Alþýðublaðið - 01.04.1944, Side 3

Alþýðublaðið - 01.04.1944, Side 3
ilia^uiimr I. aprí! 1944. Galiziu A LMENNINGI í Þýzka- •** landi er nú smám saman að verða ljóst, að bandamenn hljóta að vínna sigur í styrj- öldinni. Að vísu segja ráða- menn landsins annað, en þrátt fyrir allar fullyrðing- ar Göbbels og dr. Dietrichs, sem stjórnar blaðakosti Þjóð verja, er bersýnilegt, hvert stefnir. Stundum má sjá í þýzkurn blöðum ýmislegt það, sem sýnir, hvernig reynt er að stappa stálinu í þjóðina, draga úr óförum Þjóðverja og auka baráttu- þrek þeirra, sem heima sitja og nú verða að þola ógnir loftárásanna, ógnir sem taka fram öllu því, sem Göring hugðist steypa yfir íbúa Coventry, Plymouth og fleiri enskra borga, sem harð- ast úrðu úti árin 1940 og 1941. SIJM BLÖÐIN eru ótrúlega opinská um þessa hluti. All- mörg blöð hafa byrjað áróð- ur gegn þeim, sem svartsýn- ir eru á sigur Þýzkalands. Blað eitt í Westfalen skrifaði ekki alls fyrir löngu, að „í einni herdeild væru ekki eintómar hetjur og ekki bæri að vanmeta tölu þeirra, sem væru vantrúaðir á sigur Þýzkalands“, Síðan ræðir blaðið um þann hóp manna í Þýzkalandi, sem talinn er hættulegri en svartsýnis- mennirnir „hinir veiku sálir, sem segja í uppgjafar- tóni ,að það gerði ekki svo mikið til, þótt Þýzkaland tapaði í styrjöldinni“. MEÐAL ANNARS segir blaðið svo: „Sumir eru svo barna- legir að halda, að Bretar og Bandaríkjamenn leyfi Rúss- um ekki að sækja inn í Þýzkaland, og sumir halda því meira að segja fram, að Rússar séu ekki nándar nærri eins slæmir og haldið er fram í opinberum, þýzk- um fregnum“, ,Hér er enn beitt því vopni, sem skæð- ast hefir þótt í Þýzkalandi í baráttunni um sál hinnar stríðandi þýzku þjóðar: Óttinn við Rússa, sem taldir eru vera óvinir alls mann- kynsins, einhverskonar ] Belzebubar í mannsmynd, 1 sem öllu muni tortíma ef * færi gefst. ANNAÐ ÞÝZKT blað greinir frá því, að Þýzkaland í dag sé fullt af alls konar fólki, sem „halda að það sé Bis- marck eða Moltke“, „menn i þessir“, segir blaðið „fyrir- finnast á hverju götuhorni og í hverri bjórstofu, þar sem þeir ræða hernaðará- standið. Þeir eru sannfærðir um að við séum þegar ger- sigraðir og stjórnin dylji þá sannleikans.“ WLÞYPUBUOCTI Jf Bukovinu og oq áður. Rússar byrjaðir að skjóla á olíubæinn Sfanis- lawow við ræiur Karpaíaljalla. ..-...-■«»-—.... ð gær heirlóku þ@Ir hafnarbæinn Hchakov vi@ Svai*ta8iafB SÍÐDEGIS í gær birti Stalín enn dagskipan, þar sem tilkynntur var mikill sigur Rússa. Þeir hertóku hafn- arborgina Ochakov, sem er á strönd Svartahafs, um það bil 65 km. fyrir austan Odessa og miðja vegu milli Nikolaev og þeirrar borgar. Rússar nálgast óðum olíubæinn Stanis- lawow í Póllandi og Lundúnafregnir hermdu í gærkvöldi, að þeir væru farnir að skjóta á hana af langdrægum fall- byssum. Þjóðverjar hafa sjálfir að segja í útvarpi sínu, að barizt sé á götum borgarinnar, en sú fregn hefir ekki verið staðfest í Moskva'. Þá er sagt, að Rússar séu komnir að