Alþýðublaðið - 19.02.1944, Page 8

Alþýðublaðið - 19.02.1944, Page 8
Laugardagur 19. febrúar 1944 « fí-.l >YOUBLA£>^ ■TJARNARBIÓI CASABLANCA Spennariiií leikur um llótte- fólk, ajósnir og áetir. HuKiphrey Bogart btgnd Iiergnaau Paul Hendreid Claude Baias Courad Veidt Sydney Greenstreet Peter Lorre. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngurn. hefst kl. 11 I „UNDIR AÐFÖR AÐ LÖGUM.“ SÝSLUMAÐUR er að yjir- heyra þjóf, sem hefir stolið miklu og vill ekki meðganga. Loks segir sýslumaður við þjóf- inn, nefnir eitthvert lítilræði, sem hann hafi stolið og lclappar á öxlina á honum: „Æ, gerðu það nú fyrir mig að meðganga þetta eina; þá skal ég ekki spyrja þig að fleiru.“ Þjófur- inn gerir það. Rétti slitið. * * * AMMA MÍN BORGAR UNG STÚLKA og lagleg kom inn í búð með ömmu sinni áttræðri. Búðarmaður, sem var spjátrungur mikill, tók á móti þeim og spyr hvað þeim þókn- ist. „Mig langar til að kaupa fá- eina silkiborða.“ Han nsýnir henni ýmsar teg- undir, og hún velur úr og spyr, hvað alinin kosti. „Einn koss,“ segir hann. „Gott er það“, sgir stúlkan, ,,látið mig fá 10 álnir; amma mín borgar“. * * * EINU SINNI, er þeir voru á gangi, ameríska skáldið Was- hington Irving og Orville De- wey vinur hans, sagði Irving: „Hafðu engar áhyggjur af úppeldi dætra þinna. Þeim mun vegna vel, ef þú kennir þeim ekki allt of mikið — leggðu að- eins áherzlu á eitt, sem mikil- vægast er af öllu.“ „Og hvað er það?“ spurði De- wey. „Kenndu þeim að sætta sig við sitt hlutskipti“, sagði Irv- ing. Ljósin voru mjög dauf og grá- lit. I henberginu var ekki annað húsgagna en járnrúm, þvotta- grind, tveir stólar og Mtið borð. — Höfðuð þér matvæii með yð- ur? spurði Jón. — Ágætt. Látið þau á gluggasylluna; ég geymi mín þar. iHann fór að taka sam- an -muni sína, sem hann ætlaði að hafa með sér til næturinnar. Ég stóð á miðju gólfi, haldin ánægjulegri undrun. — ÍÞér eruð mjög góðsamir, sagði ég. — Talið ekki um tþað, barn, sagði hann. — Á morgun sér Intourist fyrir yður — ef til vill. Jæja, góða nótt. Slökkvarinn er hjá dyrunum. Stundum er hann í lagi. Hann sneri við einu sinni enn. — iÞekkið iþér nokkurn í Moskva? spurði hann. — Ég hefi nokkur kynningar- foréf. — Þá er það í lagi. Ef svo væri ekki, væri ég fús til að kynna yður drengjunum. Blaða- menn, skiljið þér. Þeir eru færir í allan sjó. Én meðal annarra orða: Síminn er hlustaður. Ver- ið varkárar, ef þér talið við inn- fædda. Hafið þér skordýra sprautu? — Nei--------sagði ég undr- andi. — ÍÞér getið fengið mína. Þér munið hafa þörf fyrir hana. Jæja, góða nótt. 'Hann skildi mig eina eftir, skjálfandi, dauðþreytta og hálf- ringlaða. Áthugaðu, stúlka mín, hvar þú ert nú stödd. Týnd í Mioskva, hefir hafnað í rúmi stórvaxins, vingjarnlegs amerí- kana. Rekkjuvoðirnar lyktuðu af honum; það var framandi 'lykt en ekki óþægileg. Það var lykt af tóbaki og áfengi. Við skulum vona. að þetta hafi aðeins verið vinsemd. Vdð skulum vona, að hann komi ekki aftur um miðja nótt og reyni að vera skemmti- legur. Nei, hann virðist taka þetta skynsamlega og aðeins vera fús til að leysa vandræði mín. Ég vissi ekki, að Ameríku- menn væru vingjarnlegir. Við héldum öll að þeir væri harðir í horn að taka, kald.rifjaðir og fé- gírugir. Þessi maður var það ekki. Þegar ég fór að hugsa um þetta, virtist mér