Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 2
<M-P»^PUBLAPIP Föstndagur 25. februar IMC Hinn fyrirhugaði Melaskóii. Myndin er af líkani, gerðu eftir teikningu Einars Sveinssonar arkitekts. Melasköli mikil inn- fluiningur á fainaði. Hvers vegna er ekki tekin upp skömmtun? i INNFLUTNINGSLEYFI skó fatnaðar til landsins mink ar að verulegum mun. Þrátt fyr ir það telur ríkisstjórnin ekki nauðsynlegt að taka upp skömmt un á skófatnaði og verður það að teljast mjög vafasöm ákvörð- un. Til þessa heíir innflutningur skófatnaðair verið litlum tak- anörkunum háður, en vegna erf- iðleika hafa viðskiptaþjóðir okk ar ekki talið sig geta látið okk- «r fá hann ótakmarkaðan í framtíðmni. Samningar hafa verið gerðir um þessi mál og hef ir samist svo 'um að við fáum 68.625 pör af ársfjórðungi, en þetta magn skiptist þannig: Verkamannaskór 8100 pör. Karlmannaskór 13500 pör. kven skór 22275 pör, baraskór 15750 pör og inniskór, allar tegundir, 9000 pör. Hefir verið samið um þetta magn fyrir tvo næstu ársfjórð- unga. — Til viðbótar er svo framleitt nokkuð af skófatnaði í landinu sjálfu, en þegar innflutn ingur er takmarkaður virðist nauðsynlegt að taka upp skömmt .un svo að hægt sé að koma í veg fyrir hömstrun. Fjölmenn jarðarför Jóhanns Þorkeís- sonar fyrrv. dóm- kirkjuprests. TARÐARFÖR Jóhanns Þor- kelssonar fyrrverandi dóm kirkjuprests fór fram í gær að viðstöddu geysimiklu f jölmenni. Mættu meðal annars margir prestar. Jarðað var í gamla kirkjugarð inum. í byrjun fundar sameinaðs þings í gær minntist forseti hins látna kennimanns, en þingheim ur reis úr sætum sínum. og MafiM haBÉ.ts tisn t&FHÍPnf8M Einar Sveinsson arkitekt teikn- aði skólabyggínguna. H AFIZT verður handa um byggingu Melaskóla, eins og nafnið bendir til verð- ur hann reistur á melunum, sunnan Hringbrautar, um 160 metra suður of Reynimel. Formaður skólanefndarinnar, Lárus Sigurbjörnsson, skólastjór inn Arngrímur Kristjánsson, arkitektinn, sem gert hefir teikn ingu af þessari stórhyggingu, Einar Sveinsson og fræðslufull- trúi bæjarins Jónas B. Jónsson, kölluðu á blaðamenn í gær til þess að sýna þeim teikningarnar og líkan, sem Axel Helgason hafði gert af skóianum. Arngrímur Kristjánsson skóla stjóri lét þess getið sérstaklega að hann hefði kynnt sér teikn- ingarnar með aðstoð arkitektar- ins og yrði hann að segja, að hann teldi mjög vel séð fyr- ir öllum þörfum slíkrar stofn- unar. Arkitektinn skýrði teikning- arnar fyrir blaðamönnum og for maður skólanefndarinnar ræddi um skólann. Gáfu þeir eftixfarandi lýsing- ar á þessum fyrirhugaða skóla. Skólinn er byggður fyrir skóla skyld -börn í Skildingarnesskóla hverfi, sem nú er, þar áð auki er ætlast til þess, að hann létti að verulegu leyti af Miðbæjar- barnaskóla. Tvísettur tekur skól inn 1300-—1400 börn, en gert er ráð fyrir að þar verðí til kennslu 1200 börn. Myndi skólinn þá taka við ca. 800 þörnum sem nú eru skólaskyld til Miðbæjarskól- ans, en það þýðir aftur, að Mið- bæjarskóli gæti létt töluvert af Austurbæjarskólanum. Skólahverfi hins nýja skóla tekur væntanlega til meginhluta Nessóknar (að Seltjarnarnesi