Alþýðublaðið - 27.02.1944, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 27.02.1944, Qupperneq 7
Suuúudagur 27. febrúar 1944. K ÍBœrinn í dag.| s»<><3>«^<3^><3><3>O<3>O<&<>0<^®©4>®®<!>®<^ : Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Helgidagslæknir er Úlfar Þórð- arson, Bárugötu 13, sími 4738. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 12.10 Há- degisútvarp. 13.30 Útvarp úr Tjarn arbíó frá samkomu, er guðfræði- deild Háskólans efnir til fyrir kristileg ungmennafélög: Ávörp og ræður, upplestur, söngur og hljóð- færaleikur. 15.30—16.30 Miðdegis- tónleikar (plötur): Klassísk lög (Lily Pons og Kostalanetz). 18.40 Barnatími (séra Friðrik Hall- grímsson o. f 1.). 19.25 Hljómplöt- ur: Lagaflokkur eftir de Falla. 20.00 Fréttir. 20.20 Einleikur á Viola (Sveinn Ólafsson): Rubin- stein: a) Allegretta. b) Moderato con moda. 20.35 Erindi: Tíminn og eilífðin, I (di'. þhil. Guðmundur Finnbogason). 21.00 Hljómplötur Lög leikin á eello. 21.05 Kórsöng- ur: Karlakór iðnaðarmanna syng- ur (söngsíjóri: Róbert Abraham. Ef.nsöingur: Annie C. Þórðarson. Undirleikur: Anna Péturss). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög (Danshljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar leikur og syngur kl. 22.00—22.40). 23.00 Dagskrárlok. Á MORGUN Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 12.101—13.00i Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Tíminn og eilífðin II (dr. phil. Guðmundur Finnbogason). 20.55 Hljómplötur: Leikið á bala- laika. 21.00 Um daginn og veginn (Bjarni Ásgeirsson alþingismað^ir). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Hol- ’ lenzk þjóðliög. Einsöngur (ungfrú Sigrún Magnúsdóttir): Lög úr leikritunum „Apakötturinn“ og ,,Neiið“. 21.50 Fréttir. Dagskrár- lok. Umsóknir um dvalar- leyfi II náms í Bret- landi 09 námsstyrki MR. CYRIL JACKSON, full- trúi The British Co’mcil á íslandi, hefur beðiS oss um að birta þetta: Það hefur verið ákveðið, að allar umsóknir um dvalarleyfi á Bretlandi, til náms. verði að koma um hendur The British Council. Af skiljanlegum ástæð 1 um, verður tala þessara leyfa takmörkuð. Allir’ sem hu? hafa á að bo'-.’a nám á Bretlandi á þes«u. ári, geri því svo vel að scnda Dr. Jackson skrifle^a umsókn sem fyrst, og ekki seinna en 20. | marz, næstkomandi, svo unnfj sé að veiting leyfa komi sem | réttast niður. j Upplýsingsr um frá umsóknum skuli gengið. fást á fcrezku ræði sms r r> s-skrifstöf- línni, Þórshamri. (Á Ak"revri eg í v"estmanneyjum hjá brezka varara ðismanninum). Dr. Jackson er vel ljóst, að ejshvd'i’ a kunni að hugkvæm ast að ■ m lcvfi, sem ekki ú”kft stýdertsm’ófi fyrr en í surnar, en þeir skulu samt snekja, og verður á eftir tekið i tillit til prófs þeirra. Það er mjög ólíklegt að fleiri fteti kom- ið til greina á þessu ári, þegar leyfunum hefur verið útbi-+að. Eins og að undanförn” mun The British Council gefa kost á námsstyrkjum við brezkar menntastofnanir. Námsstvrkirn- ir verða 100 sterlingspund og 350 sterlingspund á ári eftir á- stæðum. Ekki er enn ákveðið, hve margir námsstyrkirnir verða, en það mun fara nokkuð eftir því, hverjar námsOT°f ir nienn hyggjast að leggja stund á. Upnlvsinrrar um v'essa styrki fást á bTc ræðismannsskrif- sf' ú, Þórshamri, og hiá brezku vararæðismönmin'im á Akureyri og í Vestmannaeyj- um. Þeir, sem þegar hafa sent dr. Jackson umsóknir um dyalar- leyfi’ til náms á Bretlandi, þurfa ekki að senda nýjar. Þeir námsmenn. sem þegar njóta námsstyrkja British Coun- cils, á Bretlandi, þurfa ekki að sækja að nýju. BARN ALEIKURINN Óli smaladrengur, sem Guðm. skólaskáld Guðmundsson þýddi