Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 4
ALPYÐUBLAPfP Miðvikudagui' 22. mrz 1944. Öígefandi: Alþýðuflokkurlnnu Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýBuhúsinu við Hverfisgötu. Bímar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura- Alþýðuprentsmiðjan h.f. Gylfi Þ. Gisiason: Oetjnr rógslns. FORSPRAKKAR kommún- ista finna það, að þeir standa síðan á fulltrúaráðs- fundi verkalýðsfélaganna á föstudaginn höllum fæti í rógs- herferð sinni gegn Alþýðu- flokknum og forystumönnum hans út af endurskipulagning- unni á fyrirtækjum alþýðusam takanna fyrir tæpum fjórum- árum. Öll þessi ár hafa þeír breitt út þann róg, að óhjákvæmileg og algerlega lögleg endurskipu lagning þessara fyrirtækja um leið og Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið voru skipu- lagslega aðskilin, hefði verið „þjófnaður". Alþýðuflokkurinn hefði, eins og þeir sögðu, „stol- ið“ þessum fyrirtækjum af verkalýðsfélögunum, enda þótt þeir vissu jafnvel og aðrir, að verkalýðsfélögin hafa, frá því að skipulagsbreytingin var gerð, flestöll verið hluthafar í þeim. Og á föstudaginn þótt- . ust þeir ætla að láta til skarar skríða og boðuðu til fundar í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna þar sem þeir eru nú í meiri hluta, meðal annars í þeim yf- irlýsta tilgangi að ræða „máls- höfðun“ á hendur Alþýðu- flokksforingjunum út af „þjófn aðinum“, eða „sölunni“, eins og þeiru þótti nú vissara að orða það í fundarboðinu, á þessum fyxirtækjum. En þegar á hólminn kom, reyndist kjarkurinn ekki meiri hjá ’hetjum rógsins en það, að þeir vildu aðeins láta sam- þykkja, að spyrjast fyrir um það hjá verkalýðsfélögunum, -hvort fara skyldi í mál. Og þeg- ar Alþýðuflokksmenn tóku þá á orðalagi fundarboðsins og báru fram tillögu um að þegar í stað yrði samþykkt að fara í mál til þess að sannprófa sölu eða endurskipulagningu fyrir- tækjanna, var hinum kommún- istísku hetjum öllum lokið. Slík tillaga mátti ekki ná fram að ganga, því að þá urðu þær gð standa við róginn frammi fyr- ir dómstólunum! Og endirinn varð sá, að þær neyttu meiri hluta síns á fundinum til þess að hindra, að þessi tillaga væri borin undir atkvæði! Eftir þessa dæmalausu fýlu- för kommúnista á fulltrúaráðs- fundi verkalýðsfélaganna á föstudaginn, sér hver einasti heilvita maður í gegnum svika- vef þeirra í þessu máli. Þeir þorðu ekki að fara í mál af því, að þeir vissu upp á sig skömm- ina, að hafa farið með róg einn um Alþýðuflokkinn í sambandi við endurskipulagningu fyrir- tækjanna — og ekkert annað. Þetta er sú ályktun, sem al- menningur dregur af vinnu- brögðum kommúnista á full- trúaráðsfundinum á föstudag- inn; og aðrar ályktanir er alls ekki hægt að draga af þeim. Þetta sjá kommúnistarnir líka sjálfir; og því æpa þeir nú í Þjóðviljanum í gær, eins og þeir ættu lífið að leysa. Þeir finna, að vopn rógsins í þessu máli er að falla þeim úr hendi. Sósíalismi á vegum lýð- ræðis eða einræðis ? SÓSÍALISMINN er hagkerfi þar sem öll meiri háttar framleiðslutæki eru í eigu sam félagsins, afrakstur framleiðsl- unnar fellur allur og óskiptur í hendur þeirra, sem vinna að henni, og komið er í veg fyrir, að menn hafi stórtekjur ein- ungis vegna eigna eða aðstöðu, þar sem framleiðslan er skipu- lögð í þágu alþjóðar, stöðug og fyllsta starfsræksla atyinnu- tækjanna tryggð og komið er í veg fyrir atvinnuleysi og kreppur. Lýðræðið er stjóm- kerfi, þar sem ríkisvaldið er beint