Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 25. febrúar 1944, ALÞYÐUBl 'nm ^Bœrinn í dag. | »<&®0©<3>03X3><3 Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030: Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Næturakstur annast Litla bíla- stöðin, sími 1380. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: ,,Bör Börs- son“ eftir Johan Falkberget, VIII (Helgi Hjörvar). 21.00 Pianokvartett útvarpsins: Pianó-kvartett í g-moll eft- ir Mozart. 21.15 Fræðsluerindi Stórstúkunn- ar: Frá sjónarhóli lögregl- unnar (Agnar Kofoed-Han- sen lögreglustjóri). 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (Björn Sigfús- son). 21.55 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar (plötur): a) Fiðlukonsert í a-moll eft- ir Prokoffieff. b) Symfónía eftir Szostakowics. 23.00 Dagskrárlok. Alþingi palkar Þjóð- rækaisfélaginn vest- an hafs. VEGNA 25. ára afmælis Þjóðræknisfélagsins í Vest urheimi sendu forsetar alþingi. Richard Beck forseta Þjóðrækn isfélagsins svohljóðandi skeyti: „í nafni alþingis sendum vér félaginu árnaðaróskir með þökk fyrir 25 ára starfsemi í þágu íslends og íslenzkrar menning ar.“ í gær barst forsetum alþingif svohljóðandi skeyti: „Alúðarþakkir til yðar og al þingis fyrir heillaskeyti, kveðjur og árnoðaróskir. Þjóðræknisfé- lagið — Beck forseti.‘ Félagslil. GuSspekifélagið Aðalfundur Reykjavíkur- stúkunnar verður í kvöld kl. 8,30. Erindi flutt. Félagar beðnir að fjölmenna. Skíðadeildin Skíðaferðir að Kolviðarhóli á Laugardaginn kl. 2 og kl. 8 ef fært er. Farmiðar í ÍR-húsinu í kvöld kl. 8—9. Ásunnudag verður farið kl. 9 Farmiðar seldir í verzl. Pfaff Skólavörðustíg á laugardag kl. f. h. Ekið eins langt og fært er. 12—3. Freyjufundur í kvöld kl. 8V2 G.T.-húsinu niðri. * Endurinntaka. Inntaka nýliða. Upplestur o. fl. Fjölmennið stundvíslega. Æðstitemplar. Ríkisstjóri ísalods á- sarpar piag pjóð- ræknisfélagsins. Gleði meðai Vestur ís'endioga yfir heimsókn blskups. C VEINN BJÖRNSSON ^ ríkisstjóri sendi þingi Þjóðrækniáfélags Vestur-ís- lendinga ávarp á talplötu og fór herra biskupinn með hana vestur. í gær fékk Alþýðublaðið eft- irfarandi tilkynningu um komu biskups vestur og ávarp ríkis- stjóra. „Ríkisstjóra hefir borist svo- hljóðandi símskeyti: „Heimsókn biskups söguleg- ur viðburður. Ávarp hans til þingsins og kveðjuávarpi yðar af hljómplötu var tekið með miklum fögnuði. Erum dnnilega þakklátir fyrir kveðju yðar og þjóðarinnar. Þjóðræknifélagið Beck forseti.11 Ríkisstjóri hafði talað á hljóm plötu stutt kveðjuávarp til þings Þj óðræknisf élagsins en bikup flutti hljómplötuna vest- ur. Enn fremur sendi ríkisstjóri þinginu árnaðaróskir símleiðis. Ávarpið á hljómplötunni var svohljóðandi: „Kæru landar vestan hafs. Ungur átti ég í föðurhúsum kost á því að sjá einstaka Vest- ur-íslendánga, sem komu hing- að til lands í heimsókn. Mér fannst þá flestir þeirra vera eins og útlendingar. Árið 1913, þegar verið var að undirbúa stofnun Eimskipa- félagsins, komu hingað