á sínum tíma, hefir nú verið sýndur alls 27 sinnum hér í bænum, 20 sinnum á s. 1. ári og 7 sinnum nú í ár. Börnin virðast aldrei verða þreytt á því að sjá leik þennan, og dæmi munu vera þess, að sama barnið hafi séð leikinn allt að 4 sinnum. — Leikurinn er líka sannkölluð barnafæða, saminn í æfintýrastíl, hinn aldagamli draumur smaladrengsins um auð og völd, sem að vísu í þessu tilfelli rætast bókstaflega, hvað Óla litla viðvíkur — á leiksvið- Inu. Auk þess eru leikendurnir allir á bernsku- og æskualdri eða allt frá litla ljósálfinum, sem aðeins er 4 ára snáði, og til konungsins, sem er tvítugur að aldri. — Má óhætt hvetja bæði börn og fullorðna til þess að sjá leik þennan, því hann er í alla staði iverður fyllstu athygli sökum þeirrar viðleitni, sem sýning hans felur í sér, að bæta úr þeirri vöntun á hæfilegum skemmtunum fyrir börn, sem raun er á hér í bæ, svo og vegna leiksins sjálfs, sem ber vitni þroskuðum fegurðarsmekk og vandvirkni, bæði af hálfu litlu leikendanna svo og ekki síður af hálfu leikstjóranna, þeirra frk. Emilíu Borg og' frú Þóru Borg Einarsson. Leikfélag Reykjavíkur á sannarlega þakkir skyldar fyrir leiksýningar þessar og hin frá- bæra aðsókn að leiknum ætti fremur að hvetja en letja fé- lagið til þess að halda áfram á þessari braut. G. S. Minnfngarorð nm Goðmnnd Einarsson frð Þingeyri. INN 28. október s.l. siglir inn Dýrafjörð nýtt og fag- urt skip. Dýrafjörður heilsar í allri sinni dýrð. Og yfir hugum fóllcsins verður óvenju bjart. Hingað til hafði verið talað um „nýja skipið“ með hrifningu og tilhiökkun, það skip, sem átti í framtíðinni að verða mikil lyfti- stöng þessa litla vestfirzka sjáv- arþorps. Cg nú var þessi draum- ur orðinn að veruleika: „Hilmir“ lá við bryggju á Þingeyri sem táknrænt merki hinna samein- uðu huga og handa. En bilið milli þessara tveggja andstæðna, gleði og sorgar, er oft stutt. Réttum mánuði síðar, 26. nóv- ember s.l., berst frá ströndinni niður hinnar miklu, örlaga- þrungnu öldu úthafsins, þeirrar öldu, sem ber okkur hinztu kveðju þeirra manna, sem voru við skyldustörfin á hafinu þessa skelfingarnótt. Með „Hilmi“ hvarf í djúp hafs- ins sú úrvalssveit, sem jafnan er í skipsrúmi hjá miklum afla- mönnum og afbragðs stjórnurum. Og með þeim lögðust í hina votu gröf konurnar, barnið og íþrótta- maðurinn. Einum af hinum ungu efnismönnum, sem fórust með „Hilmi“, vil ég helga þessi fáu og svo mjög hversdagslegu orð mín. Guðmundur Einarsson var fæddur á ísafirði 17. febrúaúr 1914, og var því nær 30 ára, er hann svo skyndilega var numinn á brott. Hann hafði helgað sjón- um allt sitt ævistarf, byrjaði sjó- róðra á Suðurnesjum mjög ung- ur og varð strax eftirsóttur í skipsrúm af öllum, er hann þelcktu. Þannig varð hann snemma sterkur hlekkur í þeim hring, sem er sterkasti og frum- stæðasti þátturinn í öflun þjóðar- auðsins. Síðan var hann bæði á smáum og stórum skipum, en fluttist s.l. haust yfir á hið nýja skip „Hilmi“, og varð það síðasti þátturinn í ævistarfi hans. Það, sem einkum einkenndi Guðmund, var ljúfmennskan og kurteisin. Við eitt handtak frá honum mátti finna síbindandi vináttu og tryggð. Framkoma hans var fáguð svo af bar, og bar hún þess vott, að frá hinu milda, góða hjarta var hún runnin, og með framkom’u sinni vann hann sér traust allra, sem honum kynntust, og því meira, sem þau kynni voru nánari. Skyldurækni var honum í blóð borin og þess vegna var hann eftirsóttur í skipsrúm af öllum, er hann þekkíu. Hann var dulur í skapi og vakti því ekki á sér athygli án persónulegra kynna, og þess vegna eignaðist hann sína beztu vini á sjónum. Þar gátu mann- kostir