eða óbeint í höndum þjóð arinnar sjálfrar og sameigin- legum málum heimar er ráðið til lykta í samræmi við vilja meiri hluta hennar, eins og hann kemur fram í frjálsum kosningum, og borgaramir eru algerlega frjálsir hugsana sinna, orða og athafna innan tak- marka laga, sem þeir sjálfir hafa sett eða samþykkt. Auð- vitað eru til önnur hagkerfi en sósíalisminn, t. d. kapitalism- inn, og önnur stjórnkerfi en lýðræðið, t. d. einræði. Sósíal- ismi og lýðræði þurfa í sjálfu sér ekki að fara saman, og það er hægt að vera sósíalisti, en andvígur lýðræði, eða fylgjandi lýðræði, en á móti sósíalistma. En því verður þó ekki á móti mælt, að lýðræðið er hið eina stjórnkerfi, sem er í samræmi við anda og eðli sósíalismans, eina stjórnarkerfið, sem svarar til hugsjónar hans. Skipulag sósíalismans miðar að því að bæta kjör hinna vinnandi og efnaminni stétta, auka jafnrétti borgaranna á efnahagssviðinu og tryggja þeim efnahagslegt frelsi og öryggi. Það er aug- ljóst mál, að hið eina skipulag á stjórnarkerfinu, sem er í sam- ræmi við þessar hugsjónir, er það, sem tryggir fullkomið jafn rétti í stjórnmálum og óskorað andlegt frelsi, sem sé lýðræðíð. Á hliðstæðan hátt og hinar efna minni stéttir fá ekki notið gæða lýðræðisins til fulls í kapitalist- isku þjóðskipulagi sökum þess óréttar, sem þær eru beittar á efnahagssviðinu, fá þær held- ur ekki notið gæða sósíalism- ans til fulls, nema þegar full- komið lýðræði er honum sam- fara. Hugsjónir sósíalísmans komast þess vegna því aðeins í fulla framkvæmd, að sam- hliða sósíalistiskum framleiðslu háttum sé ríkjandi lýðræði og óskorað andlegt frelsi. Þetta er höfuðröksemdin fyr- ir lýðræðisleiðinni til fram- kvæmdar sósíalismans. Sönn- um sósíalisma vérður ekki kom- ið á, nema lýðræðið sé varð- veitt, en hann fullkomnar það og eykur gildi þess stórum. Vegna þessa fyrst og fremst vilja Alþýðuflokksmenn fram- kvæma sósíalismann með að- stoð lýðræðisins. Kommúnistar og fasistar álíta hvorir tveggja stjórnar- byltingu nauðsynlega og rétt- mæta leið til þess að koma í framkvæmd hugsjónum sínum um þjóðfélagsmál. Kommúnist- ar geta auðvitað gagnrýnt fas- istískan einræðisherra fyrir það, sem hann gerir eða lætur ógert, en vilji þeir vera sjálf- um sér samkvæmir, geta þeir ekki gagnrýnt hann fyrir að vera einræðisherra, því að sjálf ir vilja þeir koma sínu máli fram með byltingu og einræði. Og það er ekki einungis, að byltingarleiðin sé í ósamræmi við meginhugsjón lýðræðisins, heldur er auðséð, að stjórnar- FYRIR SKÖMMU síðan kom á bókamarkaðinn bæklingur eftir Gylfa Þ. Gíslason dósent, sem nefnist „Sósíalismi á vegum lýðræðis eða einræðis“. Hefir áður stuttlega verið frá honum skýrt hér í blaðinu. Sem ofurlítið sýnishorn af því, sem þessi bæklingur hefir inni að halda, vill hlaðið í dag með leyfi höfundarins, hirta eftirfarandi kafla úr honum. bylting í lýðræðislandi hlýtur að ganga af lýðræðinu dauðu. Minni hluti, sem tekur völdin með byltingu, getur því aðeins haldið þeim, að hann afnemi lýðræðið og komi á einræði sínu, svipti alla aðra flokka og alla andstæðinga sína sérhverj- um stjórnmálaréttindum og öllu stjórnmálafrelsi, og venju- lega eru borgararnir sviptir öllu andlegu frelsi til þess að auð- veldara sé að fá þá til þess að sætta sig við stjórnarfarið. Um leiþ og kommúnistar telja sig fylgjandi byltingar- leiðinni til framkvæmdar sósíal ismanum, eru þeir því að lýsa sig andvíga lýðræðinu og fylgj- andi