Alþýðublaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 5
Fhrnntadagar €. aprfl 1M4 ' ........................ ■ ■. s. *» 9 Starfsmaður ungmennaeftirlits lögreglunnar ritar mér bréf um ástandsvandamálin að gefnu tilefni. ¥TEGNA pistils míns fyrir fáum w dögum, hefur ungfrú Jóhanna Enudsen, starfsmaður ungmenna- eftirlits lögregiunnar í Reykjavík ritað mér hréf um „ástandið“, Ungfrú Knudsen hefur á undan- förnum árum haft mjög erfitt starf með höndum og vanþakklátt, því að þeirra, sem hefur verið hjálpað hefur ekki verið getið. Ég ▼il taka fram að gefnu tilefni af þessu bréfi, að Iögreglustjóri hins ameríska setuliðs talaði við blaða- mennina aðeins um lögreglumál en ekki um hin venjulega margumtöl- uðu ástandsmál. Þetta átti líka að skiljast af umælum mínum í pistl- inum fyrir nokkrum dögum. BRÉFIÐ ER svohljóðandi: „í pistlum yðar þ. 1. þ. m. gerið þér akýrslu amerísku herlögreglunnar að umtalsefni. Frásögn herlög- reglustjórans um það að átta stúlk- ur hafi einkum valdið árekstrum við hermenn verður til þess að þér spyxjið: „Eru þær svona fáar“? Eigið þér berýnilega við það hvort kvenfólkið í hinu svokallaða ástandi sé í raun réttri miklu færra, emaf hafi verið látið. Lík- legt er að margir aðrir leggi þenn- an skilning í frásögnina, og þar sem að sízt er ábætandi áhyggju- leysi almennings í sambandl við þau vandræði, sem hlotið hafa svo góðlátlegt nafn í munni Reykvík- inga, tel ég nauðsynlegt að leið- rétta þetta.“ „STÚLKURNAR ÁTTA, sem út- valdar hafa verið í skýrsluna, eru því miður ekki nema hverfandi brot af þeim geysifjölda kvenna, sem leiðst hafa til þess að gerast Stundargaman hermanna. Herlög- reglan hefir í höndum skýrslur um afbrot hermanna gegn nokkrum hinna yngstu úr þessum hópi. Vegna óhæfilegs eftirlitsleysis af hálfu okkar ' og herlögreglunnar eru þessi mál miklu færri en efni stæðu til. En þar sem þau eru ein- hver allra ógeðfelldustu og alvar- legustu árekstrarmál íslendinga og. setuliðsins sætir það furðu að þeirra skuli alls ekki vera getið í skýrslunni.“ „ANNAÐ ATRIÐI í skýrslu þessari er sérstaklega athyglisvert. Þar segir að íslenzkir bifreiðastjór- ar útvegi hermönnum kvenfólk og að svo virðist sem sumir hafi af þessu atvinnu sína. Þykir ís- lenzkum blöðum þetta ekkert til- tökumál? Og sætta saklausir menn sig við að liggja undir þvílíkum grun? Fyrir hemámið hefði upp- 1 ljóstrun af þessu tagi áreiðan- I lega vakið fádæma eftirtekt. Öll [ blöðin hefðu krafizt tafarlausrar rannsóknar og stéttarfélag bifreiða stjóranna hefði einskis látið ófreist- að til þess að hreinsa sem flesta meðlimi sína af áburðinum. Nú minnast blöðin ekki á þetta. Og engan mann hefi ég heyrt orða það. Bendir þetta ekki til þess að við séum orðin býsna sljó? „f LOK pistils yðar látið þér þá ósk í ljós, að við bíðum ekki tjón af herverndinni. Því miður er eng- in von um þetta. Við höfum þegar beðið óbætanlegt tjón og við mun- um halda áfram að bíða tjón á meðan hér er erlendur her. Eyði- lögð heimili, móðurlaus böm, úr- ræðalausir feður, sívaxandi hópur vændiskvenna, óviðráðanlegar ung ar stúlkur og grátandi mæður þeirra bera vott um eina hlið þessa tjóns. Hliðstæð vandamál þessu telja Bretar nú meðal sinna allra erfiðustu úrlausnarefna og Banda- ríkjablöðin bera vott um þtmgar áhyggjur stjórnarvalda og almenn- ings vegna lausungar ungra stúlkna alls staðar í námunda við bæki- stöðvar hins mikla innlenda setu- liðs, og margvíslegar nefndir og stofnanir eru settar á fót til varn- ar. En