Alþýðublaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.04.1944, Blaðsíða 6
 m w **> Fimmtádagnr 6. apríl 1944 Einar G. Kvaran (til vinstri) og Stefán Hilmarsson (til hægri) skylmast, en ;þjónar þeirra og systur reyna að skakka leikinn. þ/: , Leikjkvöld Menntaskólans: Hviklynda ekkjan eítir L. Holberg NÚ á þessum síðustu tímum, á dögum Alfreðs, BÖrs og Gauts, hefur Menntaskólinn í Reykjavík dregið mjög að sér athygli okkar Reykvíkinga. Ja, reyndar er ég hræddur um, að mönnum í mathematiskri deild þyki hér ekki nógu rökvíst að o'rði komizt, því ekki er það fyrst og fremst húsið sjálft, þessi sterkviðaði og stæðilegi forgarður alls, sem eftirsóknar- vert var í lífinu, í augum okkar, sem aldrei komumst þangað, heldur það, sem Öllum húsum er dýrmætara, æskan sjálf, sem gefur þessu gamla, gráa húsi líf og ht. Um leið og nemendurnir hjálpuðu ofurlítið við skynsam- lega dreifingu stríðsgróðans með hlutaveltu sinni, gáfu þeir út mjög myndarlegt blað, blað, sem sagði rétt til um uppruna sinn: að þar hafði æskan sjálf um fjallað. Kvöldvaka þeirra mun og vafalaust hafa fallið hlustendum vel í geð og ejr ekki ólíklegt, að hún verði höfð til fyrirmyndar við kvöldvökur annarra skóla eða stofnana í framtíðinni.' En — hóf er bezt að hafa í allan máta. Var ekki fullkomleikinn óþarf- lega mikill? Hlutverk kennara Menntaskólans hlýtur a. m. k. stundum að verða stærra en að spyrja alVeg út úr bókinni og segja: alveg rétt, ágætt, já, takk. En sleppum nú þessu gamal- mennisnöldri og látum söguna víkja í Iðnó s.l. þriðjudagskvöld, þar sem nemendur skólans, trúir sögu sinni, fortíð og erfðavenj- um (svo sem tilvonandi þjóðar- leiðtogum ber að vera) héldu sína árlegu leiksýningu. Var það í þetta sinn Hviklynda ekkjan eftir L. Holberg. Rétt fyrir kl. 8 fylltist húsið af nokkuð ósam- stæðum hóp. Þangað komu: for- eldrarnir, sem áttu í kvöld börn- in sín á haettusvæðinu, nemend- urnir sjálfir, ungir og fallegir (allir, sem ég sá), flestir kennar- ar skólans, Magnus frónski, Magnús franski, Ólafur hinn sögufróði og hvað þeir nú heita, en alfaðir Pálmi skaut augum at- alt úr Hliðskjálfi sínu yfir hóp- inn, en vér undirritaður alls ó- verður fulltrúi stórveldisins lét- um fyrirberast úti við vegginn eins og þokuklakkur við sjón- deildarhring. Vera má, að ýmis leikrit Hol- bergs væru eins vel eða betur fallin til flutnings hér. En hvað um það, leikurinn vakti hlátur og gleði áhorfendaxma og gaf fjölmörgum nemendum skólans skemmtilegt verkefni að spreyta sig á. Frammistaða hinna ungu leik- enda var yfirleitt hin ánægjuleg- asta og þeim og „föðurnum“, hr. Þorst. Ö. Stephensen, til sóma. Leikur Hólmfríðar Pálsdóttur bar þó af, ekki sízt um vald yfir hlutverkinu og umhverfi sínu, það var yfir henni í hlátri og gráti, ærslum og hverflyndi ör- yggi þess, sem veit og finnur, áð hann hefir mátt til að leysa verk sitt vel af hendi. Hér verða engir; spádómar birtir um framtíð hennar sem leikara, en stúlkan sú gæti látið alla spádóma rætast. Þá var og leikur Einars Páls- sonar sem Hinriks þjóns mjög góður og hafði hann auðsýnilega lagt mikla alúð við hlutyerk sitt, sérstaklega var framsögn hans öll ágæt í hinum kímilegu