í um- boði Vestur-íslendinga nokkr- ir menn að vestan. Erindi þeirra var að ræða við okkur á hvern hátt landar okkar handan hafs- ins gætu rétt hjálparhönd til þess að koma í framkvæmd þessu þjóðþrifafyrirtæki, sem þá var talið Grettistak fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð. Þá fann ég að Vestur-íslend- ingar voru ekki útlendingar. Þótt þeir væru borgar í öðru landi var hugur þeirra hér heima og umhyggja þeirra fyr- ir velferð íslands engu minni en okkar hér á íslandi. Fyrir 25 árum stofnuðu þið þjóðræknisfélagið í því skyni að halda uppi á virkan hátt rækt við ísland, íslenzka menn- ingu og tungu. Félagið hefir unnið að þessu sleitulaust síð- an í aldarfjórðung og sýnir ekki á sér nein ellimörk. Þið Vestur- íslendingar urðuð löngu á und- a-n okkur á íslandi um að skipa fylkingu um þjóðleg, íslenzk verðmæti. Ég sé í huga mér fjölda á- gætra Vestur-íslendinga istáeyma úr mörgum áttum, suma um langan veg, til árs- þings félagsins. Það eru hvorki vonir um glys, veraldarauð né eitthvað annað, sem í askana verður látið, sem' draga ykkur til þessa fundar. Það er taug, sem er miklu dýrmætari. Hún er spunninn af sama toga, sem sú hin ramma taug „er rekka dregur fÖðurtúna til.“ Þið hafið gert ísland stærra og verið okkur íslendingum hér heima til heilbrigðrar áminn- ingar um skyldu okkar við þjóð- leg verðmæti. Þetta hlýjar okk- ur um hjartaræturnar. Hafið þúsundfaldar þakkir fyrir. í nafni íslenzku þjóðarinnar færi ég Þjóðræknisfélaginu hug heilar árjnaðaróskir á 25 ára afmælinu. Og þeim óskum fylgja alúðarkveðjur til ykkar allra, hvers einstaks." Hinn nýi Melaskóli. Frh. af 2. síðu. við leikfishúsið, en auk þess er sérinngangur í það utan frá. í kjallara hússins eru kennslu stofur fyrir matreiðslu, smíðar og annað verklegt nám. Þar eru og salerni og snyrtiherbergi fyr- ir drengi og stúlkur. íbúð um- sjónarmanns er í suðaustur horni byggingarinnar í kjallaran um, 3 herbergi og eldhús. Á fyrstu hæð eru 7 kennslu- slofur og lækna- og hjúkrunar- herbergi skólans. Kennslustofur á fyrstu hæð eru ætlaðar yngstu börnunum og er sérinngangur fyrir þau frá leikvangi þeirra, sem er suðvestan við bygging- una og aðgreindum frá aðalleik vangi. Á annari hæð eru <11 kennslu- stofur og áhaldaherbergi. Á þriðju hæð eru 4 kennslu- stofur og aðalsamkomusalur skól ans. Frá þessum stofum og sam- komusalnum er gengt út á sval- ir skólans. Tilætlunin er, að í þessum stofum fari fram fram- halds-kennsla á vorin. Samkomusalur verður þann- ig útbúinn að þar geta farið fram leikfimi yngstu baranna og hafa þau sér búningsherbergi og böð. í skólanum verða þannig 22 kennslustofur og auk þeirra 5 stofur fyrir verklegt nám í kjall ara. Vel er séð fyrir skólastjóra og kennurum hvað húsrúm snertir í efri hæð hinnar hring- mynduðu útbyggingar. í leikfimishúsi skólans er sal- ur 10x20 m. að innanmáli með tilheyrandi búningsherbergj um og böðum o. fl. Auk þess er gert ráð fyrir að byggja útisundlaug með sóibyrgi og fatageymslu á skólalóðinni við leikfimishúsið. 