Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 3
Milhrikodi^w 22. man 1944. ALfrYPUBLAÐIP ÞAÐ LtEHKUR ekki á tveim ttmgum, að Finnar eiga miklum vinsældum að f agna, bæði hér á íslandi og annars staðar á Norðurlöndum og kom það ekki sízt í Ijós, er Rússar réðust á þá, sam- ikvæmt uppskrift Hitlers vet- urinn 1939; en vissum hópi íslenzkra manna fannst samt viðeigandi að nefna samúðar vott við bágstadda bræðra- jþjóð Finnagaldur, og hafa menn þessir hamrað á því síðan, ef ske kynni, að þeir gætu með því blekkt eithvað af fólki til fylgis við sig. ÞVÍ ER ÞAÐ, að menn fylgj- ast vel með því, sem nú er að gerast í Finnlandi. Fáar þjóðir hafa átt eins erfitt og Finnar nú, mætt eins mikilli and- spymu úr flestum áttum og verið jafn nauðulega staddar. Það hefir áður verið minnzt á það í þessu blaði, að það væri hörmulegt, að þessi Norður- landaþjóð skuli berjast við hlið þýzka nazismans, og að Norðmenn séu gramir Finn- um brautargengi, en á hinn um breutargengi, en á hinn _ bóginn verður að segja, að af- staða Finna er samt skiljan- leg, ef málið er skoðað hleypi dómalaust. ALLT FRÁ DÖGUM Péturs mikla, laust eftir árið 1700, hafa Finnar og raunar Skand inavía öll, verið í hinni mestu hættu vegna ásælni Rússa, og nú er ekki annað sýnna, en að þeir hafi á ný tekið upp stórveldastefnu zarstjórnanna á fyrri öldum. Það er vitaskuld barnalegur fyrirsláttur að leggja trúnað á æfintýrið um, að Lenin- grad hafi verið innan skot- máls finnskra fallbyssna, og að erlend stórveldi hafi ætl- að að nota Finnland sem ein- hvers konar stökkpall til á- rása á hina blásaklausu Rússa. Ef menn athuga vandamál Finna með hlið- sjón af kröfum Rússa á hendur Pólverjum, svo og fyrra framferði Rússa í Eystrasaltsríkjunum, er auð velt að sjá, hvað fyrir þeim vakir. Og hver veit, hvort þeir hugsa ekki til einhverra athafna í Norður-Noregi? Þetta eru að vísu getgátur einar, en þær eru hreint ekki út í bláinn. FINNAR LÝSA YFIR ÞVÍ, að þeir geti ekki fallizt á vopna- hlésskilmála Rússa, meðal annars vegna þ^ss, að þeir viti ekki, hvernig e'instök atriði þeirra kunni að verða túlkuð. Vekur þetta þá grun semd, að Rússar hafi haft skilmálana loðnari en sann- gjarnt var og ætlazt eitthvað meira fyrir en þeir vildu vera láta fyrst í stað. Þá var og úr vöndu að ráða fyrir Finna, hvernig þeir ættu að fara að því að afvopna her Dietls í Finnlandi. Má gera ráð fyrir, að blóðug borgara- styrjöld hefði gosið upp í landinu er til átaka kæmi Frfc. á 7. sáðu. Hann hertók Ungverjaland. Mynd þessi er ekki alveg ný. Hún sýnir Adolf Hitler, er hann var hylltur á austurvígstöðv- unum, en sá tími mun nú liðinn. Nú hefir hann, að því er síðustu fregnir herma, hertekið Ung- verjaland, vegna þess, að hann fékk ekki þá hjálp frá landinu, sem nauðsynleg var. Þjóðverjar herlóku allt Ungverjaland á sunnudaginn var, segja svissnesk blöð. Horfhy ríkisstjérl neitaði kröfum Þjóðverja. SS-sveitir Þjóðverja ráóa nú öilu í Búdapest ÞAÐ ER NÚ talið fullvíst, að þýzkar hersveitir hafi með öllu hertekið Ungverjaland. í Lundúnafregnum í gær var fullyrt, að svo væri, enda þótt opinber tilkynning væri enn ekki fyrir hendi um þetta mál. Yfirvöldin í Berlín hafa ekkert látið uppi um þessa atburði. Formælandi þýzku her- stjórnarinnar lét svo um mælt, er blaðamenn leituðu fregna, að ekkert væri hægt að segja um hernaðarviðbúnað Þjóð- verja að svo stöddu og er talið, að þar hafi verið átt við skipti Þjóðverja og Ungverja. Blaðafregnir hlutlausra landa benda ótvirætt í þá átt, að Ungverjar hafi nú tapað því, sem eftir var af sjálfstæði þeirra. Blöð í Svisslandi segja, að Þjóðverjar hafi hertekið Ung- verjaland s.l. sunnudag. Þá segír í fréttum frá Ankara, að allir hernaðarlega mikilvægir staðir séu nú á valdi Þýzka hersins. Er hér um að ræða járnbrautarstöðvar, opinberar Staðfed, að Finnar \ Rússa FINNAR hafa nú opinber-■ lega hafnað vopnahlés-^ skilmálum Rússa. En hins vegS ar virðist ekki loku fyrir það^ skotið, að enn geti tekizt samn( ingar með þessum ófriðarþjóðS um. Eins og kunnugt er, höfðu^ Rússar 'lýst yfir því, að Finn-^ um yrði veittur frestur tils miðnættis á laugardag. S Útvarpið í Moskva hefir^ skýrt svo frá að Finnar verðR nú að bera alla óbyrgð á því,S sem framtíðin kunni að bera ■ í