Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagúr 25. febrúar 1944.
Þjóllræknisþingid í Winnípeg:
r
áyarp biskupsins, séra Sigur
geirs Sigurðssonar.
í fregn frá upplýisinga-
skrifstofu Bandaríkjanna
hér er þannig skýrt frá
fyrsta degi 25. þjóðrækn
isþings íslendinga vestan
hafs í Winnipeg:
WINNIPEG á mánudag.
IGURGEIR SIGURÐSSON,
biskup íslands, kom í dag
fram sem fulltrúi íslendinga, á
afmælishátíð þjóðræknisfélags-
ins í Winnipeg. Hátíðina sitja
fulltrúar frá Kanada og Banda-
ríkjunum.
Til hátíðarinnar var efnt í
Good Templar Hall, en þar hafa
margar menningar- og félags-
legar athafnir þessarar aðal-
borgar islenzkrar menningar í
Anaeíku farið fram. Á leiksvið-
inu í Good Templar Hall lék
frú Guðrún Indriðadóttir í
fyrsta skipti Höllu í „Fjalla
Eyvindur“. Þar komu einnig
frú Stefanía og dætur hennar
fram og margir helztu fræði-
menn íslands, þar á meðal Ein-
ar Hjörleifsson Kvaran, séra
Kjartan Helgason og Stein-
grímur Matthíasson.
Prófessor Richard Beck
kynnti biskupinn, en fundar-
menn risu úr sætum sínum og
fögnuðu komu hans. Prófessor
Beck lét svo um mælt, að sagan
endurtæki sig, því fyrir 24 ár-
um síðan hafi íslendingafélag-
ið á íslandi gengizt fyrir því,
að séra Kjartan Helgason færi
fyrirlestraferð vestur um haf.
Prófessor Beck komst svo að
orði: „Við þetta tækifæri, hefur
íslenzka ríkisstjórnin gert oss
þann heiður, að senda sem full-
trúa sinn á þessa afmælishátíð
annan hæfileikum búinn og
virðingarverðan meðlim kirkju
íslands; í þetta skipti sjálfan
forvígismann kirkjunnar.“ Þá
las prófessorinn upp bréf und-
irritað af utanríkismálaráðherra
íslands, Vilhjálmi Þór, þar sem
biskupinum var falið fulltrúa-
starf fyrir hönd íslands á af-
mælishátíðinni.
Endur minning-
ar um Persíu.
(Frh. af 5. síðu.)
margt er öðru vísi í löndum
Múhammeðtrúarmanna en vera
ætti. Stéttarmunur er þar mik-
iU. Sumir eiga við allsnægtir að
búa en aðrir við sáran skort.
Þessa gætir jafnvel í löndum
þar sem erlendra áhrifa hefir
mjög gætt eins og í Marokkó.
Menn skildu því ekki dá og lofa
allt, sem lönd þessi hafa að
geyma, þótt borgir þeirra séu
fagrar við fyrstu sýn.
Það fer betur á því að spara
sér lofsyrðin, unz vitneskja er
fengin um það, sem á sér stað
innan borgamúranna. En af
kynnum þeim, sem ég hefi haft
af löndum og þjóðum Múham-
meðstrúarmanna, tel ég mig þó
geta ráðið það, að almenningur
í Isphian og Fez sé sælli
og lífsglaðari en almenningur
í Glascow, Ðússeldorf eða St.
Etienne. Og ég efast ekki um
það, að alþýða manna í Persíu
uni mun betur hag sínum en
verkamenn hinna miklu iðnað-
arborga Evrópu. Og mér er
næst að ætla, að ég eigi í þess-
um efnum marga skoðanabræð
ur meðal ferðalanga þeirra,
sem lagt hafa leiðir sínar um
lönd þau, er hér um ræðir, og
hlotið kynni af þjóðum þeim,
sem una glaðar við sitt, þótt
þær hafi lítt af nægtasæld og
auðsæld að segja.
Prófessor Beck minntist á
helztu atriði í stefnuskrá þjóð-
ræknisfélagsins: Fyrst og
fremst, að aðstoða íslendinga,
til þess að verða betri borgarar.
