Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 4
átÞYOUBiASiP Föstudagur 25. felxráajr UM. Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Fétursson. Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Simar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t Lýðveldisstjóraar- skráin. STJÓRNARSKRÁRNEFNDIR beggja deilda alþingis hafa nú lokið störfum, skilað sam- eiginlegu áliti og gert breyting- artillögur við lýðveldisstjórnar- skrárfrumvarpið, sem einnig eru að mestu sameiginlegar. Má því ætla, að nú þegar sé nokk- nrn veginn fyrirsjáanlegt, hvernig lýðveldisstjórnarskráin verður afgreidd frá þessu þingi. * Það mun vera mjög almennt álit, að hin gamla stjórnarskrá okkar þurfi miklu gagngerðari endurskoðunar við en gert er ráð fyrir í því stjórnarskrár- frumvarpi, sem fyrir liggur, eða í breytingartillögunum, sem fram eru komnar við það. Þetta er líka viðurkennt í áliti stjórn- arskrárnefndanna; en jafnframt er á það bent, að í viðbót þeirri, sem gamþykkt var við stjórn- .arskrána sumarið 1942 til þess að hægt væri að breyta stjórn- skipun landsins úr konungdómi í lýðveldi með samþykkt aðeins eins alþingis og eftirfarandi þjóðaratkvæðagreiðslu, sé svo fyrirmælt, að slík stjórnarskrá- breyting megi ekki fela í sér aðrar breytingar á hinni gömlu stjórnarskrá en þær, sem bein- línis leiðir af sambandsslitum og lýðveldisstofnun. Þess vegna er í því stjórnar- skrárfrumvarpi, sem fyrir ligg- ur, og í breytingartillögunum við það ekki um aðrar breyt- ingar á stjórnarskrá landsins að ræða en þær, sem nauðsyn- legar eru, þegar stjórnskipun- inni er breytt úr konungdæmi í lýðveldi og forseti kemur í stað konungs. En það er boðað, að stjórnarskráin muni þegar í stað verða tekin til endurskoð- unar á ný, eftir að lýðveldið hefir verið stofnað. ¥ Af breytingartillögum þeim, sem stjórnarskrárnefndir al- þingis gera við fyrirliggjandi stjórnarskrárfrumvarp, er sú langveigamest, að forsetinn skuli ekki vera þingkjörinn, eins og þar var ráð fyrir gert, heldur þjóðkjörinn — kosinn leynilegum og almennum kosn- ingum til fjögurra ára í senn. Þessari breytingartillögu, sem allir flokkar alþingis hafa orðið sammála um og því fyrir- sjáanlega verður samþykkt, mun áreiðanlega verða fagnað um allt land. Því þó að þjóðinni hafi lítið tækifæri verið veitt til þess að ræða lýðveldis- stjórnarskrána, hefir það kom- ið mjög ótvírætt í Ijós, að hún er því algerlega mótfallin, að forsetinn verði gerður svo háð- ur þinginu og þeim flokkum, sem þar ráða í hvert sinn, sem verða myndi, ef hann væri kosinn af því. Og meðal annars lýsti síðasta flokksþing Alþýðu- flokksins yfir þeim eindregna vilja sínum að forsetinn yrði þjóðkjörinn. En einmitt af sömu ástæð- um mun það líka miður, að stjórnarskrárnefndirnar skuli leggja til, að út af þessu ákvæði sé brugðið við forsetakjörið í Hnífsdalsverkfallið 1927 Svar vlð Morgnnblæðsforéfl siðastlfðlnn snnnndag. FYRIR ÓTRAUÐA baráttu hinna ágætustu kvenna og karla innan íslenzkar alþýðu- hreyfingar gegn um árin, skipa stéttarfélögin nú orðið þann sess innan þjóðfélagsins, að fullt til- lit verður til þeirra að taka og með lögum hefur réttur þeirra til samninga um kaup og kjör meðlima þeirra vefið staðfest- ur, en á bernskuárum stéttar- samtakanna urðu einmitt hörð- ustu átökin við atvinnurekend- ur oft og tíðum um það atriði, að fá þá til að viðurkenna samn