hug- leiðingum þjónsins. En ekki veit ég hvort allar ungu stúlkumar hafa verið ánægðar með að þess gætti lítið í gervi þjónsins, hvað hann Einar er laglegur. Álfheiður Kjartansdóttir lék Pernillu þernu, laglega og smekkvíst, en ekki af miklum tilþrifum. Ásmundur Sigurjónsson hafði á hendi allstórt hlutverk, Petrón- íus, hinn óheppna heimspeking og vatni ausna vonbiðil ekkj- unnar. Helzt mætti það ut á leik Ása setja, að áhorfandinn gleym- ir því ekki, að hann hefir fyrir framan sig ungan mann, þrátt fyrir gráu hárin og latínusprokið. Óg stundum þyrfti hann að tala greinilegar. — Hámarki náði kæti áhorfenda þegar Níels Þ. Sigurðsson, stór og stæðilegur lögregluþjónn með flautu og allt tilheyrandi, snaraðist inn á svið- ið og sópaði burt með sér heim- spekingnum og hljóðfæraleikur- unum hans eftir hinn vota og vol- æðislega serenade-„söng“ undir gluggum ekkjunnar. Kavalérana í leiknum, með sverðið við hlið, karlmennsk- una(?) í barminum og kvonbæn- irnar í hjartanu, léku þeir Stef- án Hilmarsson og Einar G. Kvar- an liðlega og smekkvíslega. Og slíkt hið sama má segja um frammistöð.u þeirra Dóru Har- alds og Kristínar Helga, enda mun hin .fyrrnefnda vera æfðasti leikarinn, sem þarna kom fram. Þá má ekki gleyma þjónum kavaléranna, ekki lífguðu þeir svo lítið upp í landslaginu, Jón Emils og Guðjón Steingrímsson, ^érstaklega stóð Jón sig rösklega og gervi Guðjóns og tilburðir voru út af fyrir sig nægir til að vekja fögnuð. Þó segja megi ef til vill að leik- ritið sé ekki veigamikið, þá er yfir öllum flutningi þess sá þokki og sú gleði, sem æskunni einni er gefin. Og ekki þarf að efa að skólafólkið hérna í Reykjavík sækir þessa sýningu, sem því fyrst og fremst er ætluð. En ejck- ert gerði til, þótt eitthvað af eldri árgöngunum slæddist með, því það er holt gömlu fólki og veður- bitnu að hverfa stund og stund þangað, sem æskan ræður lönd- um, því að „endalaust er vorið á hennar Furðuströndum“. Sendiherra Alþýðublaðsins. (Frh. af 5. síðu.) Hann var sérkennilegast eygur allra manna, sem ég hefi kynnzt. í augnaráðí hans fólst mildi og gleði, en jafnframt ógn og hatur. Hann varð brátt mjög handgeng- inn mér, og lærði ég margt af honum. Rys kunni svör við flestu og varð aldrei ráðafátt. Hann sat aldrei auðum höndum, yar ávallt reiðubúinn til þess að efna til stórræða. Honum þóttu verkefnin aldrei of mörg né hætturnar of miklar. Ég'læt hér g'etið sögunnar um prammann, sem er gptt dæmi um afrek Rys. Rys var kvæntur, og þegar Han- eczka dóttir hans fæddist, vildi hann gera allt það fyrir hana, sem hugsazt gat. Þar eð pramm- ar voru sjaldgæfir í Póllandi, og þeir ófullkomnir, er fyrir voru, fór Rys til útlanda til þess að kaupa pramma handa henni. Og þótt ótrúlegt megi virðast, auðn- aðist honum þetta. Kasia kona hans var vinnu- kona. Með þeim voru aðdáunar- .lega góðar ástir. Ég dvaldist oft hjá henni næturlangt, þegar Rys var burtu í leiðöngrum til þess að afla okkur einhverra mikil- vægra nauðþurfta. Þegar fótatak heyrðist, færðist gleðibros yfir á- sjónu hennar, en þegar það fjar- lægðist aftur, hafði hún jafnan afsökunarorð á hraðbergi. Þegar dagur reis, og Rys var enn ókom- inn, sagði hún ávallt sem svo: — Verið