Alþýðublaðið - 19.02.1944, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.02.1944, Síða 2
AU>YÐUBLAÐ!Ð Xjaag&rdagar 19. lebráwr 1944 Þingsályktnnartillaga A1 gýðnfiokksins nm skipa eftlrlitið var sampykkt. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Finns Jónssonar og Stef- áns Jóh. Stefánssonar um endurskoðun öryggislöggjaf- arinnar fyrir sjómenn og aukið eftirlit með skipum og bát- um var til síðari umræðu í sameinuðu þingi í gær. Kommúnistar höfðu lagt fram breytingartillögu við þingsályktunartillöguna og var hún felld með öllum atkvæð- um gegn atkvæðum kommúnista. Smá breytingartillaga frá allsherjarnefnd var samþykkt með samhljóða atkvæðum — og þingsályktunartillagan síðan samþykkt með samhljóða atkvæðum. Mauðsynleg bók handa koiriuna. fleilsnfræðl handa hAsmæðrnm efí ir Kristina Óiafsdóttnr lækni. ♦ .... Upplýsingar fyrir þær, sem litið hefur verið getið á prenti til þess*. TT RISTÍ'N ÓLAFSDÓTT- IR læknir er orðinn mik ilvirkur og vinsæll rithöfund ur. Þýðingar hennar á ævi- sögum mrkismanna eru löngu orðnar þekktar og kunnar fyr ir mikla vandvirkni og smekk vísi. En kunnasta verk frú Kristínar, þeirra, sem komin eru, verður tvímælalaust síð- asta bók hennar: Heilsufræði handa húmæðrum.“ Þetta er allmikið rit, um 260 blaðsíð- ur í stóru broti og er í því mikill fjöldi mynda til skýr- ingar á efninu. Með útgáfu þessa rits er upp- fyllt mjög brýn þörf, því að ein- mitt á þessu sviði hafa bók- menntir okkar verið mjög fá- skrúðugar. I formálá fyrir bókinni segir höfundurinn: „í riti þessu er tekið saman hið* helzta, sem ætla má, að varði sérstaklega konur í hús- mæðrastétt bæði til sjávar og sveita hér á landi. Er ætlazt til, að hafa megi ritsins not bæði sem handbókar á heimilum og við heilbrigðisfræðslu náms- meyja í húsmæðraskólum og öðrum sérskólum kvenna. Gert er ráð fyrir undirstöðuþekk- ingu nemenda og annarra les- enda á gerð mannslíkamans og störfum hans, svo og þeim al- mennu heilbrigðisreglum, sem barnaskólum er ætlað að veita samkvæmt fræðslulögum. Eru myndir valdar með tilliti til þess, að auðveldara veitist að rifja þau fræði upp.“ ; Bókinni er skipt í 6 kafla og heita þeir: Kynferðislíf kvenna, Barnsburður og sængurlega, Meðferð ungbarna, Heilsusam- legir lifnaðarhættir og heilsu- vernd, Helztu sjúkdómar er húsmæður varða, Heimahjúkr- un, Hjálp í viðlögum. I hverjum kafla fyrir sig, er efninu gerð mjög góð skil, og er í fáum orðum sagt, að finna í bók þessari upplýsingar fyrir konur, sem þær hefur vantað tilfinnanlega og sem áður hefur lítið verið rætt um opinberlega. Verður að telja bók þessa mik- inn feng, og ber að þakka út- gáfu hennar höfundinum og útgefandanum, ísafoldarprent- smiðju h.f., sem hefur vandað mjög til útgáfunnar. Bókin er anjög ódýr, kostar aðeins 50 krónur, og mun verðið sérstak- lega vera miðað við það, að hún geti komizt inn á sem flest heimili og orðið kennslubók í kvennaskólum. Pygmallon eftir Bern- úlvarpið í kvöld. Leákstjéri er írú Soffía Guðlaugsdóifir. D YGMALION, hið fræga lefkrit Bernard Sfoaws verður leikið í útvarpið í kvöld. Þetta er eitt kunnasta leik- rit hins heimsfræga brezka leik- ritaskálds. Þýðandi iþess er Bragi Ólafs- son Menntaskólakennari og hef- ir hann að nokkru leyti stað- fært það. Leikstjórinn er frú Soffía Guðlaugsdóttir, en heiztu leik- endurnir Helga Valtýsdóttir, Ævar R. Kvaran, Tómas Hall- grímsson, Valdimar Helgason og Nína Sveinsdóttir. En auk þeirra leika 