Alþýðublaðið - 17.02.1944, Blaðsíða 3
Fimjnfudagur 17. febrúar 1943
ALÞYPUBLAOIÐ_________________________________i
Hvert slefnir!
T GÆR var svolítið á það
drepið, að nú á tímum
hefði það, sem áður þótti
satt og rétt, verið fótum
troðið. Óhætt -er að skoða
það sem hér fer á eftir sem
framhald þeirrar greinar.
Það verður aldrei nógu oft
fyrir okkur smáþjóðunum
saman um þau málefni, sem
sem eiga lítið annað til ágætis
okkur varðar mestu.
HVERT STEFNIR? Á heimur-
inn að vaða áfram í villu og
reyk, æpandi á ,sterka menn'
sem lítið annað sér til ágætis
en raddstyrk, lýgi og fáfræði?
Getur tímabil Feneyjahallar-
innar og Wilhelmstrasse
komið aftur, ef til vill í ein-
hverri annarri mynd? Verð-
ur hægt að fóðra aftökur þús-
unda saklausra meðbræðra
vorra með svo hæpnum rök-
um, að það sé nauðsynlegt
„þjóðarheildinni“? Þetta eru
spumingar, sem stjórnmála-
menn nútímans hljóta að
glíma við og leysa úr á við-
unandi hátt, annars er hætt
við, að við taki enn óhugnan-
legra tímabil en það, sem vér
lifum í dag.
ALDREI hafa verið haldnar
slíkar ráðstefnur í heiminum
síðan á Vínarfundinum 1815
þegar þrotabú Napoleons var
gert upp, og þó má segja, að
tímarnir séu stórum alvar-
legri nú en þá. Það hlýtur
að vera grundvallarregla, að
það sem ákveðið verður á
ráðstefnum i sambandi við
! ófriðarlokin, Verði í samræmi
við vilja þjóðanna sjálfra, en
það má ekki koma fyrir, að
frelsi og sjálfstæði smáþjóða
verði fórnað vegna ímynd-
aðra hagsmuna stórveldanna
hvert svo sem í hlut á. Smá1-
þjóðimar geta ekki beitt
valdi til þess að ná rétti sín-
um, enda á það að vera ó-
þarft. Meðan sú grundvallar-
regla fæst viðurkennd, að
réttur þjóðanna fari ekki eft-
ir höfðatölu, getur allt farið
vel.
ÞAÐ MÁ HELDUR EKKI villa
neinum sýn, að „réttást væri
að láta“ t. d. Rússa fá Eystra-
saltslöndin, hluta Finnlands
og helming Póllands, vegna
þess, hve hraustega þeir hafi
barizt gegn innrásarher
Hitlers. Samkvæmt Atlants-
hafssáttmála Churchills og
Roosevelts getur slíkt ekki
komið til mála, en þó hafa
Rússar fitjað upp á slíku,
og meira að segja hefir eitt
íslenzkt blað tekið undir slík
ar ráðagerðir. Það er sér-
staklega hættulegt smáþjóð
eins og íslendingum að taka
þátt í slíkum söng. Hvar er-
um við þá staddir ef eitt-
hvert stórveldið telur nauð-
synlegt að taka land okkar
vegna „hernaðaröryggis” ?
FRAM TIL ÞESSA hefir engin
bandamannaþjóð lýst yfir
neinum landvinningaáform-
um, nema Rússar. En von-
andi tekst að skipa svo mál-
um, að þetta stríð verði til
þess að færa þjóðum frelsi,
en ekki skapa nýtt ófrelsi.
j Það hefir marg oft verið tek-
Á myndinni sést hermannahljómsveit ganga fylktu liði eftir Unter den Linden, aða'l-
götu Berlínar, sennilega til þess að leiða athygli rnanna frá skemmdum. af loftárásum. Hús-
ið til vinstri hefir augsýnilega orðið fyrir sprengju. Mynd þessi var send frá Stokkhólmi
New York.
