Alþýðublaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 3
 ea : HÖÐUP.SMENM bei r r a Ct- Hitlers og GobbeL viróast 'kafa sett nýtt met í þessári *tyrjöld. Látum það vera, þó það sé látið í veðri vaka, að Mnar innikróuðu hersveitir í Dniepr-bugnum hafi allar lcomizt ó brott fyrir harð- fylgi Mansteins og annarra jþýzkra hershöfðingja, enda þótt Rússar hafi tilkynnt tor- tímingu þeirra og erlendir fréttaritarar hafi staðfest það í skeytum sínum og bréfum. En nazistar virðast enn sem fyrr ætla að ofbjóða öllum skynsamlega hugsandi mönn- nm með frámunalega bjána- . legri frásögn af ímynduðum sigrum, sem eru sérstaks eðl- *s, eða hinir svokölluðu „varnarsigrar.“ Þetta er nýtt ©rð í hemaðarsögunni og . einkar handhægt fyrir Þjóð- ▼erja, til þess að gera lítið úr óförum þeirra á austurvíg- stöðvunum, sem engum dyljast nú lengur. 3’YRIR NOKKRU var frá því skýrt, að Hitler hefði veitt áheyrn nokkrum þeim, sem bezt hefðu staðið sig í „varn- arbaráttunni“ í Dniepr-bugn- um. Meðal þeirra voru að sjálfsögðu þýzkir hershöfð- ingjar, sem væntanlega hafa verið fluttir á brott í þar til gerðum flugvélum og auk þeirra var þar staddur quislingur Belgíu, Léon De- grelle, en hann mun hafa stjómað einhverri „sjálfboða- sveit“ Belgíumanna. De- grelle þessi var leiðtogi flokks þess, er nefndist rex- istar. Um eitt skeið tókst þeim að safna þó nokkrum atkvæðum í Belgíu og kjör- órð þeirra: „Rex vaincra,“ — Rex mim sigra, — gall við á strætum og torgum hinna friðsömu borgara í Flandri og Yallónahéruðunum. Sá, <sr línur þessar ritar var stadd- ur í Belgíu 1936 og er það aainnisstætt, hversu menn deildu um þennan mann. — Sumir héldu, að hér væri kominn hinn eini og sanni Belgíumaður, sem ætti eftir að sameina þjóðina til gífur- legra átaka um landsins gagn og nauðsynjar. Þama væri kominn maður, sem virti trúarbrögðin og borgaralegar dyggðir, honum bæri að fylgja. Þeir, sem gætnari voru, athuguðu sinn gang og vildu ekki leggja lag sitt við þennan mann. Hinir og þess- ir forystumenn Belga, sem voru nánast af „gamla skól- anum,“ svo sem van Zee- land og aðrir, urðu einkum fyrir barðinu á Degrelle og fylgifiskum hans, og brátt tóku menn að átta sig á því, að þessi maður rak hvorki erindi kirkjunnar, sem hann reyndi að nudda sér upp við, né heldur belgískra föður- landsvina. ÞEGAR Á REYNDI, kom það á daginn, að þessi maður var að mestu leyti, eða öllu, á bandi Hitlers og handbenda Snáns, alveg á sama hátt og Mussert hinn hollenzki og .Normándie," nytf ilugvélaski bandamannr s- :i; Eins og kunnugt er var „Normandie“, stasrsla ' r '?or ófriðurinn byrjaði. Kviknaði í skip- inu og sökk það í New York-höfn, eh síðar hefir tekizt að ná skiþinu 'úpp, en þaáer urA 85 þúsund smálestir að stærð. Það heitir nú „Lafayette í höfuð ð á hershöfðingjanUm franska, sem barðist með tVashington í frelsisstriði Ameríkumanna. Lí'ivoí »ð-að búa það út sera flu vélaskip, að því ér. síðustu xr- nir herma. Bandamenn halda áfram loff- sókninni í Vesfur-Evrópu. Nýjar árásfr Þjóðverja á London. TD AJNTDAMENTsT halda áfram loftsókninni á hendur Þjóð- U verjum og hafa' bæði brezkar