einræði, þeir eru að lýsa sig einræðisflokk. Að einu leyti er og sérstök hætta þvi samfara fyrir sósía- lista að hyggjast gera fram- kvæmd sósíalismans mögulega með stjórnarbyltingu og stofn- un einræðis, sem er óhjákvæmi- leg afleiðing hénnar. Það er eðli málsins ög margstaðfest af reynslu sögunnar, að ein- ræðisvaldið hefur tilhneigingu til þess að safnast á fáar og æ færri hendur. Þegar svo er komið, að tiltölulega fámennur hópur foringja hefur með til- styrk byltingarhreyfingarinnar öðlazt allt ríkisvaldið, hvaða tryggingu hefur þá hin óbreytti byltingarmaður fyrir því, að þeir framkvæmi það, sem þeim var lyft í valdastólinn til þess að Iframkvæma, hvaða trygg- ingu hefur hann fyrir því, að þeir framkvæmi sósíalismann ekki á annan hátt en hann ætl- aðist til, og hvað gæti hann raunar gert, þótt þeir fram- kvæmdu sósíalismann alls ekki? Hvað gæti hann aðhafzt, þótt hann yrði sáróánægður með ár- angur byltingarinnar og fynd- ist hún hafa átt að leiða til allt annars en hún leiddi í raun og veru? Hann gæti ekkert gert. Hann hafði stutt að því að fá allt úrslitavald í hendur leið- togum byltingarinnar; og hann vissi, að þetta vald átti aðnota til þess að bæla niður andstöðu mótstöðumanna byltingarinnar, og að það var nógu öflugt til þess. Nú finnst honum foringj- arnir hafa brugðizt, og hann er sjálfur orðinn andstæðingur þeirra. En valdið er allt í þeirra höndum, og hann réttlaus og ófrjáls í stjórnmálatilliti. Til eru ýmis dæmi þess í sög- unni, að leiðtogar byltingar og valdhafar að byltingu lokinni hafi brugðizt vonum fylgis- manna sinna, og árangur bylt- ingarinnar orðið annar en til var ætlazt. Engum ætti að vera betur ljóst, að byltingarfrömuðir geta brugðizt málstað byltingarinn- ar, en kommúnistum, sem fylgja að málum stjórn Stalins í Rússlandi. Hún taldi Trotzki, annan aðalforingja rússnesku byltingarinnar, hafa svikið hug- sjónir hennar og hrakti hann úr landi, en Trotzki taldi Stalin aftur á móti hafa svikið, og skal enginn dómur lagður hér á þær deilur. Fyrir nokkrum árum lét svo stjórn Stalins taka mestan hluta hinna þekkt- ari forvígismanna rússnesku byltingarinnar af lífi fyrir svik við hugsjónir hennar og land- ráð. Menn eru að vísu ekki á eitt sáttir um það, hvorir hafi svikið málstað byltingarinnar, gömlu byltingarmennirnir eða Stalin og fylgismenn hans, og má hér liggja milli hluta, hvað satt er í því máli. En kommún- istum, sem trúa því, að flestir forvígismanna byltingarinnar hafi svikið málstað hennar og gerzt honum svo hættulegir, að þeir hafi átt líflát skilið, ætti að vera vel ljós sú hætta, sem því er samfara, að fáeinum mönnum sé fengið geysilegt vald í hendur. Og þeir, sem trúa því, að gömlu byltingar- mennirnir hafi verið saklausir, geta dregið sams konar lærdóm af ráðstöfunum Stalins gagn- vart þeim. Byltingarleiðin hefur því í för með sér stórkostlega áhættu Auglýsingar, sem birtast eiga I Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, , (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldl. Sími 4906. fyrir hinn sósalistíska málstað sjálfan. Fyrir fylgismenn hvaða málstaðar sem er, hlýtur það að vera hin mesta áliætta að hyggjast koma honum fram með einræði, því að þegar ein- ræði er komið á, er það ein- ræðisherrann, sem ræður, en ekki einu sinni þeir, sem lyftu honum til valda, hvað þá held- ur hinir, sem voru því andvígir. Með stjórnarbyltingu, afnámi lýðræðisins og stofnun