óhræddir, herra, það er allt í lagi með hann Rys minn. Þegar Rys var jafnvel nokkrum dögum á eftir áætlun, eins og oft kom fyrir, má guð vita, hversu henni var innan brjósts. En ég heyrði aldrei æðruorð falla af vörum hennar. Og þegar að því kom, að hann legði upp í nýjan leiðanguE, hafði hún ávallt hrað- an á að gera hann úr garði. Þó duldist henni eigi, hvaða örlög ægðu honum, ef hann féll í hend- ur óvinanna. ANNAR aðdáunarverður æsku maður, Wladek að nafni, \ var tekinn nöndum af Þjóðverj- j um. Þegar Gestapomennirnir ! sannfærðust um það, að ógerlegt j var að krefja hann til sagna með ( pyndingum, tóku þeir föður hans höndum og misþyrmdu honum í augsýn sonar síns. Gamli maður- inn lézt af kvölum, en þó var Wladek hljóður sem fyrr. En þegar móðir hans var leidd inn og skyldi kvalin, let hann löug- ast. Hann Ijóstaði upp um eina bækistöð okkar. Viku síðar kom Rys þangað og féll í hendur Ge- stapomanna, er sátu þar fyrir honum. Þegar hann var leiddur inn í fangaklefann eftir pynding- arnar fyrsta daginn, hugðist hann fremja sjálfsmorð með því að skera sig á gleri, en samfang- I ar hans hindruðu hann í þeim | ásetningi sínum. Þegar Rys hafði | þolað pyndingar næsta dags, lýsti hann því yfir, að hann myndi af- bera þetta. Hann sá Wladek, sem þá var orðinn vitfirrtur, nokkru síðar. Wladek þekkti hann ekki, en Rys gekk til hans óg þrýsti hönd hans, enda þótt verðirnir reyndu að hindra hann í því. Ég mun ekki reyna til þess að lýsa harmi mínum, er ég frétti, að Rys hefði verið tekinn höndum. Mér er næst að halda, að það hefði ekki féngið meira á mig, þótt ég hefði frétt, að faðir minn eða bróðir hefði fallið í hendur Gestapomanna. Rys þekkti fjöl- marga þeirra, er háðu viðnáms- baráttuna gegn Þjóðverjum. Hann þekkti verkamenn, her- menn, sendiboða, liðsforingja og aðra slíka. Hann þekkti hundruð þeirra, og þeir gerðu sér þess glögga grein, að þeir áttu líf sitt undir honum eftir að hann háfði verið tekinn höndum. Þó skipti enginn þeirra um samastað. Það sannar bezt hvílkt traust þeir báru til Rys. Fyrst af öllu varð að búa Kasiu og barninu öruggan samastað. Hins vegar vissum við, að Ge- stapo myndi taka hvern þann höndum, er freistaði þess að ná fundi þeirra. Jozek, er bauðst til þess að taka starf þetta að sér af frjálsum vilja, átti eigi aftur- kvæmt. Þó gat ég nokkru síðar Sent Rys þá orðsendingu í fang- elsið, að kóna hans og barn væru heil á húfi og úr allri hættu. Nokkru síðar tókst Rys og þrem félögum hans að flýja úr fang- elsinu. Engin orð fá lýst gleði minni, er mér bárust þær fréttir, að Rys hefði tekizt að flýja úr klóm kvalara sinna og væri á ör- uggum stað. * |7 G BEIÐ EKKI boðanna með að ganga á fund Rys. Ég var svo hraerður, að ég mátti ekki mæla. Ég g’at ekki..einu sinni þrýst hönd hans vegna geðshrær- ingarinnar, sem hafði altekið mig. Hann hafði látið á sjá eftir pyndingar þær, sem hann hafði orðið að þola, en blikið í augum hans var hið sama og fyrrum. Hann varð mér fyrri til að hefja máls. Hann fór þess á leit, að honum yrði falið staff, sem var enn hættulegra en nokkuð það, sem hann hafði tekizt á hendur til þessa. Hann vildi helga sig því framvegis að bjarga föngum úr