og amerískar flugvélar tekið þátt í árásarleiðangrunum, sem beint var gegn ýmsum iðnaðarborgum í Suðvestur- og Vestur-Þýzkalandi. Nánari fregnir um árásina hafa' enn ekki verið birtar. Þjóðverjar hafa enn gert árás á London, er það fjórða árásin á fjórum sólarhringum. Talsvert tjón hlauzt af, en ekki er talið, að flugvélarnar hafi verið margar. Ekki er enn fullljóst, hversu margar flugvélar hafi verið skotnar niður, en þegar er vit- að, að fimm var grandað. Auk þeirra skutu amerískar flug- vélar niður tvær og kanadísk flugvél aðra yfir Frakklandi. Árásir Þjóðverja, sem taldar eru meiri nú en nokkru sinni síðan 1941, voru gerðar úr tveim áttum. Einn flugvéla- hópurinn flaug inn yfir austur- ströndina, en annar kom úr suðri. Var einkum varpað nið- ur íkveikjusprengjum, en lítill árangur varð, að því, er talið er. Skothríð var mjög áköf úr loftvarnabyssum Breta. í opin- berum tilkynningum segir, að nokkurt tjón hafi orðið, en hvergi alvarlegt. Hins vegar reyna Þjóðverjar að gera sem mest úr árásum þessum, en talið er, að það sé til þess að leiða athygli almennings frá hinum heiítarlegu loftárásum bandamanna á Þýzkaland að undanförnu, í þýzkum fregn- um er á það minnzt, að þetta séu eyðileggingarárásir, og gíf- urlegt tjón hafi hlotizt af, en hlutlausum fréttariturum ber saman um það, að hér sé um stórfelldar ýkjur að ræða. T fyrrinótt varð Stokhólmur fyrir loftárás. Féllu sprengjur á járnbrautarstöðina og ýmis íbúðarhverfi. Allmarg- ir menn særðust eða fórust í árásinni, en ekki er vitað, hver hafi verið að verki. Er nú verið að rannsaka, hvernig í málum þessum liggur. Quisling hinn norski. Aðferð- irnar voru svipaðar. Þeir skutu sér undir kjólfald föð- urlandsástarinnar og sveip- uðu sig hulu helgislepjunn- ar, til þess að villa á sér heimildir. Þeir voru ekkert annað en leigð þý hinnar nýju falstrúar, „nýskipan- innar,“ sem tryggja átti „norrænum“ þjóðum forystu á öllum sviðum í Evrópu. — Ýmsir mætir menn í Belgíu trúðu á Léon Degrelle og er það ekki láandi. Heimurinn var í öngþveiti og raskað hafði verið hugmyndum manna um siðgæði og rétt- læti. En það hefur aldrei reynzt mögulegt að blekkja fólk um lengri tíma. Það rekur ávallt að því, að menn hugsa um og segja við sjálfa sig: Hvað er eiginlega að gerast? Er ekki verið að blekkja okkur? Þetta gerðist líka í Belgíu eins og í flestum löndum heims. Þegar mönn- um var ljóst, að .það voru ekki stjórnmálamemf sem réðu málum Þýzkalands, held ur óvalinn bófaflokkur. NÚ HEFIR Léon Degrelle upp skorið laun sín. í bili. Flann hefir verið sæmdur þýzku heiðursmerki fyrir það að reynast skeleggur formælandi þeirra, sem traðka á rétti smáþjóðanna til þess að fá að lifa sínu eigin menningarlífi. Hins vegar búa um 7 eða 8 milljónir í landi því, sem hann taldi föðurland sitt, og yfirgnæfandi meirihluti biður honum bölbæna fyrir starf hans, og það verður þyngra á metunum en hinar þýzku orður, áður en lýkur. Þjóðverjar hyrja oy áhlaop á Anzio svæðinu, en verðnr lítið ágengt. -------». Miklir stórskotaliðsbardagar við Apriiia. ÞjÓÐVEK.JAS hafa enn hatizt handa á Anzio-vígstöðvununú Hafa þeir