þó að á íslandi sé erlendur her, margfalt fjölmennari en í þess- um löndum, samanborið við lands- menn, þá halda íslendingar að sér höndum og láta eins og ekkert sé. Einn af læknum Reykjavíkur, sem situr í ábyrgðarstöðu fyrir bæjar- félagið, hafði meira að segja þau orð um þetta viðfangsefni nýlega í stéttarblaði sínu, að við því gæt- um við ekki annað gert en óskað, beðið og vonað. v „ÉG VEIT aftur á móti að mikið væri hægt að gera til þess að draga úr því tjóni, sem framundan er. En eins og sakir standa verður engu um þokað í því efni nema með öfl- ugum samtökum almennings. Um slík samtök verður ekki að ræða á meðan almenningur gérir sér ekki að fullu ljóst hvað í veði er, og til þess að skapa rétt almenn- ingsálit þyrftu blöðin að leggja sitt lið. Og er það ekki öllu öðru frem- ur hlutverk góðs blaðs, að standa á verði á alvörustundum og halda þjóð sinni vakandi?" ÞEGAR ÉG HAFÐI lesið bréfið varð mér að orði: Ég hefði svo gjaman viljað gera það og ég hef alltaf þótzt vera að gera það. Fáir hafa skrifað jafn mikið um þessl vandamál og ég allt frá vorinu 1940. Að öðru leyti hef ég engar athugasemdir að gera við þetta bréf fulltrúa ungmennaeftirlitsins. Hannes á horninn. UNG Lll <GA . vantar okkur nú þegar til að bera blaðið um Miðbælnn HÁTT KAUP Álþýðu blaiii 5. — Sími 4900. Hvenær líta pau aftur land sitt? í meira en fjögur ár hafa þúsindir Pólverja barizt með bandamönnum víðs vegar um heim fyrir endurheimt lands síns, stm þeir misstu eftir frækilega vörn og ógurlegar blóðfórnir í byrjun styrjaldarinnar. Þá var iþví skift á milli Þýzkalands cg Rússlands — í fjórða sinn í sögunni. Síðar tóku Þjóðverjar því skipt á milli Þýzkalands o ný á leiðinni inn í landið. Hver örlög Póllands verða að stríðinu loknu, veit enginn enn. En eitt er víst: Pólverjar halda áfram að berjast fyrir frelsi lands síns, þar til það hefir verið losað úr öllum viðjum. Á myndinni sjást nokkrar pólsk*: stúlkur, ásamt pólskum liðsfoúngjum, í heimsókn í Washing- ton. Þau eru að skoða útsýnið rá þinghúsinu, Capitol. Frelsisbarátta Pólverja. TC* G HEFI NÚ dvalizt nokkrar vikur í Lmidúnum og notið þar frábærrar ges'trisni og alúð- ar. Vikur þessar hefir mér lærzt að brosa, er ég mæti lögreglu- þjóni, í stað þess sem ég forðum varð altekinn áköfum hjartslætti við slíka sjón. Ég er tekinn að venjast þeirri tilhugsun á ný, að mig muni eigi skorta matarföng næsta dag fremur en á líðandi degi. Ég er hættur að vakna um nætur sleginn köldum svita og al- tekinn þeirri martröð, að Ge- stapo sé að taka hús á mér. En Ég vona að ég móðgi engan, sem hefir auðsýnt mér alúð og ,gestrisni á Englandi, þótt ég láti þess getið, að þrátt fyrir allt þetta er ég engan veginn alls kostar hamingjusamur. Það er eitthvað meðal allsnægtanna og þægindanna, sem hvetur mig öll- um stundum til þess að hverfa aftur heim til Póllands, til þess að hverfa aftur til hungursins og harmkvælanna heimta í hinu hernumda ættlandi mínu. Mér dylst eigi, að þetta hlýtur að láta imdarlega í flestra eyrum, og áð- ur en lengra er haldið hlýt ég að láta þess getið, að ég er enginn „vígamaður11, ég er meira að segja gersneyddur því að vera „bar- dagagarpur“. — Ef ég gæti skýrt hér frá því, hver starfi minn var fyrir stríð, mynduð þið auðveld- lega skilja það, að manndráp og : skemmdaverk hljóta að vera mér móti skapi, enda þótt hin þýzku varmenni eigi hlut að máh. Þetta eru skyldur, sem ég hef innt af höndum og sem ég vóna, að ég verði ávallt maður til að inna af höndum, ef