem flest við- víkjandi þessu máli ætti að vera nokkurt aðhald fyrir þá, er vilja eyða eðlilegri lausn þess, án þess þó að geta bent á nein önnur úrræði en þau, sem lakari eru og öllum verri. lagning hennar gæti orðið til þess að létta eitthvað skattbyrð ina á baki almennings? Og hvers vegna greiddu kommúnistar þá ekki atkvæði með tillögu Alþýðu II. Fyrir framan mig hefi ég þessar nýlegu greinar um leið- ina austur: í Alþýðublaðinu 28. jan.: Leiðin austur um Krísu- vík. 1 Morgunblaðinu 1. febr. tvær greinar: Suðurlandsveg- arvillan, eftir Vigfús Guð- mundsson frá Engey, og rit- stjórnargrein, Samgönguleiðin austur. Og ennfremur, í Vísi 2. febr. Krísuvíkurvegurinn eftir Kjartan Sveinsson. Fyrsta og síðasta greinin mæla eindregið með Krísuvík- urleiðinni, og skal því ekki víkja neitt að því, en reynt að forðast að endurtaka það, sem þar er sagt. Um greinar Morg- unblaðsins gegnir öðru máli; verður ekki komist hjá því að athuga þær nokkuð, þótt aðal- tilgangúr minn sé raunar að draga fram ýmislegt varðandi þetta samgöngumál, sem ekki er vikið að í hinum nefndu greinum, hvorki með eða á móti. Allar umræður um Krísuvík- urleiðina eru frá upphafi mið- aðar við það og þannig til komnar, að í ráðagerðum vega- verkfræðinga, tillögum vega- málastjóra og í lögum nr. 25, 27. júní 1932, um vegagerð um Þrengslin, er ákveðið gert ráð fyrir því, að aðalleiðirnar aust- ur þurfi að vera tvær. Þ. e. einn aðal vegur, skemmstu leið um Hellisheiði, og auk þess vetrar- vegur, sem nota megi, þegár Hellisheiði er ófær, sem af fornri og nýrri reynslu er Ijóst að getur verið oft og lengi á hverjum vetri, nema að hvort- tveggja sé, að varanleg veður- farsbreyting sé gengin í garð hér á landi, svo að það sem áð- ur voru taldir venjulegir vetur komi ekki framar, og að lagð- ur verði sá vegur. yfir hgiðina og alla leið niður fyrir Lækj- arbotna vestan heiðar, er sé það mannvirki, að hæð og frágangi, að slíks séu engin dæmi á Norð urlöndum og þótt víðar sé leit- að. í lögunum frá 1932 er ákveð- ið að vetrarvegurinn skuli liggja ,,af Suðurlandsvegi í Svína- hrauni um svonefnd Þrengsli nálægt Kolviðarhóli austur í Ölves að vegamótum Suður- landsbrautar nálægt Hvera- gerði.“ Þessi lausn málsins þótti þó mörgum dómbærum mönnum eigi álitlegri en svo, að málið var tekið upp að nýju 1936 og að lögum gert að leggja heldur veg frá Hafnarfirði um Krísu- vík og Selvog austur í Ölves. Formælendur þessarar breyt ingar ályktuðu þannig í stuttu máli sagt: Þeir vetur geta að sjálf- sögðu komið, að allar leiðir verði ófærar bílum nema með miklum tilkostnaði við að ryðja snjó af vegum. En ef flokksins þar að lútandi í bæjar stjórn? Það skyldi þó aldrei vera, að áhugi kommúnista fyr- ir eignaaukaskatti væri ekki al- veg eins mikill og af er látið? leggja skal og halda við tveim- ur vegum á milli austursveita og Reykjavíkur, er fullkomið óráð að þeir séu það hátt til fialla, að síórmikil hæíta sé á að þeir teppisí báðir af snjóa- lögum, ef verulegan vetur ger- ir. Ef lagður er nýr vegur, til öryggis, svo að samgöngur teppist ekki, í öllu viðráðán- legu veðurfari, verður sá veg- ur að leggjast þar, sem álitleg- ast er og vissast, þótt leiðin lengist verulega. Þar við bættust þau rök fyrir Krísuvíkurleiðinni, að sá vegur er æskilegur vegna náttúru- gæða — jarðhita og ræktunar- lands í Krísuvík og vegna byggðar í Selvogi og víðar. Það getur farið saman að leysa vegarþörf s veglausra sveita, opna leið fjölmennis að miklum ónotuðum náttúrugæðum og fá vel viðunandi þrautaleið fyrir vetrarsamgöngur á milli Suð- landsundirlendisins og Reykja- EREIN SIGURÐAR GUÐ- MUNDSSONAR, skóla- meistara, um skilnaðarmálið, „Bíðendur eiga byr, en bráðir andróða“, sem birtist í Alþýðu- blaðinu á föstudaginn, hefir vakið mikla athygli og fengið hinar beztu undirtektir meðal hugsandi manna, enda má vel marka á ummælum í aðalrit- stjórnargrein Vísis í gær, að hraðskilnaðarmönnum verður rakafátt, þegar á hana er minnzt. Vísir skrifar: „Einn af merkustu skólamönn- um hér á landi ritar nú nýlega hugleiðingar um sjálfstæðismálið, og