hans bezt nptið sín. Þar kom í ljós bæði hin karlmann- lega og Ijúfmannlega lund, sem mótast af hafinu, ógnum þess og blíðu. Allir, er kynntust Guðmundi, harma fráfall þessa ágæta drengs, sem var í blóma lífsins. En sár- astur harmur er kveðinn að eft- irlifandi unnustu, Öldruðum for- eldrum og' systkinum. En mynd *, - GuSbjörg Guðbrandsdóttir, andaðist í Elliheimili Hafnarfjarðar 25. þessa mánaðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Guðjón Gunnarsson. opiiui aftur klukkan 8 fyrir hádegi í dag. Sundhöll Reykfavíkur. Fyrirliggjandi ýmsar tegundir af enskum E^lafnarstræti 8. Sími 4SS©. hans er greypt í hjörtu allra, er honum kynntust, mynd þeirrar tryggðar og þess þræðralags, sem nú er svo mjög fótum troðið. Hans þjarta minning er það ljós, sem mun lýsa eftirlifandi ástvin- um gegnum hretviðri lífsins, og hún er sá máttur, sem gefur þeim vopn í hinni hörðu lífsbaráttu. Blessuð sé minning hans. Kunningi. Kveðjaorð tll sfelps- Mmmmt á Max Pemkríoa. HUGUR MINN reikar til minninganna um samveru- stundirnar með ykkur, félagar mínir og vinir, sem nú hafið horf ið sjónum okkar með togaranum „Max Pemberton“ Ég starfaði á sjónum árum saman með flestum ykkar og með skipstjór anum Pétri Mak. okkar trausta yfirmanni, var ég um 20 ára skeið á sjónum. Starf okkar var blandið stríði og áhættum, hvort sem friður ríkti í heiminum eða styrjöld geisaði, — Það var hin ævarandi barátta sjómannsins við mis- lynda og oft harða náttúru, — hafið —, sem við höfðum val- ið okkur fyrir starfsvettvang. Og oft var tilhlökkun að koma til hafnar, ýmist með mikil afla föng, eða í hlé fyrir stormunum. Við vorum oft fengsælir og renndum ‘ glaðir að landi; þá dvaldi hugurinn ekki við hið erf- iða og áhættusama, heldur mætti hann vinum okkar og vandamönnum, sem hugsuðu til okkar öllum stundum, ekki sízt þegar veður voru hörð. í kynningu við ykkur tengd- umst við margir vináttubönd- um og vil ég votta ykkur öll- um þakkir fyrir samveruna, þæði yngri og eldri félögum. Sértstaklega minnist ég sannrar STARFSMANNAFÉLAGIÐ Frh. af 2. síðu. menn við götu- og sorphreinsun bæjarins gerðir að föstum starfs mönnum bæjarins og gengu þeir um leið í Starfsmannafélagið. Starfsmannafélag bæjarins starfar í deildum og eru deildirn ar nú 10 að tölu, tvær þeirra bættust við á síðasta ári, deild stafsmanna við ræstingar í bæn um og við vatns- og hitaveitu- störf. Félagið beitir sér mjög fyrir að bæta og tryggja kjör starsf- ' manna bæjarins, en segja má að_ margir þeirra séu mjög Íágt laun aðir allra starfandi verkamanna. af mánaðarkaupsverkamönnum bæjarins vera einna verst laun- aðir allra starfandi verkamannn. Hins vegar er rétt að geta þess að þessir verkamenn njóta eftir- launa. > Á aðalfundi félagsins var all- mikið rætt um nauðsyn þess að koma upp samkomuhúsi og var ákveðið að stjórn félagsins sneri sér til annarra félaga opinberra starfsmanna um samvinnu um að koma upp slíku húsi. St j ór n Starf smannaf élags Reykjavíkurbæjar skipa nú Lár- us Sigurbjörsson formaður, og meðstjórnendur Karl Lárusson, Karl Bjarnason, Hjálmar Blönd- al og 'Helgi .Hallgrímsson. vináttu skipstjórans. Ég kom til hans ungur maður, og hann reyndist mér jafnan mikill drengur og vinur. Með orðum fær enginn í té l'átið hug sihn allan. Ég hugsa því hlýrra til ykkar, og óska ykk'ur þess, sem jafnan er þrá sjómannsins að komast heilir heím, að þið hafið farsællega heimkomu til þeirra heimkynna, er þið gistið í ríkinu handan við storm og strauma jarðneskrar ibaráttu. Það er mín vinarkveðja til ykkar allra. Helgi Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.