ingsrétt verkamannsins og sjó- mannsins. Þeirra tíma atvinnurekendur, sem í flestum tilfellum voru kaupmenn jafnframt, litu á sig sem eigendur verkalýðsins. Verkakonan, verkamaðurinn og sjómaðurinn var að þeirra dómi ekki annað en tæki hinna fáu sérréttinda fjölskyldna í landinu til auðsöfnunar, á sama hátt og skipin, kvikfénaðurinn og jarðeignir þeirra voru. Það var því talin fullkomin uppreisn þegar frjóangar verka- lýðshreyfingarinnar fóru að skjóta hér rótum, og mörgum árum eftir að atvinnurekendur hinna stærri staða höfðu orðið að viðurkenna verkalýðsfélögin sem samningsaðila, börðust verkamenn og sjómenn á hin- um smærri stöðum kringum land allt fyrir þessum sama rétti, fyrir réttinum til að semja sem frjálsir menn um eigið vinnuafl. Þessari réttmætu kröfu tóku atvinnurekendur og aðstand- endur þeirra oftast sem per- sónulegri móðgun við sig, og runnu þær deilur, sem upp komu, því eigi allsjaldan út í aðra farvegu en efni stóðu til og urðu jafnan harðari. Var ekki ósjaldan, að atvinnurekendur gripu til ýmissa vanhugsaðra örþrifaráða til að reyna að koma samtökum verkafólksins á lmé. Og enn þann dag í dag geng- ur mörgum illa að skilja það, að samningar milli stéttarfélaga og atvinnurekenda eru fullkom lega viðskiptalegs eðlis, og ekki hætis hótinu persónulegri en samningar þeir, er hinir sömu atvinnurekendur gera um sölu afurða sinna eða um kaup á vörum þeim, er þeir verzla með. Vegna skilningsskorts á því, sem hér er sagt um viðskipta- legt eðli kaupgjaldssamninga, gripu atvinnurekendur í Hnífs- dal og bankavaldið á ísafirði til þess örþrifaráðs árið 1927 í kaupdeilu, er þá stóð yfir í Hnífsdal að reyna að svelta verkalýðinn þar til auðsveipni með því að loka fyrir honum sölubúðum og íshúsi þorpsins. Á þetta er minnzt örfáum orðum í viðtali við mig er Al- þýðublaðið birti sunnudaginn 13. þ. m. og hafa þau fáu orð, sem þar eru sögð um mál þetta, farið svo í taugarnar á einhverj um E. I. V. að hann má ekki vatni halda og rennur því frá honum óþverraslefa nokkur í Morgunblaðsbréfi s. 1. sunnu- dag. Sumu fólki er þannig farið, að athafnir þess minna helzt á hundhvolpagrey, er í tíma og ótíma stökkva fram með glennt an hvoft, hlaupa síðan til hús- bónda síns, mæna upp á hann stórum augum eins og þeir vilji spyrja: „Var þetta ekki gott hjá mér?“ og eftir öllum sólar- merkjum að dæma virðist bréf ritarinn á þessu þroskastigi. Bréfið er svo gegnsýrt af drambi, merkilegheitum, upp- skapningshætti og fyrirlitningu á verkalýðssamtökunum og þeim er fylkja sér um þau, að einsdæmi er, og væri það næg ástæða til að virða ekki þenn- an' geðæsta og sýnilega tauga- veiklaða bréfritara svars, ef ekki væru í því svo miklar firr- ur og missagnir, að ekki verð- ur fram hjá þeim gengið. Þar segir m. a.: „Hinu má heldur ekki gleyma að verkfallið var ástæðulaust, enda flesíir verkamennirniir neyddir út í það, mjög móti vilja sínum.