Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 5
HtÆIPWW ~ *g!9 Snnnadagnr 16. apríl 1944. Hvar fást fánar og fánastengur? Tillaga um bamasöng- flokk — Fyrirspurn um strætisvagna — Ámý skrifar um hátíðahald og fleira. HtjSEIGANDI“ skrifar mér og- segir meðal annars: „Það er mikið talað um að í sumar verði mikið um dýrðir hér á lanði. Ég sé líka að bæjarstjórnin hefur ver- ið að ræða það mál. Ég ætla mér þó ekki að fara að koma með nein- ar íillögiir um fyrirkomulag há- tíðahaldánna ef þau þá verða nokkur í sumar, en það er smá- mál, sem ég vil hiðja þig að koma á framfæri, smámál að vísu, en það er þó nokkuð stórt þegar alls er gætt.“ „ÞA» ER MIKIÐ talað um það, að íslenzka fánanum sé ekki sýnd nógu mikil rækt, og hygg ég að þær aðfinnslur séu ekki að á- stæðulausu. Nú vil ég að vakning verði í þessu efni, en til þess að svo geti orðið, þarf fólk að hafa aðstöðu til að geta fengið fána- stengur og fána. En hvar er hægt að fá þetta. Ég hef enga auglýs- ingu séð um fánastengur og heldur ekki um fána.“ ,,VILL EKKI einhver nefndin sem hefur þessi mál með höndum taka þetta til athugunar, eða þá einhver trésmiðjan. Vill ekki ein- hver taka sig til og smíða nokkr- ar stengur, hæfilega stórar, aug- lýsa þær og reyna þar með hvort það geti ekki borgað sig að ráðast í þetta einmitt núna undir sum- arið?“ SVO FÉKIC ég líka annað bréf um mál, sem er skylt þessu: „Reyk víksk kona“ skrifar: „Það er ver- ið að tala um hátíðahöld á Þing- völlum og jafnvel einnig hér í bæmun. Sjálfsagt er að vanda vel til þessara hátíðahalda, án þess að þar eigi að vera neitt tildur, enda er heimurinn ekki þatmig útlits nú, að ástæða sé fyrir nokkurn að fara um með mikla háreysti. En ástæðan til þess að ég skrifa þér þetta bréf er sú, að mig langar til að komið verði upp mjög stórum barnasöngflokk, sem í væru um 1000 böm og yrðu þau látin syngja á hátíðinni og vera í þjóðbúning- um.“ „SKERFIRÐINGUR“ skrifar: „Mig langar til að biðja þig að koma spurningu fyrir mig til stjórnar Strætisvagna Rvíkur. Ég bý í Skerjafirði. í haust breytt ust ferðir vagnanna allverulega. Á „heilum tímum“ fara þeir Suð- urgötuna og Grímsstaðaholtið og áfram suðurár, eftir nýjum vegi, sem liggur niður með sjónum. En á „hálftímanum" fára þeir Njarð- argötuna og vestur Reykjavíkur- veg, og er þeir koma að Gríms- saðaholtinu beygja þeir inn á þenn an nýja veg og fara hann suður- úr.“ „ÉG BÝ VIÐ gatnamót Njarð- argötu og Reykjavíkurvegs og borga því farmiða að „Garði“. Fargjaldið þangað er 35 aurar. Héma um daginn tók ég „hálf- tíma“-bíl, en þurfti að fara í verzlun á „Holtinu“, svo ég bjóst auðvitað við að þurfa að borga meira en 35 aura, þar sem þetta er lengra en að „Garði“. En ég á þá að borga 30 aura, eða 5 aur- um minna.“ „OG NÚ, Hanmes min/n, langar mig til að biðja þig að hjálpa mér að fá skýringu á þessu. Annars finnst mér satt að segja, að ég geti borgað farmiða að Gríms- staðaholti og farið úr bílnum við „Garð“. Mér finnst enginin geti banmað mér að fara úr bílnum, meðan hann er ekki kominn lengra en farmiðinn segir um.“ ÁRNÝ SKRIFAR: „Oft er það svo, að sitt sýnist hverjum, þegar bornar eru fram ályktanir um eitt og annað. Þetta tel ég hafi sannazt á Bjarna Ásgeirssypi um daginn, þegar honum þótti helgi- svipur páskanna bera af helgisvip annarra okkar hátíða. Ég get ekki fallizt á þessa skoðun hans. Allar stórhátíðir kirkjunnar hafa borið og bera enn, sama merkið: Óhóf í mat og drykk, með þess eðlilegu afleiðingum." „ÞÓ VAR ÞAÐ ahnað, sem Bjami sagði í útvarpinu þann 10. þ. m. sem sé það, að „andinm hafi sigrazt á efninu“. Að bera þetta. á borð fyrir fólkið, samanborið við ástandið núna og án þess að segja meira, get ég ekki talið, trúleika við daglegar staðreyndir, bæði hjá oss og amnars staðar á þessari ó- friðarstjörnu, em vér lifum á.