Alþýðublaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmlucíagm- 24. febrúar 1944 ^LPYUUBLAðW Ðóttir Roosevelts og börn hennar. Þegar Roosevelt kom heim aí ráðstefnuum í Cairo og Teheran var mikið um að vera í „hvíta húsinu1.1 í Washington og margir komnir þangað til að' taka_ á móti honum, þar á meðal dóttir hans og þrjú börn hennar, sem vildu aftur fá að sjá afa. Á myndinni sjást frá vinstri til hægri: Curtis „Buzzy“ Dall, annar dóttursonurinn, í'rú Anna Boettiger, dóttirin, Anna „Sistie“ Dall, dótturdótturin, og John Roosevelt Bottiger, hinn dóttursonurinn. — SiSarl giralc&s AÐ var einhvern tíma á fyrsta fjórðungi seytjándu aldar, að ungur maður, Kláus Martenzen, kvaddi hið litla ætt- þorp sitt Roosenvelt (Rosefield) og lagði úr höfn í Amsterdam eða einhverri annarri hollenzkri hafnarborg áleiðis til hins nýja heims. Maður þessi var kynj- aður af Zeelandsfylki á Hol- landi. Sonur hans, Nikulás að nafni, sem fæddist að bónda- býli nokkru á Manhattan, eign- aðist tvo syni, Jóhannes (John) og Jakob (James). Theódór Roosevelt var niðji hins eldra þeirra, en Franklin Delano Roosevelt hins yngra. Nafnið Roosevelt er dregið af ættþorpi forföður þeirra á Hollandi. Ætt kvísl hins yngra þeirra bræðra blandaðist mun fyrr blóði við aðra þjóðflokka en ættkvísl hins eldra. Afi Theódórs, Kornelíus Van Schaak Roose- velt var hreinrælctaður Hol- lendingur. En í æðum ísaks Roosevelts, afa Frankldns, rann hins vegar hollenzkt, sænskt, þýzkt og franskt blóð. Það virðist löngum hafa ríkt gott samkomulag milli Hollend- inga og Englendinga í Banda- ríkjunum. Nýja Amsterdam (sem nú er New York) virðist irá upphafi hafa verið heims- borg. Þegar þær fréttir bárust árið 1653, að Cromwell hygðist leggja til atlögu við hana með herskara sína, var varnargarð- urinn reistur þvert yfir Man- hattan, en nú liggur hið fræga Veggstræti meðíram honum svo sem alkunna er. En þegar Karl annar gaf bróður sínum, her- toganum af York og Albany, landflæmið frá Connecticut- fljóti að austurbakka Delaware- flóa, varð mikil breyting á fyrst og fremst fyrir forgöngu landstjóra og umboðsmanna hertogans, Ríkards Nicolls of- ursta. Nýju-Niðurlönd og Nýja- Amsterdam urðu New York ríki og New Yorkborg. Orange- fylki við Hudsonfljótið varð Albanfylkið. En miklu hefir það orkað í þessu efni, að þegar á seytjándu öld voru hinir hol- lenzku og ensku innflytjendur staðráðnir í að gerast Banda- ríkjamenn. * ÞEGAR f r elsissty r j öldin hófst var ísak, langalang- afi Franklins D. Roosevelt, borgari New York og sykur- kaupmaður að atvinnu. Hann var kosinn á þing ríkisins og átti mikinn þátt í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. Þegar rauðstakkamir náðu New York á vald sitt, hélt Isak Roosevelt til Hollandsfylkisins og gerðist liðsmaður sjöttu hersveitar hers fylkis þessa. Hann átti sæti á þingi New Yorkríkis frá 1777 til 1783, og hann var í tölu þeirra, sem fögnuðu Was- hington hershöfðingja, er hann hélt innreið sína í New York 25. nóvember árið 1783 og sjálf stæði landsins var loks fengið. James, sonur ísaks Roose- velts, kvæntist Maríu Elizu Walton, dóttir Abrahams Wal- tons, er var auðugur kaupmað- ur og skipaeigandi. ísak Roose- velt hafði verið forseti bank- ans í New York auk ýmissa annarra mannvirðinga. Hann var mikill viðskiptafrömuður og naut mikils álits sem slík- ur. James somrr hans gerðist og viðskiptafrömuður. En senni- lega hefir flóttinn til Hollands- fylkisins á dögum frelsisstríðs- ins orkað