“*) Svo að lesendur mínir geti um það dæmt, hvort verkfall þetta hafl verið að ástæðulausu, kemst ég ekki hjá að kynna þeim kröfur verkalýðsins í Hnífsdal í þetta sinn, svo og hver þau kjör þau voru, er at- vinnurekendur buðu. Kaupkröfur þær er verka- lýðsfélag . Hnífsdælinga setti fram í samningsuppkasti sínu til atvinnurekenda voru þess- ar: Kaupqjald karla: Dagvinna frá kl. 6 árdegis til kl. 6 síðdegis kr. 0.90 á klst. Eftirvinna frá kl. 6 síðdegis til kl. 10 síðdegis kr. 1.20 á klst. Næturvinna frá kl. 10 síðdeg is til kl. 6 árdegis kr. 1.50 á klst. Helgidagavinna og skipavinna kr. 1.50 á klst. Kaunoiald kvenna. Dagvinna írá kl. 6 árdegis til kl. 6 síðdegis kr. 0.65 á klst. Eftirvinna, nætur- og helgi- dagavinna, svo og skipavinna kr. 0.80 á klst. Atvinv'i'rekendur buðu: Kaupgjald karla: Dagvina frá kl. 6 árdegis til kl. 8 síðdegis kr. 0.60 á klst. Vinna eftir kl. 8 síðdegis og helgidagavinna kr. 0.90 á klst. Kauvajald kvenna. Dagvinna frá kl. 6 árdegis til kl. 8 síðdegis kr. 0.40 á klst. Vinna eftir kl. 8 síðdegis og 'helgidagavinna kr. 0.60 á klst. Og með því að kynnast einn- ig nokkuð vöruverði, eins og það var um þessar mundir í Hnífsdal, geta Íesendur greinar *) Allar leturbreytingar í grein- inni gerðar af mér. H. H. fyrsta sinn og alþingi þá látið kjósa hann, þótt ekki sé nema til eins árs. Það verður heldur ekki séð, hvaða knýjandi ástæða sé til þess; því að ekkert er auð- veldara en að framlengja em- bættistíma núverandi ríkisstjóra þar til nægilegt svigrúm hefði unnizt til þess að undirbúa þjóðkjör fyrsta forsetans. Samkomulag hefir ekki náðst með öllum flokkum í stjórnar- skrárnefndum alþingis um þá breytingartillögu, að 17. júní 1944 skuli tekinn út úr fyrir- liggjandi stjórnarskrárfrum- þessarar myndað sér af eigin dómgreind nokkra skoðun um lífsafkomu okkar Hnífsdælinga, ef við hefðum kúgast látið á- fram af atvinnurekendum. Verð eftirtalinna vörutegunda var sem hér segir: Hveiti .......... kr. 0.70 kg. Haframjöl .......-— 0.70 —- Hrísgrjón .......— 0.70 — Kaffi ........... — 3.60 — Kaffibætir ......— 2.50 — Melís ........... — 1.00 — Smjörlíki........ —- 2.00 — Strásykur ....... — 0.90 — Hvað segir þetta okkur? Það fræðir okkur um, að þaö tók verkamanninn 6 kl.st., en verkakonuna 9 kl.st. að vinna fyrir einu kaffikílói, og annað var þar eftir, hefði vilji atvinnu rekendanna fengið að ráða. I öðru lagi vil ég benda á, að lengd vinnudagsins var frá kl. 6 að morgni til kl. 8 að kvöldi eða 14 klukkustundir og þessu neita atvinnurekendur að ibreyta, er við förum fram á, að vinnudagurinn sé styttur um tvær stundir. Og þegar kröfum okkar er neitað og avinnurekendur neyða okkur með því til verk- faíls, — þá er verkfallið að dómi bréfritara Morgunblaðs- ins ástæðulaust, já, bara ástæðu- ^ laust. Já, hvern fjandann vildi verka lýður í litlu sjávarþorpi úti á landi krefjast bættra kjara — Auglýsíngar, sem birtast e*g« i Alþý ðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöEdi. gat hann ekki skilið það, aö> honum bar, klæðlitlum, í léleg- um hreysum og hálfhungruðu-m að skapa verðmæti nokkurum fjölskyldum til handa og hugga sig við orð ritningarinnar um, að fimm brauð og tveir smá- fiskar hafi eitt sinn nægt til að metta fimm þúsundir manna. Hví, skyldu þá Hnífsdælingar, sem ekki voru einu sinni 50Ö að tölu vera með kaupkröfur. Þannig er hugsunarháttur bréfritarans og annarra slíkra. uppskapninga. Þá segir bréfritarinn enn- fremur: „Þessi Helgi, sem víst hefir átt drjúgan þátt í verkfallinu„ talar um einhverja sveltitil- raun kaupmanna í Hnífsdal £ sambandi við verkfallið. ÉG, sem þeíta rita mótmæJi: eindregið öllum ásökunum á Frh. af 6. síðu. varpi sem gildistökudagur lýð- veldisstjórnarskrárinnar, en það ákvæði sett inn í staðinn, að hún öðlist gildi, þegar alþingi ákveður, eftir að hún hefir ver- ið staðfest við