10 stúdentar. í>að er víst að vel verður hlustað í kvöld, er þetta fræga leikrit verður flutt í útvarpið. Norræna félagið á aldarfiórð~ ungsafmæli um mánaðamófin* tslandsdeildin efnir til þriggja daga hátíðahalda i tilefni þessa ISLANDSDEILD Norræna félagsins efnir til mikilla há- tíðahalda um næstkomandi mánaðarmót af tilefni ald- arfjórðungsafælis Norræna félagsins. Af þessu tilefni snéri Alþýðublaðið sér í gær til Guð- laugs Rósenkranz, ritara íslandsdeildarinnar og spurði hann um þessi fyrirhöguðu hátíðahöld. F. U. J. heldur dansleik sunnudags- kvöldið 20. febrúar kl, 8.30 e. h. í húsi Alþýðubrauðgerðarinnar við Vitastíg. „Á síðustu styr j aldarárun-* um skapaðist mjög aukið sam- starf og vaxandi samhyggð meðal hinna skandinavisku þjóða. Þau áttu við sameigin- : lega örðugleika að etja og sam- eiginleg viðleitni þeirra stefndi i öll að því að vemda þjóðimar frá því, að lenda í hildarleikn- um. Upp úr þessum jarðvegi spratt svo .hugmyndin um j stofnun Norræna félagsins. Kunnir menn í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð skiptust á hugmyndum um málið og er það hafði þróazt var mynduð nefnd til að undirbúa stofnun félagsins. í nefnd þessari voru Svíarnir: Prófessor Heckscher og Carlson iþáverandi fjármála- ráðherra, Danimir prófessor Friis og Neergaard, þáverandi forsætisráðherra og Norðmað- urinn Mowinckel forsætisráð- herra. Þegar undirbúningnum var lokið voru deildirnar stofnaðar. Deildin í Svíþjóð var stofnuð 1. marz 1919, í Noregi 12. apríl og í Danmörku 15 apríl. íslands deildin var stofnuð 1922 af Sveini Bjömssyni, nú ríkis- stjóra og prófessor Paasche, sem þá var stadur hér. Deild- irnar starfa sem sjálfstæður félagsskapur, en félagið heldur sameiginlegan fulltrúafund ár- lega. Af þessu tilefni efnir íslands deildin til hátíðahalda hér í bænum 1., 3 .og 5. mars næst- komandi. 1. mars um kvöldið verður dagskrá útvarpsins helg- uð Norræna félaginu. Verður þar samfelld dagskrá. Ræður flytja Stefán Jóh. Stefánsson formaður félagsins, Pálmi Hannesson, Guðl. Rósenkrans og Vilhj. Þ. Gíslason. Tómas Guðmundsson flytur kvæði. En milli þessara atriða verða leik- in Norðurlandalög. 3. mars verður samsæti að Hótel Borg. Aðalræðumaður í veizlunni verður dr. Björn Þórðarson forsætisráðherra. Þá verður og upplestur, söngur og dans. 5. mars verða norrænir hljómleikar í Gamla Bíó. Ég skal geta þess að lokum, að helzta viðfangsefni félags okkar nú er bygging hinnar norrænu hallar við Þingvelli. Fjársöfnun til hennar gengur vel. T. d. hafa 20 félagsmenn þegar lagt fram 60 þúsund kr.“ Háltúrulækntafla- félagið dofnar Náttúrulæknafélag íslands hefir ákveðið að stofna matsöluhús á vori kom- anda og verður framleiðslu þess að sjálfsögðu hagað eftir kokkabókum félagsins. Hús- næði hefir félagið þegár fengið og stofnfé er einnig fengið að upphæð 70 þúsundir króna. Hefur það fé safnazt innan fé- lagsdns. Lendiogerbætor I Hðfnsm í GnílbriHgn sýsio. Frumvarp fiuít af fiuðmundi !. finðnmndsspl. iQUÐM. í. GUÐMUNDSSON ber fram á alþingi frum- varp til laga um lendingiarbæt- ur í Höfnum í Gullbringu- og Kjósarsýslu. I fyrstu greininni segir: „Til lendingarbóta í Hafnar- hreppi í Gullbringusýslu skal úr rikissjóði veita helming koStnaðar eft.ir áætlun, sem at- vinnumálaráðherra samþykkir, þegar fé er til þess veitt í fjár- lögum, allt að 250 þúsund krónum, gegn jafnmiklu fram- lagi annars staðar að. Fjárhæð þessi greiðist lendingarsjóði Hafnahrepps að jafnri tiltölu og lendingarsjóðurinn leggur fram til lendingarbótanna.