ég aldrei fyrr hafa kynnzt manni, sem væri það jafn eðlilegt að vera hjálp- samur eins og þessi ókunnugi maður í loðfeldinum. Ég hafði heldur aldrei kynnzt Ameríku- manni fyrr. Ef allir Ameríku- menn líktust þessum eina, hlutu það að vera aðlaðandi fólk. í Ev- rópu hugsa allir um sjálfa sig og eru á móti öllum öðrum. . . Óværð í rúminu. Ég hafði ekki orðið fyrir slíku síðan nóttina sælu í Vínarborg, fyrstu nótt- ina eftir að ég lýsti yfir sjálf- stæði mínu. Ég reis upp í hinu ókunna rúmi, staulaðist fram úr og að slökkvaranum, fann skordýra- sprautima og notaði hana óspart. Ég var þreytt en gat þó ekki sof- ið. Einhver opnaði hurðina — Það var ekki hægt að læsa henni —■ gægðist inn í dimmt lierbergið og lokaði því næst dyruruum. Ég glotti í myrkrinu. G.P.U., hugsaði ég. Ætlar að flytja mig til fííberíu af því að ég hefi ráðizt á Intourist. Öværð- in hjá þeim var samt í fullu fjöri..... Daginn eftir var enn kaldara, og ég hélt áfram að stríða við þessa óteljandi örðugleika, sem á þessum órum mættu manni í hverju spori í Rússlandi. Ó- dugnaður þeirra og skortur á skipulagningu var gífurlegur. Álmenningssalernið var við- urstyggð. í almenningsbaðher- berginu var ryðgað, lekt bað- ker, og venjulega var þar ekk- ert heitt vatn. Kalda vatnið kom eftir stundarkorn í smágusum, það var fonún leðja. Bjallan hringdi ekki og hurðinni var ekki hægt að loka. Ég bjó um ameríska rúmið mitt og hreins- aði herbergið með handklæðinu mínu. Að því búnu fór ég út á götu. Þar voru fáir strætisvagn- ar og fólk stóð í löngum röðum og foarðist um að komast upp í þá. Ég gafst upp við það og spurðist með einhverjum ráðum til vegar til skrifstofu Intourist. Þar foeið ég í tvær klukkustundir eftir félaga þeim, sem hafði fjall að um mín málefi. Þegar hann loks kom, lítill, brosandi maður í óhreinum rússneskum stakki, virtist hann vera nálega særð- ur yfir því, að ég skyldi hafa farið til Metropolegistihússins ón opinbers samþykkis. Og þeg- ar það kom á daginn, að ég vissi ekki í herbergi hvers ég hafði dvalizt yfir nóttina, virtist mér helzt, að ég mundi hafa orsakað meiri háttar vandræði fyrir það opinbera. Þeir vissu samt sem áð ur. Kerfi þeirra var í góðu lagi, og mér hafði verið veitt athygli frá því ég sté fyrst fæti í borg- ina. iFyrst af öllu var mér látinn í té túlkur, félagi Amphiteatroff. Þetta var góðlyndur kvenmaður á aldur við mig; en bersýnilega hafði eitthvað orðið til að breyta henni í steingerving. Ég gerði mér í hugarlund, að hún myndi hafa tilheyrt hinni fyrrverandi yfirstétt, og hún óttaðist nú, að eitt óyfirvegað orð eða óvænt svipbrigði ó andliti hennar yrði lagt svo út, að hún væri ekki öruggur bolseviki. Mér tókst aldrei svo .mikið sem að fá .hana til að brosa. Við þrömmuðum fram og aftur um borgina til að skoða markverða hluti. Ef mér varð á að spyrja hana: — Eruð þér ekki þre.yttar? hristi hún S NYJA BIÖ S Dansinn dunar! („Time out for Rhythm“) Rudy Vallee, Ann Miller, Rosemary Lane. í myndinni spilar fræg danshl j ómsveit „Casa Loma Band“ Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngum. seldir frá kl. 11 f. h. GAMLA BIÚ Frú Miniver (Mrs. Miniver) Greer Garso* Walter Pidgeon Teresa Wright Sýnd kl 6Vá og 9. ss New York-borg (New York Town) Fred Mac Murray Mary Martin Robert Preston Sýnd kl. 3 og 5. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 11. aðeins höfuðið. Ef ég spurði, hvort hún vildi ekki fá sér te- sopa með mér, varð henni við eins og ég hefði boðið henni að ■taka þátt í landráðum. Ég álykt- aði, að góðum bolsevikum væri ekki leyfilegt að finna til hung- urs eða þreytu. Þeir yrðu ávallt að sýna merki ótvíræðrar ham- ingju. Skýringarnar, sem Amp- hiteatroff gaf mér, vor.u utan- foókar lærðar, og sama máli gegndi um svör við spurningun- um, sem ég bar upp fyrir henni. iSpurningar, sem hún vildi ekki svara, þóttist hún ekki skilja, enda þótt hún talaði þýzku og frönsku hárétt aðeins með fram- andi málhreim. Á skrifstofu Intourist var mér sýnd ítrasta kurteisi og vinsemd. Én þegar að því kom að láta mér í té herbergi, var ég enn á ný stödd andspænis þessúm óyfir- stíganlega vegg. Bros, afsak- andi axlavpptingar. Ekkert her- þergi. Ég rökræddi við þá. Ég sýndi þeim reikninginn, sem ég hafði greitt fyrirfram. I honum var innifalið fyrsta flokks her- bergi í 'Grand-hóteli. Ekkert her bergi. Jæja, en hvenær get ég þá fengið herbergi. Af skandi lát bragð: Hver veit? Ég varð ösku- þreifandi vond. — Ef þið hafið ekki herbergi handá' mér, sný ég ,aftur til Berlínar þegar í kvöld, sagði ég við þá með hjálp málpípu minnar, Amphiteatroff. Það fóru fram viðræður á rúss- EVSEÐAL BLAMANNA EFTIR PEDERS EN-SEJERBO og horfir grátnum sjónum á ljósmyndina af drengnum sín- um, sem hún hafði vænzt að geta boðið velkominh heim með því að faðma hann glöð og sæl að sér, en sem ekki kom? Honum heyrðist hann greina niðurbælt snökt þaðan, sem Hjálmar hvíldi. En hann lætur lítt verða af því að grennsl- ast eftir því, hvort drengurinn sé grátandi eða ekki. Hann á fullt í fangi með að verjast því að bresta sjálfur í grát. IX. Eftir að þeir félagar höfðu flutzt til hins nýja samastaðar, gerðu þeir eins lítið að því að hætta sér út á sléttuna og þeir frekast gátu. Þegar þeir f.óru veiðiferðir sínar niður á ströndina gerðu þeir sér jafnan far um að ganga fjöruna til þess að sjórinn skyldi má burtu fótspor þeirra á næsta flóði. Og eftir hátíðarhöld villimannanna varð gætni þeirra og varúð enn meiri en nokkru sinni fyrr. En dag nokkurn, þegar Hjálmar var einn niðri við ströndina, gleymdi hann sér. Ástæðan var sú, að fugl nokkur með sérkennilega fall- egt stél kom fljúandi utan af hafi. Hann baksaði inn yfir ströndina en var auðsýnilega örmagna af þreytu. ,TEFBI ANP HER :■ áíENDS SEARCH THE INN FOR SCORCHy, UNAWARE OF THE TFAP THAT IS i BEING SET { BENEATH THEIR ! VEJ?y FEET^ MAKE THE CONNECTIONI FASTÍ YOÚRF SURE THE BOMB 15 SET FOR FIVE MINUTES? Æ CERTAIN, CHIEF' r WE HAVE JUST TIME ENOUGH T0 GET AWAY THROUGH J THE FRONT DOOR/ THE Ý/ INNKEEPER WILL LEAD THE M LITTLE MICE TO' THE S-AIT/ / COMEff JiflBMi H-Hf THEY’VE GONE,*. WHAT DEVILTRY ARE THEY. { UP TO...NOW? JSTr-s MYNDA- S AGA FORINGINN: „Setið samband á sprengjuna. Eruð þér viss um að hún muni springa eft- ir 5 mínútur.“ VARÐMAÐURINN: „Já. Alveg viss, herra!“ FORINGINN: „Við höfum að- eins tíma til að komast út um framdyrnar! Vertinn mun leiða litlu mýsnar að opinu! Kom- ið!“ ÖRN (hangir á veggnum, bund- inn og meiddur af kvölurum sínum): „Ó — nú eru þeir Ifarnir. — Hvaða djöfulskap hafa þeir nú á prjónunum?“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.