undanskyldu) og ef til vill nokk urs hluta Vesturbæjarins. Tak- mörk annars skólahverfa í bæn- um myndu svo breytast tilsvar- andi. Á skipulagsuppdrætti bæjar- ins sunnan Hringbrautar er skól anum ætlaður staður á Melun- um ca. 160 m. suður af Reyni- mel og austanvert við götu, sem stefnir á Elliheimibð við Hring braut. Á næsta þyggingarreit við skólann er gert ráð fyrir annari opinberri byggingu. (Neskirkju). Skólabyggingin er þríiyft steinsteypuhús auk kjallara. Þriðja og efsta hæð hússins er samt ekki byggð upp úr nema að okkru leyti, þar sem breiðar svalir eru framan við kennslu- stofur á þriðju hæð. Útbygging- ar eru við skólann að vestan og austan, önnur er leikfimishús skólans, en hin er fyrir fata- geymslu (neðri hæð) og kennara stofur (efri hæð). Aðal-leikvangur skólans er suðaustanvert við bygginguna og ganga börnin frá leikvangi inn í hina hringmynduðu við- byggingu um þrennar dyr. Neðri hæðin er hólfuð niður fyrir fata- geymslu og liggur þaðan greið- ur gangur um veglegan skála, sem er anddyri hússins, og grein ast þaðan leiðir barnanna um stiga og ganga inn í kennslustof- ur og aðrar vistarverur. Skálinn er í beinu sambandi Frh. á 7. síðu Samkeppninni om teikn- ingar að Neshirkjn lokið. Ágúst Pálsson fekk fyrstu verðlaun* Bárður ísleifsson önnur og Sigurður Guð mundsson og Eirikur Einarsson þriðju. SAMKEPPNI um teikningar að hinni fyrirhuguðu Nes- kirkju er lokið og hefir dómnefndin kveðið upp úr- skurð sinn. Alls bárust 8 teikningar og hlutu þrjár verð- laun. Fyrstu verðlaun hlaut Ágúst Pálsson, önnur verðlaun Bárður ísleifsson og þriðju verðlaun Sigurður Guðmundssom og Eiríkur Einarsson. Dómnefndina skipuðu þessir menn: Dr. Alexander Jóhann- esson, Jón Thorarensen prestur, Sigurður Jónsson skólastjóri, sem er formaður sóknarnefnd- arinnar, Sigurjón Pétursson framkvæmdastjóri og Björn Ó1 afsson Mýrarhúsum. — Nefnd- in ákvað þegar í fyrra að skrifa félagi húsameistara og biðja það að tilnefna tvo menn úr hópi félaga sinna í nefndina. Varð félagið við því og til- nefndi þá Gunnlaug Halldórs- son og Halldór Jónsson. Störf- uðu þeir með nefndinni og varð úrskurður allrar nefndarinnar samhljóða. Dr. Alexander Jóhannesson hafði orð fyrir nefndinni, er hún boðaði blaðamenn á fund sinn í gær. Sagði hann meðal annars: „Flestar kirkjuteikningar til þessa, hér á landi, hafa verið gerðar af hinum viðurkennda húsameistara ríkisins, en nú var út af þessu breytt. Eftir að sóknarnefnd Neskirkju hafði snúið sér til mín og beðið mig að vera í nefndinni, var ákveð- ið að efna til opinberrar sam- keppni um teikningu að kirkj- unni. Var gefinn ársfrestur og ákveðið að veita þrenn verð laun: 7 þúsund, 5 þúsund og 3 þúsund. Alls bárust okkur 8 teikningar og höfum við nú kveðið upp dóminn. Ágúst Páls- son fékk fyrstu verðlaun, Bárð- ur ísleifsson önnur verðlaun og þeir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson fengu þriðju verðlaun. Við vitum ekki hverj- ir sendu hinar teikningarnar. Við erum mjög ánægðir yfir úr- slitum þessarar samkeppni. All- ar hugmyndirnar hafa margt til síns ágætis — og margar eru