100 þús. kr. í sjóðí iii Lelkfimishúss Kvennáskóians. VT EMENDASAMBAND Kvennaskólans hefir nú þegar safnað rúmlega 72 þúsund krónum til byggingar leikfim- ishúss fyrir Kvennaskólann. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir og veitt kr. 30 þúsund til bygg- ingarinnar á síðustu fjárhagsá- ætlun. Mun verða hafizt handa um bygginguna eins fljótt og fært þykir. Aðalfundur nemendasam- bandsins var haldinn í fyrradag og var hann fjölsóttur. Stjórn sambandsins var endurkosin, að undantekinni Mörtu Pétursdótt- ur, sem var kosin meðstjórn- andi í stað Guðrúnar Markús- dóttur, en hún baðst undan endurkosningu. Stjórn félags- ins er nú skipuð sem hér segir: Laufey Þorgeirsdóttir form., Aðalheiður Kjartandóttir ritari, Þorgerður Þorvarðardóttir gjald keri, Soffía Ólafsdóttir og Marta Pétursdóttir. — Endurskoðend- ur voru kosnir: Ragnheiður Jónsdóttir og Sesselja Sigurðar dóttir, formaður skemmtinefnd ar Sigríður Þórðardóttir og’ for- maður fjáröflunarnefndar Sig- ríður Briem, sem var endur- kosin. Innilegar þakkir fyrir vottaða samúð og vinsemd við fráfall og jarðarför föður míns, J Gunnars Einarssonar, fyrverandi kaupmans. Fyrir hönd batrna hins láta og annara aðstandenda. Friðrik Gunnarsson. Konan mín, móðir okkar og dóttir, Anna Guðmundsdótiir, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, laugardaginn, 26. þ. m. Húskveðja hefst á heimili okkar, Baugsveg 29, kl. IV2 e. h. Lárus Jónsson og börn. Júlíana Sveinsdóttir. Guðmundur jónsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ogföður okkar, Ásgríms M. Sigfússonar framkvæmdastjóra. Ágústa Þórðardóttir og böm. Verkakvennafélagið Framsókn er á þrítugasta ári sínu. Þetta misprentaðist í blaðinu í gær. Barnakórinn „Sólskinsdeildin“, með aðstoð yngri kórsins, börn- um 5—10 ára, efnir til söng- skemmtunar í Nýja Bíó á sunnu- daginn kemur kl. 1.30 — Allur á- góðinn rennur til barnaspítala- sjóðs Hringsins. Trésmiðafélag Reykjavíkur heldur aðalfund sinn í Baðstofu iðnaðarmanna á morgun kl. 3.30. Til umræðu verður húsbyggingar- mál. Neskirkja. Framhald af 2. síðu. Við gerðum þær kröfur, er yið efndum til samkeppninnar, að kirkjan yrði stílhrein og fögur, að hún tæki a. m. k. 400 manns í sæti og yrði rúmgóð, auk þess yrði gert ráð fyrir kapellu fyrir allt að 150 manns, þá skyldi einnig gert ráð fyrir lestrarsal, kaffistofu, prestsher- bergi o. fl. Ég vil taka það fram, að enn er ekki ákveðið eftir hvaða teikningu verður byggt. Um kirkju Ágústs Pálssonar vil ég aðeins segja það, að teikn ingin er mikil nýjung hér á landi. Er hún fyrst og fremst. iniðið við notkunarhæfileika. Kirkjan á að snúa frá vestri til austurs og rís upp í 20 metra hæð. Hún getur tekið 600—700 manns. Hún er áætluð að vera um 6 þúsund kúbikfermetrar, og lauslega er áætlað, að hún kosti um 1 milljón króna. Allar þessar teikningar verða til sýn- is á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 4—7.