“ Og í 2 gr. segir: , ,Ríkisstjórninni veitist heim ild til að ábyrgjast fyrir hönd ríkissjóðs allt að 250 þúsund króna lán, er hreppsnefnd Hafnahrepps kann að taka í innlendri lánsstofnun til lend- ingarbótanna.“ I greinargerð segir flutnings- maður: „Eins og kunnugt er, liggja Hafnir á Reykjanesi við ein beztu fiskimið landsins, sunn- anverðan Faxaflóa. Aflasæld er þar mikil og að jafnaði stutt til fiskjar. Fyrir kemur þó, að fiskur bregðist á hinum nálæg- ari miðum, og þurfa hreppsbú- ar þá að sækja á dýpri mið. Ber einkum á því síðari hluta ver- tíðar, að fiskur á heimamiðum bregðist, og þarf þá að sækja lengra. Þrátt fyrir ágætar aðstæður á sjó hvað fiskistöðvar snertir hafa íbúar Hafnahrepps jafnan átt við hinn erfiðasta aðbúnað að búa, þegar að landi hefur komið. Lengi framan. af var engin bryggja til í hreppnum, og varð þá, þegar að landi var komið, að seila fiskinn á snæri út úr báíunum og bera hann síðan eða draga á land. Þegar vel áraði, kom fyrir, að draga þurfti á land með þessum hætti um 400 skippund á bát yfir ver- tíðina. Var þetta mikið verk og erfitt, og hefði mátt telja von- lítið að stunda sjó úr Höfnum með þessari löndunaraðferð, ef ekki hefði hjálpað, hversu stutt þurfti að sækja að jafnaði. Fyr- ir nokkrum árum var ráðin nokkur bót á þessu með bygg- ingu bátabryggju, þótt lítil væri og ófullkomin. I seinustu fjárlögum var veittur úr ríkis- sjóði 25 þúsund króna styrkur til að endubæta þessa bryggju, gegn jafnmiklu framlagi ann- ars staðar frá. Vegna löndunar- og lending- arskilyrðanna í Höfnum hafa hreppsbúar nær eingöngu orð- Frh. á 7. sífhi. Dagsbrún tiikynnlr Vinnuslöðvim hjá bænum og öllum fyrirfækjum hans n. k. þriðjudag. ¥> æjarráðfundur, sem haldinn var í gær síðdegis fékk tilkynningu frá Verkatnannafélaginu Ðagsbrún þess efnis, að fé- lagið myndi hefja vinnu- stöðvun hjá Reykjavíkurbæ og öllum fyrirtækjum hans frá og með n. k. þriðjudegi 22. þ. m. Eunfremur fylgdi tilkynn- ingunni uppkast að nýjum samningi milli félagsins og bæjarins. Maður bverfur ai skipí úfi í rúmsjo. Kristinn Erlends- son, sjómaður úr Dýrafirði. g Á ATBUKÐUR varð f gærmorgun um borð f „Þór“, að einn af farþegun- um á skipinu hvarf af þvf» Kristinn Erlendsson frá Bakka í Dýrafirði. Þessi atburður mun hafa orð- ið eftir kl. 6 í gærmorgun, en íþá sást Kristinn síðast og var hann þá að ganga út úr klefa sínum. „Þór“ var á leið hingað til Reykjavíkur frá Vestmanna- eyjum, en þar tók Kxistinn skiþ- ið. Hafði hann verið háseti é vélbátnum „Hamona“ frá Þing- eyri, en fór af bátnum' í Vest- mannaeyjum. Nánari atvik að þessu slysi eru ókunn — og ekki urðu skip- verjar á „Þór“ varir við það„ er maðurinn hvarf fyrir borð. SigurSur Sveinssou garðyrkjuráðunautur bæjarlns. AFUNDI bæjarráðs í gær var samþykkt að setja Sigurð Sveinsson garðyrkju- fræðing sem garðyrkjuráðu- naut bæjarins. Sigurður Sveinsson er mjög vel menntaður garðyrkjumað- ur. Hefur hann undanfarin ár verið kennari við Garðyrkju- skólann að Reykjum. Skildigganesskéli verður byggður. BÆJARRÁÐ samþykkti á í'undi sínum í gærkvöldi endanlega að hefjast handa um byggingu barnaskóla Skildinga ness og nágrennis. Verður hann byggður sam- kvæmt uppdrætti Einars Sveins sonar húsameistara bæjarins, en uppdráttur hans og líkan af skólanum höfðu legið fyirir skólanefndinni og bæjarráði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.