því, að hann lagði djúpa ást á sveitalífið. Að minnsta kosti seldi hann land- spildu í Harlem, sem hann hefði getað stóðauðgazt á síðar meir, og reisti sér hús við Albany- þjóðveginn. ísak sonur James, kvæntist Maríu Rebekku Aspin wall, sem var beinn afkomandi farþega innflytjendaskipsins Mayflower. James, sonur ísaks, er fæddist 1828 og varð faðir Franklins kvæntist fyrst konu af Howlandsættinni og gat við henni son, er hlaut heitið James Roosevelt. Kona hans lézt þó eftir skamma sambúð þeirra hjóna, og húsið við Albanyþjóð- veginn brann til kaldra kola. James Roosveelt var enn við- skiptaírömuður í New York, en sveitin átti hug hans allan. Þegar fimm hundruð ekrur lands í Hyde Park við Hudson- fljótið í Hollandsfylkinu voru svo boðnar til sölu, festi hann kaup á býli þessú og settist þar að. Hann gaf sig óskiptan að búskapnum og efndi til ýmissa þarflegra nýjunga í bústjórn sinni. Fimmtíu og tveggja ára gamall gekk hann svo að eiga Söru Delano. * MÓÐIR Franklins var ein hinna fimm gervilegu og glæsilegu dætra Warrens Delano. Hún var tuttugu og sex árum yngri en bóndi henn- ar, og þótti hinn bezti kven- kostur. Ætt hennar hafði dval- izt í Vesturheimi álíka lengi og ætt James. Árið 1621 kom Phil- ippe Dellanoye, er var fæddur í Leyden af frönsku foreldri, á litlu skipi til Plymouth í Massa chusetts og gerðist landnemi í hinum nýja heimi. Jónatan sonur hans kvæntist Mercý, dóttur Ríkarðs nokkurs Warr- ens. Kona Warrens þessa hafði komið til Plymouth ásamt fimm dætrum sínum árið 1623. Hún var mikilhæf kona og varð há- öldruð. Móðir Franklins var beinn afkomandi þessarar merku konu og átti auk þess ætt sína að rekja til annarra farþega innflytjendaskipsins Mayflower. Delanoarnir voru skipaeig- endur og kaupmenn. Áttu þeir löngum skip í förum og þóttu hinir mikilhæfustu menn. Afi Franklins rak verzlun við Kína. Sara Delano hafði siglt til Kant on með teflutningsskipi tuttugu árum áður en hún ól son sinn. Hún átti gervilegan frænda Franklin að nafni, sem naut mikilla vinsælda, og eftir hon- um var sonur hennar heitinn. Hefði frá Roosevelt ekki ein- dregið mælzt til þess, að sonur hennar yrði látinn heita Frank- lin, hefði hann efalaust veidð heitinn Isak samkvæmt venj- um Roosevelts ættarinnar. Það er líka ekki laust við það, að maður harmi það, að hann skyldi ekki hljóta ísaksnafnið. Það nafn hefði hæft vel ein- hverjum hinna skeleggustu for ustumanna baráttunnar gegn Hitler í hópi þjóðhöfðingja hinna frelsunnandi ríkja. * BLÓÐ krossfaranna hefir aðeins runnið í æðum fimm forseta Bandaríkjanna, áður en Roosevelt kom til sögu og Theódór Boosevelt var ekki einn þeirra. Hvorki Mussolini, sem dreymir að náttskyrta Framhald á 6. síiu. Hitaveitan yljar æ fleirum — Innlagningargjaldið og leigjendur — Kirkjumyndir — Tækni og hugmynda- samkeppni. HITAVEITAN kemur hægt og hægt í fleiri og fleiri hús. Þriðji geymirinn á Öskjuhlíð er nú kominn upp og yfirleitt miðar öllu vel í áttina. Ég. hef sagt það áðpr að það er ekki ástæða til þess að fárast yfir því, þó að allt fari ekki eftir áætlun með byrjunarframkvæmdir fyrirtækis eins og hitaveitan er, en það hef- ir þó borið allmikið á því. LEIGJANDI skrifar mér og seg- ir: „Húsaleigunefnd mun hafa samþykkt að húseigendum sé heim ilt að leggja innlagningarkostnað á hitaveitunni á húsaleigu. Ég er leigjaadi. Heitavatnið verður ekki lagt inn í mína íbúð. Hefir hús- eigandi nokkra heimild til að leggja heimlagningargjald á mig?