Alþýðublaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.03.1944, Blaðsíða 5
ÞriðjudagttF 21. marz 1M4. ALPYQtiBU^^ t 6 Loftárás á kvikmyndahús. Á mynd þessari sjást lögregluþjónar rannsaka gat á gólfi kvikmyndahúss í Lundunum, er þýzk sprengja féll á hinn 14. janúar. Sjö manns af kvikmyndahússgestunum létu lífið, en þrátíu og einn særðist. Myndinni var útvarpað frá Lundúnum til New York. Tromsð bíður hins nýja dags. FYRIR NOKKRUM vikum lásum við frétt þá í blöð- unum, að Þjóðverjar hefðu flutt brott nokkrar þúsundir Norðmanna frá Tromsö, ein- hverri norðlægustu borginni í vesturvegg Hitlers. Ég sá þá í huga mér mynd Tromsöborgar á t'ímum friðar og frelsis. Tækir þú þér far með ein- hverju áætlunarskipinu, er voru í förum milli Þrándheims og Tromsö, og sigldir meðfram hinni löngu strönd Norður- Noregs, komst þú til Tromsó að tveim dögum liðnum. Gufu- skipið sigldi hægt og tígurlega gegnum Ryströmmen, sem er einhver straumþyngsta röst í Evrópu. í fjarska gat að líta hús á lítilli, flatlendri eyju í sundinu milli meginlarídsins og þeirrar eyjar Noregs, sem næst er íshafinu. Kæmir þú þangað fyrsta sinni á fögru og heiðskíru sumarkvöldi, myndir þú aldrei hafa gleymt miðnætursólinni, er stafaði geislum sínum yfir rauðlit þök borgarinnar, skóg- inn, fjallatinda meginlandsins og lognkyrrt sundið. Reykur varð- eldanna sté letilega upp í heim- irigeiminn, og söng og hlátur gat að heyra frá ströndinni og utan af sjónum. Enginn hefði getað trúað því, að Tromsö lægi á sjötugustu gráðu norð- lægrar breiddar og væri ein- hver nyrzta borg heimsins. Það er hinum hlýja Golfstraumi að þakka, að loftslagið þar er ekki heimskautaloftslag og fólkið ekki til þess neytt að lifa að hætti Eskimóa. Ég hefi litið eyju þessa að sumarlagi, séð speglandi sjó- inn og hina þekku sumar- bústaði meðal birkitrjánna. Jafnvel strendurnar eru grasi grónar, og þar eru einnig akrar og skógar. Fagurskyggð- ur sjórinn endurspeglar tign fjallatindanna, sem eru allt að fimm þúsund feta háir. Litlir fiskibátar, mjólkurí'lutninga- bátar og farkostir, sem notaðir voru til selveiða á íshafinu, sigldu um sundið. Ferjur og árabátar stefndu frá eyjunni tií meginlandsins, en þaðan liggur þjóðvegurinn suður til Narvíkur. Auk strandferðaskip anna sigldu bátar, er fluttu járnmálma frá Finnmörku svo og timburflutningaskip frá Archangel gegnum sundið á GREIN ÞESSI, er fjallar um Tromsö, hina frægu og þýðingarmiklu borg í Norður-Noregi, er eftir norsk an flóttamann og var hún upphaflega flutt sem erindi í brezka útvaþið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritinu The Listener. Er í grein þess- ari rakin í stærstu þáttum saga þessarar borgar og lýst lífinu þar á tímum friðar og frelsis, svo og bið íbúa hennar og raunar allra Norð- manna, eftir hinum þráða degi, er Hákon konxmgur og ríkisstjóm hans á aftur- kvæmt heim til Noregs. leið sinni til annarra landa. Á höfninni lágu eitt eða tvö skemmtiferðaskip, er biðu eftir farþegunum, sem farið höfðu í land til þess að kaupa sér nauð- þurftir og sjá sig um. Ég sá oft brezka botnvörpunga sigla í norðurátt til miðanna skammt undan ströndinni eða í suður- átt fullfermda fiski á heimleið. Uppi á meginlandinu hálfs annars klukkutíma gang frá Tromsödalnum hafast Lapp- arnir við í tjöldum sínum og moldarkofum. Þeir eru flökku- þjóð, og hreindýrin eru gjald- miðill þeirra. Þeir dveljast í Svíþjóð á vetrum og flakka til Tromsö á sumrum. Þar heilla þeir marga ferðamenn til sín. Lapparnir eru menn fimir og mjög næmir á liti. Þeim tekst oft snilldarlega að tjá fegurð umhverfis síns í handíðum sín- um. Lapparnir eru skólaskyldir í Noregi. Þeim er kennt á hinu mongólska máli þeirra, sem er auðugt að kvæðum og