gert tvö skæð áhlaup, sem báðum var hrundið og í tilkynningum bandamanna er talað um, að verulegt tjón hafi orðið í liði Þjóðverja og á hergögnum þeirra. Talsverðir stórskoialiðsbardagar eiga sér stað, einkum í grennd við Carrocetto og Aprilia, þar sem Bretar láta stórskotahríðina dynja á stöðvum Þjóðverja. Fy.rir vestan Cisterne reyndu Þjóðverjar að ráðast fram með skriðdrekum og fótgönguliðssveitum, en Bandaríkja- hermenn hrundu öllum árásum þeirra. Það var tilkynnt opinberlega í stöðvum bandamanr.a í gær, að tjón Þjóðverja hafi verið geysimikið dagana 16.—19. fe- brúar, en þá gerðu þeir ofsa- legar árásir á stöðvar banda- manna. Samt bera fregnir með sér, að Kesselring marskálkur sé enn að endurskipuleggja á- rásarsveitir sínar til þess að hrekja bandamenn í sjóinn við Anzio. Er vitað, að hann hafi notfært sér dumbungsveður til þess að flvtja liðsauka og birgð ir á vettvang. Þá er og gert ráð fyrir því, að hinar síendurteknu tilraunir Þjóðverja til átaka við bandamenn boði ný og alvarleg átök á þessum vígstöðvum. Könnunarflugmenn hafa séð, að Þjóðverjar flytja nú nýtt herlið og miklar byrgðir til víg stöðvanna. Er einnig á það bent, að Churchill hafi í ræðu sinni sagt, að viðnám Þjóðverja á Ítalíu verði með svipuðum hætti og við Stalingrad, þeir gefist ekki upp fyrr en í lengstu lög. Manntjón Þjóðverja í hin- um síðustu árásum þeirra er talið gífurlegt. Á vígstöðvum 5. hersins hafa tilraunir Þjóðverja til þess að rjúfa varnarbelti bandamanna mistekizt með öllu. Var eink- um beitt stórsjcotaliði í þeirri viðureign. Undangengin dæg- ur hafa bandamenn gert um 1600 árásir á stöðvar Þjóðverja á Ítaíu, en hins vegar gerðu Þjóðverjar ekki nema 130 á- rásir á stöðvar bandamanna. Er þetta nýt met í loftsókn bandamanna á þessum vígstöðv- um. Flugher Bandaríkjamanna, sem bækistöð hefir á Ítalíu, hefir einnig verið mjög athafna- samur. Meðal annars var ráðizt á ýmsar stöðvar Þjóðverja í Suður-Þýzkalandi, samtímis því að sprengjuflugvélar fóru til árása á Þýzkaland frá Bret- landi. Þá var einnig ráðizt á stöðvar Þjóðverja í Júgóslavíu og á Anzio-svæðinu. í þessum átökum íorust fimm þýzkar flugvélar, en bandamenn misstu samtals ilð flugvélar. Flugvélar bandamanna gerðu einnig árás á skipalest Þjóð- verja, sem var á leið til Krítar. í fylgd með skipalestinni voru tveir tundurspillar og tiu flug- vélar. Amerískar Mitchell-flug- vélar réðust á flugvélarnar, en brezkar flugvélar gerðu harða hríð að skipunum, og ollu mikl- um spjöllum á þeim. Áframhakl á sókn Rússa. AF austurvígstöðvunum eru þær fregnir helztar, að Rússar sækja fram frá Krivoi og. Sú borg er nú með öllu í höndum Rússa, en þar er mikill iðnaður, sem Rússum má að gagni koma. Þjóðverjar segjast hafa ,,yfirgefið“ horgina á skipulegan hátt, „samkvæmt á- ætlun“, en Rússar láta annað í veðri vaka. Fréttaritarar segja, að Þjóðverjar hafi verið hraktir úr borginmi eftir harða og blóð- uga bardaga og að þar hafi ekki verið um neitt undanhald að ræða. Segja þeir, að Þjóðverjar hafi gert hvert áhlaupið á fætur öðru, en árangurslaust.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.