“ Ágúst PálSson lét fylgja teikningu sinni skriflega lýs- ingu. í henni segir meðal ann ars um kirkjuna að utan: „Eldri form og hlutföll í kirkjubyggingmu eru ekki not- uð, þótt fögur séu, nema þar, sem þau eiga rétt á sér, en það verður lítið áberandi vegna þess, að önnur sjónarmið eru ráðandi, eins og fyrr segir. Hér er áherzla lögð á að form kirkj- unnar segi til sín, bæði inni og úti.“ Enn fremur segir arkitekt- inn: „Ég hefi hagað lögun kirkj- unnar fyrst og fremst með til- liti til þess, að hljómflutningur og áhrif birtu fái sem bezt not- ið sín. Allt, sem snertir guðs- þjónustu, fer fram í kórnum. Hið hækkandi loft gerir það að verkum, að það, sem gerist í kórnum, ræða, tón og söngur, heyrist jafnvel, hvar sem er í salnum. Jafnframt hefi ég gef- ið veggjum salsins þá Iögun, að hósti eða önur slík hljóð frá kirkjugestum, berast tæplega inn í kórinn. — Aftan við pré dikunarstólinn er skábretti til að beina tali prestsins sem bezt fram til áheyrenda. Hið síhækkandi loft, og hið mikla ljóshaf, sem leikur um kórinn, gefa honum tignarlegan og áhrifamikinn svip, og draga athygli að því, sem fer þar fram. Aftur á móti hefur salur- inn dempaða birtu aftan til. Ný vísindi skapa ný efni, en þetta hlýtur aftur að leiða til þess, að ný form verði til. Því fyrr sem vér lærum að þekkja og viðurkenna þann sannleika, þeim mun örari verður fram- þróunin á sviði byggingarlistar- innar,sem er einn hinn mikils- verðasti þátturinn í framþróun meningarinnar. “ Því miður var engin 1 jós- mynd til af þeim teikningum, er fengu verðlaun. Meistarakeppni í Bridgefélagimi. Aíís taka 8 sveitir þátt í keppninni. ]MJ EISTARAKEPPNI Bridge iwj. félags Reykjavíkur hefst næstkomandi sunnudag kl. 1.30 að Hótel Borg. Alls taka 8 sveit- ir þátt í keppninni . Éru sveitirnar þannig skip- aðar: . 1. Sveit Gunnars Guðmunds- sonar (Lárus Karlsson, Bene- dikt Jóhannsson, Árni M. Jóns- son). 2. Sveit Lárusar Fjeldsted (Pétur Magnússon, Guðmundur Guðmundsson, Brynjólfur Stef- ánsson). 3. Sveit Harðar Þórðarsonar (Einar Þorfinnsson, Torfi Jó- hannsson, Gunnar Pálsson). 4. Sveit Stefáns Þ. Guð- mundssonar (Helgi Guðmunds- son, Sigurhjörtur Pétursson, Óli Hermannsson). 5. Sveit Axels Böðvarssonar (Helgi Eiríksson, Stefán Stef- ánsson, Einar B. Guðmundsson). 6. Sveit Ársæls Júlíussonar (Baldur Möller, Þorgeir Stein- þórsson, Magnús Björnsson). 7. Sveit Brands Brynjólfs- sonar ( Ingólfur Isebam, Ing- ólfur Guðmundsson, Eggert Hannah). 8. Sveit Gunngeirs Péturs- sonar (Örn Guðmundsscn, Skarphéðinn Pétursson, Einar Ágústsson). Keppninni stjórna þeir Pétur Sigurðsson, Árni Snævarr og Gunnlaugur G. Björnsson. Öll- um er heimill aðgangur. Félags- menn fá ókeypis aðgang, enda sýni þeir skírteini við inngang- inn. Gengið er inn um suður- dyrnar. Spilaðar verða 7 um- ferðir, þar af 4 á Hótel Borg, en 3 úti í bæ. „Hreyfill“, bifreiðastjórafélagið, heldur árs- hátíð sína næstkomandi mánudags kvöld í Oddfellowhúsinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.