birtir þær í Alþýðublaðinu. Margt er vel sagt í greininni, en annað talandi tákn þess hvernig ekki á að hugsa í sambandi við þetta mál. Fullyrðing þessari til sönnunar skulu eftirfarandi um- mæli tilfærð án þess að nokkuð sé undandregið né inn skotið: „Verið getur að sumir' séu öruggir um, að þjóð vor ynni mál sittt á lög- fræðilega vísu, ef því væri skotið til gerðardóms. Hitt veit þó al- þjóð, að löglærða menn greinir al- varlega á um riftingarrétt vorn. Og því má ekki gleyma, að það er eins konar „vis major“, er veldur því að vanefndir hafa orðið af Dana hálfu í fullnægingu samn- ingsins frá 1918, ef hægt er með réttu að kalla slíkt vanefndir. En „líf er eftir þetta líf“, var mælt forðum. Þótt það væri mikils vert að vér ynnum mál vort fyrir gerð- ardómi, er til réttur ofar þeim rétti“. Við þessi orð Sigurðar skóla- meistara, gerir Vísir eftirfar- andi athugasemd: „Ofangreind ummæli eru ekki ólaglega sögð, en átakanlega hugs- víkur og annara bæja við sunn- anverðan Faxaflóa. Þetta voru rökin; þess vegna var Krísuvíkurleiðin valin, og þessum rökum hefir enn eigi verið hnekkt það ég til veit, þótt framkvæmdir hafi tafizt langt fram yfir það, sem vera þurfti, og það mest af óeðli- legum ástæðum, svo að þann skaða verður dýrt að bæta. I ritstjórnargreininni í Morg- unblaðinu 1. febr. er haldið fast við þá lausn málsins, sem felst í lögunum frá 1932: aðal- vegur yfir Hellisheiði og vetr- arvegur um Þrengslin. Það er talinn óbærilegur skattur, að fara Krísuvíkurleiðina, þegar Hellisheiði er ófær o. s. frv. Talað er um Krisuvíkurdellu, um „að ýmsir þingmenn hafi fengið Krísuvíkur-kast“ og þar fram eftir götunum. Þá er full- yrt, að vegur um Þrengslin „myndi gera samgöngurnar austur öruggar“, og loks er jafnvel dregin fram sú hálf- velgju-úppástunga frá 1931, að gera Þrengslaveginn að aðal- leið austur, þegar fram í sækir, en halda við (!!) Hellisheiðar- vegi fyrst um sinn. („a. m. k. fyrst um sinn“). Þetta er „hinn eini rétti grundvöllur.“ Nú er hin fyrirhugaða Þrengslaleið a. m. k. 10 km. lengri en vegurinn um Hellis- heiði. Mér virðist því, að það séu hálfgerð þrengda-rök að telja, ef til vill, hið eina rétta, að lengja allar samgöngur og alía flutninga, allan ársins hring um 10 km. (= 17% af núverandi vegalengd austur), en telja óbærilegan skatt að fara allt að 40 km. krók með flutningana stuttan tíma árlega einmitt þegar flutningar og um- ferð er minnst. En meðal ann- ara orða, er ekki ástæða til þess uö. Má í rauninni segja, að slík orð færi betur í annarra munni en íslendinga. Svo mikið kapp er lagt á að sannfæra þjóðina um rétt- leysi hennar, að jafnvel er fullyrt að þótt hún ynni mál sitt fyrir gerðardómi, væri það rangt með því að til „er réttur ofar þeim rétti“, og hann er réttur Dana til yfirráða og íhlutunar um íslenzk mál. Heyr á endemi. Eiga íslend- ingar þá engan rétt til algjörs og óskerts sjálfstæðis, — eiga þeir ekki'rétt á að stjórna sér sjálfir? Sé nokkur réttur til er það rétt- ur íslenzku þjóðarinnar, seœ ann- arra þjóða, til slíkrar sjálfbjargar og sjálfstjórnar eigin mála, en sé nokkur óréttur til er það yfirráð og íhlutun annarra þjó'5 um ís- lenzk málefni. Yfirráð og forrétt- inda aðstaða Dana verður að víkja fyrir hinum íslenika rétti til sjálf- ræðis. Það er allt og sumt og hinn æðsti réttur, hvað sem öllum úr- skurðum væntanlegs gerðardóms kynni að líða. En þá er íslenzkur málstaður og íslenzkur réttur illa gleymdur og illa i geymdur, ef slík ummæli eiga að koma fram átölu- laust. Þau þurfá út af fyrir sig ekki að vera jafnt illa meint og þau eru illa sögð, en enginn kemst nær en orðunum.“ Þannig farast Vísi orð. Þau ummæli Sigurðar skólameist- ara, að til sé „réttur ofar þeim rétti“, sem gerðardómur myndi dæma eftir, leggur hann þannig út, að átt sé við „rétt Dana til yfirráða og íhlutunar um ís- lenzk mál.“ Og þetta kallar Vísir að komast nærri orðun- um! Skyldi ekki einhver hugsa, að um slík skrif Vísis væri hægt að segja með töluvert meira Fram. á 6. síðu. (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.