“ ÉG SKIL ekki að það sé nokk- ur heimild til fyrir því, og ég trúi ekki að nokkur húseigandi sé svo djarfur að gera það, sem bréf- ritarinn getur um. . . SPURULL skrifar: „Réttir hlut- aðeigendur eru beðnir að upplýsa: Hvaðan hefir Kirkjublaðið kirkju- myndirnar, sem það birtir á for- síðu ásamt upplýsingum um sögu kirknanna? Eru þær úr kirkju- myndasafni Jóns heitins Helga- sonar biskups, án þess að þess sé getið?“ IÐNNEMI skrifar: „Mig langar til að biðja þig að flytja þakkir mínar til þeirra manna, sem standa að útgófu tímaritsins „Tækni“. Okkur iðnnemum hefur mjög vantað slíkt rit sem hægt er að fræðast af. Fæstir iðnnemar munu geta haft full not af þeim fagbókum, sem nú eru fáanlegar, því flestar þeirra eru ritaðar á enska tungu.“ „SÍÐASTA HEFTI „TÆKNI“ miðlar okkur margvíslegum fróð- leik, en sérstaklega vil ég þakka grein Aðalsteins Jóhannssonar, „Rafsuða". Aðalsteinn dregur í þessari grein upp mynd, sem sýn- ir manni þróun rafsuðunnar frá fyrsta tíma, einnig í fáum drátt- um hvernig sjóða á, og hvers þarf að gæta til þess að haldgóð raf- suða fáist. En eins og gefur að skilja getur stutt blaðagrein ekki gert þessu efni full skil. Nú vil ég beina þeirri ósk til samband* iðnaðarmanna, að það gangist fyr- ir því að gefin verði út bækling- ur um rafsuðu og logsuðu, ser* gefið gæti rafsuðu- og logsuðu- mönnum bóklegan stuðning jafn- hliða verklega náminu, veit ég að margir mundu taka undir þessa ósk mína.“ M. G. SKRIFAR: „Getur það hugsast að þröngsýni okkar sé sv» mikil, að ekki megi minnast á byggihgu hinnar fyrirhuguðu Hallgrímskirkju, án þess að það hneyksli ekki einhverja. Sé það, þá finnst mér það dökkt, eins og við segjum stundum. Ég ætla nú samt að gera tilraun, og senda þér meinlausan pistil og koma með nýja uppástungu.“ „GAMAN væri, að við gerðum tilraun með það að fá tillöguteikn- ingar um ytra útlit kirkjunnar frá ólærðum mönnum, eins og þú t. d. um hausinn á pistlum þínum í sxnn- ar. Ég efast ekki um, að það myndu koma margar góðar tillög- ur. Og mér finnst að það ætti að leyfa öllum, sem hafa einhvem á- huga fyrir þessu að gera tillögur um útlit kirkjunnar, en ekki ein- skorða sig við tillögur eins manns, þó lærður húsameistari sé.“ „ÞAÐ ER EFTIRTEKTARVERT í þessu sambandi að lesa grein Benedikts S. Gröndals blaðamanns um borgina Washington, sem birt- ist í Alþbl. 10. þ. m. og fræðast þar um það, að veglegasta höll þeirrar fallegu borgar (Þinghöllin) er í upphafi byggð eftir uppdrætti áhugamanns í byggingarlist, en ekki arkitekts, og ber hún samt langt af öðrum byggingum þess- arar miklu borgar.“ , ,B YGGING AMEISTARARNIR hafa ekki annað fram yfir aðra menn en lærdóminn í sínu fagi, og hann er náttúrlega mikilsverð- ur. En samt sem áður er ekki víst að þeir séu allra manna slingastir i að finna út það bezta, um fegurð og útlit sérhverrar byggingar. Þess vegna finnst mér það ekki geta verið neitt saknæmt þó þetta væri reynt hér með Hallgríms- kirkjuna fyrirhuguðu.“ Hannes á hominn. Rafkel íllinn * er eimketill framtíðarinnar. — Við höfum smiðað og sett upp nokkra slíka eimkatla með þeirri reynslu, að þeir: 1. Spara vinnukraft. 2. Spara húsrúm. 3. Auka öryggið, með því að engin sprengihætta stafar af þehn. 4. Stóranka hreinlætið. Þeir, sem kynnu að óska upplýsinga viSvíkjandi RAFKATUNUH, . gjöri svo vel að snúa sér til Vélaverksf. Sipriar Sveinbjömssonar Skúlatúni 6. Sími 5753. \ S s s s s $ s [ s * s \ s S s s Á 5 AUGLÝSIÐ f ÁLÞÝÐUBLAÐINU l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.