einræðis er hinum þýðingarmestu mann- réttindum varpað á glæ. Það væri ömurlegt, ef ekki væri hægt að stíga það framfara- spor, sem sósíalistar telja fram- kvæmd sósíalistmans vera, nema því aðeins að stíga annað spor aftur á bak áður. Það væri vissulega ömurlegt, ef réttlátt og skynsamlegt skipu- lag í atvinnu- og félagsmálum væri ekki hugsanlegt nema (Frh. á 6. síðu.) ÞAÐ er mikið rætt um Finn- land í hinum blöðunum upp á síðkastið, en ekki alltaf af miklum skilningi. Eitt af því athyglisverðara er uppprentun á stuttri forystugrein úr brezka tímaritinu „The Sphere“ frá 4. þ. m„ sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, og sýnir hvern skilning margir brezkir menn hafa á baráttu og erfiðleikum Finnlands, jafnvel þótt það sé formlega í stríði við Bretland. Forystugreinin í „The Spere“ hljóðar þannig: „Persónulega óska ég að Finn- ar megi komast hamingjusamlega út úr öllum sínum- þrengingum. Þetta er að vísu að vona mikið, en sá maður hlyti að vera grimm- ur og harðhjartaður, sem gæti borið kala til Finna, fyrir nokkuð, sem þeir hafa gert síðan 1939, — og látið ógert. — Finnar hafa barizt fyrir tilveru sinni, hvorki meira né minna, og Bretar dáðust stundum að baráttu þessari með háfleygum orðum og blómsveig- um, en Finnar hafa raunverulega verið peð í leiknum milli tveggja mestu hervelda Evrópu, og aldrei hafa Finnar getað sagt, að þessar stórþjóðir væru þeim vinveittar. Og nú eiga Finnar að velja eða hafna, og hvað sem þeir velja, þá munu þeir verða hart úti. — Ef þeir semja frið við Rússa, hlýtur land þeirra, að verða víg- völlur, er þýzkir herir standa á finnskri grund, og þýzkar árásir vofa yfir borgum landsins. Ef Finnar hins vegar halda áfram að hallast að Þjóðverjum, og halda á- fram stríðinu, jafnvel aðeins til varnar, þá munu hinar rússnesku sprengjuflugvélar leggja borgir landsins í rústir, og ráðast á vam- arstöðvar þjóðarinnar. Vei hinum smáu þjóðum í Evrópu í dag. Þær þeirra, sem hafa haft hreinastan skjöld og sýnt mesta hugrekkið — þeirra glæpur hefir verið sá, að þær vörðu sig er á þær var ráð- izt, — og vörðust mjög vel. Vér Bretar munum alltaf líta með samúð á slíka „glæpi“. Ég get illa þolað, að menn hér í Bret- landi hafi horn í síðu Finna. Þögn, samúð og hjálp, þegar tækifæri gefst, ætti að vera hlutverk vort, hvað þessari aðþrengdu þjóð við- yíkur. — Grimmd og óréttlæti styrjaldarinnar kemur þyngst nið- ur á smáþjóðunum, og hinum auðmjúku í heiminum. Og á hverj um degi verðum vér að snúa oss undan, til þess að þurfa ekki að horfa á ranglæti, sem vér getum ékki kippt í lag, og harmleiki, sem ekki verður unnt að koma í veg fyrir.“ Svo góðan skilning sýna hin- ir beztu menn á Bretlandi á baráttu Finna, þótt þeir hafi lent í andstæðingahópi Bret- lands í styrjöldinni. Bretar skilja, hversu lítið Finnar gátu við það ráðið. En hér hjá okk- ur, norrænni þjóð, sem einna bezt allra ætti að skilja aðstöðu Finna, ætlar viss flokkur manna bókstaflega að rifna af reiði, hvenær, sem Finnar eru látnir njóta sannmælis og sök er lýst á hendur þeim, sem leitt hafa ógæfuna yfir þessa litlu frels- iselskandi^ þjóð. Morgunblaðið minnist í aðal- ritstjórnargrein sinni í gær á framkomu kommúnista í sjálf- stæðismálinu á þann hátt, að ekki fer hjá, að veki nokkra at- hygli. Morgunblaðið segir: „Kommúnistar vildu standa að framgangi málsins, en þó þannig, Frarrtiáld á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.