Alþýðublaðið - 19.03.1944, Side 6

Alþýðublaðið - 19.03.1944, Side 6
V *U»70UBLAei XM Tilo beldur ræðu. Josip Broz (Tito), marskálkur, foringi frjálsra Yugóslafa, sézt hér á myndinni vera að tala til félaga sinna á ónafn- greindum stað. Til annarrar jonum blaktir beima- tilbúinn'amerískur fáni, en til hinnar -brezkur fáni. Maður- inn til hægri handar honum mun vera Joseph Vidmar, her:r höfðingi í her frjálsra Yugóslala, -Jáb^jerjast á Slóvakíuvíg- stöðvunum. Myndin var send loftleiðis frá Cairo til New York Gripdelidir nazista. Prh. »f 5 síðu keisara í Berlín. Mikið lista- safn var stofnað í borginni Linz, þar sem Adolf Hitler gekk á skóla, skömmu eftir hernám Niðurlanda. Meðal hinna tólf hundruð málverka, sem Hans Posse, fyrrverandi forstjóri safnsins í Dresden, bjó stað á hinu nýja safni, voru heimsfræg listaverk eftir meist- arana Van Dykes, Rubenses og Rembrandt. Frakkar freistuðu þess að bjarga listaverkum sínum af landi brott, þegar Þjóðverjarn- ir voru á næsta leiti. En þeir urðu of seinir til björgunar- starfsins. ÞjóðverjUm tókst að hremma hin frægu listaverk borgarinnar. Sum þeirra eyði- lögðu þeir, en fluttu önnur heim til Þýzkalands. * HVERGI MUNU * þó þessar gripdeildir Þjóðverja hafa verið meiri en í Grikklandi, enda var þar um auðugan lista garð að gresja. Þeir höfðu jafnt á braut með sér fornar marm- arastyttur og nýtízku málverk úr Þjóðlistasafninu í Aþenu. Það tók Þjóðverja marga mán- uði að flytja þýfið brott. Loka- þáttur þessarar ránsferðar var sá, að sérstök flugvél var látin flytja hið heimsfræga og sígilda listaverk, Höfuð Ganymedesar, til Berlínar sem gjöf til Gör- ings. í Karinhall Görings hefir mörgum frægustu listaverkum meistara slíkra sem Rafaels, Rembrandts, Titians og E1 BALDVIN JÓNSSON HÉRAÐSDÓMStÖGMÁÐUR MÁtFLUTNINGUR RASEiSNASALA INNHEIMTA VCRDBRÉFASALA VESTIÍRGÖTU 17 SÍMI 554S Grecos, verið fyrir komið. Hann, og raunar fleiri forustu- menn nazista, gera sig ekki á- nægða með sinn hluta af ráns- fengnum og gera því út sér- staka leiðangra á hinum ýmsu stöðum, þar sem listaverka er von. En þjófarnir iðka það einnig mjög, að stela hver frá öðrum, og reynist því opinbera ókleift að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hollenzki bankastjórinn Daniel Wolí flýði af landi brott til Bandaríkjanna, kom einn af umboðsmönnum Görings brátt á vettvang til þess að ,,kaupa“ listaverkasafn hans. En þegar hann kom á vettvang, vorú er- indrekar dr. Funks, fjármála- ráðherra Þýzkalands, þar fyrir og hafði húsbóndi þeirra gert þeim að velja úr safninu að vild sinni. Funk og Göring hröðuðu sér báðir sem mest þeir máttu til Haag. Göring varð fyrri að markl — en til þess eins að sannfærast um það, a.ð mörg merkustu lista- verk safnsins voru horfin. Þriðji bófinn, Tistje að nafni, hafði orðið þeim Göring og Funk báðum fyrri til og ,keypt‘ meginhluta safnsins af konu Wolfs með þeim hætti, sem tíðkast í löndum þeim, er Þjóð- verjar hafa hernumið. Síðar var málverkum þessum búinn staður á heimili fjórða nazista- bófans — og sízt hins bezta — Heinrichs Himmlers. Sjötta grein Haagsamnings- ins frá 18. október 1907, sem Þjóðverjar voru aðilar að, leggur bann við því, að lista- verk eða sögulegar minjar séu skemmd eða rænd, hvort heldur þau eru í eigu einstakl- inga, félaga eða ríkja. Leikur það því ekki á tveim tungum, að ránsmennska Þjóðverja er hið svívirðilegasta brot á al- þjóðalögum. En til hvers er að skírskota til laga, .þegar blygð- unarlausir bófar eru annars vegar? Konmmnistanir og Dagsbrún. Frh. af 4. síðu ar, að ég fékk um það nokkra hugmynd, öðrum fremur, á síðasta sumri. Þegar séð var að kommún- istar ætluðu að svíkjast um að segja upp Dagsbrúnarsamning- unum, af þjónkun við íhaldið, átti ég langt. viðtal í síma við E. Þ., sem þá var nýlega búinn að útnefna sjálfan sig ,,ráðs- mann“ Dagsbrúnar, og deildi ég hart á Dagsbrúnarstjórnina fyrir að hafa ekki sagt upp samningum. Þá sagði E. Þ. „Við ætlum ekki að ||ga kapi- talistunum og millismttinni á verkamenn, með heimskulegum kaupdeilum á meðan við erum að koma bandalagi vinnandi stétta á fót.