Alþýðublaðið - 27.02.1944, Síða 6

Alþýðublaðið - 27.02.1944, Síða 6
 Hver þeirra verður valin? Uppdráttur Ágústs Pálssonar af Neskirkju, fékk 1. verðlaun. Uppdráttur Bárðar ísleifssonar. fékk 2. verðlaun. Uppdráttur Sig. Guðmundssonar og Eir. Einarssonar, fékk 3. verðl. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Framhald af 4. síðu. lieiði. Marga svipaða dag'a hefi ég lifað sem ferðamaðiír. Reykvík- ingar þyrftu að vita meira um þessa atburði en raun ber vitni um. Hvað halda menn, að svona ferð kosti? Vill alþingi ekki leysa vegamálaskrifstofuna undan þeirri vinnu að reikna út, hvað kosti að leggja steinsteyptan veg undir snjó inn á Hellisheiði?“ Þannig lýkur ferðasögu Bjarna á Laugarvatni. Óneit- anlega er hún athyglisvert inn- legg í þær umræður, sem nú fara fram um vetrarvegina austur yfir fjall. Og væri hún ekki meðal annars íhugunar- verð fyrir alþingsmenn, áður en gengið verður til atkvæða á þingi um þær tillögur, sem nú liggja fyrir þar um þessi vega- mál? Tíminn skrifar í gær: „Síðan Þjóðviljinn hætti að birta einkaskeytin frá alþjóðasam- bandi kommúnista, hefir hann tek- ið að birta fréttaskeyti fá erlendri stofnun, er nefnir sig General News Service. Fréttaskeyti þessi eru þó mjög ólík fréttaskeytum annarra slíkra stofnana, því að þau mega heita ómengaður áróður í kommúnistiskum anda. Hér mun líka aö ræða um stofnun, er lengi hefir verið hálfsáluð undir hand- ieiðslu kommúnista, en fékk merki lega aukinn lífskraft, þegar al- þjóðasamband Rússa var lagt niður. Allar líkur benda því til, að ,,línan“ frá Moskvu hafi hér fund- ið nýjan farveg og Brynjólfur þurfi því ekki að bíða ráðlaus mánuðum saman, eins og fyrst í stað, eftir að alþjóðasamband kommúnista var lagt niður.“ Þetta er áreiðanleoa ekki neitt ólíklega til getið hjá Tím- anum. Enda grunaði margan, þegar alþjóðasamband komm- únista átti að hafa verið lagt niður, að ekki myndi slitna fyrir það! ftLÞTÐUBLAÐiÐ Arffakar Flor. Nighfingale. (Frh. af 5. síðu.) Um sjö þúsundir særðir og sjúkir menn voru fluttir brott frá fremstu víglínu á Nýju Guineu á einum mánuði. Það tók aðeins eina klukkustund í flugvél, en hefði tekið þrjár vikur, ef flytja hefði átt þá á múlösnum, hefði þess annars verið nokkur kostur. Meðan á herförinni í Norður-Afríku stóð, voru átján þúsundir sjúkra manna fluttar loftleiðis, og að- eins einn maður lét lífið í þeim flutningum. Amerískar flughjúkrunarkon- ur hljóta sérstaka þjálfun við flugskólann á Bowman-flug- velli í Kentucky. Þær læra, að það ,sé hættulegt að fljúga of hátt með menn, sem hlotið hafa sérstaka áverka, og að stund- um verði að gefa deyfilyf og stundum beri að forðast slíkt. Þær læra meðhöndlan hinna kynlegu isjúkdóma Afríku, Austurlanda og ísþafslandanna. Hjúkrunarkonunum er einnig kennt, hvernig beri að hegða sér, þegar til hernaðarátaka kemur. Þær dveljast í herbúð- um við áþekk skilyrði og á víg- stöðvum væri. En þá eru þær löngum umsetnar að hermönn- um, sem fýsir að ljósmynda þær. Það að flutningar loftleiðis gangi greiðlega, skiptir miklu máli séð frá hernaðarlegu sjón- armiði en þó eigi síður af mann- úðarástæðum. Særðir menn og sjúkir eru til óhagræðis í bar- dögum. Áður fyrr táknaði brottflutningur þeirra það, að mikil þröng Rauða kross bifreiða var á öllum samgönguleiðum til vígstöðvanna. Það þarf tugi sjúkrabifreiða eða tvær járn- brautarlestir til þess að flytja fimm hundruð særða menn brott af orrustuvelli. En tuttugu og ein flugvél getur flutt fimm hundruð menn sex þúsund og fimm hundruð kílómetra vega- lengd á tveim sólarhringum. Og