Effir íoftárás á Berlín.
Hrikalegasta lofárás stríðsins
blngað tll á Berlín I fjrrrfnétt.
2700 smálesium af sprengjum varpað á Helmingi Dniepr-
borglna á hálffíma. hersins eyll.
IFYRRINÓTT varð Berlín fyrir hörðustu loftárásinni til
þessa. Talið er, að um 1000 sprengjuflugvélar Breta hafi
verið yfir borginni og varpað niður um 2700 smálestum tundur-
og íkveikjusprengna. Er þetta 15. stórársin síðan ráðist var á
Berlín fyrir alvöru í nóvember s. 1. Hefir engin borg orðið eins
FRÁ Rússlandi eru þær frétt-
ir helztar, að Rússar sækja
fast á hæla Þjóðverjum á norð-
urvígstöðvunum og færast æ nær
j árpbrautarbænum Pskov. Flug-
Abrahams Lincolns og
norskra föðurlands-
vina minnzt
"O ULLTRÚAR ríkisstjórna
Bandaríkjanna og Nor-
egs tóku þátt í hátíðahöldum
4000 nemenda í Abraham
Lincoln menntaskólanum í
Brooklyn. Til hátíðahalda þess-
ara var efnt, í fyrsta lagi til
þess að minnast Abrahams
Lincolns, í öðru lagi til þess að
hylla hetjudáð norskra föður-
landsvina og Ole Singstad,
amerískan verkfræðing fæddan
í Noregi, sem var veitt hin ár-
legu Lincolns verðlaun skól-
ans. Fiorello H. La Guardiá
borgarstjóri New Yorkborgar
afhenti verðlaunin.
Fulltrúar Norðmanna á há-
tíðahöldunum voru þeih Carl J.
Hambro fyrrverandi forseti
norska þingsins og Rolph
Christensen aðalræðismaður
Norðmanna í New York. Þeir
vottuðu Singstad virðingu sína.
Singstad er yfirverkfræðingur
yfir neðanjarðargöngum New
Yorkborgar, en hann er kunnur
um allan heim fyrir þekkingu
sína á því hversu %rggja skuli
neðanjarðargöng. i
her Rússa tekur mikinn þátt í
bardögunum og lætur skothríð-
ina dynja á þeim, sem dragast
aftur úr á undanhaldinu. í
Dniepr-bugnum hafa Rússar nú
eytt um það bil helmingi hinna
þýzku herja, eða um 50 000
mönnum. Samkvæmt herstjórn-
artilkynningunni í gær eiga hin-
ar hersveitirnar sér ekki undan-
komu auðið. Af öðrum vígstöðv-
um þar eystra er tíðindalítið.
hart úti í loftárásum og Berlín fram til þessa, enda eru mörg
hverfi gersamlega í rústum og aragrúi fólks húsnæðislaus. Sam-
göngur allar í borginni eru í hinu mesja öngþveiti, svo og
vatns-, rafmagns- og gasleiðslur.
Bðndamenn skjóía klaustrið á
Cassino-fjalli í rúst.
Greiðari sékn bandaananna til Rómaborgar.
ÞAÐ er nú ljóst af ljósmyndum, sem teknar hafa verið
úr lofti, að klaustrið á hátindi Cassino-fjalls, er ger-
samlega í rústum eftir skothríð bandamanna. Þjóðverjar
höfðu búizt þar rammlega um og bandamenn höfðu ekki
viljað skjóta á það fyrr en í fulla hnefana. Búizt er við, að
sókn bandamanna verði greiðari hér eftir og geti þannig
létt á hesveitunum sunnan Rómaborgar.
Fréttaritarar segja, að þessi
árás hafi verið gerð til þess að
eyðileggja það, sem eftir var af
verksmiðjum í Berlín, en þegar
hafi verið eyðilagðar um helm-
ingur þeirra. Skömmu á eítir
að hinar stóru fjögurra hreyfla
flugvélar höfðu varpað sprengj
um sínum á borgina, flugu
Mosquito-flugvélar inn yfir
hana og vörpuðu enn niður
sprengjum. Sást þá, að reik
lagði upp af borginni í 7000
metra hæð. Er talið, að tjón
hafi orðið óskaplegt.
