Alþýðublaðið - 19.02.1944, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.02.1944, Síða 4
4 ALPYPUBLAÐIÐ Laugarda^ur 19. febrúar 1944 j Útgelazuli: Alþýðnflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pétnrsson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Slmar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aur*. Alþýðuprentsmiðjari h.l A. J. Johnson: Sundrungar- sýkillinn. FORSPRAKKAE, kommún- ista hafa orðið ókvæða við heirri frétt, að samkomulag hafi tekizt með Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum síðastliðinn laug ardag um afgreiðslu skilnaðar- imálsins og lýðveldisstjómar- skrárinnar á þessu þingi. Það er ekki þannig að skilja, að sú frétt hafi komið flatt upp á þá, því að þeir vissu um allar viðræður, sem til þess leiddu, og áttu þæði og eiga enn kost á að vera með í fþví. En þeir ibara vildu ekkert samkomulag um málið, þrátt fyr ir allt sitt hjal um nauðsyn þjóð areiningar í því; þeir reyndu á öllum stigum viðræðnanna að spilla því, og hafa bersýnilega ekki enn gefið upp alia von um, að þeim geti tekizt það. * ' Þjóðviljinn brígzlar nú dag- lega þessum flokkum sitt á hvað fyrir samkomulagið. Viið Framsóknarflokkinn og Sj álfstæðisflokkinn segir hann, að þeir hafi „rofið samkomulag lýðveldisflokkanna" fyrir „bræðing við nokkra Alþýðu- flokksleiðtoga“, eins og hann orð ar það, og að „lýðveldisnefndin sé þar með úr sögunni“. Flokk- ur Þjóðviljans hefir meira að segja tilkymit Framsóknar flokknum og Sjálfstæðisflokkn- um þetta bréflega. En samtímis því, að hann brígzlar þessinn tveimur flokk- <um um að hafa gert sig seka um „afslátt og svik“ með samkomu- laginu við Alþýðuflokkinn á ilaugardaginn, reynir hann að æsa Alþýðuflokkinn upp gegn samkomulaginu með þeim frýj- unarorðum, að hann sé með því „að gefazt skilyrðislaust upp“ í skilnaðar- og lýðveldismálinu! * Hvernig Þjóðviljinn ætlar les endum sínum að fá nokkurn botn í slíkum brígzlyrðum og frýjunarorðum á báða bóga hlýtur hugsandi mönnum að vera ráðgáta. En sennilega hugs ar Þjóðviljinn ekki mikið um samkvæmnina í orðum sín- um. — Hitt er honum ber- sýnilega miklu meira atriði, ef takast mætti, að kynda undir elda sundrungarinnar á ný og koma í veg fyrir, að samkomu- lagið um skilnaðarmálið og lýð- veldisstjórnarskrána yrði hald- ið. Með slíkri framkomu sann- ar Þjóðviljinn það, sem marga hefir að vísu lengi grunað, að það er hvorki sjálfstæði þjóð- arinnar, né eining hennar um það, sem fyrir forsprökkum kommúnista vakir í skilnaðar- og lýðveldismálinu, heldur hitt, að nota bæði þessi viðkvæmu mál til þess, að auka sundur- þykkju og ófrið með þjóðinni, sjálfum sér til pólitísks fram- dráttar. Og svo vel þóttust þeir vera á veg kómnir að slíku marki, að þeir ná nú ekki upp í nefið á sér fyrir vonbrigðum og vonzku yfir því, að útlit skuli vera fyrir, að samkomulag og friður takizt að endingu um mál áð. Lýðveldisstjórnarskráin: Kjör og vald forsetans. Alþýðublaðinu hefir borizt eft irfarandi innlegg í umræðum ar xun lýðveldisstjómar- skrána: ALÞINGI er setzt að nýju á rökstóla — eftir örstutt hlé — til þess að taka til með- ferðar og samþykkja m. a. lýð- veldisstjórnarskrá, sem í raun og veru ætti að vera verkefni sér- staks þjóðfundar. Er þess ósk- andi, að á þessu yrði önnur og hetri handbrögð, en á störfum þ'ess að undanförnu (sbr. dýrtíð- armálin, fjármálin o. fl.). En strax ber þó heldur skugga á, að stjórnarskráfrumvarp milli- þinganefndar skuli vera lagt fyr- ir þingið — og það af stjórn- inni — óbreytt. Það plagg