I öðru lagi, að styðja og efla
hina íslenzku tungu og menn-
ingu. I þriðja lagi, að efla sam-
vinnu milli íslendinga í Ame-
ríku og íslendinga heima á ís-
landi. Pi'ófessorinn vottaði þjóð-
ræknisfélaginu, sem starfar á
íslandi, þakklæti sitt, fyrir vin-
semd og samvinnuhug meðlima
þess og forseta, Árna G. Ey-
lands. Hann þakkaði íslenzku
þjóðinni fyrir gestrisni hennar
í garð amerískra borgara, sem
komið hafa til íslands, þar á
meðal Hjálmars Björnssonar,
fulltrúa Láns- og Leigusamn-
inga Bandaríkj anna. Sem ann-
að dæmi um vinsemd íslend-
inga, minntist prófessorinn á
stofnun sjóðs, sem nota skyldi
til þess að styrkja Bandaríkja-
menn og Kanadamenn af ís-
lenzkum ættum til náms við
Háskóla íslands. Beck minntist
einnig á vinsemd þá, sem
Bandaríkin hefðu sýnt íslend-
ingum gegnum upplýsingaskrif-
stofu Bandaríkjanna, með því
að halda uppi sambandi milli
íslands og Ameríku, og þó
einkum með því að gera út
sérstakan fréttaritara, til þess
að rita um ferð biskupsins.
Er prófessor Beck hafði vott-
að íslenzku ríkisstjórninni og
Vilhjálmi Þór, utanríkismála-
ráðherra, þakklæti sitt, kynnti
hann biskupinn fyrir fundar-
mönnum. Er fundarmenn höfðu
fagnað biskupi, var leikin hljóm
plata, sem ríkisstjórinn, Sveinn
Björnsson, hafði talað á. Árni
G. Eylands kynnti ríkisstjór-
ann á hljómplötunni, en kveðja,
sem Guðmundur Finnbogason,
hinn kunni fræðimaður, hafði
samið, var einnig lesin upp af
plötunni. Guðmundur Finn-
bogason er vel kunnur meðal
Vestur-íslendinga fyrir ritgerð-
ir sínar og fyrirlestra. Að þessu
loknu tók biskupinn til máls og
flutti nú fyrstu ræðu sína fyrir
amerískum áheyrendum. Hér
birtist útdráttur úr ræðu bisk-
upsins:
„Dagurinn í. dag er merkis-
dagur í lífi mínu. Það hefur
lengi verið draumur minn að
heimsækja ykkur íslendinga í
Ameriku og ávarpa ykkur á
málinu, sem við öll virðum og
elskum. Það er ekkert efamál,
að Þjóðræknisfélagið og kirkj-
an eru þau öfl, sem haldið hafa
hinni íslenzku tungu og íslenzk-
um erfðavenjum lifandi í Ame-
ríku.. Vegna þessara tveggja
stofnana höfum við lært að
elska hvern annan og heyra
hjartslátt hvers annars, vegna
tengsla þeirra, sem sameiginleg
þjóðararfleifð hefur tengt okk-
ur.“
„Aldrei áður hafa íslending-
ar verið jafn tengdir ykkur sem
nú. Að sumu leyti er það því
að þakka, að fjarlægðirnar hafa
verið sigraðar, sem gerir kleift
fyrir báða aðila að hafa tíð
skipti á gestum til hvors ann-
ars. Framfarir á sviði iðnaðar-
ins og jafnvel ófriðurinn, með
öllum sinum hryllingum, hefur
treyst tengslin okkar á milli.
Hin þægilega framkoma íslenzu
mælandi manna í her Banda-
ríkjanna á íslandi, hefur unnið
þeim virðingu og vináttu ís-
lenzku þjóðarinnar. Það mætti
jafnvel segja, að hin rótgróna
andúð íslenzku þjóðarinnar á
einkennisklæddum hermönnum,
hafi dvínað, er maður, sem
klæddist einkennisfötum, gat
mælt á íslenzka tungu.“
„Tengslin okkar á milli
Rnlr Palilnrollc nm
STYRJÖLDINA
I
RÚSSLANDI
Segir þar frá hetjudáðum
ikæruliðanna,
innrásar-
íbúum
herteknu héraðanna.
munu haldast jafntraust og
innileg nú, fyrir áhrif þriggja
afla: „Trúar okkar, tungu okk-
ar og hinnar sameiginlegu þjóð-
ararfleifðar okkar. Guð hefur
stjórnað aðgjörðum okkar hing-
að til, og hann mun ekki yfir-
gefa okkur nú. Við Islendingar
erum honum einkum þakklátir
fyrir að hafa hlíft okkur við
hinum hræðilegu þjáningum
þessarar styrjaldar."
„Mig langar til þess að mæla
aér í dag af hálfu Fjallkonunnar.
