Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.03.1944, Blaðsíða 6
«LÞTOIiaUÐ!« „Fagra veröld." ii '4 TVfí? Mý ’bé’kt' Stúlka sú, er hér birtist mynd af ku heita Alice Mc Kinley og er af skosbu foreldri í þennan heim fædd. Nýlega gat hún sér frægð mikla vestur á Ameríku með því að hún var kosin, af am- erískri herdeiid einhvers staðar á eyju í Kyrrahafinu, drottn- ing vorsins og sú stúlka, sem hermennirnir öllum fremur óskuðu að mega bera með vatnsfötu lífsins að stríðinu loknu. Ekki er nú öll vitleysan eins. ■ S 1 Frh. af 5. síðu. til lengi um fátæka bóndann í Svartfjallalandi, sem gaf mér fíkjur sínar og ég hitti af hend- ingu. En þetta hefir verið gert af ráðnum hug. Þessi fátæki bóndi, sem sennilega hefir sjaldn ast haft nema rétt í sig og á um dagana, er sem sé tákn- rænn fulltrúi þeirra Serba, Kró- ata, Slóvena, Svartfjalla búa og Dalmatíumanna, er ég hefi kynnzt á ferðum mínum um Balkanskaga. Fólk þetta hefir reynzt mér hjálpfúst og gestrisið. En þegar þetta fólk hefir fylgt liði, hatar það strítt og gengur vígdjarft til orra- hríða. Fólk þetta hefir sýnt mikla hugprýði og drýgt frægar dáð- ir jafnframt því, sem göfug- lyndi þess hefir mjög verið í frásögur fært. Serbarnir hafa löngum þótt hraustir menn. Þeir eru hvað ég bezt veit eina þjóðin í heiminum, sem heldur þjóðhátíðardag sinn til endur- minningar um hernaðarlegan ósigur. Þar er um að ræða orrustuna við Kossovo árið 1389, þegar sonur Stephens Dushan firrti Evrópu því, að Tyrkir flæddu yfir hana í trylltum vígamóð. Serbar biðu ósigur þennan dag. Þjóðhátíð- ardagur Serba er raunverulega haldinn til minningar um hrun veldis þeirra fyrir fjórum öld- um. Þó minnast Serbar enn þessa ósigurs, og stríðssöngur- inn frá 1389 er enn í dag sung- inn um gervalla iSerbíu á Koss ovodeginum, og stríðssöng þann syngja serbnesku skæru- liðarnir, er þeir sitja við varð- elda sína og bíða þess að færi gefist til árása á Þjóðverja. Hvaða minningar eru tengd- ar þessum söng? Minning um unninn sigur? Nei. Minning um landvinning? Nei. Við hann eru tengdar minningar, sem eru mun háleitari en þetta hvort tveggja. Orrustan var töpuð. Serbum var um það kunnugt, og þó héldu þeir baráttunni á- iram. Flestir foringjar Serba voru fallnir í valinn. Aðeins einn þeirra var enn lífs. Þetta var barátta upp á lif og dauða. Serbar höfðu goldið mikil af- hróð. Þeir virtust eiga fárra kosta völ, en eigi að síður héldu þeir baráttunni ótrauðir áfram. Þegar öll von virðist úti, sveifl- aði hinn eini foringi Serba, sem enn var lífs, sverði sínu geyst- ist fram og tvístraði fylkingum Tyrkja. Þetta er söngur, sem sérhvert serbneskt barn nemur þegar í æsku sinni. Þetta er söngur um sigur í ósigri. Og söngur þessi á sinn mikla þátt í því, að enn í dag þykja Serb- ar flestum öðrum mikilhæfari hermenn. Þess hefir svo að ég viti lítt verið getið, að nær þriðjungur serbnesku þjóðarinnar lét lífið í heimstyrj öldinni hinni fyrri. Allir munu geta sagt sér sjálf- ir, hvílíkt afhroð það hafi verið fyrir land og þjóð. En eigi að síður ákvíáðu Serbar, þegar styrjöld sú, sem nú er háð, kom til sögu, að taka sér vopn í hönd og berjast gegn Þjóðverj- um. Þeim var það fullljóst, að vonlaust var, að sigurinn yrði þeirra. Hér var um að ræða viðureign Davíðs og Golíats. En þetta sýndi það, að andi þeirra Serba, er háðu hinn sögufræga styrr við Kossovo, lifði enn. Þegar þessa er gætt, dylst eng- um, að hér er um mikilhæfa og merkilega þjóð að ræða. Og. um slíka þjóð skyldi ekki örvænt, enda þótt hún hafi leiðzt á glapstigu og lúti um stund dapurlegum örlögum. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. að Alþýðuflokknum yrði í leiðinni gerð öll hugsanleg bölvun.