hefir þó marga og mikla ágalla, og hafa ýmsir á það hent, en eng- inn befcur en hr. Jónas Guð- mundsson í greinum sínum í Vísi. Kæmi til þess að frumv. yrði samþykkt í aðalatriðum í þessari mynd, á þjóðin tvímæla- laust að fella það. Stjórnin hefir að vísu boðað breytingar, en margur mundi hafa óskað eftir því, að hún hefði gert þær breyt ingar við frv., áður en hún flutti það inn í iþingið, fyrst hún vildi flytja það sjálf. í umræðum þeim sem orðið hafa um lýðveldisstjórnarskrána — ég hefi séð — hefir mig furðað á einu, sem sé því, að eng inn hefir á það drepið, að við ættum að snúa okkar lýðveldis- stjórnarskrá — að svo miklu leyti sem við á — eftir fullkomn ustu lýðveldisstjórnarskrá sem til er, og hefir gefizt svo vel, að í öllum höfuðatriðum mun hún hafa staðið óbreytt í um 170 ár, en það er stjómarskrá Bandaríkj anna. og hvað hún hefir reynst vel, er fyrst og fremst því að þakka, hver mikið vald forset- anum er gefið í henni, pg hve hann er óháður þinginu! Ég held að það væri ástáeða fyrir okkur að íhuga þetta á þessum tíma- mótum og reyna á þann hátt að komast út úr því ófremdar- ástandi, er hér ríkir. Eins og flestum er vafalaust kunnugt, er forseti Bandaríkjanna kosinn af þjóðinni, þ. e. a. s. að þjóðin kýs sér sérstaka kjörmenn, og þeir kjósa svo forsetann. Að sjálfsögðu á okkar for- seti að vera þjóðkjörin, og munu nú flestir álíta að svo eigi að vefa, sbr. meðal annars rit- stjórnargreinar í blöðunum. En í okkar fámenna þjóðfélagi, í landi kunningsskaparins, mundi það vera heppilegra, að hann væri kosinn beint af þjóðinni. Ef kjörmenn væru kosndr hér, er hætía á, að kosningin gæti eins snúist um iþá, eins og for- setaefnið, og flokksáhrifum yrði hægara að koma við. Ef þjóðin fengi sjálf að velja forsetann heinlínis mundi margur kjósand inn losa sig»undan öllum flokka- áróðri, og kjósa forsetaefnið þó það væri ekki af hans flokki, ef hann hefði á því álit, og bæri til þess fullt traust. Ég er t. d. þess fullviss, að hefði átt að kjósa hér forseta á síéari árum Jóns Þorlákssonar og hann verið í kjöri, hefði hann fengið at- kvæði úr andstæðingaflokkun- um, og í engum .vafa er ég um það, að ríkisstjórinn hr. Sveinn Björnsson fær atkvæði úr öll- um flokfcum við forsetakjör. —* Flokksbundinn kjörmaður (og þeir yrðu flokksbundnir) mundi ekki hvika frá forseta- efni flokks síns, hvort sem það væri æskilegt eða ekki. — II. í Bandaríkjunum er kosinn varaforseti jafnframt forseta. Tekur hann við störfum forset- ans, ef hann deyr eða forfallast á einhvern hátt — yfir þann tíma sem eftir er af kjörtíma- foilinu, en það er 4 ár. Roose- velt eldri, forseti, tók t. d. við forsetastörfum upphaflega sem varaforseti, á miðju kjörtíma- bili, er Wen Mc Kinley forseti andaðist. Varaforseti Banda- ríkjanna er sjálfkjörinn for- seti öldungadeildar þingsins, (efri deildar). Ákvæði frv. milliþingaefndar innar, hvernig fara skuli um vald forseta ef hann deyr eða forfallast (að fela það forsætis- ráðherra, forseta Sameinaðs Alþingis, og forseta hæstarétt- ar) virðist vera mjög óheppilegt. Þessum embættismönum á alls ekki að fela forsetavald, sízt þó forseta hæstaréttar, og með því blanda saman umboðsvaldi og dómsvaldi, sem aldrei má koma fyrir. Hvor hinna hefir sitt á- kveðna verksvið, sem vafasamt er að samrýmist forsetastörfum, þó annað gæti ekki komið til. Það liggur nærri að ætla, að þessi hugmynd sé sótt 133 ár aftur í tímann, er Trampe greiíi skipaði þrjá æðstu embættis- menn landsins til þess að gegna stiftamtmannsembættinu, er