Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 7
Mi3víkudag«r 8. marz 1944. m » r1 ■ jj \Bœrinn í dag.í Næturtekrár er í nótt I Laekna- varðstotunrii, sími 5030. Næturvörður er i Reykjavíkur apóteki. Næturakstur annast Aðalstöðin, sími 13 8S.. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Islenzkukennsla, 1. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Föstumessa * í Fríkirkjunni (sr. Árni Sigurðsson). 21.15 Xvöldvaka: a) Kvæði kvöld- vökunnar. b) Kristín Jakobs dóttir húsfreyja, Símonar- húsx á Stokkseyri: Ferð til Reykjavíkur og Akraness fyrir 50 árum (Hélgi Hjörv- :ar ffytur). 21.50 Fréttir. Xiagskrárlok. Föstumcssa er í fríkirkjunni í kvöld kl. 8.15. Séra Átiíí Sigurðsson.. Hallgrimsprestákall. Föstumessa í Austurbæjarskól- anum kl. 8.15. Séra Sigurbjörn Einarsson. STÚKAN EINING nr. 14^ Fundur í kvöld kl. 8. — Syst- urnar annast, Yenjuleg fundar störf. Kosið í húsráð. — Skemmtun að loknum fundi. Kl. 9.30 hefst sjónleikur. TJpp- lestur. Dans. Félagslíf. SKÍÐADEILD K. R. Þeir skíðamenn og konur K. R., sem ætla að taka þátt í keppni skíðamóts Reykjavíkur eru beðnir, ef mögulegt er, að mæta til viðtals á skrifstofu Sameinaða kl. 6—7 í kvöld. Unglingar í aldursflokki 13— 15 ara erú sérstaklega beðnir að koma. Skemmtinefndin. TILKINNING frá Í.R.R. Leikmót, sem heyra undir í- þróttaráð Reykjavíkur, fara fram í sumar sem hér segir: Víðavangshlaup ÍR 20. apríl (sunmard. fyrsta). Drengjahlaup Ármanns; 23. apríl. Flokkaglíma Ármanns 26. apríl. Hnefaleika- meistaramót í. S. í. 29. apríl. Tjarnarboðhlaup KR 21. mgí. slandsglíman 1. júni. íþrótta- mót KR 4. júní. 17. júní-mótið 17. júní. Drengjamót Ármanns 3.—4. júlí. Boðhlaup Meistara- mótsins 24. júlí. Drengjameist aramót í. S. í. 29.—30. júlí. Fimmtarþraut Meistaramótsins 3. ágúst. Meistaramót í. S. í. (aðalhluti) 12.-—13. ágúst. Tug þraut Meistaramótsins 21.—22 ágúst. Öldungamótið 27. ágúst. Septembermót í. R. R. 3. sept. Loks heldur KR glímukeppni fyrir drengi seint í marz. íþróttaráð Reykjavíkur. BALDVIN JÓNSSON HÉRAÐSPÓMSLÖGMABUR MÁLFLUTHINGUR —- INNHEIMTA VESTURGÖTU 17 SÍMI 5545 Sýrslan um Þormóðsslysið. Frh. af 2. síðu. fram ræðu sinni. Því var haldið út hér í tvö ár.. Á þessum tveim- ur árum kom þrettán sinnum leki að skipinu og í fjórtánda skiptið, þegar það fórst, samkv. skýrslu þeirri, sem birt hefir ver ið. Sjódómnum var sérstaklega fálið að rannsaka ástand skips- ins og var í þeim rannsóknum m. a. stuðzt við rekald úr skip- inu. Það hefir verið gerður upp- dráttur af skipinu eins og það virðist hafa verið og eins og það hefði átt að vera, ef upp- fylltar hefðu verið þær kröfur, sem skipskoðuninni hér ber að gera, sagði Finnur. Ég hefi þessa uppdrætti hér fyrir framan mig. Þeir leiða eftirfarandi í ljós: ' ByrSingur skipsins hefir ver- ið úr 2 tommu borðum í stað 234. Styrktarplarikar voru 2 Vi tomma í stað 3 ¥2. K'jolur var 10X12 tommur i stáð 113/4xlh%. Innri súð var úr 2 tommu borð um í stað 2%. . .Bil millí handa var lOká tomma í stað 8. . .Böndin vor.u 3V2X3V2 tomma í stað 5X5. Ég tél, sagði Finnur Jónsson, að skýrsla sú, sem hirt hefir ver ið í blöðunum, gefi ekki rétta hugmynd um niðurstöður rann- sóknarinnar, og styðst.