norðurlandamærum Rúmeníu og flýja; menn sem óðast lengra inn í landið. Vestast á austurvígstöðvun- um eiga hersveitir Zhukovs í bardögum við þýzkan her, sem hefir tekið sér stöðu í. Jablon- Sá maður, sem einna mest hef- ir borið á í fréttum að undan- förnu er Zhukov hershöfðingi. Hersveitir hans hafa hvað eft- ir annað rekið Þjóðverja á flótta og sókn hans þessa dag- ana virðist lítt stöðvandi. ÚTBREIÐSLUMÁLAFULL- TRÚI nazista í Stettin, Buschmann að nafni, sagði nýlega eftirfarandi spak- mæli: „Við vitum vel, að orðatiltæki eins og skipulegt undanhald og að yfirgefa vissar stöðvar samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, eru næsta ógeðfelld í eyrum al- mennings. En þeir sem brjóta heilann um hluti, sem þeir botna ekkert í, verða að vera þolinmóðir og spyrja að leikslokum.“ Geta má nærri um það, hvemig þetta heilræði Buschmanns orkar á fólk almennt í Þýzkalandi. LOKS M'Á GETA þess hér, sem blaðið „Leipziger Neu- este Náchrichten“ skrifaði í haust. Neínist greinin Haust stemning. Segir þar meðal annars svo: „Sumarið er lið- ið haustvindarnir næða um láð og lög. Vindarnir verða að fárviðri, sem mun nísta ica-skarði í Karpatafjöllum, en þar munu Þjóðverjar hafa hugs að sér að veita Rússum viðnám. Til þessa hefir þetta engan á- rangur borið og sóknarþungi hins rússneska hers á þessum slóðum virðist óbijaður með öllu. Samkvæmt síðustu fregn- um hafa Rússar brotizt inn í fyrrnefnt skarð og eiga þar í höggi við þýzkar og austurrísk- ar Alpahersveitir, sem eru sér- staklega þjálfaðar í fjallhern- aði. Tilkynnt er í London, að þeg- ar Rússar tóku Czernowitz, höf- uðborg Búkovínu-héraðs í Rúm eníu, hafi þeir náð á sitt vald 40 þýzkum flugvélum á flug- velli einum þar í grennd. Voru þær óskemmdar mð öllu. Hersveitum Konevs verður einnig vel ágengt. í fyrradag sóttu þær fram um 20 km. vega- lengd í áttina til Kichinev, höf- uðborgar Bssarabíu. Rúmensk- ar hersveitir, sem þar voru til varnar, gáfust upp fyrir Rúss- um, svo til bardagalaust. Nú er svo komið, að bilið milli herja Zhukovs og Konevs er ekki nema um 15 km. breitt og má vænta mikilla tíðinda er þeir ná saman. þjóð vora. Ef til vill eigum við eftir að deyja og falla til jarðar eins og visin laufin á trjánum, en tréð sjálft má aldrei falla.“ Hvað er nú orðið af sigurvissunni og hrokanum, sem áður var út- varpað frá öllum stöðvum Þýzkalands? Er ekki söngur- inn „Wir fahren gegen Engelland“ orðin hjáróma bergmál ráðþrota manna, sem steypt hafa þjóð sinni út í ógæfuna? ORÐ HITLERS um, að Þjóð- verjar myndi aldrei upplifa annað 1918, eins og það var orðað, virðast hafa misst sannfæringarmátt sinn og handan Ermarsunds bíður ó- vígur her skipunarinnar um að ráðast inn í Evrópuvirki hins málóða kúgara. En hver veit hvenær? Um það brjóta Hitler og hershöfðingjar hans heilann um þessar mundir. • . Á myndinni sést Dwight Eisenhower, hinn emeríski hershöfð- ingi, sem stjórna á innrásinni úr vestri. Eisenhower stjórnaði einnig hinni