Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 2
ALproifBLAfHifr Snnnudagur 16. apríl 1944» Nýi sænski sendikennarinn um Benjamín Eiríksson. Benjantín Eiríksson hagiræiinpr lekur mesfarapróf veslan hafs. Og heíur í undirbúasngi dokfors- rilgerS. BENJAMÍN EIRÍKSSQN frá Hafnarfirði hlaut „Master of Arts“ gráðu í hagfræði við háskóla Minnesotaríkis í Min- neapolis um miðjan marzmán- uð samkvæmt fréttum, sem hafa nýlega borizt hingað. Hann hefir verið við fram- Frh. á 7. síðu. Svfþjóð á sly Vísitalan hefir ekkert breylzl síðan í október árið 1942. Stokidiólmisr eins og al|s|éiaSsorga I ViðtaS við Peter Haiiberg iektor. » SVÍÞJÓÐ er vísitalan 153 stig, (miðað við 100 árið 1935) og hún hefir ekkert stigið síðan í október 1942 eða í 1V2 ár! — í ianúar 1941 var hún 130 stig, í janúar 1942 145 stig og í október sama ár 153.“ „Vöruverð hefir, eins og á þ^ssu sést ekki hækkað mikið og kaup ekki heldur. Ég skal geta þess að ég varð allmjög hissa er ég frétti hér að mjólkurlítrinn kostar kr. 1,45. Heima í Gauta- borg kostar lítrinn 32 aura. Þetta sagði Peter Hallberg, ungur, hávaxinn og ljóshærður Svíi, í samtali við Alþýðublað- ið í gær. Hann er hingað kom- inn sem sendikennari við Há- skóla íslands og hefir þegar flutt fyrsta fyrirlestur sinn, um Sví- þjóð á styrjaldarárunum. Hér ætlar hann að dvelja að minnsta kosti í eitt ár, flytja fyrirlestra og jafnvel kenna sænsku við háskólann. Ílann talar vel ís- lenzku. Hann var hér í hópi Annað þing Slysavarnaféiagsins: Starfsemi Slysavarnafélagsins síðasfliðið Skuldlaus eigsi félagsins nemnr nú rúmgega þúsund krónusn. O KÝRSLA stjórnar Slysa varnafélags jslands um starf félagsins á tveimur síð- ustu árum var lögð fyrir ann að þing félagsins í gær kl. 4, er það var sett í Kaupþings- salnum. Samkvæmt efnahagsreikn- ingi Slysvaarnafélagsins námu hreinar eígnir félagsins 1. jan- úar síðastliðinn rúmum 600 þúsumdum króna. í skýrslunni eru birtar frásagnir af biörgun- ars’törfum, sem félagið hefir átt þátt í bæði á sjó og landi, Skrár yfir gjafir og áheit til fé- lagsins o. s. frv. Um starfsemi félagsins al- mennt l.s. ár segir meðal ann- ars: „Starfsemi félagsins var rekin á svipaðan hátt og árið áður, revnt var að auka félagatölu deildanna og stofna nýjar fé- lagsdeildir, endurbæta og auka björgunarstöðvar o. s. frv. Mesta félagafjölgun varð í slysavarnadeildirmi ,,Inpfólfur“ í Reykjavík, en þó er félaga- talan í Reykjavík ennþá miklu minni en í flestum j öðrum slysavarnadeildum. ef borið er saman við fólksfjölda á hinu.m einstöku félagssvæðum. Félag- ið fékk að halda útvarp-- kvöld, sem það ekki fékk árið áður, og tókst bað með ágæt- um, og kom það strax í Ijós fyrstu dagana eftir að lítvarps- kvöldið var haldið, með aukn- um penins'agjöfum, félaga- fjölgun og tilmælum víðs vegar utan af landi um að félasið léti oftar til sín heyra í Ríkisút- varpinu en aðeíns einu sinni á ári, því nóg verkefni lægju fyrir og ýmsár upplýsingar áð. Aðgöngumiðar eru seldir hjá mundi félagsstjórnin geta gefíð K. A. Brmm, Laugavegi 2. fólki út um land, er verða mættu til slyasavarna á einn eða annan hátt. Reynslan hefir þó orðið sú, að félagið hefir ekkert látið til sín heyra í út- varpinu annað en tilkynningar um slysáhættur og annað þíu um líkt, er bátar hafa verið í hættu staddir og óskað hefir verið eftir aðstoð þeim til handa, og er félagsstjórnin og almenningur þakklát fyrir þá greiðasemi og vonar að stjórn- endur Ríkisútvarpsins leyfi að slíkar tilkynningar megi fram- vegis birta þegar þörf krefur.