Alþýðublaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.04.1944, Blaðsíða 2
z maœm. Uagarðisar t. apiH 1944 Danskir flótfamenn: ; ... \ '• '• ' ■■ -■"■ Tæpar 100 þús fer. hafa nú þegar safnasf FTIRTALDAR gjafir hafa borizt síðustu viku til Skrifstofu söfnunarnefndarimi- ar: Frá vitamálaskrifstofunni kr. 1550,00, afhent til próf. Sig- urðar Nordals kr. 750,00, skrif- stofu húsameistara ríkisins kr. 400,00, safnað af Morgunblað- inu kr. 11,002,00, frá fjórtán þýzkum og austurrískum flótta- mönnum í Rvík kr. 1050,00, J. H. kr. 500,00, safnað af Al- þýðublaðinu kr. 235,00, frá starfsmönnum og nemendum Stýrimannaskólans kr. 1000,00, samskot úr Flatey á Breiðafirði kr. 500,00, samskot í Ólafsvík 2050,00, F kr. 100,00, Á kr. 10,00, R kr. 5,00. Nemur þá innkomið fé til ekrifstofunnar samtals kr. 96.- 591,00. ÍætlBn »9 grelnargerð raf R AFORKUMÁLANEFND ríkisins hefir samið greinar- gerð um bráðabirgðaáætlun um rafveitu fyrir Vest- firði. Gerir áætlunin ráð fyrir að rafveitan nái fyrst um sinn til 6400 manns í þorpum, kaupstöðum og kauptúnum, en 1100 manns í sveitum. Alþýðuiblaðið birtir þessa greinargerð hér á eftir: Raforkumálanefnd ríkisins segir í greinargerð um bráða- birgðaáætlun, sem nefndin hef- ir látið gera um Rafveitu Vest- fjarða. I. Mannfjöldi, sem raforku frá virkjuninni er ætlað að ná til fyrst um sinn. ándakelsfossar werSa fyrir Mýramennr l'!;t og Ákranes. .............. — <i .... Svíar mrtuny selja vélar til virkjunarlnnar ................ •' 17 ÉLAG, sem hefir að * markmiði virkjun Anda kílsfossa og að standa Mýra sýsla, Borgarfjarðarsýsla og Akranesskaupstaður, hefir á- kveðið að stofna til rafmagns virkjunnar fyrir þessi hér- uð í lok styrjaldarinnar og hefir það þegar fengið ábyrgð ríkissjóðs til þessara fram- kvæmda. Formaður stjómar félagsins, ÍHaraldur Böðvarsson. útgerðar maður á Akranesi hefir sent Al- þýðublaðinu greinargerð um sögu þessa máls og fer hún hér á eftir: „Félagið var stofnað á Akra- nesi 1. nóvember 1942. Að því etanda: Mýrasýsla, Borgarfjarð- arsýsla og Akranesskaupstaður. Á fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið. 10. sama mánað- , ar hélt nýkosin stjóm félagsins fyrsta fund sinn, en hún er þannig skipuð: Fyrir Mýrar- sýslu: Jón Steingrímsson, sýslu- maður, ritari, Sverrir Gíslason Hvammi, sem eru aðalmenn, en til vara Þórður Pálmason, kaup félagsstjóri og Kristján Björns- son, Steinum. Fyrir Borgarfjarð arsýslu: Guðmundur Jónsson, Hvítárbakka, varaformaður og Sigurður Sigurðsson, Stóra- Lambhaga sem aðalmenn, en til vara Jón Hannesson, Deildar- tungu og séra Sigurjón Guð- jónsson, Saurbæ. Fyrir Akra- nes: Haraldur Böðvarsson, for- maður, Arnljótur Guðmundsson bæjarstjóri og Sveinbjörn Odds- son, sem aðalmenn, en til vara Þorgeir Jósefsson, Hálfdán Sveinsson og Guðmundur E. Guðjónsson. ■ Árni Pálsson verkfræðingur í Reykjavík hefir gert áætlanir og unnið að undirbúningi, hann hefir