“ Með þessum ummælum opin beraði E. Þ., að nokkru leyti, fyrirætlanir kommúnista, en ekki nema að nokkru leyti. Það er á allra vitorði, að nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins, hef- ir stutt kommúnista á undan- förnum árum, til valda verka- lýðshreyfingunni, með það fyr- ir augum, að ráða niðurlögum Alþýðuflokksins, sem Sjálfstæð isflokkurinn skoðar aðal and- stæðing auðvaldsins í landinu, og er það skiljanlegt. Það er einnig vitað, ,að þenn- an stuðning, lofuðu kommúnist ar að greiða með því að halda niðri kaupgjaldinu í landinu, og það hafa þeir efnt betur en öll önnur loforð, eftir því, sem geta þeirra hefir hrokkið til. Samvinna sjálfstæCiismanna og kommúnista í v’erkalýðs- hreyfingunni náði hámarki á 17. þingi Alþýðusambandsins, þegar sjálfstæðismenn á þing- inu kusu Moskva-kommúnist- ann, Þórodd Guðmundsson, forseta þingsins. Þessi sam- vinna þeirra hélzt svo fram eftir 17. þingið en fór heldur rénandi vegna þess, að ýmsir af þingfulltrúunum, sem töld- ust til Sjálfstæðisflokksins, og hafði verið fyrirskipað að vinna með kommúnisutm, fengu brátt ógleði af samstarfinu, þegar þeir urðu að vera í eins nánu sambandi við kommúnistana og þingsetan krafðist. Þessir menn fóru því sínar eigin leið- dr. Kommúnistar ætluðu sér að nota 17. þingið til þess að ná yfirráðum yfir verkalýðshreyf- ingunni í sínar hendur, á tvenn an hátt. I fyrsta lagi með því að ná stjórn Alþýðusambandsins að fullu í sínar hendur og í öðru lagi með stofnun banda- lags vinnandi stétta, sem þeir báru fram tillögu um að stofna á þinginu. Með bandalaginu ætluðu þeir að ná til þeirra fé- lagsheilda, sem ekki var hægt að ná til í gegnum verkalýðs- hreyfinguna. Bandalagið átti að vera nýtt samfylkingartilboð, og mjög lævíslega hugsað. Nota átti óá- nægju fólksins í landinu, með að gerðir þings og stjórnar í dýrtíðarmálunum og öðrum stórmálum, til þess að hópa sem flestum félagsdeildum, pólitískum og faglegum, í eitt allsherjar bandalag, sem með starfsskrá bandalagsins, átti að tryggja kommúnistum öll völd yfir. A sama tíma sköpuðu þing menn kommúnista hið mesta öngþveiti á alþingi og gerðu það óstarfhæft, eins og kunnugt er og á þann hátt rýrðu þeir álit þjóðarinnar á hinni virðu- legu stofnun. Auðvaldsflokk- ana mátti ekki styggja, eins og E. Þ. sagði, á meðan verið var að koma þessum áformum í kring, þess vegna skyldi öll bar átta verkamanna lögð til hlið- ar. Sjálfstæðisflokkinn og Fram sóknarflokkinn ætluðu þeir að svæfa méð því að gera engar kröfur fyrir verkamenn, hvorki fagíegar eða pólitískar, láta bændur og burgeisa vaða í stríðsgróðanum, og koma þeirri hugsun inn hjá þeim, sem hefir við fúll rök að styðjast, að hags munum atvinnurekenda sé bezt borgið með því að kommúnist- ar ráði verkalýðsfélögunum. Með vaxandi öngþveiti og úr ræðaleysi, samfara versnandi hag verkamanna, og stórauk- auknum stríðsgróða yfirstétt- anna, hugðust kommúnistar að véla verkalýðinn í fang komm- únismans, og með bandalagi vinnandi stétta, var svo ætlun- in að ná fullkomnum yfirráð- um í þjóðfélaginu. Til hvers átti svo að nota þau yfirráð, eru víst fáir í efa um, sem þekkja innræti kommúnista. Allar þess ar áætlanir heyra nú orðið for- tíðinni til, þótt langt aftur í fortíð séu þær ekki. Og allt hefir þetta snúist á ógæfuhlið fyrir veslings kommúnistunum. Verkamennirnir yfirgefa þá í hrönnum fyrir svik þeirra við málstað hinna vinnandi stétta. Ekkert verkalýðsfélag trúir þeim fyrir stjórn sinni einum; ef nokkur andstæðingur þeirra fæst til að vera í stjórn með þeim, er hann gripinn af hinum mesta fjálgleik. Störf kömmúnistanna í stjórn Alþýðusambandsins hafa fært þeim lítinn frama og því minni framdrátt