fangelsum Þjóðverja. Þannig var Rys, og þannig var baráttu- hugur okkar allra, sem efndum til viðnáms gegn innrásarhern- um og beindum sjónum okkar til Lundúna. Lundúnir voru okkur kærir að vonum, því að þar höfðu leiðtogar okkar aðsetur, sem fylgdust með baráttu okkar og skipulögðu hana raunar í ýms- um þáttum. Eins vil ég láta getið að lokum. Ég er aðeins tuttugu og níu ára gamall, og enda þótt ég hafi elzt mjög síðustu fjögur ár mín heima í Póllandi, finnst mér ég enn vera ungur maður. Hugur minn beinist til framtíðarinnar, sér í lagi- þó til framtíðar Pól- lands. Ég bíð hins nýja dags, er bjarmi byggðir og bæi Póllands. Eigi alls fyrir löngu fór ég hönd- um Um föt þau, er ég bar, þfegar ég flýði brott af Póllandi. Þá fann ég miða, sem hafði verið vendilega falinn. Á miða þessum gat aðeins að líta nokkur vélrit- uð orð: —- Guð blessi þig. Ég bíð þín og verð sú hin sama, þegar þú kemur aftúr heim. Ég veit ekki, hver hefir skrifað þessi orð. Ef til vill hefir það verið unnusta mín. En það skiptir Prjénsilkiblússur með löngum og stuttum ermum. §fl„ TOFT- Skólavörðust. 3. Sími 1035. raunar minnstu máli, því að orð þessi geta átt við um alla vini mína heima. Þeir munu verða hinir sömu og þeir áður voru, er ég kem heim. Vinátta sú, sem hefir tengt alla Pólverja órjúf- anlegum böndum, mun eigi fyrn- ast né breytast. Hún hefir vígzt í eldraun hinna ógnlegustu tíma, sem dunið hafa yfir land vort og þjóð. Þótt vinátta þessi og sam- hygð sé til komin í hungri og kúgun, mun hún verða eilíf og hennar mun gæta að miklu í því Póllandi framtíðarinnar, sem ég þrái að líta og gista, meðan lífs ég er. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu, stærri eignir, t. d. rafveitur, síldar- verksmiðjur og stærri skip, heldur én smærri éignir, t. d. jarðir. Það er þetta fyrikomulag, sem er vafalaust álitlegast til að leysa núverandi þjóðnýtingarrekstur stór útgerðarinnar af hólmi. Það er þetta fyrirkomulag, sem myndi geta gert rekstur stórútgerðarinn- ar öruggastan fyrir þjóðarheildina. Það er búið að reka stórútgerðina til nógu mikils tjóns á grundvelli hinnar verstu tegundar af þjóð- nýtingu, þótt nú verði hafizt handa um að koma henni á öruggari grundvöll." Ef þetta er af heilindum mælt, þá verður því ekki neit- að, að það er harla mikið, sem Morgunblaðinu og Timanum ber á milli um framtíðarskipulag- úgerðarinnar. En broslegt er að sjá, hve djúpt gamlir fordómar sitja enn, jafnvel hjá þeim, sem nú viðurkenna, að hverfa verði frá hinu gamla skipulagi einka- rekstursins á stórútgerðinni, þegar þeir eru að burðast við að reyna að afneita þjóðnýting- unni með því að klína nafni hennar á örgustu fyrirbrigðí gróðabrallsins á umliðnum ár- um, eins og Tíminn gerir. En vonandi reynist alvaran í þess- um síðustu skrifum Tímans um skipulagsmál útgerðarinnar eitt hvað meiri, en í gagnrýni Jón- asar frá Hriflu á Jensenssonum endur fyrir löngu Fyrstu verðlaun. Nemendur við listaháskóla í New York luku nýlega miklu Lofsorði á þessa ljósmynd og veittu henni fyrstu verðlaun á stórri myndasýningu þar. Myndin er af hinni frægu kvik- myndastjörnu og dansmey Rita Hayworth.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.