skauti sínu. byggingar og ýmis hemaðar- mannvirki. í fregnum frá Stokkhólmi, sem jafnan þykja áreiðanlegar, segir meðal annars, að SS-sveit ir Þjóðverja hafi nú tekið í sína vörzlu allar mikilvægar stöðvar í Budapest. Þá segir og, að Horthy ríkisstjóri í Ung- verjalandi og aðrir ráðherrar hans hafi verið á fundi með Hitler og hershöfðingjum hans í aðalbækistöðinni á austurvíg- stöðvunum. Ribbentrop var þar staddur og er sagt, að naz- istar hafi m. a. krafizt þess að Ungverjar gengju að margvís- legum kröfum, svo sem þeim, að öll umferð á Dóná í Ung- verjalandi yrði undir yfirstjórn Þjóðverja, að almennt herút- boð yrði hafið í landinu til að- stoðar við Þjóðverja, og að út- varp og blöð lytu einnig yfir- stjórn Þjóðverja. Þessu mun Horthy og ráðgjafar hans hafa neitað. Fregnir þessar hafa vak- ið feykilega athygli um heim allan og er nú spurt að því, hvert verði hlutskipti Ung- verja, sem tekið hafa virkan þátt í baráttu Hitlers um ný- skipan Evrópu, þótt þeir nú virðist hafa snúið bakinu við hernaðarklíkunni þýzku. Mlklar loltársir banda- manna á Calais-svæðið ITILKYNNINGU flugmála- ráðuneytisins brezka í gær segir, að amerískar Liberator- flugvélar hafi ráðizt á Calais- svæðið í Frakklandi. Thunder- bolt-flugvélar voru þeim til verndar. Áður höfðu brezkar flugvé'lar ráðizt á ýmsa staði í Vestur-Þýzkalandi. Hröð sókn Rússa inn í Bessarabíu. 1 ” RÚSSAR halda enn áfram harðri sókn inn í Bess- arabíu og éru nú aðeins rúma 100 km. frá borginni Balti. Er sú borg á leið Rússa til Yasí, sem er mikilvæg samgöngumið- stöð. Rússum hefir borizt veru- legur liðsauki og herða sóka- ina, en Þjóðverjar fá ekki að gert. Miklar loftorrustur hafa ver- ið háðar og hafa Rússar beitt Stormovik-steypiflugvélum sín um- og valdið miklum spjöllum í. liði Þjóðverja. Fregnir hafa borizt um það, a.ð hershöfðinginn von Kleist hafi tekið við yfirstjórn þýzku herjanna á suðurhluta austur- vígstöðvanna, en. ekki er vitað um afdrif von Mansteins. Von Kleist er talinn sérfræðingur £ skriðdrekahernaði, en hins veg- ar telja þeir, sem bezt þekkja tiL þessara mála, að Manstein hafi mistekizt hlutverk sitt og þess vegna verið bolað frá her- stjórninni. í Póllandi eiga Rússar skammt eftir ófarið til borgar- innar Brody, á leið sinni til Lwow (Lemberg). Engar nýjár fregnir hafa borizt af bardög- um í Tarnopol, en vitað er, að þar geisa enn harðir götubar- dagar. í fyrrinótt réðust brezkaír Lan- caster-flugvélar á verksmiðjur skammt frá Bordeaux og lögðu þær í rústir, að því er sagt í brezkum fregnum. Lítið var um viðnám af hálfu þýzkra orrustu- flugvéla. Þá er og skýrt frá því, að ráðizt hafi verið á ýmis járn brautarmannvirki, skammt frá Oise-fljóti í Frakklandi og hafi f j ölmargir j árntorautarvagnar eyðilagzt við það tækifæri. Þjóðverjar verjast enn í rúsfum Cassino, en bíða mikið mannfjón. Skæðar loftárásir bandamanna á Kríi FRÁ ÍTALÍU berast þær fregnir, að enn sé barizt í rústum Cass- ino-borgar. Hafa Þjóðverjar sent fallhlífarhermenn á vett- vang og verja þeir hvert hús og hvert fótmál. Manntjón þeirra er talið mikið. Bandamenn sækja enn á, en hefir ekki orðið mikið á- gengt. Þó eru Þjóðverjar hvarvetna í varnarstöðu á þessum slóð- um. Fréttaritari brezka útvarpsins, BBC, greinir frá því, að bar- dagar séu mjög grimmilegir og að bandamenn eigi enn í vök að verjast. Er frá því skýrt, að bandamenn skorti olnbogarúm til þess að koma hergögnum sínum við eða beita sér af alefli. Þjóðverjar hafa komið sér mjög rammlega fyrir á fjallstindum og hæðum og þess vegna er bandamönnum erfitt um vik. Á Anzio-svæðinu hafa Þjóð- verjar gert tvö skæð áhlaup, sem báðum var hrundið við mik ið manntjón í liði þeirra. Á víg- stöðvum 8. hersins hafa staðið yfir skæðar framvarðaorrustur og stórskotaliðsviðureignir. I Lundúnafregnum var greint frá því, að Sir Henry Maitland Wilson sé nú staddur í Cairo til1' bækistöðva sinna. viðræðna við aðra hershöfðingja bandamanna. Þá var og sagt frá því, að brezkar flugvélar af Wellington gerð hefðu farið til árása á skip á Suda-flóa á Krít og hæft þar þúsund smálesta kaupfar. Einnig voru gerðar á- rásir á ýmis mannvirki á Tylftar eyjum. Allar flugvélar banda- manna komu heilar aftur til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.