þeirra mála er þeir telja sín mál. Bandalag vinn- andi stétta tilheyrir nú orðið fortíðinni og hlaut sömu örlög og frú Eva, að deyja áður en það fæddist, en án þess að verða eins kynsæl og Eva sál- uga. Þegar alls þessa er gætt, er ékki undarlegt, þótt „ráðsmað- ur“ Dagsbrúnar, E. Þ., sem átti að verða einn af aðalmönnum í hinu nýja' ríki félaga Stalins hér á íslandi, sé dálítið úrillur þessa dagana. Verkamenn, haldið áfram að bæta kjör ykkar og efla samtök ykkar, látið geðvonsku E. Þ. og annarra hrapandi kommúnist- iskra halastjarna ekkert á ykk- ur fá, en eflið bræðrabönd ykkar og samstarf, og um fram allt, útrýmið úr verkalýðsfélög- unum öllum pólitískum afskúm um með öllu þeirra athæfi, en styðjið þá menn til valda á hverjum tíma, sem bezt og öt- ulast vinna að velferðarmálum ykkar. Sæmundur Ólajsson. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. fyrir hinar frjálsu ástir, og þó að skýrslur hafi ekki verið birtar um fjölda fæddra, óskilgetinna barna síðan, þá er það á allra vitorði, að tugir og ef til vill hundruð ís- lenzkra stúlkna hafa alið hinum erlendu hermönnum börn, sem annaðhvort móðirin ein eða þjóð- félagið verður að sjá fyrir í fram- tíðinni. Við skulum vona, að hægt verði að veita öllum þessum ó- boðnu þjóðfélagsborgurum sæmi- legt eða jafnvel gott uppeldi. Því miður óttast ég þó, að hér sem oftar sannist hið fornkveðna, að syndir feðranna komi niður á börnunum bæði í erfðum og upp- eldi. „Án er ills gengis nema heiman hafi,“ segir fornt spakmæli. Þetta eru sígild varnarorð til allra þeirra, sem börn eiga, og þá ekki sízt til þeirra, sem af minnstri for- sjá gefa þessum kaldlynda og duttlungafulla heimi nýja menn.“ Það er vissulega alveg rétt og hófsamlega á málum haldið í þessari grein Hannesar J. Magnússonar. Mætti hún vel verða að íhugunarefni. SwMwdlagnr 19. marz 1944. Ollarkjólaelni og sRkiefni í mörguna litum. Unnnr (homi Grettisgötu m Barónsstigsl Gerum hreinar skrifstofur yðar og fbúðir. Sími 4129. Frh. af 3. síðu. vopn í hendi Hitlers. Einn maður var til, sem kunni ekki við gang málanna, það var Winston Churchill. Hann var eins konar rödd hróp- andans í eyðimörkinni, en menn trúðu því ekki, sem hann lét sér um munn fara. Hann benti æ ofan í æ á það, að flugher Görings yrði skeinuhættur Bretum, en það var ekki fyrr en í maí 1940, eftir ófarirnar við Dunkerque, að hann var gerður að forsætisráðherra, þeim skeleggasta, sem Bret- ar hafa átt. ÞETTA ER NÚ ef til vill mikið sagt, en þó er það svo, að Churchill stappaði stálinu í þjóð sína á þeim tímum, er mest reið á, þegar ekkert var annað fyrirsjáanlegt en uppgjöf eða eyðing. Hann, var maðurinn, sem sagði: „Ég býð ykkur ekkert annað en blóð, tár og svita.“ Það var ekki glæsilegt, sem hann bauð hinni þjáðu brezku þjóð árið 1940. Hann flutti einnig aðra ræðu sama ár, sem lifa mun meðan ensk tunga er töluð. Þá sagði hann eitthvað á þessa leið: „Við munum berjast á ströndunum, í hæðunum og á götum borganna, við mun- um aldrei gefast upp.“ Þar með gaf hann Bretum tón- inn, hvernig hæri að snúast við ofurvaldi þýzka hersins, ef til kæmi. CHURCHILL ER ekki aðeins slyngur stjórnmálamáðúr, hann er líka afburða snjall rithöfundur. Stil hans er við brugðið, og það er öruggt, að væri hann ekki fremsti stjórnmálamaður Bretlands væri ekki ósennilegt að hann skipaði virðulegan sess meðal rithöfunda lands síns. Allir vita, að Churchill flyt- ur snjallar ræður, en þær eru þess eðlis, að óhætt er að lesa þær á eftir, án þess að mönnum verði bumbult af. Ef menn lesa ræður Hit- lers eftir að hann hefur flutt þær, enda þótt þær láti sæmilega í eyrum, er það einhvern veginn svo, að maður hristir höfuðið og segir við sjálfan sig: „Þetta er nú meiri vitleysan.“ Þeg- ar Hitler er horfinn, mun Churchill og hans verk eftir sem áður bera við stjórn- málahiminn EvTÓpu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.