“ „ÉG GET hins vegar fallizt á, að sigurhetjan, sem páskarnir eru tengdir við, hafi sigrað efnið, en sá sigur er bara ekki sjáanlegur enn á meðal vor mannanna." „NÚ BIÐ ÉG ÞIG, Hamnes, að að koma þessum athugasemdum mínum á . framfæri með þeirri von, að Bjarni skýri, sem allra fyrst frá því, hvað hann hafi átt við með þeim sigri, er hann sá. Þetta hefi ég sagt á eigin ábyrgð.“ Hannes á horninu. Lelppsfar bæprltis. - Þeir garðleigjendur, sem enn hafa ekki gert aðvart um, hvort þeir óski eftir að nota garða sína í sumar, eru hér með áminntir um að gera það hið fyrsta, og greiða leiguna í skrifstofu minni. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12 og 1—3 nema laugardaga aðeins kl. 10—12. BæjarverkfræSingur. Ljón með hvolpa sína. ■ Á mynd þessari sést ljónynja, sem elur aldur sinn í dýragarðinum í borginni Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hún hefir lagzt fyrir úti í einu horni dýragarðsins og safnað hvolpum sín- um umhverfis sig. eniiíreÍF bak við itler. ÞAÐ ER ORÐIN næsta al- menn skoðun, að valda- dagar Hitlers muni brátt taldir — og þýzki herinn sé þess al- búinn að taka völd landsins í sínar hendur. Ameríkumenn hafa fagnað þessum tíðindum. Flestir þeirra, er Vesturheim byggja trúa því, að Hitler og nazistarnir séu hinir raunverulegu drottnend- ur Þýzkalands og ábyrgir fyrir styrjöldinni. Þeir telja, að mik- ilvægasti sigur stríðsins sé unninn, ef þeim verði steypt af stóli. Fátt væri fjær sannleikanum en einmitt þetta. Hinar sam- einuðu þjóðir hefðu vissulega gert alvarlegt glappaskot, ef þær létu sér það lynda, að Hitler og málaliði hans yrði steypt af stóli. Hitler er aðeins persónugervingur þinnar þýzku árásarstefnu. En bakhjarl hans er herforingjaráðið þýzka. Og bakhjarl herforingjaráðsins eru prússnesku Junkararnir. Keis- arar, einræðisherrar og forset- ar koma og fara í Þýzkalandi, en Junkararnir og herforingja- ráðið eru þar jafnan við lýði. Að þeirra dómi er styrjöld takmark, sem að ber að stefna, en friðurinn aðeins hlé, þegar nýjar styrjaldir skulu undir- búnar og skipulagðar. Hinir slægvitru menn, sem ráða yfir hinni þýzku stríðs- vél, gera sér þess glögga grein, að styrjöld sú, sem nú er háð, er þeim töpuð. En þeir eru undir það búnir að tapa stvrj- öldum. Þeir eru gæddir þolin- mæli í ríkum mæli og fúsir til þess að bíða áratugi þeirrar stundar, þegar efnt skal til nýrrar tilraunar og ný styrjöld hafin. Þegar herforingjaráðið þýzka sannfærðist um það, að heimsstyrjöldin fyrri væri töp- uð, var allri ,,stríðssökinni“ varpað á keisarann, og þegar hin rétta stund var talin upp runnin, var honum steypt af stóli. Áð þessu sinni mun her- foringjaráðið varpa sökinni á Hitler. Ef hinum sameinuðu þjóðum verður talin trú um það, að fall Hitlers þýði fall Þýzkalands) mun herforingja- ráðinu bjóðast hið ákjósanleg- asta tækifæri til þess að kom- ast hjá refsingu einu sinni ern og halda áfram sinni fyrri iðju. Það er alvarleg hætta á því, að þessi verði raunin. Það hefir verið gefið í skyn, að stjómarvöldin í Washington væru reiðubúin til þess að semja við sérhvem ábyrgan aðila, sem vildi ráðast í það að steypa nazistastjórninni af stóli — jafnvel prússnesku Junkar- ana. Með öðmm orðum: Við flBEIN ÞESSI, er fjallar um herforingjaráðið þýzka og þátt þess í hinni þýzku árásarstefnu fyrr og síðar og hættunni, sem af því stafar nú og í framtíðinni, er eftir Ameríkumanninn Eric Bramley-Moore, sem dvaldist langdvölum í Þýzka- landi eftir fyrri heimstyrjöld ina og þekkir því vel til þess- ara mála. Greinin er þýdd úr tímaritinu Reader’s Digest. ætlum að refsa verkfærum herforingjaráðsins og semja frið við hinn „ábyrga“ aðila, sem hefir