mætt á fundum og út- skýrði m. a. tilboð þau er fyrir lágu á þessum fundi, frá Ame- ríku, en þau vom: Túrbína, þrýstivatnspípa, rafvélar o. fl. fyrir 2400 hestafla rafstöð, en útflutningsleyfi frá Ameríku vax ekki fyrir hendi. Á fundinum samþykkti stjómin að hefjast handa um virkjun Andakílsár á þeim grundvelli, er lagður er í áætl- unum Áma Pálssonar verk- fræðimgs, um 2400 hestöfl, en f kauptúnum Patreksfjörður 767 Tálknafjörður 80 Báldudalur 389 Þingeyri 350 Flateyri 409 Suðureyri 355 ísafjörður 2897 Hnífsdalur 304 Bolungarvík 623 Súðavík 226 6400 f sveitum Hólshreppur 100 Eyrarhreppur. 150 Suðureyrarhreppur 50 Flateyrar- og Mos- vallarhreppur 200 Mýra- og Þingeyrar- hreppur 450 Auðkúlu, Dala- og Suðurf j arðarhreppur 150 1100 7500 manns þær eru gerðar árið 1939 og endurskoðaðar 1942 og 1943 og byggjast á mælingum og athug- unum frá fyrri tíma og fram á arið 1943. Alþingismennirnir, Pétur Ottesen og Bjarni Ásgeirrsson hafa mætt á flestum fundum og unnið að framgangi virkjun- arinnar á alþingi og víðar af miklum dugnaði. Sendiráðið í Washington hef ir unnið sleitulaust að útvegun útflutningsleyfa á vélum og efni frá Ameríku, en árangur af því varð sá, að um miðjan febrúar þ. á. kom skeyti frá sendiráðinu til utanríkismála- ráðuneytisins í Reykjavík, sem tilkynnir að neitað hafi verið um umbeðin útflutningsleyfi. 19. nóv. 1943 kom stjórn fé- I lagsins saman á fund, ásamt al- þinigismönnunum og Árna Páls- syni. Formaður félagsins ræddi við Ama Pálsson nokkru fyrir fundinn, að hann teldi miklar líkur fyrir því, að hægt væri að fá tilboð frá Svíþjóð í efni til virkjunarinnar til afgreiðslu eftir stríð og bað hann að reyna að hafa upp á tilboðunum, sem fyrir lágu þaðan árið 1939, en þau voru geymd með plöggum Rafmagnseinkasölunnar. Á fund inum var m. a. ákveðið að senda símskeyti til A. S. E. A. í Svíþjóð með fyrirspurn um hvort það gæti tekið að sér að hefja nú þegar smíði á rafvél- um fyrir 2400 hestafla rafstöð við Andakílsá, samkvæmt til- boði er það sendi 1939. Telji firmað sig geta hafið smíði á vélum þessum, óskaist verðtil- boð, miðað við afhendingu að heimsstríðinu loknu. Ennfrem- ur var samþylckt að setja sig í samband við og leita tilboða hjá Karlstad Mek. Verkst. er gerði tilboð í vatnsvélar 1939 að fengnu tilboði frá A. S. E. A. 9. febrúar 1944 kom stjóm- in saman á fund ásamt Árna Pálssyni verkfræðingi, sem gaf skýrslu um fengin tilboð frá Svíþjóð í desmber. A. S. E. A. bauð rafvélar með 63% hækk- un frá tilboði 1939, en komi þar þó til viðbótar 7 ¥2% ef um fast tilboð yrði að ræða, til afhend- ingar eftir stríð. K. M. V. bauð vatnsvélar fyrir 127.600.00 kr. Hvorutveggja tilboðin voru mið uð við 2400 hestafla vélar og Framhald á 6. síðu. H. Virkjanir: Núverandi ísafjarðarvirkjun: 1. Gamla virkjunin í Fossá 850 hestöfl. 