sálmum. Lapparnir játuðust lútherskri trú á síðustu öld, og biblían hefir verið þýdd á tungu þeirra. Gervallt sumarið er mun þurrviðrasamara og hlýrra í Norður-Noregi en á Skotlandi. Gróðurjurtir, er vaxa í hlýjum löndum, dafna þar með ágæt- um. Þar er til dæmis unnt að rækta tómata undir beru lofti. Þeir ná þar góðum þroska í sólskininu, er gætir dag og nótt. Fólkið nýtur fábreyttra skemmtana. Það gerir mikið að því að klífa f jöllin í grenndinni, en af tindum þeirra er hið dýrlegasta og eftirminnilegasta víðsýni. Á sunnudögum og öðr- um helgidögum streymir fólkið brott úr borginni til þess að veiða lax og silung í ánum eða þorsk, upsa og ýsu í sjónum. Verkafólkið býr í húsunum, sem eru dreifð um ströndina og siglir um sundið á vélbát- um sér til skemmtunar. Vetrarmánuðirnir eru jafnað- arlega mildir, enda þótt oft sé stormasamt einkum þegar kom- ir er fram yfir jól. Einangrun- in á vetrum veldur því, að mik- ið er um félaglíf meðal fólks þessa, og gestrisnin í hinum rauð-, græn-, blá- eða hvítlitu húsum Tromsö veldur því, að borgina má með sanni nefna „París norðursins". Mótsetning hinnar miklu birtu hinna stuttu sumarmánaða, þegar sólin geng ur aldrei til viðar, og hins dul- úðga myrkurs hins langa vetr- ar hefir mikil og varanleg á- hrif á skaphöfn fólksins. Engan dag þráir það meira en hinn 21. janúar, þegar sólin birtist að nýju eftir hina löngu fjarveru sína. Börnin fá leyfi úr skólan- um þann dag, og þau fara ásamt fullorðna fólkinu langa leið á skíðum til þess að fagna sól- inni. Allir bíða í eftirvænting þeirrar stundar, þegar sólin rennur upp og baðar umhverfið hinu gullna ljósflóði sínu. Tromsö óx upp umhverfis kirkju, sem reist var á tólftu öld af Eysteini konungi. Síðar varð Tromsö eigi aðeins verzl- unarstaður og mikils virt borg, heldur og samastaður yfir- valda og áhrifamanna Norður- Noregs. Biskupinn yfir Norður- Noregi og sýslumaðurinn höfðu þar aðsetur sitt. í borgirini eru þrjú nýtízku sjúkrahús og nyrzti menntaskóli og kennara- skóli heimsins. Þar er einnig heimskautasafn og athugunar- stöð, þar sem norðurljós eru rannsökuð. Þar er og veður- stofa fyrir Norður-Noreg, sem ei’ næsta mikilvæg fyrir hina þrjátíu þúsundir fiskimanna, er sækja þorskveiðar frá Lofoten og Finnmörku. Vertíðin stend- ur yfir frá því í janúarmánuði og fram á vor, eða á þeim tíma Frh. af 6. síöu. Nýtt Hótel ísland. — Hvar verður það? — Flugvöllur og framtíð. — Heita vatnið og heilsan. — Útvarpið og leikritin. — Búningaskipti þjóðarinnar. — Doði og ráðagerðir. Kolsvartar brunarústir gapa framan í mann, þaðan, sem Hótel ísland stóff áður. Unn- ið hefur verið að því að hreinsa þær og því verki virðist enn ekki lokið. Menn spyrja um leið og þeir, líta þessar svörtu rústir: Hvað verður nú gert við þennan stað? Menn eru svo sem ekki á sama máli. Sumir vilja að Hótel ísland rísi þarna aftur, en aðrir vilja það ekki og er í»; á sömu skoð- un. Ég vil láta stefna að því að timburhjallarnir þarna í nágrenn- inu víki sem fyrst og þarna komi autt svæði. UM ÞETTA segir Siggi á Sjón- arhól í bréfi: „Sjálfsagt getur það ekki dregist lengi, að bæjarvöld og ríkisstjórn taki ákvarðanir um skipulagsuppdrættina af bænum, er fyrir liggja. Er annar þeirra sem kunnugt er, eftir skipulags- nefnd, en hinn eftir Einar Sveins- son húsameistara bæjarins og Val- geir Björnsson núv. hafnarstjóra. í mínum augum er sá fyrri eins og bót sé slett á fat, en sá síðari eins og fallegur, nýr klæðnaðxir. Eftir honum á Tjamargata að verða breið og fögur gata, og byrja norður við Hafnarhús og ná suð- ur fyrir Tjörn. Hverfa þá með öllu sum timburhúsin gömlu við Kirkju stræti, og Austurstræti, og Aðal- stræti sjálft verður að nokkru húsgrunnar vestan við Tjamar- götu.