ættland mitt krefst þess af mér. En ég get fullvissað lesendur mína um það, að það er ekki drápfýsnin og blóðþorstinn, sem veldur því, að hugur minn stefnir heim til Póllands. Sannleikurinn er sá, að sér- hver Pólverji á sér minningar, sem valda því, að hann unir sér hvergi annars staðar en heima á ættlandj sínu og meðal þjóðar GREIN þessi er eftir pólsk- an liðsforingja, sem komst af landi brott eftir að hafa tekið þátt í skæruhern- aðinum og hinni leyniiegu baráttu gegn Þjóðverjum um hríð. Lýsir hann á aðdáimar- verðan hátt viðnámi fólksins og hctjuskap þess í baráttunni gegn kúgurunmn. Greinin var upphaflega flutt sem erindi í brezka útvarpið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritinu The Listener. sinnar. Það eru fyrst og fremst tengsli þau, ,er bundu okkur sam- an, sem þreyttum hið leýnilega viðnám gegn innrásarhernum, vinátta okkar, er var vígð þung- um þrautum. Hvað á maður ann- ars marga vini á venjulegum tímum? Hver hlýtur að svara þessari spurningu fyrir sig. Flestir munu eiga sér þrjá, fimm eða ef til vill sjö vini. — Þeir, sem njóta almennra vinsælda, eiga sér ef til vill hundrað vini, sem eru reiðubúnir að leggja mikið í sölurnar fyrir þá. En ég, og raunar allir Pólverjar, hefi eignazt þúsundir, meira að segja hundruð þúsundir vina. Þar er um að ræða fólk, sem ég er reiðubúinn að láta lífið fyrir og sem hefir verið þess albúið að láta lífið fyrir mig. Væri sú ekki raunin, hefði ég aldrei til Bret- lands komizt. Ég veit að minnsta kosti með vissu um tvo menn, sem hafa látið lífið mín vegna. Fyrir alllöngu síðan þurfti að koma boðum til mín, er voru mjög mikilvæg varðandi öryggi mitt í framtíðinni. Fyrsti sendi- boðinn var tekinn höndum. Þá var annar sendur á vettvang. Hann var einnig tekinn höndum. Hvorugur þessara manna þekkti mig persónulega. Ég þekki þá ekki heldur, Örfá orð hefðu nægt til þess að koma upp um mig og varpa mér í glötun. Ann- ar þessara manna lézt, meðan verið var að pynda hann, hinn nokkrum dögum síðar. En mérx hinum ókunna félaga, var borg- ið. Ægilegar pyndingar biðu allra þeirra, sem féllu í hendur Ge- stapo. Ef hermaður á vígvelli fellur í hendur óvinanna er bar- áttu hans lokið. En ef einhver leynihermannanna fellur í hend- ur óvinanna, hefst hin ógnleg- asta barátta lífs hans. Baráttan gegn vanmætti sjálfs hans vegna vina hans. Ég fullyrði, að orðið „vinátta“ hefir hlotið nýja merk- ingu á Póllandi eins og nú er komið málum. Ég ætla að segja ykkur frá Rys þessu til sönnun- ar, enda þótt þar sé að sjálfsögðu um dulnefni að ræða. 9 FYRIR meira en átján mánuð- um þurfti ég á manni að halda, til þess að annast mjög hættulegt en mikilvægt starf. — Pólsku skæruhðamir og leyni- hermennimir eru ekki vanir þvf að ýkja verkefni sín, svo að öll- um má vera það ljóst, að hér var um óvenjulega vandasamt starf að ræða, þar eð ég tek þannig til orða. Það krafði í senn frábærs dugnaðar og hugrekkis. — Þá kynntist ég Rys fyrsta sinni. Hann hafði getið sér mikinn orðs- tír í baráttunni gegn Þjóðverj- um, og þegar ég hafði fengið upp- lýsingar um afrek hans, sann- færðist ég um það, að hann væri einmitt sá maður, er ég þyrfti með. Ég mælti mér mót við hann. Þegar hann kom til stefnumóts okkar, varð ég næsta undrandi við að standa andspæn- is lágvöxnum manni fremur bamslegum á svip, er ástæða var til að ætla, að væri hæglátur maður og rólyndur. Þetta var hinn frægi Rys. Hann var sonur námuverkamanns. Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.