þá var æðsta embætti í landinu, og hann vildi losna við, til þess að geta flutt héðan alfarinn. Ef horfið yrði að því ráði, að þjóðin kjósi forsetann, sem lík- legt má telja, og því fyrirkomu- lagi haldið að kjósa strax forseta (ef forseti deyr eða forfallast) hvenær sem er, á kjörtímabil- inu, væri ekki um annað að ræða en efna til kosninga. En það er mikil fyrirhöfn og kostnaðar- söm — og óþörf. Með forseta á að vera varaforseta, er tekur viðforsetastörfum í áðurgreind- um tilfellum, fyrir þann tíma, sem eftir er af kjörtímabilinu. Eðlilegast er, að varaíorseti sé kosinn af þjóðinni samtímis for- setanum. Þó mætti hugsa sér annað fyrirkomulag á þessu, sem sé það, að í stjórnarskránni væri sVo fyrir mælt, að ákveðinn em bættismoður þjóðarinnar sé vara forseti, og væri enginn líklegri til þess, en elzti maður í laga- deild Háskólans. Sá maður hlýt ur æfinlega að vera lærður vel, með mikla reynslu og þekkingu. Um kjörgengi hans til Alþingis, yrði að gilda sömu reglur og um forseta, og náttúrlega yrði hann að yfirgefa embætti sitt, meðan hann gegndi forsetastörfum. Sá einn annmarki er á þessu, að ekki væri víst að varaforseti hefði sömu stefnu í þjóðmálum og forseti hefði haft, en varla er þó líklegt að varaforseti færi að skipta um ráðuneyti, eða gera mikil pólitísk umhrot þann tíma, er hann sæti að völdum. III. Forseti Bandaríkjanna velur sjálfur ráðuneyti sitt, og situr það kjörtímabil hans án þess að þingið geti við því haggað. Þetta skapar afarmikla festu í stjórn- arfarið. Flokkar geta ekki þotið upp til þess að verzla sér til hagsbóta, kaupa sér atkvæði, með því að styðja stjórn eða fella. í Bandaríkjunum hafa 'heldur aldrei verið nema tveir flokkar sem áhrif hafa haft í stjórmálunum, samveldismenn, og sérveldismen. Að vísu hafa fleiri flokkar verið stofnaðir, en þeir hafa aldrei nað þeim vexti, að þeir hefðu nokkur áhrif. Þessu var dálítið öðru vísi hátt- að í Frakklandi og Þýzkalandi, áður en einræðið tók þar völdin. í þessum löndum fjölgaði flokk- unum jafnt og þétt, enda fór stjórnarfarið stöðugt versnandi, unz lýðveldið hrundi í rústir í foáðum löndunum. Þetta sama fyrirkomulag um stjórnarval ættum við að taka upp. Það mundi fljótlega hafa þau áhrif, að hér yrði aðeins tveir flokkar (eins og í Banda- ríkjunum), sem nokkpr áhrif hefðu, hægfara og róttækir, eða atvinnurekendur og launþegar. Forsetinn mundi bráðlega telj- ast til annars hvors flokksins, og veldi hann iþá menn í ráðu- neytið úr iþeim flokki, er svo styddi hann og ráðuneytið á bingi. Þó kemur það fyrir að forseti Bandaríkjanna velur ráð- herra úr andstöðuflokki sumum, t. d. eru tveir helztu ráðherr- arnir í stjórn Roosevelts forseta Anglýsingar, sem birtast eigfa í Albýðublaði»», verða að vesa komnartil Augiýs- ingaskrifstofunBar í Alþýðuhúskmi, (gengið inn frá Hverfisgötu) Eyrir ki. 7 að kTðbtt. Siml 4908. (hermála- og flotamála), sam- veldismenn. Meðan eðlileg flokkaskipting væri að komast á hér undir .þessu fyrirkomulaffi mundi forsetinn velja ráðuneyti úr tveimur eða fleiri flokkum,, er svo styddu hann og stjóm hans á þinginu. IV. Forseti Bandaríkjanna hefir víðtækt synjunarvald. Til þess að lög öðlist gildi, sem hann hef- ir synjað staðfestingar, þarf að leggja þau fyrir þingið á ný, og fá þar samiþykki % hluta þing- manna í hvorri þingdeild. Þetta mun sjaldan fást, svo synjun hans er endanleg. í sumar, eir leið kom fregn um það, að Roose velt forseti hefði synjað 600 lög- Fram. á 6. siðu. Hinir flokkarnir mættu allir töluvert af þessari