“ „EITT AF ÞEIM HÚSUM, sem átti að hverfa eftir þessum upp- drætti var Hótel ísland. Það er nú horfið, og vegna þess hvar það á að rísa upp að nýju — og það verður það að gera, og það, sem allra fyrst — verður nú að koma skriður á þetta skipulagsmál. Mér finnst að ágætur staður fyrir hið nýja, fagra og volduga Hótel ísland framtíðarinnar sé sunnar- lega við Tjarnargötuna fyrirhug- uðu. Þar ætti það að standa með svalir og sól á allar hliðar, og stóran, fagran trjá- og blómagarð (í framtíðinni) í kringum sig á þrjá vegi^. Og þar er það við hlið- ina á eridastöð meginþorra allra fólksflutninga í framtíðinni, flug- vellinum.“ „ÁLFUR 'ÚR HÓL“ skrifar: „Út af hitaveitunni langar mig til þess að biðja þig fyrir eina fyrir- spurn. Hefir Reykjavatnið verið rannsakað efnafræðilega? Er það óholt ósoðið, hefir það slæm á- hrif á veika húð o .s. frv.? Ég minnist þess að hafa eirihverntíma í vetur séð tilgátur einhvers blaða- manns um vatnið, en engar upp- lýsingar um það frá yfirvöldum bæjarins. Það væri þó æskilegt, að fá rétta vitneskju um þetta, ef hennar er nokkur kostur.“ „EINA SKRÍTLU heyrði ég um hitaveituna nú nýlega. Maður hitti mann og spurði hann, hvort hann gæti sagt sér hvaða reglu hitaveit- an notaði við útreikning fasta- gjaldsins. — Þá sömu og raf- magnsveitan og Skattstofan, var svarið. — Nú, hvaða regla má það vera, sem getur verið svo ólíkum fyrirtækjum sameiginleg? .— Sú, sem er svo flókin, að almenning- ur botnar ekkert í henni.“ „OFT HEF ÉG ætlað að bæta við einni óánægjuröddinni um leik ritaflutning útvarpsins einmitt á laugardögum. En í dálkum þínum á þriðjudaginn, tekur enn þá einn að sér þetta hlutverk og gerir því hressileg skil, svo ég ætla að bíða með mitt nöldur. En ég leyfi mér að mælast til þess eindregið hér með, að útvarpsráð auglýsi það í dagskrá útvarpsins, er birtist í út- varpinu sjálfu og í dagblöðum bæjarins, hvort leikritin séu hæf fyrir böm eða ekki.“ „MÉR ER KUNNUGT, að börn eru nijög sólgin í að hlusta á útvarpsleikrit. Mörg þeirra hafa þó sannarlega verið þess eðlis, að barnaverndarráð hefði bannað þau sem bíómyndir. Ég álít mjög ámæl- isvert, að ekki skuli rækilega til- kynnt fyrirfram, hvers eðlis leik- ritin eru. En út af þrjósku útvarps ráðs með að halda dauðahaldi í flutning leikrita einmitt á laugar- dagskvöldum, gegn öllum rökum, mætti rita langt mál.“ „ÍSLENDINGAR hafa réttilega nokkuð gumað af því, að hér væri enginn stéttamunur í venjulegum skilningi þess orðs, og hinn gamli embættismannahroki er að mestu leyti horfinn. En í stað þess ósóma hefir viljað brydda á nýjum valds mannshætti hjá ýmsum starfs- mönnum „hins opinbera", og þrjóska útvarpsráðs er aðkenning af þeirri pest. Ekki veit ég hverju nafni helst bæri að nefna hana, en hún lýsir sér í einræðiskennd- um þumbarahætti gagnvart al- menningi. Boðorðið er að taka gjarnan opninn örmum alls konar tillögum frá sauðsvörtum almúg- anum, því að hér er lýðræðið í algleymingi, — en framkvæma svo bara ekkert af þeim, hversu margt nýtilegt, sem í þeim kynni að felast.“ „MÉR ER SANNARLEGA ekki Ijóst, hvort embættishrókinn er hér raunverulega að ganga aftur, eða hvort menn verða ósjálfrátt svona herfilega værugjarnir við að komast „í embætti". Þessi farald- ur virðist bæði bera keim af ein- ræði og leti og þó frekar því síð- artalda. Embættis-doði væri ef til vill ekki fráleitt nafn á slæmsku þessari.“ „ÞESSI DOÐI embættismanna og yfirvalda okkar kemur fram á flestum sviðum. Áhugann og hug- sjónirnar vantar ekki — á papp- írnum —, hafist er jafnvel handa j um alla skapaða hluti, en venju- i (F*rh. á 6. síðu.) Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝÐUBLAÐH)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.