Ég er viss um, að hún hefir
klæðst hátíðarlbúningi sínum við
þetta tækifæri. Ég veit, að hún
er ykkur þakklát fyrir aðstoð
ykkar, er hún þurfti á nýjum
skipum að halda, til þess að
flytja vörur yfir höfin. Hún
minnist með þakkarhug þeirra
ykkar, sem voru viðstaddir 1000
ára afmælishátíðina 1930. En
hún hefir ekki gleymt ást þeirra,
sem ekki gátu komið. Hún er
ykkur þakklát, því með því að
lifa í anda hinnar norrænu þjóð
ararfleiðar ykkar, hafið þið auk
ið álit íslendinga og íslands með
al frændþjóða.“
„Mér hvarflar í hug smá at-
vik, sem kom fyrir á Þingvöllum
1930. Ég sá gest einn frá Amer-
íku standa á Lögbergi, þögulan
og berhöfuðan. Ég sá, að hann
var með tárin í augnum, og ég
heyrði hann biðja þess, að guð
héldi verndarhendi sinni „yfir
þessu blessaða og fagra landi.“
Ég kem frá „þessu fagra og
blessaða landi“ og ég færi ykk-
ur þakklæti og ástarkveðjur
þjóðárinnar, sem þar býr, ég hef
verið beðinn fyrir svo margar
kveðjur, að ég get ekki hafið
lestur þeirra allra.‘
Biskupinn las nú upp kveðj-
ur frá fcirkju íslendinga til ís-
lenzka kirkjufélagsins, Hjálpar-
félags kvenna og Íþróttafélags-
ins. Aðrar kveðjur, sem Þjóð-
ræknisfélaginu bárust, voru frá
Þjóðræknisfélaginu á íslandi,
frá Þórunni Kvaran, Agnari
Klemenz Jónssyni og nokkrum
Akureyrarbúum. Sérstakar
kveðjur bárust einnig frá Thor
Thors, sendiherra íslands í
Bandaríkjunum og dr. Helga
Briem, ræðismanni íslands í
New York.
Ræða biskupsins tók 28 mín-
útur, hann talaði með alvöru og
mælsku, sem hreyf áheyrendur
hans. Það er ekkert efamál, að
biskupinn haf ði mikil áhrif á á-
heyrendur sína.
Dnifsdalsverkfall 1927.
Frh. af 4. síðu.
kaupmenn þar og vinnuveit-
endur.
MÉR er allt kunnugt, hvað
gerðist í Hnífsdal þá.“
Ekki er nú sjálfsþóttinn
lítill. eða mat á eigin persónu
neitt smáræði. Ummælin um
sveltitilraunin skuli ómerk
vera, þar eð hið heitt elskaða
eigið ég bréfritarans, mótmæl-
ir Og þótt hann aðeins skrifi und
ir bréfið með skammstöfuninni
E. I. V., sem eftir greininni að
dæma ber helzt að lesa fyrir
orðin — Er Illa Vaninn — þá
er hann ekki svo lítið þekkt
stærð, að allir eiga ekki, að hans
dómi, — að láta sér nægja
mótmæli hans ein án annara
sönnunargagna.
En hvað segir þessi háa
persóna um eftirfarandi aug-
lýsingu?:
i fsafirfii hara tuiyut ose, afi aUar
■
'rvrCí stoðvaöár cg .jartLfraict fyrir-
að tlliynna, að
«c6 pvs afi iíosatorcaturnar
utboxganir fro oönaunum oUár ^cgna
sciDað afi XoKa sðlubúfium og isíuísi. D» leyfuo rj«r oss
jölubúðuœ oíX&r og tsöuri rcrður latab Crrst um •lnn-
' anifidal
Hvort sannar hún mitt mál
eða hans?
Hvort er hún þeim, er að
henni stóðu til sæmdar eða
smánar?
Hvort telur bréfritarinn sig
gera þeim, er hann hyggst
verja gagn eða ógagn, með því
að framkalla slík jarðteikn
fyrir sjónir alþjóðar.
;>ví að það mun bréfritarinn
sanna, að það er jafn erfitt
fyrir hlutaðeigendur að komast
frá auglýsingu þessari og ef
einhverjum kæmi til hugar, að
komast undan gamalli skuld
með því að rífa sundur skulda-
viðurkenninguna fyrir augun-
um á lánardrottni sínum.
Bréfritarinn heldur áfram og
segir:
„Hefði verið um sveltitilraun
að ræða af kaupmanna hálfu í
sambandi við verkfallið, hefði
Hnífsdælingar auðveldlega get-
að fengið vistir frá ísafirði.