efnt til fimm styrj- alda á einni öld og líklegt má telja, að sé þegar tekinn að leggja á ráðin um þriðju heims- styrjöldina! Bretar og Bandaríkjamenn þekkja ekkert fyrirbæri sam- bærilegt hinu valdamikla þýzka herforingjaráði. Hér er sem sé eigi aðeins um að ræða hernað- -arlegan félagsskap. Áhrifa þess gætir á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Þau ná til stjórnmálavið- horfanna og orka mjög á hugs- unarhátt allra landsmanna. Herforingjaráðið drottnar yfir íiinu borgaralega lífi og utan- ríkisþjónustunni eigi hvað sízt. Það hefir raunverulega yfir- stjórn kola- og stáliðnaðarins og alls þungaiðnaðar landsins með höndum, svo og fjármála- lífs Þýzkalands. Allt starf þess miðar að einu marki — stríði. Þegar ég starfaði í Þýzka- landi, freistaði ég þess iðulega að semja um það, að fé, sem amerisk fyrirtæki áttu þar, yrði greitt. Gekk ég þeirra er- inda.á fund forustumanna iðn- aðarfyrirtækjanna og bank- anna? Því fór alls fjarri. Ég lagði leið mína til fjármáladeildar herforingja- ráðsins þýzka. Við sérhvert fyrirtæki landsins, er mátti sín einhvers, starfaði maður, sem bar ekki ábyrgð gagnvart fyrirtækinu, er launaði hann, heldur gagnvart herforingja- ráðinu. Fátt var fjær sanni en fyrirtæki landsins nytu sjálf- stæðis. Herinn fylgdist með öllum störfum þeirra og fyrir- ætlunum. Uppgötvun, sem hafði gefizt vel í einhverri verksmiðju, var upp tekin í öllum verksmiðjum landsins, ef herforingjaráðið mælti svo fyrir. Herforingjaráðið þýzka skipu leggur eigi aðeins styrjaldir og hefir herstjóm með höndum. Það er jafnframt annað og meira. Bakhjarl þess eru nær tuttugu þúsundir fjölskyldna prússneskra Junkara, sem hafa drottnað yfir hernum frá því á dögum Friðriks mikla. Allt frá fyrstu tíð hefir stefna Junk- aranna, sem myndað hafa yfir- stétt hersiris „vonanna“ slíkra sem von Bismarck, von Hinden burg, von Seeckt, von Mann- stein, von Rundstedt, von Falkenhorst, von Amim og von Richthofen — verið ein og aðeins ein: valdrán og yfir- drottnun. Orðið Junkari er dregið af þýzka orðinu „Jungherr“, „ung ur aðalsmaður“. Fyrstu Junk- ararnir voru þýzku riddararnir, sem sneru heim úr krossferð til landsins helga á 13. öld, sigr- uðu Slafana þar sem nú er Austur-Prússland og lögðu lönd þeirra undir sig. Á 15. öld sameinuðust þeir svo fjöl- mörgum ræning j ariddaranna þýzku. Þeir skiptu landinu í stór- jarðir, gerðu hina innfæddu að þrælum sínum og ambáttum og stofnuðu lénsskipulag, sem hélzt fram á 20. öld. Enn í dag eru fjórar milljónir ekra af stórjörðum Austur-Prússlands erfðajarðir. Þær má ekki selja, veðsetja, skipta né láta uf hendi við neinn annan en þann hlutaðeigandi erfingja, sem næstur er í karllegg. Hrjóstrug lendi er mikið á þessum slóð- um, og mestur hluti landsins er skógi vaxinn. Þó neyða Junkar- arnir landseta sína til bess að rækta rúg og hveiti með úrelt- um aðferðum og látið a 5ra Þjóðverja borga brúsann með fjárframlögum. Curt Riess, höfundur bók- anna ZJnderground Europe, og Glory and Doom of the Ger- man Generals, gefur góða lýs- ingu á hugarástandi Junkar- anna-: „Þeir líta ekki á sig sem þegna ríkisins. Þeir telja sig mun mikilvægari en rík- ið. Þeir líta ekki á sig sem þegna þjóðarinnar. Þeir teija hlutverk þjóðarinnar það að framleiða liðsmenn í her, sera þeir stjórni. Að þeirra dómi er friðurinn milliþáttur, en • stríð hins vegar það viðhorf, er ríkja skal. Junkararnir hafa jafnan lit- ið á landsvæði þau, er þeir hafa haft yfir að ráða, sem stökk- pall til árása á nágranr.a þeirra. — Þeir notuðu forðum Brand- enburg sem stökkpall til árása á gervallt Prússiand. Friðrik mikli notaði því næst Prúss- land sem stökkpali gegn Slesíu. Frh. á 6; síOu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.