þjóðaratkvæða- greiðslu. Kommúnistar þurftu að vera á móti þessari breyt- ingartillögu af því, að hún var gerð til samkomulags við Al- þýðuflokkinn. En með því að hinir flokkarnir þrír eru sam- mála um hana er samþykkt hennar tryggð á þingi og end- anlegri ákvörðun um stofndag lýðveldisins þar með skotið á frest. ÞJÓÐÓLFUR birtir á mánu daginn fyrra hluta ítar- legrar greinar um rússneskan kommúnisma og íslenzka komm únista. Er þar upphaf að at- hyglisverðum samanburði á af- stöðu hinna rússnesku læri- feðra og íslenzku lærisveina til ættjarðar sinnar. í greininni segir meðal annars: „Kommúnistunum íslenzku er löngum núið því um nasir, að þeir séu af sama sauðahúsi og rúss- nesku kommúnistarnir. — Sann- leikurinn er sá, að þetta er hið mesta öíugmæli. íslenzkir komm- únistaforsprakkar eru rótlaus upplausnarlýður, sem ekki hefur neitt jákvætt markmið. Austur í Rússlandi hefur verið unnið merki legt viðreisnarstarf undir forustu kommúnistastjómarinnar. Hinir nýju einvaldar Rússlands hafa gert stórfellt átak til endurreisn- ar og uppbyggingar í landi sínu og náð í því efni undraverðum á- rangri. Kommúnisminn í Rússlandi er þjóðholl stefna. Þess gætti að vísu mjög í fyrstu, að hinir nýju stjórn- endur rússnesku þjóðarinnar voru hvarflandi í afstöðu sinni. Það vöfðust fyrir þeim úreltar fræði- kenningar um sameining allra ör- eiga í heiminum, alþjóðlegt eðli kommúnismans, heimsbyltingu og fleira af því tagi. . . . En það leið ekki á löngu þangað til tók að slævast alþjóðahyggja hinna nýju stjórnenda rússnesku þjóðarinnar. Hugur þeirra beindist æ meir að því að eíla hið rúss- neska ríki og leitast við að brúa hið mikla djúp, er hraðfara þróun hjá vestrænu þjóðunum hafði. skapað milli þeirra og Rússa. Eftir að Stalin tók við völdum í Rúss- landi hefur verið horfið æ lengra inn á þessa braut. Og það er eng- um vafa undirorpið, að draumar rússneskra valdamanna snúast ekki. lengur um alheimsbyltingu og ó- rjúfandi bræðraband öreiga allra landa. Hugsjónir þeirra eru nú. •tengdar rússneskum stórveldis- draumum. Höfuðfyrirmynd þeirra. er Pétur mikli, sem grundvallaði rússneskt stórveldi, enda er harm mjög dáður í Rússlandi um þessar mundir og þjóðinni óspart bent á„. hvílíkt stórmenni og þjóðhetja hann ha-fi verið. Og hinum rússnesku kommún- istaforing'jum verður vissulegæ eklci legið á hálsi fyrir þetta. Þeir hafa tekið fullkomlega ábyrga af- stöðu. Stolt sitt setja þeir í það, a<$ efla ríki feðra sinna og vinna a®- gengi Rússlands. Hitt er svo allt annað mál, hvort: stjórnarform rússnesku' kommún- istanna sé ókjósanlegt öðrum eða líkiegt til að geta verið vestræn- um þjóðum, sem öldum saman hafa verið handgengnar allt ann- arri stjórnmálaþróun, til fyrir- myndar. í Rússlandi ríkir eitthvert hið óskoraðasta einræði, sem nokkru sinni hefur komizt á lagg- irnar í heiminum. En það er þjóð- hollt einræði — stórum þjóðholl- ara en keisarastjórnin hafði verið um langa hríð. Markmið þess er éndurreisn Rússlands.“ ÞaS er margt rétt athugað í þessari grein Þjóðólfs. Það er að minnsta kosti víst, hvað sem sagt verður um harðstjórn og einræði rússneskra komm- únista, að á mála hafa þeir ekki gengið hjá erlendum ríkjum né- heldur gerzt þjónar eða erind- rekar þeirra í sínu eigin föður- landi. En því miður, er allt annað að segja um lærisveinæ þeirra hér úti á íslándi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.