reynslu læra. Sundrungarsýkillinn í sjálf- stæðismálinu, hinn erlendi und- irróðursflokkur hér á landi, er ibúinn að eitra það mál nóg, þó að úr þessu yrði séð við vélráð- um hans. SÚ TILKYNNING, sem stjórn Dagsbrúnar gaf út í fyrradag, að hún hefði stofn- að 100 manna ,,eftirlitslið“ í þeim tilgangi meðal annars að hafa vinsamlega samvinnu við j lögreglu Reykjavíkur um eft- | irlit með framkvæmd ákvæða • vinnulöggjafarinnar og ákvarð- í ana félagsins, ef til vinnustöðv- | unar kemur, hefir vakið mikla í athygli og þegar sætt alvarlegri I gagnrýni í sumum blöðum höf- | uðstaðarins. Vísir skrifar í aðalritstjórn- argrein sinni í gær: „Stjórn Verkamannafélagsins j „Dagsbrún“ tilkynnir í gær í t blaði sínu, Þjóðviljanum, að stofn- ; að hafi verið hundrað manna ,lög- | reglulið“ innan félagsins, og jafn- I framt hafi lögreglustjóranum í i Reykjavík verið send tilkynning | þar um. Sagt er að hundraðshöfð- 5 ingi liðsins sé liðþjálfi svo sem ýmsir menn hafa áður verið, sem hátt hafa komizt, enda mun storm ! sveit þessari ætlað að hefja hann til nokkurra valda og metorða. j Stjórn Dagsbrúnar lætur þess getið í tilkynningu sinni til lög- reglustjóra, að ætlun herliðs þessa sé, að hafa vinsamleg viðskipti ein við bæjarlögregluna og samvinnu um eftirlit við framkvæmd á- kvæða vinnulöggjafarinnar og á- 1 kvarðana félagsins varðandi vænt j anlegt verkfall. Virðist í því geta falizt vísbending um að hugsan- legt sé að félagið þurfi að upp- fylla vinnulöggjöfina með sérstakri lagasetningu af sinni hálfu, enda kveðst félagstjórnin hafa í hyggju að skrásetja nöfn þeirra manna, er kynnu að gerast brotlegir við ákvarðanir félagsins, en vafalaust ber að skilja þetta svo að lögreglu Dagsbrúnar sé heimilt að láta fram fara húsrannsóknir á vinnu- stöðvum, án sérstaks úrskurðar, og mun ákvæði þetta vera sett til uppfyllingar stjórnarskránni, eða öllu frekar til breytingar á henni. Stjórnarskráin hefir inni að halda friðhelgisákvæði, sem vel gætu brotið í bága við ákvarðanir Dags- brúnar, en þá á lögreglulið Reykja víkurbæjar að sjá svo um að Dags- brún komi vilja sínum fram, hvað sem ákvæðum stjórnskipunarlag- anna kann að líða. Hér mun vera um algert nýmæli að ræða og ekki ómerkilegt. Er ekki að efa að löggæzla öll fari. vel úr hendi af hálfu félagsins, enda hefir maður verið skipaður fremstur í stjórn liðsins, sem hlot- ið hefir nokkurra þjálfun og' skólagöngu í ráðstjórnarríkjunum. Lögreglustjóranum í Reykjavík mun hafa borizt bréf Dagsbrúnar nokkru eftir að það var birt í Þjóðviljanum. Er ekki kunnugt um hversu hann hefir brugðist við tilkynningunni, en vafalaust er löggæzlunni það mikill styrkur að fá slíkan aðila til samstarfs, sem annars vegar vill halda uppi lög- um og reglu, en er hins vegar bær um að setja ný lög og nýjar reglur, þar sem þess þarf með, og vinnulöggjöfin eða stjórnarskráin reynast ekki „þénanleg til síns brúks.“ Ekki sakar þá það að stjórn Dagsbrúnar kveðst reiðu- búin til að tvöfalda liðið, ef þess gerist þörf... “. Þannig farast Vísi orð í til- efni af þessari liðstofnun. Tónn- inn í skrifum Morgunblaðsins er öllu alvarlegri, þótt inni- haldið sé það sama. Það skrif- ar í aðalritstjórnargrein sinni í gær: „Stjórn Dagsbrúnar hlýtur að vera ljóst, að samkvæmt gildandi lögum er lögreglunni bannað að hafa önnur afskipti af vinnudeil- um en þau, að halda uppi friði og afstýra skemmdum, meiðslum og vandræðum. Vitanlega er það hin opinbera lögregla, sem þetta Fram. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.