2. Nýja virkjunin í Nónvatni (uppsettar vélar 800 hestöfl, en aðeins varlegt að bæta við 150 hestöfl. Samtals 1000 hestöfl. Ný virkjun í Dynjandisá 5250 hestöfl. Samtals 6250 hestöfl. Frá dregst afltap 10% vegna flutnings 625 hestöfl. Samtals 5625 hestöfl = 3750 kílówött eða 500 á mann. í júlí-ágúst 1941 var virkj- unarkostnaður í Dynjandisá á- ætlaður 3 milljónir króna. Þá var vúisitalan 177. Miðað við vísitölu 263 yrði kostnaðurinn samsvarandi ca. 4V2 milljón króna. Þó þykir varlegra að telja hestaflið, miðað -við nú- verandi Ameríkuverð, ca. 1000 krónur. Verður virkjunarkostn- aðurinn þá kr. 5,250,000,00. Virkjunankostnaður samtals verður þannig: Dyniandisárvirkjun kr. 5,- 250,000,00. Fossárvirkjun að meðtöldu dreifingarkerfi á ísafirði og í Hnífsdal kr. 1,000,000,00. Nonvatnsvirkjun að meðtöldu dreifingarkerfi á ísafirði og í Hnífsdal kr. 1,750,000,00. Samtals 8,000,000,00. HI. Aðalorkuflutningslínur: A. Suðurlína: 1. Loftlína frá Dynjanda til Patreksfjarðar, spenna 30 KV., lengd 45 km. á 35000,00 Kr. I, 575,000,00. 2. 30. KV. sæstrengur, 5 km., viðbótarkostnaður vegna hans kr. 350,000,00. 3. 30 KV. þverlína til Bíldu- dals, 2 <km. á 30000,00 kr. 60,000,00. B. Norðurlína:......... 1. Loftlína frá Dynjanda til Engidals, 59 km. á lengd, 30 KV. spenna á 35000,00 kr 2,065',000,00. 2. Frá aðallínu til Þingeyrar 2,5 km. loftlína 6 KV. á 18000,- 00 kr. 45,000,00. 1,4 km. sæstrengur 6 KV. á 45000,00 kr. 63,000,00. 3. Frá aðallínu til Flateyrar 30 KV. loftlína, 7 km. á 30000,00 kr 210,000,00. 4. Frá aðallínu til Suðureyr- ar 30 KV. loftlína, 14 km. á 30000,00 kr. 420,000,00. 5. Frá Engidal til Súðavíkur Frh. 6 7. RÍðu. 18 skíðamenn ai Suðurlandi taka þátt í landsmótinu á Siglufirði. LANDSMÓT SKÍÐAMANNA fer fram á Siglufirði um páskana. 17 skíðamenn úr Reykjavík taka þátt í mótinu og keppa þeir í nafni Skíðaráðs Reykja- víkur. Enn fremur keppir einn Hafnfirðingur. Hér fer á eftir listi yfir nöfn þessara þátttakenda af Suður- landi: Skíðaganga karla. A-flokk- ur: Björn Blöndal (KR). 17—19 ára unglingar: Lárus Guðmundsson, Þórir Jónsson og Haraldur Björnsson (allir úr KR). Stökk. A-flokkur: Bjöm Blön dal (KR). B-flokkur: Stefán Stefánsson (Á), Hjörtur Jónsson (KR), og Jón M. Jónsson (KR). — Þar er keppt um „Andvökubikarinn“. 17—19 ára unglingar: Þórir Jónsson (KR) og Lárus Guð- mundsson (KR). Svig karla. A-flokkur. Jóhann Eyfells (ÍR), Björn Blöndal (KR), Jón M. Jónsson (KR) og Har. Árnason (ÍR). B-flokkur: EyjóKur Einars- son (Á), Þórir Jónsson (KR), Stefán Stefánsson (Á), Hörður Björnsson (ÍR) og Har. Bjöms- son (KR). C-flokkur: Lárus Guðmunds- son (KR), Hjörtur Jónsson (KR), Eirik Eylands (Á) og Gunnar Hjalltason (ÍR). í keppni um „Slalombikar Litla Skíðafélagsins“ taka þátt A-flokks mennirnir. Svig kvenna, B-flokkur Maja Örvar (KR). C-flokkur: Hulda Guðmunds dóttir, Ingibjörg Árnadóttir og Inga Guðmvmdsdóttir (allar úr Armanni). Dómur í gær ú! af ofbeldismáli. Hino seki dæmdur í 5 mánaða fangehL I GÆR kvað hæstiréttur upp dóm í málinu réttvísin gegn Eggerti Gunnarssyni. Mál þetta er sprottið af því að Eggert Gunnarsson barði Snorra Bergsson til óbóta 7. marz s. 1. í Vestmannaeyjum. Héraðsdómurinn dæmdi Egg- ert Gunnarsson í 3 mánaða fangelsi, sem þó skyldi fállá nið- ur að 2 árum liðnum. Hæstiréttur þyngdi döminn. Segir svo í niðurstöðum dóms hæstaréttar: „Refsing ákærða fyrír brot það, sem lýst er í héraðsdómi, þykir hæfilega ákveðm 5 mán- aða fangelsi. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu sakarkostnaðar á að vera óraskað. Áfrýjandi greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda fyrir hæstarétti, kr. 400.00 til hvors. Því dæmist rétt vera: Ákærði, Eggert Gunnarsson, sæti fangelsi í 5 mánuði. Ákvæði héraðsdóms um greiðslu málskostnaðar í héraði á að vera óraskað. Áfrýjandi greiði allan áfrýj- unarkostnað sakarinnar, þar með talin málflutningslaun skipaðs sækjanda og verianda fyrir hæstarétti, hæstaréttar- lögmannanna, Sigurgeirs Sigur- jónssonar og Gunnars J. Möll- ers, kr. 400 til hvors. Dómnum ber að fullnægja með aðför að lögum.“ Þátttakendur í bruni karla og kvenna eru þeir sömu og í sviginu. Frá Iþróttaráði Hafnarfjarð- ar keppir Magnús Guðmimds- son (SH). Mikið um sB vera hjá menufa- skólanemendum. Hlulavelta í fjáröfluBarsfeirni fyrlr sundlaug skólaselsins að Reykjakotl. Blað, útvarpskvöid og leikkv©3d. Menntaskólanem- ENDUR hafa ýmis- legt á prjónunum þessa dag- ana. Þeir ætla að gefa út prentað blað og halda hluta- veltu. Þeir munu sjá um kvöldvöku í útvarpinu á sunnudagskvöld og leikkvöld skólans verður á þriðjudag- inn kemur. Það verður þann- ig mikið um að vera í Mennta skólanum í Reykjavík þessa dagana. SKÓLABLAÐIÐ í dag munu riemendur selja blað sitt, Skólablaðið, á götum bæjarins. Blaðið er prentað á vandaðan pappír og er í mynd- arlegu broti, 64 síður að stærð. Blaðið flytur og fjölbreytt efni og er myndum skreytt. Af efni blaðsins má t. d. nefna: Menntaskólinn og þjóð- in (inngangsorð), Pálmi Hannes son rektor: Kafli ur ræðu, Sveinn Ásgeirsson: Vor, kvæði, Einar Pétursson inspector scholae: Skólalífið, Vígslan (mynd), Sigríður Ingimars- dóttir: HO (Saga), Anddyrið og Finsenstaflan (mynd), Magnýs Finnbogason kennari: Mennta- skólinn í Reykjavík og erfða- venjur hans, Guðjón Hansen: Skólaselið, Halldór Sigurðsson: Fjallið helga (kvæði), Gunnar Helgason: Sjálfstætt ísland, Morgunsöngur (mynd), Friðrik Sigurbjörnsson: Það er dáinn maður í þessu húsi (saga), Jón P. Emils: Isaac Newton og verk hans, Laufey Valdimarsdóttir: Minningar frá skólaárunum, í kennslustund (mynd), Álfheið- ur Kjartansdóttir: Þú ræður, hvort þú trúir því, E. Magnús- son kennari: Skólahátíðin 1916, Verklegt nám (mynd!, Bjarni Bragi Jónsson: Alþýðumennt- un, Friðrik Þórðarson: Mánu- dagsmorgun (hugleiðing), Mál- fundur (mynd), Thor Vilhjálms son: Skúli fógeti, Dóra Haralds- dóttir: Bréfið (saga), Ganga- Framhald á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.