hinir særðu þurfa ekki leng- ur að óttast kvalirnar á léið sinni aftur til siðmenningar- innar. Meanlngarbarátta Horðmanna. Frh. af 3. síðu. / egs, og þeir reyndust einnig skeleggir forsvarsmenn mann réttinda, eftir að hinn naz- istíski innrásarlýður tók að hneppa þjóðina í þræla- fjötra. Enda leið ekki á löngu áður en rektor háskólans, Seip, var sviptur embætti og fluttur í fangabúðir. FYRST beindu Þjóðverjar skeyt um sínum að hæstarétti Nor- egs, síðan að kirkjunni og þvínæst að skólum landsins almennt. Að lokum kom svo röðin að háskólanum, eftir að tilraunir nazista til „sam- vinnu“ höfðu farið út um þúfur. Árangurslaust reynd- ist að múta stúdentum með fríðindum um það, að próf yrðu gerð auðveldari o. s. frv. Þeir reyndust verðugir afkomendur Björnsons og Wergelands. Öll norska þjóð in var þakklát hinum upp- rennandi menntamönnum og próf. Winsnes getur þess í grein sinni, að bræðraþjóð- irnar hafi einnig metið ein- beitta framkomu stúdent- anna að verðleikum, enda bárust samúðarkveðjur frá Sameining verkalýdsfélaga. Frh. af 4. síðu og hitt er verkakvenmafélag. Eft ir fólksfjölda í þorpinu er tala félagsbundins verkafólks lág. Á stöðum eins og Eskifirði er það vægast sagt hæpin ráðstöfun að hafa verkalýðsfélögin fleiri en eitt. Og ekki er hægt að færa nein haldgóð rök fyrir því, að verkakonur þurfi eða eigi að vera í félagi út af fyrir sig. Öll verkalýðshreyfingin er byggð upp á samstarfi og sam- vinnu fólksins, og takmark hennar en eitt, sé hún ekki á villigötum. Það er því hættu- leg og hlægileg firra, að kven- fólkið þurfi að vera í sérstök- um verkalýðsfélögum. Sé ráð- ríki karlmanna eða sinnuleysi þeirra um hag kvenfólksins svo mikið að hætta sé á, að þeir beri hlut kvennanna fyrir borð, ef þær eru í sama félagi, hversu miklu meiri hætta er þá ekki á því hinu sama, ef kynin eru tvístruð í tvö eða fleiri félög. Án aðstoðar hvers annars kom- ast þessir frá náttúrunnar hendi eðlilegustu samverkamenn ekki af, ef nokkur árangur á að nást af haráttu fólksins fyrir bætt- um kjörum og aukinni menn- ingu. Sérstaklega eru tekin dæmin frá Akureyri og Eskifirði vegna þess að á þeim stöðum virðast öfgarnar í félagafjöldanum einna mestar, þótt víðar sé pott- ur brotinn. Niðurstöðurnar af þessum hugleiðingum verða eftirfar- andi: Fyrir liggur ótvíræður vilji 17. þingsins um samein- ingu verkalýðsfélaganna, þótt ekki sé vitað, hvort þingið hefir ætlazt til að sameiningin væri framkvæmd eins og hér að fram an er rætt um. Þá má þó telja víst, að stjórn Alþýðusambands- ins ber að taka nú þegar til ó- spilltra málanna og stöðva all- ar stofnanir nýrra félaga á fé- lagssvæðum hinna eldri félaga og vinna sleitulaust að því að sameina smáfélögin í stór verka lýðsfélög. Að sjálfsögðu verður að við- hafa hina mestu varfærni um sameiningu félaga, því þau mál geta orðið viðkvæm, og ávallt ber að gæta þess, að ákafinn í s;|meininguna verði a|kká það mikill, að það sundrist, sem sameina á. Verður þá heldur að hlíta því, að sameining ein- stakra félaga dragist á langinn, heldur en að til úlfúðar eða sundurþykkis dragi. Gjafir og áheit til ljósanefndar frjálslynda safn- aSarins í Reykjavík: Frá hjónum, til minningar um dóttur þeirra, kr. 559.00 (sem verja á til stofnunar ljósasjóðs). Áheit frá Kristófer kr. 200.00. Frá Jónu kr. 20.00. Frá Siggu kr. 10.00. Gjafir frá Guðrúnu Eiríksdóttur kr. 100.00. Frá Ingibjörgu og Kristófer kr. 100.00. Frá Línu og Unni kr. 50.00. Frá M. M. kr. 100.00. Til prestaskrúöa, afhent af séra Jóni Auðuns, frá safnaðar- konum kr. 100.00. Afhent af