þar við ummæli manna úr sjódómnum. Þetta mun vera í fyrsta sinn, sem hér hefir verið látin fara fram rannsókn slík sem þessi, þar sem reynt er að grafast fyr- ir rætur hörmulegs sjóslys. Ég tel illa farið, að rýrt skuli gildi slíkrar rannsóknar með því að gefa almenningi villandi upplýs ingar um niðurstöður hennar. Og það hefir vissulega ekki hvetjandi áhrif á þá merin, sem síðar kunna að verða kvaddir til slíkra rannsókn, að leggja sig fram við þær. Þetta skip virðist alltaf hafa verið að sökkva síðan það kom fyrst til landsins. Skýrslan, sem birt hefir verið, er ekki hin rétta skýrsla sjód. og gefur því ekki rétta hugmynd um niðurstöður rannsóknarinn- ar — enda þótt þar sé raunar fullkomlega rakin sorgarsaga skipsins. Eg vil því eindregið skora á dómsmálaráðherra að afhenda skýrslu sjódómsins orðrétta til birtingar í blöðunum, sagði Finn ur að lokum. Það er illa viðeig- andi, að launung sé viðhöfð í þessu máli. Ég vil því fastlega vænta; að dómsmálaráðherra, hlutist til um að skýrsla sjódóms ins verði birt í heild. * Svör ráðiserriinna. Dómsmálaráðherra, Einar Arnórsson, kvaddi sér hljóðs, þegar Firinur Jónsson hafði lok- ið máli sínu. Hann játaði, að skýrslan, sem send var blöðun- um hefði verið gerð í dómsmála- ráðuneytinu —• „en auðv. ekki af mér,“ sagði ráðherrann, „enda hefði ég ekki haft iíma til þess“. Hann kvað útdráttinn haf a verið sendan borgardómara til álits og hefði hann hreyft lítilsháttar athugasemdum, sem teknar hefðu verið til greina, eftir því sem ráðherran kvaðst bezt vita. — Það er langt f-rá því, að ég hafi nokkuð á móti því, að skýrsla sjódómsins sé birt, sagði ráðherran. En það verður ekki gert nema að fengnu samþykki sjodómsins. Samþykki atvinnu- málaráðuneytisins þarf einnig að ileita, þar eð því var, send skýrslan. Ég vil mjög gjarna, að því er til mín kemur, verða við þeirri ósk fyrirspyrjendanna að birta skýrslu sjódómsins. Það er alveg rótt, að í skýrslu þá, sem send var út, vantar álit hinna dómkvöddu manna um styrkleika skipsins. En úr því er hægt að bæta og það verður væntanlega gert mjög bráðlega. Vilhjálmur Þór: í tilefni af ummælum dómsmálaráðherra vil ég taka þetta fram: Það hef- ir aldrei staðið á atvinnumála- ráðuneytinu með það, að þessi skýrsla væri birt. Éf dómsmála- ráðherra telur sig þurfa sam- þykki þess, þá er það fyrir hendi og hefir aldrei á því staðið. Finnur Jónsson: Þeir tveir ráðherrar, sem um þetta mál fjalla, hafa nú lofað hvor í sínu. lagi og haðir saman, að skýrsla sjódómsins skuli birt. Ég vil því vænta þess fastlega, að svo verði gert hið allra fyrsta. Vilhjálmur Þór: Það er ekki á mínu valdi, að aðstoða fyrir- spyrjandann í þessu efni. Þetta er mál. sem dómsmálaráðherra hefir algerlega á sinu valdi. AÐALFUNDUR Hins ísl. prentarafélags var haldinn síðas.tliðinn sunnudag í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Lagðir voru fram endurskoðaðir reikn- ingar félagsins og voru þeir samþykktir. Eignir félagsins nema nú skv. reikningnum kr. 347.521,51, og er þar með tal- in húseign félagsins við Hverfis götu 21 hér í bæ og jörðin Mið- dalur í Lausrardal. Þar hafa prentarar reist fjórtán sumar- bústaði, sem teknir voru í notk- un í sumar er leið. Þá skýrðí formaður frá gerð- um stjórnarinnar á liðnu ári. Lýsti hann og stjórnarkosn- ingu, sem nýlega er lokið inn- an félagsins. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjórninni þrír menn: Magnús H. Jónsson form., Sigmar Björnsson gjaldk. og Baldur E. Eyþórsson, 1. með- stjórnandi. Höfðu þeir allir skorazt undan endurkosningu. Magnús H. Jónsson, hinn fráfarandi for- maður, hefir óslitið að heita má gegnt trúnaðarstörfum fyr- ir félagið síðan á árinu 1919 — og nú um tíu ára skeið verið formaður þess'. Hin nýkjörna stjórn er þannig skipuð: Formaður: Stefán Ög- mundsson. Gjaldk.: Magnús Ástmarsson. 1. meðstj.: Helgi Hóseasson. Fyrir voru í stjórn- inni: Ellert Magnússon ritari og Gunnar Sigurmundsson, 2. með- stjórnandi. Endurskoðendur voru kosn- ir: Guðmundur Halldórsson og Meyvant Ó. Hallgrímsson. — Einnig var kosið í ýmsar nefnd- ir. Þá var og gengið frá nokkr- um smávægilegum lagabreyt- ingum. Rafseyri. Frh. af 2. síðu. ur sögustaður á Vestfjörðum að fornu og nýju og þannig í sveit sett, að þangað munu marg ir sækja, þegar samgöngur batna. Þyrfti þar að vera gisti- hús, sem gæti verið skóli á vetr- um. Athuga mætti, hvort byggða safn fyrir Vestfirði væri þar ekki vel sett, og fleira mætti til nefna. En það telja flutnings- menn skylt að sýna . staðnum sóma vegna þeirrar helgi, sem á honum hvílir.“ Leikfélag Reykjavíkur sýndi leikritið „Ég hef komið hér áður“, eftir J. B. Priestley, síðastliðinn sunnudag, íyrir fullu húsi. — Aðgöngumiðarnir seldust upp ó skammri stundu. — Næsta sýning verður annað kvöld, og hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag. X Innilegar þakkir til allra hinna mörgu einstaklinga og félaga, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu við andlát og útíör Jéns IVðagnússonar skálds. Borgfirðingum í Reykjavík og Þingvellingum þökkum við höfðinglegar minningargjafir. Guðrún Stefánsdóttir og dætur. Þökkum hjartanlega sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, GuÖfojargar Guðbrandsdóttur. Einnig biðjum við guð að launa góða hjúkrun, heimsóknir og aila vinsemd, er henni var auðsýnd. Guðrún Gunnarsdóttir. Guðjón Gunnarsson og aðrir vandamenn. Minningarorð Ingibiðrs Þorsteinsdðttir TM' ÉR kom á óvart, þegar ég ■*L las í þlöðunum fyrir nokkr um dögum dánarfregn Ingibjarg ar Þorsteinsdóttur. Hún andað- izt 28. febrúar s. 1. eftir fárra daga legu. Síðast, þegar ég sá hana var hún hress og heilbrigð og í blóma lífsins, en gestur- inn með djáinn lætur ekki ævin- lega bíða eftir sér til efri ára, eins og okkur er kunnugt. Við, sem vorum á Alþýðuskól anum á Eiðum fyrsta áratuginn, sem hann starfaði, erum nú á fertugs eða fimmtugs aldri. Ingi björg heitin var aðeins rösk- lega hálf fertug, þegar hún dó. Állir, sem verið hafa á fjöl- mennum sveitaskóla, kann-ast við þann einkennilega blæ, sem lífið ber á slíkum stað. Vonir og fögnuður hins -upprennandi lífs mi-nnir á vormorgun og bland- ast með seiðþrungnum höfga önnum náms og annarra starfa. Unglingarnir taka þátt — meiri eða minni — hver í -annars von- um og störfum, jafnvel sorgum, ef svo ber undir, og ef til vill er það þessi samhæfing, sem mótar svip lífsins á slíkum stað meira en nokkuð annað. — Frá þess- um tíma á Eiðum rriinnist ég Ingibjargar heitinnar bezt. Ég minnist góðvildar þeirrar, sem kom fram í öllti viðmóti hennar og viðhorfi til skólasystkinanna og annarra, sem hún var sam- vistum við, og glaðværðarinn- ar, sem alls staðar fylgdi henni ei-ns og sólin vorinu. Og minning in um hana er mór kær eins og flestum — liklega öllum skóla- systkinum hennar. Við finnum nú, að þessi góðvild og lífsgleði hennar, sem við urðum ósjálf- rát-t hluttakendur í, var hvort- tveggja rneðal þess, sem gerði okkur lífið svo dýrmætt á þessu tímabili n-ámsáranna, að okkur finndist við myndum vera miklu fátækari, ef við hefðum ekki notið þess. — Þa-nnig er minn- ingin um Ingibjörgu heitina, fögur og fölskval-aus. Ingibjörg Þorsteinsdóttir var fædd í Gilsárteig í Eiðaþinghá 3. desember 1907. Þar ólst hún upp hjá foreldrum sínum þang- að -til h-ún fór í Eiðaskóla haust- ið 1925. Eftir námið á Eiðum fluttiz-t hún hingað suður og dvaldi lengst af hér í Reykjavík ef tir það. Á þessu tímabili stund- aði hún um tíma nám við Kunst flidskolen í Kaupmannahöfn og gat sér þar -góðan orðstír. Að öðru leyti vann hún -len-gst ýmis störf fyrir „Barnavinafélagið ;Sumargjöf“, síðustu þrjú árin sem forstöðukona dvalarheimilis ins í Vesturborg. Hún vann öll sín störf á þanm hátt, sem -bezt verður kosið, og ekki er auðgert að fylla sæti hennar meðal munaðarlausu barnanna í Vesturborg. Að lokum vil ég aftur renna huganum til áranna, þegar við vorum >í hópi nemandanna á Eið um og ljúka þessum f-átæklegu minningarorðum með þessu stefi, sem túlkar svo vel þann söknuð, sem grípur menn, þeg- -ar þeir kveðja góða kunningja og félaga í síðasta sinn: „Að hry-ggi-ast og gleðjast hér um fáa daga að heilsast og kveðjast, það er lífsi-ns saga“. S. H. Krýsuvíkurvegurinn Frh. af 2. síðu. víkinga, Bjarni Benediktsson -borgarstjóri, sat hjá við atkvæða -greiðslúna, eftir að hafa beitt misheppnuðum lagakrókum til að reyna að koma -í veg fyrir það„ að atkvæðagreiðsla færi fram um -tillöguna. Þeir láta sér víst í létt-u rúmi liggja, þessir á-gætu fulltrúar Reykvíkinga, þótt mjólkurskortur skapi vetur eftir vetur alvarlegustu vandræði í höfuðstaðnum. , iö Leikfélag Menntaskóians. Hviklynða ekkjan eftir Holberg. Menntaskólanem- ENDUR' ætla að sýna upp úr miðjum þessum mán- uði, gamanleikinn „Hviklynda ekkjan“, eftir Holberg. Hefur þetta leikrit aldrei verið sýnt hér áður. Er það í þremur þátt- um og bráðskemmtilegt. Þeir Þorsteinn Ö. Stephen- sen og Lárus Pálsson, hafa leið- beint Menntaskólanemendunum við uppsetningu leiksins, en þeir leika að sjálfsögðu öll hlutverkin. Leikritið er þýtt af tveimur nemendum skólans, þeim Sveini Ásgeirssyni og Ásmundi Sigur- jónssyni. Leikendurnir eru 10 að tölu: Hólmfríður Pálsdóttir, Stefán Hilmarsson, Einar G. Kvaran, Einar Pálsson, Dóra Haralds- dóttir, Kristín Helgadóttir, Jón Emils, Guðjón Steingrímsson, Álfheiður Kjartansdóttir og Ás- mundur Sigurjónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.