“ Enginn efast um, að Morg- unblaðið segi hér satt og rétt frá; enda ætti það vel að vita, hvað fram fór í sjálfstæðis- málinu á bak við tjöldin milli sjálfstæðismanna og kommún- ista. Dul og'ðraumar. Guðrún Böðvarsdóttir: Dul og draumar. Reykjavík 1944. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja. HÖFUNDUR ÞESSARAR BÓKAR er látin fyrir nokkrum árum. Guðrún var dóttir séra Böðvars fyrrum prests að Rafnseyri og fyrri konu hans, Ragnhildar Teits- dóttur. Efni bókarinnar var mér áð- ur kunnugt. Ég var tíður gest- ur á heimili þeirra mæðgna síðustu sjúkdómsár Dúnu. ,Ræddum við þá oft um það, sem fyrir hana hafði borið og var að bera. En ég held, að ég ýki ekki þótt ég segi, að henni hafi stöðugt verið að vitrast eitthvað, ýmist í vöku eða draumi. Hefði það allt verið skráð niður jafnótt, væri það efni í stóra og allmerkilega bók, fyrir þá, sem hallast að þessum málum. Mér er líða óhætt að full- yrða, að þetta er enginn skáld- skapur frá hennar hendi. Þetta er sagt eins og það bar fyrir hennar sálarsjónir — með henn ar orðum og hennar stíl að vísu — en skáldskapur er þetta ekki. Það vill nú svo til, að ég var stödd á Vífilsstöðum, þeg- ar Dúnu vitraðist það, að Guð- munda ætti að deyja. Ég dvaldist þann vetur þrjá mán- uði á Vífilsstöðum og var ég stofufélagi Guðmundu sálugu. Batinn var óvenju hraður eftir því sem gerist um svona sjúk- dóm. Guðmunda var tekin að gera ýmsar ráðstafanir fram í tímann. Hún hafði mikla lífs- þrá, enda stóð hún á þeim tíma- mótum, er lífið virðist glæst og lofar mestu. Hún var heitbund- in ágætum pilti og hún unni honum mjög. Nokkrum dögum eftir að Guðmunda lagðist, mætti ég Dúnu að morgni til frammi á gangi. Hún bað mig að ganga með sér inn til sín. Þegar inn kom, spurði hún mig, hvernig Guðmundu liði. Svona eins, svaraði ég. En ég furðaði mig á spurningunni, af því að Dúna kom til hennar daginn áður og síðan þá hafði engin breyting orðið á heilsu hennar, enda virtist hún þá ekki mikið veik. Það bar dálítið einkennilegt fyrir mig í n'ótt. Ég ætla að segja þér það; við vitum það þá þrjár, sagði hún. Svo sagði hún mér það, sem fyrir hana bar og í bókina er skráð, allt, nema lokaþáttinn. Við vonuð- um víst báðar, að það gengi ekki eftir — og okkur virtist það víst báðum jafnótrúlegt, af því Guðmunda var að verða al- bata, eftir því sem læknirinn taldi. Skömmu síðar fór ég alfarin af hælinu með þá von í brjósti, að Guðmunda hlyti bata. En sú von brást. — Hún átti að deyja. Bækur, slíkar sem þessi, verða aldrei dæmdar á sama mælikvarða og aðrar bækur. Efni þeirra kemur frá heimi, sem aðeins örfáum hlotnast að skyggnast inn í. Það virðist næstum eins heimskulegt að gera tilraun til þess eins og að láta blindan mann dæma um lit, eða daufdumban greina hljóm. En þrátt fyrir það, eiga slíkar bækur sitt erindi til margra. Þær eru hljómur frá hinum veglausa geim og þær vekja margan til umhugsunar um lífið hér, og það, sem koma skal. — Þegar ég las þessa bók, saknaði ég margs, sem því mið- ur hefir ekki verið tekið þarna Guðrún Böðvarsdóttir með. En margt af því mun til í handriti hjá móður hennar. Dúnu er lýst svo rétt í for- mála bókarinnar, að þar þarf ekki um að bæta. En hinni miklu fórn móðurinnar, er annaðist hana öll sjúkdómsár- in, og tók þátt í gleði hennar, sorg og vonbrigðum, verður aldrei lýst. Slík fórn verður aldrei mæld né vegin. — og nú að síðustu, er hún að uppfylla ósk sinnar heitt elskuðu dóttur, að fjársjóðurinn, sem henni var gefinn til uppbótar þreng- ingunum — fjársjóðurinn, sem gerði hana sterka og þolin- móða í þrautum og örugga á dauðastundinni, megi verða öðrum það, sem hann var henni c: örugg vissa um framhalds- lífið. 