mjög fallegar. Ég vil taka það fram, að nefndin felldi úrskurði sína einróma. Frh. á 7. síðu. Flytt af st|érgiarskráriiefnd neSri desldar. S TJÓRNARSKRÁRNEFND lagði fram í neðri deild al- þingis í gær frumvarp til laga um réttindi danskra ríkis- borgara á íslandi. í greinargerð fumvarpsins segir, að það sé samið að tilhlutun skilnaðarnefndar sameinaðs þings og stj órnarskrárnefnd beggja deilda í samvinnu við dómsmála- ráðherra. Frumvarp þetta stendur í sam bandi við afgreiðslu skilnaJðar- málsins og lýðveldisstjómar- skrárinnar. Skulu lögin öðlast gildi samtímis þingsályktuartil- lögunni um niðurfellingu sam- bandslagasáttmálans. Frumvarpið er svohljóðandi: „Þeir, er danskan ríkisborg- ararétt hafa öðlazt samkvæmt þeim reglum, er þar um giltu fyrir 9. apríl 1940, eða öðlast hann síðar eftir áðurnefndum reglum, skulu hér á landi njóta þess jafnréttis við íslenzka rík- isborgara, er þeim var áskilið í 6. gr. sambandslaga íslands og Danmerkur 30. nóv. 1918, fyrst um sinn, þar til 6 mánuðum eftir að samningar um það mál geta hafizt milli íslands og Danmerkur.“ Sameieiað þing: Skilnaðariillögunni vísað lil 2. umræðn. U RAMHALD fyrri um- ræðu um tillögu til þingsályktunar um niðurfell ingu dansk-íslenzka sam- bandslagasamnings fór fram í sameinuðu þingi í gær. Varð' umræðunni lokið og kom því næst til atkvæða breytingar tillaga skilnaðamefndar. Var hún samþykkt með samhljóða atkvæðum og tillögunni síð- an vísað til 2. umræðu með' 43 samhljóða atkvæðum. Umræður um málið urðu ekki miklar á þessu stigi. Til máls tóku: Bjarni Benediktsson, Einar Arnórsson dómsmálaráð- herra og Stefán Jóhann Stefáns; son. Bjarni Benediktsson var fram sögumaður skilnaðarnefndar. Mælti hann fyrir breytingartil- lögu og áliti nefndarinnar og rakti auk þess nokkuð baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði sínu og eðli og innihald sambands- lagasamningsins. Stefán Jóh. Steíánsson kvað,st ekki þurfa að fjölyrða um mál- ið á þessu stigi. Hann hefði í: upphafi umræðunnar látið f ljós þá skoðun, hvílík höfuð- nauðsyn væri á því, að íslend- ingum auðnaðist að standa sam- an um lausn þessa mikilvæga máls, svo og, að farið væri að lögum um niðurfelling sam- bandslagasáttmálans. í skilá- aðarnefnd hefir nú náðst sam- samkomulag, sem ég get Vel unað, sagði Stefán Jóhann. Og það má án efa gera ráð fyrír, að í þjóðaratkvæðagreiðslunni fáist sú þátttaka, er sambands- lögin tilskilja, þegar allir flokk- ar þingsins hafa bundizt sam- tökum um að beita áhrifum sínum í þá átt. Og ég vil láta í ljós þá ósk og von, sagði Stefán Jóhann að lokum, að atkvæða- greiðslan fari fram með þeirri festu og myndarskap, að þjóð- inni megi verða til sæmdar, og efla aðstöðu hennar út á við. SkðmitBn ðkveðÍR ft kalfibæti. AKVEÐIÐ hefir verið að taka upp skömmtun á kaffi bæti. Fylgir það fregninni að skömmtunin gildi um þann kaffi bæti, sem til sé í landinu, en enginn kaffiibætir hefir fengist undanfarið, eins og kunnugt er. Er ætlast til að hver einstak- lingur, sem orðinn er 12 ára fái 125 gr. af kaffibæti...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.