Veðurskilyrði voru slæm, er
árásin var gerð. Lágsk’jað var
og erfitt að sjá, hver árangur
varð, en hins vegar gátu Þjóð-
verjar ekki beitt kastljósum
sínum og beint skothríð að árás-
arflugvélunum. Samtímis þess-
ari árás var gerð árás á borg-
ina Frankfurt við Oder, í því
skyni að trufla loftvarnir Þjóð-
verja.
ið fram, að nú sé barizt fyr-
ir frelsi og mannréttindum
og það er rétt. Það er verið
að leysa Evrópuþjóðir und-
an mesta oki, sem sagan
greinir frá. En lokabaráttan
Engir friðarsamningar
segja Flnnar.
ENN er allt á huldu um Finn-
landsmálin. Alls kyns orð-
rómur er á kreiki í Hfelsingfors
um það, sem fram fer, og erfitt
að átta sig á því, sem raunveru-
lega er að gerast. í gær var lýst
opinberlega yfir í Finnlandi, að
skipzt hefði verið á orðsending-
um við Þjóðverja. Þá var því og
neitað, að Paasikivi hefði farið
til Moskva, sem sumir hafa hald-
ið fram, og að Erkko, fyrrum ráð-
herra, hefði farið til Stokkhólms.
Fregnritarar segja samt, að
ekki beri að taka of mikið mark
á mótmælum þessum, því aug-
Ijóst sé, að væntanlegar friðar-
umleitanir Rússa og Finna hljóti
að fara fram með hinni mestu
leynd, sér í lagi vegna hótana
Þjóðverja í garð Finna.
má ekki snúast upp í venju-
legt, viðbjóðslegt landvinn-
ingastríð, því að þá hafa þeir,
sem nú láta lífið á gresjum
Rússlands og í hlíðum Cass-
ino-fjalls dáið til einskis.
Áður höfðu bandamenn sent
flugvélar yfir klaustrið og skorað
á ítali að yfirgefa það, þar sem
sýnt þótti, að ekki yrði hjá því
komizt að skjóta á það úr fall-
byssum vegna viðbúnaðar Þjóð-
verja. Nú sækja fótgönguliðar úr
her Bandaríkjamanna upp fjalls-
hlíðina til þess að eyða því, sem
eftir er af liði Þjóðverja þar
uppi. Talið er, að bandamönnum
muni nú veitast tiltölulega auð-
velt að ná fjallinu öllu á sitt vald.
í sjálfu Cassino-þorpi geisa
heiftarlegir bardagar og hafa
Bandaríkjamenn nú um % hluta
þess á sínu valdi. Við Anzio hafa
litlar eða engar breytingar orðið
undangengið dægur. Brezk her-
skip hafa skotið á stöðvar Þjóð-
verja á ströndinni og truflað að-
flutninga þeirra. Þjóðverjum
hefir samt orðið nokkuð ágengt,
einkum þeim megin sem Bretar
eru til varnar, og hafa þeir þar
náð á sitt vald stórri verksmiöju
í Carocetto, en þar hefir verið
barizt af mikilli grimmd að und-
aníörnu.
Formælandi herstjórnarinnar
þýzku hefir látið í ljós í Berlín-
arútvarpinu, að ekki sé unnt
héðan af að hrekja bandamenn
af Anzio-svæðinu. SagÖi hann,
að telja mætti, að landganga
bandamanna sður af Róm hefði
tekizt vel. Flugvélar banda-
manna réðust á ýmsa staði suður
af Róm, sem eru á valdi Þjóð-
verja. Hafa Þjóðverjar orðið fyr-
ir þungum búsifjum undanfarna
daga af völdum loftárása.