Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 5
Hfiðvikndagxir 22. marz 1944. ALÞTflHBLA^iP 8 Flugvélamóðurskip í stórsjó brezka flotans //' í.% Mynd þessi er af flugvélamóðurskipunum Avenger og Biter með ~ sjó. Skip þessi voru byggð í Ameríku, en eru í þjónus laffa~ land skæruliðanna LAND ÞAÐ, sem hinir júgó- slafnesku skæruliðar berj- ast í, er sennilega það land víðrar veraldar, er svipar mest til tunglsins eftir rannsóknum viturra manna að dæma. Land- slagið þar er í senn hrikalegt og tilkomxxmikið. Það eru vinj- ar meðal.hinna gróður lausu og víðáttumiklu auðna Herzegóníu og Karsthásléttu þar sem gróð- urlendið er svo dýrmætt — enda þótt aðeins sé um að ræða (spildur, sem eru ekki stærri en tvær hervoðir að ummáli, að þær eru vendilega giirtar grjótgörðum og nytjaðar af kostgæfni. Mér er ríkur í minni staður nokkur þarna uppi í fjöllunum, er ég gisti fyrir nokkrum árum. Mér vixtist að jiar væri aðeins um að ræða sannnefnda steikarpönnu grárra kletta. Mér er næst að ætla, að unnt hefði verið að steikja egg þarna á klettunum í hinu brennandi sólskini, ef þess hefði verið freistað. Og þó vissi ég, að þarna var von mannabyggðar. * ÞETTA bar til á ferðalagi, er ég tókst á hendur árið 1925. Ég ók af stað frá Belgrad og lagði leið mína um hluta af Serbíu, Bosníu, Herzegonvínu og til Dalmatíustrandar. Og þegar ég stóð þarna og undr- aðist það, að nokkur mannvera .skyldi velja sér samastað þama í hinu hrikalega Svartfjalla- landi, kom bóndi út úr bæ sín- um og bauð mér inn til sín upp á drykk. Raunar er það ekki ná- fcvæmt að kveða þannig að orði, að hann hafi boðið mér inn til sín, því að hann bauð mér sæti í forsælu af fíkjutré, sem hann hafði gróðursett og náð hafði .góðum þroska, sem teljast verð- ur kraftaverk að mínum dómi. Júgóslafi þessi var múhammeðs trúar og bar tyrkneska húfu á höfði. Ég freistaði þess að spyrja hann þess brosandi á fingramáli og hinum ýmsu mál- lýzkum sem talaðar eru á þess- um slóðum, hvort kóraninn legði ekki bann við neyzlu hins eldsterka brennivíns, sem hann bauð mér. Hann svaraði þeirri spurningu minni með því að hlæja dátt, svo að skein í hin- ar hvítu tennur hans. Ég hefði hundrað .sinnum iheldur kosið glas af köldu vatni ejn þetta eldsterka brennivín, sem hann hafði skenkt mér. En ég átti eftir að sannfærast um það, að manni þessum var um- hugað um það að veita mér allt það bezta, sem hann hafði að bjóða að sjálfs sín dómi. Brátt spratt hann á fætur, tók hand- fylli sína af fíkjum af trénu og G&EIN ÞESSI, er fjallar um endurminningar höfundarins frá Júgóslafíu, !andi skæruliðanna, sem byggt er hraustum, gestrisn- um en harðlyndum þjóð- flofckum og herskáum mjög er eftir Negley Farson. Var hún upphaflega flutt í út- varp bandamanna í Afriku, en er hér þýdd úr útvarps- tímaritinu The Listener. fékk mér. Mér var það ljóst, að méiri gestrisni varð ekki auðsýnd, því að hér var mað- urinn að bjóða mér það, sem hann hafði framleitt með ær- inni fyrirhöfn. Mér var því öllum lokið. Ég reyndi að malda í móinn. En hann lyfti upp hendinni ákveðinn á svip, og, það tjáði mér betur en nokkur orð hefðu gert, að hann myndi taka það mjög sárt, ef ég hafnaði þessari gjöf hans. Ég sat þarna hjá manninum í hálftíma og ræddi við hann fram og aftur um áhugamál okkar beggja mestmegnis þó með bendingum og alls konar handapati. Það duldist ekki, að bóndi þessi var næsta stoltur af akrinum sínum og fíkjutrénu. Hann sýndi mér akurreitinn, sem grjótgarður var hlaðinn umhverfis, næsta stoltur á