frú Þorbjörgu Skjaldberg og frá Arn- þrúði Stefánsdóttur kr. 100.00. Frá Guðmanni Hreiðars kr. 100.00. Frá Ólafíu Stefánsdóttur kr. 10.00. Frá frú Richter kr. 50.00. Afhent af frú Auðuns, frá Ólafi Magnús- syni, Njálsgötu 74, kr. 100.00 Kærar þakkir. María Maack. íslandi, Danmörku og Sví- þjóð. RITIÐ flytur fjölmargar aðrar eftirtektarverðar greinar, sem ekki er unnt að rekja að sinni, og auk þess er það myndum prýtt. Það er fagurt sýniShorn þess, hversu Norð menn erlendis, halda áfram að leggja fram ríflegan skerf til menningar og framfara, þrátt fyrir hin erfiðustu skil- yrði. Sunnudagur 27. febrúar 1944. Hæstaréttardómur úl af húsnæðismáli. Húsnæðisráðunaut ur bæjarins tapaði málinu. T FYRRADAG kvað hæsti- réttur upp dóm í máli Karls Þorfinnsonar gegn Magn- úsi V. Jóhannessyni, út af húsa- leigumáli. I dómi og niðurstöðum hæsta- réttar segir: „Benedikt Sigurjónsson full- trúi lögmanns hefur kveðið upp hinn áfrýjaða úrskurð. Áfrýjandi, Karl Þorfinnsson, sem skotið hefur máli þessu til hæstaréttar með stefnu 26. nóv. f. á., krefst þess, að hinn áfrýjaði fógetaúrskurður verði úr gildi felldur og stefnandi Magnús V. Jóhannesson, verði dæmdur til að greiða honum málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst staðfestingar fógetaúrskurðarins og máls- kostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir hæstarétti eftir mati dóras ins. Samkvæmt ástæðum þeim, sem greindar eru í úrskurði fó- geta, verður að telja, að áfrýj- andi hafi ekki með vanskilum á greiðslu húsaleigu fyrirgert leigurétti sínum. Tengdaforeldrar áfrýjanda fluttust á heimili hans 16. febrúar 1942 og hafa búið þar síðan. Hinn 28. júní 1943 kvað fógeti í öðru máli milli aðilja upp úrskurð, sem ekki nel'ur verið áfrýjað, þess efnis, að vist tengdaforeldranna á Iieim- ili áfrýjanda yrði ekki talin varða hann útburði. Dvöl þeirra á heimilinu eftir þann tíma telst ekki heldur eiga að valda brottfalli leigumálans. í sama úrskurði var framleiga til tveggja nafngreindra manna ekki metin áfrýjanda útburðar- sök. Annar þessara framleigu- taka fluttist brott í september, en hinn um mánaðamótin októ- ber og nóvember 1943. Þegar af þeirri ástæðu verður dvöl framleigutaka þessara í hús- næði áfrýjanda, eftir 28. júní f. á. ekki talin veita efni til út- burðar. Kemur þá til álita frarhleiga áfrýjanda til Bjarna Jörgens- sonar. Stefndi krafðist útburðar á áfrýjanda hinn 14. sept. f. á. Hinn 3. október f. á. framleigði áfrýjandi nefndum Bjarna eitt herbergi á rishæð hússins. Til- kynnti áfrýjandi stefnda þessa ráðstöfun munnlega hinn 4. okt. f. á. Með bréfi samdægurs lýsti stefndi þessa framleigu samningsrof og krafðist í fógeta rétti 12. okt. f. á. útburðar á á- frýjanda einnig af þessari á- stæðu. Varð þetta til þess, að áfrýjandi kom því til vegar, að Bjarni fluttist alfarinn úr her- berginu 10. nóv. f. á. Framléiga var áfrýjanda að vísu óheimil samkvæmt orðum leigumála að- ilja, en þar sem áfrýjandi lét greindan framleigutaka víkja úr herberginu, og dvöl hans þar rúman mánuð virðist ekki hafa valdið stefnda neinum baga, bá þykir ekki vera hér um að tefl i svo veruleg samningsrof, að út- burði eigi að valda. Samkvæmt framansögðu, her að fella hinn áfrýjaða úrskurð úr gildi. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður bæði í héraði og fyrir hæstarétti falli niðu.r. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði fógetaúrskurð- ur er úr gildi felldur.. Málskostnaður í héraði og fyrir hæstarétti fellur niður.“ Úfbreiðlð Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.