sigursælu sókn bandamanna í Áfríku á sínum tíma. Þykir hann mjög vel til þess fallinn að:samræma aðgerðir Breta og Bandaríkjamanna. Bandamenn gerðii helffarlega árás á Mmtssrg f lyrrinófi í FYRRINÓTT var enn gerð * stórárás á þýzka borg. Að þessu sinni varð borgin Niirn- berg fyrir aðalárásinni. Skil- yrðin voru hagstæð tli árásar- innar, himinn heiður og tungl- skin. Miklir loftbardagar voru háðir og misstu Bretar mikinn fjölda sprengjuflugvéla. Voru það einkum Halifax- og Lan- caster-flugvélar, sem hér voru að verki og ollu þær geypilegu tjóni. Talið er, að Þjóðverjaar hafi telft fram fleiri orrustú- flugvélum en nokkru sinni fyrr en samt tókst þeim ekki að hindra loftárásina. Miklir eld- ar komu brátt upp víða í borg- inni og breiddust hratt út. Nurnberg er mjög þýðingar- mkiil iðnaðarborg og eru þar framleidd feiknin öll af diesel- vélum, skriðdrekum, rafmagns vélum og brynvörðum bifreið- um. Er því mjög tilfinnanlegt tjón fyrir Þjóðverja, ef borgin fær svipaða útr-eið og Hamborg og Frankfurt. Áframhaid árásaiina á flugvei í Hellasidi. LOFTÁRÁSUM var enn haldið uppi á flugvelli Þjóðverja í Hollahdi í fyrradag. Lítið var um mótspyrnu af hálfu Þjóðverja. Þá réðust flugvélar af Beaufighter-gerð á þýzkt hafskip undan Noregsströndum. Tókst þeim að koma tveim tund urskeytum á skipið, en tvö fylgdarskip urðu fyrir skemmd um. Ein þýzk flugvél var skot- in niður við þetta tækifæri. Tal- ið er, að það hafi verið skipið Monte Rosa, sem er um 14 þús- und smálestir að stærð, og var áður í förum milli Hamborgar og Suður-Ameríku, sem fyrir tundurskeytunum varð. Djarfleg árás Banda- ríkjamanna á Kyrra- ANDARÍKJAMENN hafa enn ger.t djarflega árás á japanskar eyjar á Kyrrahafi. Síðastliðinn miðvikudagsmorg- un réðust öflugar flotadeildir á Palaueyjar, sem eru vestast í Karolin-eyjaklasanum. Hern- aðgerðum er enn ekki lokið og erfitt að fá nákvæmar fregn- ir áf þeim, enn sem komið er.. Herskipin, sem þátt tóku í bar- dögunum, munu ekki geta not- að senditæki sín, fyrr en hern- aðaraðgerðunum er að fullu lokið. Fréffalífið af jfalíu. ÁTT hefir borið til tíðinda á Anzio-svæðinu undan- gengið dægur. Stórskotalið beggja aðila hefir skifzt á skot- um, bæði þar og við Cassino. Þjóðverjar sendu um 40 flug- vélar til árása á kaupskip banda manna undan Anzio, en þeim tókst ekki að granda neinu þeirra. Átta þýzkar flugvélar voru skotnar niður í árás þess- ari. Það er nú tilkynnt í London, að í árásinni á Sofia í fyrradag, sem var hin mesta, sem gerð hefir verið á borginia til þessa, hafi margar sprengjur fallið á járnbrautarstöðina þar og komu upþ miklir eldar. 90 fiúsund Dámamenn í vgrlfsiii í EngSandi. 1C5 NN HEFIR ekki tekizt að •®“* koma á sáttum í verkfalli kolanámumanna í Yorkshire í Englandi. Talið er, að um 90 þúsund námumenn í 70 nám- um séu í verkfalli í þess héraði. Þá hafa borizt fregnir um, að 3000 námumenn í Skotlandi ^ hafi lagt niður vinnu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.