En þessi sveltitilraun er bara
hreinn uppspuni, sem oltið
hefur út úr myrkraríki höfuðs-
ins á Helga . .. .“
Auglýsingin hér að framan
sýnir, hversu mikill uppspuni
af minni hendi sveltitilraunin
er, en þar sem bréfritarinn
minnist á, að auðvelt héfði ver-
ið fyrir Hnífsdælinga að fá
vistir frá ísafirði, og hann hef-
ur áður látið þess getið, að hon-
um sé kunnugt allt sem um
þessar mundir gerðist í Hnífs-
dal„ þá er ekki úr vegi, að
hann hristi fram úr minni sínu,
að um þessar mundir voru
vinnulaun almennt greidd í
vörum, en ekki peningum í
Hnífsdal. — Einhverra hluta
vegna kunnu nú kaupmennirnir
þeim sið betur og það þótti
ekki lítil óskammfeilni af
verkamönnum að æskja pen-
inga fyrir vinnu sína.
Verkafólk gat fengið píring
af haldabrauði, margaríni, kaffi
og haframjöli fyrir vinnu sína,
þ. e. a. s. ef það var góðu börn-
in og tók ekki þátt í slíku of-
beldi sem verkfalli, en þá, já,
þá var búðunum bara lokað og
kerlingarnar, karlarnir og
krakkaskammirnar gátu þá
bara soltið.
Og það hefði verkalýðurinn
í Hnífsdal orðið að gera í þetta
sinn, ef hann hefði einmitt ekki
sótt vistir sínar til ísafjarðar,
en því aðeins var hann þess
megnugur að Verkalýðsfélagið
Baldur á ísafirði lagði fram álit
lega fúlgu úr sjóði sínum,
verkfallsfólki á Hnífsdal til
hjálpar.
Og það var ekki hvað sízt
fyrir þá aðstoð, er Verkalýðs-
félagið Baldur veitti okkur, að
okkur tókst að sigra í kaup-
deilu þessari og æ skyldu hin
ýmsu stéttarfélög vera þess
minnug, að veitt aðstoð öðru
stéttarfélagi hefur tvíþætt gildi.
Hún greiðir úr fjárhagsvand-'
ræðum og hún vekur þann
þrótt og þá hrifningu sem því
er samfara að finna, að sá, er
baráttu heyir stendur ekki
einn, heldur er umluktar hjálp-
fúsum vinum, er skapa honum
sigurvissu, er aftur hjálpar
honum til að ná settu marki.
Ég vil svo að lokum segja
þér þetta bréfritari góður:
í viðtali Alþýðublaðsins við
mig 13. þ. m. eru ekki neinar
aðdróttanir um sveltitilraunir
atvinnurekendanna í Hnífsdal
1927, þar er eingöngu getið
staðreynda, eins og þú kemst
að raun um við lestur auðlýs-
ingarinnar, sem fylgir grein
þessari.
Og hversu feginn sem ég vildi
nú gera það fyrir þig, eins og
þú mælist til við mig í grein
þinni; að sleppa frá þessu, sér-
staklega einum atvinnurekand-
anum, vegna þess að hann hafi
þá legið sjúkur, þá sérðu á
undirskriftunum undir auglýs-
ingunni, að slíkt væri fölsun
Staðreynda, og jafn -atmiát
persóna, og þú, getur vafl fárið
fram á slíkt — jafn vel við mig
lítinn karl, og lítið. þeltktan,
svo að þín eigin orð séu notuð.
En aftur á móti gefir þú tilefni
til frekari umræðna um þetta
mál, getur svo farið, að hlutur
þess, er þú helzt vildir bera
blak af yrði sá, að flestum
fyndist á þér sannast:
„Heggur sá, er hlífa skyldi,“
því að ýmislegt er enn af minni
hálfu ósagt. —
Helgi Hánnessoh.
*■—.» -a
Bandaríkjamenn ráS-
asi á Marian-eyjar.
ENN hafa borizt fregnir um,
að amerísk herskip og flug
vélar hafi ráðdzt á stöðvar Ja-
tpana á Kyrrahafi. Að þessu
sinni var ráðizt á Marian-eyjar,
sem eru norður af Karólín-eyj-
um. Fregnir eru enn næsta ó-
ljósar af þessum atburðum, en
þó má ráða, að flugvélaskip hafa
tverið að verki. Ekki er vitað,
hvort þetta sé sami flotinn sem
réðizt á Truk fyrir skemmstu,
en þetta þykir benda til þess, að
Bandaríkjamenn hafi töglin og
hagldimar á Kyrrahafi og að
Japanar, hafi orðið fyrir svo
miklu tjónd, að þeir geti ekki
lagt til meiri háttar sjóormstu.