19. marz 1944. Elínborg Lárusdóttir. Frh. af 4. síðu. samhliða einræði, ef mannkyn- ið yrði að kaupa jöfnuð og frelsi í efnahagsmálum með andlegu ófrelsi og ójöfnuði í stjórnmálum. En þetta er það, sem kommúnistar halda í raun- inni fram með því að fylgja byltingarleiðinni. Sem betur fer er þessu þó ekki þannig varið. Það er hægt að skapa skilyrði til fram- kvæmdar sósíalismans og fram- kvæma hann án þess að varpa fyrir borð nokkru af hinum helgustu mannréttindum, svo sem skoðanafrelsinu, prent- frelsinu, fundafrelsinu, félaga- og flokksfrelsinu. Það er hægt með því að fara lýðræðisleið- ina til framkvæmdar sósíalism- ans. Byltingarleiðin og einræðið er stórt spor aftur á bak, og það spor er meira að segja þannig, að það sviptir flesta fylgismenn sósíalismans jafnt sem andstæðinga hans öllum stjórnmálaréttindum og öllu andlegu frelsi og þar með trygg ingunni fyrir því, að sporiö fram á við, sem þó var tilætlun in að stíga, verði nokkurn tíma stigið. Kvenfélag Prjálslynda safnaðarins heldur bazar á sunnudaginn kemur í Thorvaldsensstræti 2. — Félagskonur og aðrir velunnarar eru vinsamlega beðin að koma mununum til: Ingibjargar Sigurð- ardóttur, Kirkjustræti 6, Valgerð- ar Gísladóttur, Laugavegi 93 og Guðnýjar Richter, Grettisgötu 42. Aðalfundur félags matvörukaupmanna verð- ur í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 8.30. Mjðvikudagur 22. raan 1944L Fyrri hluti fyrsfa bindis þeua merka rifs er hominnúf. Verkið verðair alls um 2 þúsund blaðsiðor. Þessi hluti sögu Árnessýslu, sem fjallar um „Náttúrulýs- ingu Árnessýslu“ og hefir Guð- mundur Kjartansson jarðfræð- ingur frá Hruna skrifað. Er þessum fyrra hluta skipt í tvo hluta: „Yfirlit og jarð- saga“, og skrifar Guðmundur Kjartansson þann hluta, sem er 250 blaðsíður, og Gróður í Árnessýslu“, sem er 18 blaðsíð- ur, og skrifar Steindór Stein- dórsson þann hluta. Hin bindin verða um efni eins og hér segir: Landslagslýsing, og verður það prýtt fjölda mynda. Mun Guðmundur Kjart- ansson einnig skrifa þann hlutæ Saga Árnessýslu frá landnáms- öld til vorra daga, og skrifar Guðni Jónsson það bindi. Hin. bindin verða með frásögnum, þáttum og sögnum af fólki, sem byggt hefir Árnessýslu og eitt bindi með þjóðsögum. Hér er um að ræða eina full- komnustu héraðslýsingu, sem ráðizt hefir verið í að gefa út — og gefur þetta fyrsta bindi sem út er komið mjög góðar vonir um framhaldið. Er lýsing Guð- mundar Kjartanssonar á jarð- fræði Árnessýslu hin skemmti- legasta og fróðlegasta. Fylgja frásögn hans margar myndir og teikningar. í formála fyrir þessu riti sínu segir Guðmundur Kjartansson meðal annars: „Undanfarin sumur, einkum sumarið 1941, hefi ég ferðazt. nokkuð um Árnessýslu í rann- sóknarskyni og hafði þá samn- ingu þessa rits í huga. Lítið hef- ir áður birzt á prenti um jarð- fræðiathuganir mínar, og segir frá þeim flestum í fyrsta skipti í þessu riti. Mér verður miklu tíðræddara um mínar athuganir en annarra, og því vil ég taka það skýrt fram, að jarðsaga Árnessýslu er að mjög litlu leyti mitt verk. Sjálft efnið — rann- sóknir og uppgötvanir — hefir verið dregið að um því nær tveggja alda skeið. Þeir Eggert Ólafsson og Sveinn Pálsson drógu að fyrstu viðina til þeirr- ar smíðar. Jónas Hallgrímsson og ýmsir merkir útlendir vís- indamenn juku miklu við. Þor- valdur Thoroddsen viðaði feiki- miklu að, en lét ekki þar við sitja: hann rak saman grindina. Helgi Péturss fann veilu í grind Þorvalds, reif nokkurn hluta hennar niður og reisti að nýju traustari en áður. Síðan hefir lítill hópur jarðfræðinga inn- lendra og útlendra, neglt fjalir á máttarviðina, en lítt hróflað við þeim sjálfum. Minn skerfur er aðeins af því tagi.“ Ad.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.