svip, Þegar ég les um skærulið- ana, sem berjast einhvers stað- ar í Júgóslafíu, minnist ég manns þessa jafnan. Því veld- ur, að ég hygg, góðvild hans og gestrisni. Auðvitað hafði hann hlakkað til þess að eta fíkjurnar sínar sjálfur, en eigi að síður gaf hann mér veru- legan hluta þeirra með glöðu geði. Einnig hygg ég, að hann sé mér ríkur í minni vegna þess hversu djarfmannlegur og fi’j álsmannlegur hann var í framkomu sinni allri. Hann var í senn maður gervilegur og göfugmannlegur. Mér fannst sem ég sæti hjá erni meðal manna. Hann var glæsilegur fulltrúi fjallabúa Svartfjalla- lands. Ég lagði leið mína fyrsta sinni gegnum Júgóslafíu, er ég sigldi bátkænu minni Loga nið- ur eftir Dóná, Um þær mundir voru Júgóslafar næst hrifnir yfir að hafa end-urheimt frelsi sitt og sjálfstæði, og þar eð Dóná var enn árið 1925 harla umdeild, var jafnan fyrsti Júgó- slafinn, hvar sem ég steig fæti mínum á ströndina, — lögreglu þjónn. Nú eru lögregluþjónarn- ir og hermennirnir, er halda vörð vopnaðir brugðnum byssu- stingum í sérhverju þorpi Júgóslafíu, skelfar þjóðar sinn- ar. Samlandar þeirra leggja hinn þyngsta hug á þá, og bændurnir vinna markvisst að starfsemi sinni gegn kúgurun- um, enda þótt oft sé skammt milli þeirra og lögregluþjón- anna og hermannanna. Ég mun hér leiða hjá mér að ræða hin dapurlegu og harm sögulegu bræðravíg Serba, Króata, Slóena, Dalmatíumanna, iSvartfjallabúa og Múhammeðs- trúmanna Júgóslafíu. En mest er um það vert, að hinir hraustu og hugumstóru skæruliðar, er berjast af harðfengi og hugprýði gegn Þjóðverjum, eru menn allra þessara þjóðflokka. Ég hygg, að flestum Balkanbúum sé það Ijóst, að nýskipun verður til að koma í stjórnmálum þeirra og þjóðskipulagsháttum. Þeim mun eigi dyljast það, að vald- hafar þeirra hafa leiít þá á glapstigu. Þeir munu sannfær ast um það, að frá því ráði verð ur að hverfa, að grannþjóðir og frændiþjóðir berist á bana- tspjót eins og verið hefir til þessa. í þess stað hljóta þær að efna til vinsamlegrar sam- vinnu, er miði til heilla hverri þeirra um sig, á dögum fram- tíðarinnar. Mark Twain ræðir einhvers staðar um ,,hið fordæmda mannkyn“. Ef til vill verður úr því skorið næstu ár, hvort mannkynið sé undir þann skapadóm selt, er hann lýsir þar, eða ekki. Ég er þeirrar skoðunar, að mannkynið verði að taka upp nýja siðu og háttu í skiptum landa og þjóða, ef ekki á illa að fara. Ég hygg einnig, að þess megi vænta, að Balkanþjóðirnar taki upp nýja háttu í samskiptum sínum, ef hinar sameinuðu þjóðir leggja áherzlu á það, að treyst verði og tryggð samvinna allra þjóða að stríðinu loknu. En til þess að svo megi verða, ber sér- hverjum þingkjósanda hinna sameinuðu þjóða að velja þá menn eina til forustu, er leggja verðskuldaða áherzlu á lausn þessa máls. Allar þjóðir skyldu gera sér þess glögga grein, að það er vandi og ábyrgð í því fólginn að veita mönnum um- boð sitt til slíkra tignarstarfa sem þingmennsku og ríkja- stjórna. En verði ekki horfið að nýrri skipan mála allra þjóða, verður mannkynið vissulega fordæmt, og guð má vita hvað lengi. * EF TIL VILL kann ein- hverjum lesenda minna að finnast ég hafa rætt helzt Frh. af 6. síöo. Um Flateyjarútgáfuna — Fyrirspu: — og svör Sigurðar Nordal proiesswrs. MENN ’ræða allmikið sín á milli um þessar mundir um þá miklu útgáfustarfsemi, sem nú er verið að ráðast í, Flateyjar- útgáfuna og Heimskringluútgáf- una. Fyrir nokkru fékk ég eftir- farandi bréf frá „Áskrifanda að Flateyjarbók.“ „FYRIR SKÖMMIJ var auglýst, að undirbúningur væri nú hafinn að útgáfu Flateyjarbókar. Útgefend ur létu þess ekki getið, hver eða hverjir ættu að annast útgáfuna. Frá því var aðeins skýrt, að pró- fessor Sigurður Nordal myndi rita formála. Mörgum mun hafa þótt þetta góð ííðindi, því að bókin er í fárra höndum. Hún hefir aðeins tvisvar verið gefin út, fyrra sinn- ið árin 1860—1868 og síðara sinn- ið árið 1930, er Munksgaard lét ljósprenta handritið.“ I ' „NÚ HEFIR sá orðrómur kom- izt á kreik, að hina.nýju útgáfu eigi ekki að bera saman við ljós- prentuðu útgáfuna, en farið verði eingöngu eftir prentuðu útgáfunni. Ég hefi gilda ástæðu til að ætla að þessi orðrómur eigi við rök að styðjast, þótt auglýst hafi verið, að handriti yrði nákvæmlega fylgt.“ „í FORMÁLA að útgáfunni frá 1860—1868 segja þeir Guðbrandur Vigfússon og L. R. Unger svo: „Það er því miður fullvíst, að ó- nákvæmni mun gæta í einstökum atriðum og sá, sem ber útgáfuna saman við handritið, mun án efa oft rekast á slíkt.“ Ástæðuna til þessa telja þeir vera, að hand- ritið var ekki við hendina til sam- anburðar, þegar bókin var prent- uð. í útgáfu sinni af Orkneyja- sögu getur prófessor Sigurður Nordal þess, að hann hafi fundið nokkrar villur við samanburð á handriti, en gerir þó ekki mikið úr því. Og í Islandske Annaler eru leiðréttingar við annálana í Flateyjarbók og eru leiðréttingarn ar 6 bls., en annálarnir 109 bls.“ „ÞAÐ MÁ ÞVÍ VERA ljóst, að þess muni full þörf að yfirfara handritið (ljóspr. útgáfuna) vand- lega, þegar loks er hafizt handa um útgáfu á Flateyjarbók. A5 öðrum kosti verður þessi útgáfa að teljast vafasöm, því að til þess eru lítil líkindi, að betri útgáfa yrði gerð í bráð, ef önnur er til fyrir. Þá er það og næstum óhjá- kvæmilegt, að eitthvað af nýjum villum slæðist inn í þessa útgáfu,, auk þeirra, sem fyrir eru, svo að hin nýju útgáfa yrði að því leyti lakari en hin gamla.“ „VIÐ, SEM höfum gerzt áskrif- endur að bókinni, teljum okkur varða þetta nokkru og því vil ég biðja þig, Hannes minn, að grennslast eftir því hjá útgefend- um eða. prófessor Sigurði Nordal, hvernig þessu er farið og hver eða hverjir eigi að annast útgáfuna, því að vafalaust er það ekki á færi annarra en æfðra fræði- manna.“ „EF ÞESSI orðrómur er á eng- um rökum reistur, er það vel farið, en að öðrum kosti er um brigð- mæli að ræða af hálfu útgefenda. Og fyrir því hefi ég gert þessa fyr- irspurn fyrir hönd nokkurra á- skrifenda, að við kærum okkur ekki um að kaupa köttinn í sekknum.“ ÉG SNERI MÉR til Sigurðar Nordals prófessors af þessu tilefni og sagði hann meðal annars: „Ég mun gera grein fyrir því í for- mála, hvemig þessi útgáfa hafi ver ið búin til prentunar og hverjir að henni hafa starfað. Hins vegar sé ég ekki ástæðu til að fara að ræða þetta mál nánar.“ „ÉG VIL þó benda á að ummæli útgefenda eru miðað við stafrétta- útgáfu og lítilsháttar ónákvæmni í stafsetningu útgáfunnar kemur ekki að neinni sök í þessari nýju útgáfu, þar sem stafsetningin verður samræmd.“ „AÐ LOKUM vil ég segja, að við samanburð minn á löngum köflum í útgáfunni við handritið og af athugasemdum Storms, sem bréfritarinn minnist á, hef ég sann færst um að útgáfan sé yfirleitt óvenjulega nákvæm.“ Hannes á horninu. Fyrir 6 krónur á mánuði fáið þið bezta og læsilegasta dagblað lands- ins og gildir það verð í Reykjavík og nágrenni. Ann- arstaðar 5 kr. (Ekki 4 kr., eins og misprentast hafði í fyrri auglýsingu). KAUPIÐ ALÞÝDUBLAÐID Límið inn myndasögur blað- anna í Myndasafn barna og unglinga

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.