“ Fjórar nýjar deildir voru stofnaðar á árinu 1943 og ein endurvakin. Á landsþinginu í dag flutti forseti þess, Guðbjartur Ólafs- son, setningarræðu, en síðan voru kjörbréf fulltrúa athuguð af kjörbréfanefnd og einnig var kosið í fastanefndir þings- ins. Forseti þingsins var kos- inn Gísli Sveinsson, forseti sameinaðs alþingis, og varafor- seti Sigurjón Á. Ólafsson, fyrv. alþingismaður. Ritarar þingsins eru þeir Lúðvík Kristjánsson ritstjóri og Sveinn Benedikts- son framkv.stj. Skrifstofustjóri slysavarnaþingsins er Jón Odd- geir Jónsson fulltrúi. Fundir halda áfram í dag kl. 4.30 í Kaupþingssalnum. og Ðansk- Ðet Ðanske Selskab íslenzka félagið halda sameiginlegan skcmmti- íumd í Oddfellowhúsinu annað kviöld klukkan 8.30. Á fundinum flytur Ole Kiilerich erindi um daglegt líf í Danmörku undir her- náminu. Auk þess veðrur skemmt með hljómlist og að lokum dans- norrænna málfræðinga 1936 á vegum Norræna félagsins — og hann ann Islandi. Hann er nor- rænufræðingur og var Hjalmar Lindroth kennari hans. Nú hef- ir hann í undirbúningi dokt- orsritgerð um sænska ljóðskáld- ið Erik Axel Karlfedt. „Ég fór frá Svíþjóð til Eng- lands og komst svo hingað með íslenzkum togara — ég get ekki nógsamlega lofað hina ágætu íslenzku sjómenn, sem tóku mig hingað til Sögueyj- unnar,“ segir Hallberg og bros- ir. Alþýðublaðið spurði hann um Svíþjóð á styrjaldarárun- um. „Stolckhólmur er eins og al- þjóóaborg nú. Þar ægir saman öllum 'þjóðemum. Öll gistihús eru fullskipuð útlendingum og meira en það. Þarna eru blaða- menn ákaflega fjölmennir, þar mætast fjendur og vinir, þar em alls konar fulltrúar — og þar eru njósnarar, þeir em svo sem ekki — líkast til — að njósna um okkur Svíana, held- ur hver um annan. Við emm þó alltaf við og við að hand- taka njósnara.“ — Og svo allir flóttamenn- imir? „Já. Hjá okkur hafa tugir þúsunda flóttamanha leitað hælis. Norskir flóttamenn eru taldir vera að minnsta kosti 25 þúsundir og danskir flótta- menn eru um 18 þúsund. Norskum og dönskum flótta- mönnum fer stöðugt fjölgandi. Að sjálfsögðu reynsum við að gera allt, sem í oíkkar valdi stendur til þess að hjálpa þessu fólki. Norskir og danskir stúd- entar stunda nám við háskóla okkar. Norðmennirnir em í Uppsölum, en Danirnir að sjálfsögðu í Lundi. Þeir hafa þar og sinn eigin félagsskap. Þá er reynt að útvega flptta- mönnunum vinnu og sérstak- lega stunda fjöldamargir Norð- menn skógarhögg fyrir okkur. En svo em það konurnar og börnin — og ég sé að þið hafið nú 'hafizt handa um aðstoð til þeirra.“ — Vöruskortur? „Nei, það er varla hægt að segja það. Að vísu neyðumst við til að búa sem mest að eigin framleiðslu. Við göngum til dæmis í fötum úr tré. Kjöt er lítið og smjör er lítið, mjólk er nóg og eins fiskur. Kaffi, te, brennivín og tóba'k er ákaflega lítið — og skammtað. Já, brennivínið eram við líka farn- ir að framleiða úr tré. Ég hefi að vísu ekki smakkað það, en menn láta illa af því, segja að timburmenn þess séu ákaflega erfiðir! — Svo er skömmtun allströng á skófatnaði, þifreiða- gúmmíi — og engin bifreið, nema hún sé í þjónustu hers- rárunum Peter Hallberg. ins, fær benzín. Þær verða að aka með viðarkolum. Ég skal geta þess, að enginn má aka í, bifreið sinni lengri leið en 50 km. frá heimili sínu. — Ýmis- legt fáum við þó erlendis frá. Appelsínur fáum við frá Spáni og kosta þær um 2 kr. 12 stykki!“ — Rer ekki mikið á hernum í Svíþjóð í dag? „Hugsjónir lýðræðisins hafa náð miklum tökum á hernum. Herinn hefir „demokratiser- ast“. Hann mun hafa verið mjög aukinn, herþjónustan lengd, námstíminn gerður lengri og strangari reglur um allan undirbúning. í byrjun stríðsins voru nokkrir erfið- leikar með greiðslur til her- mannanna. Nú ríkir ánægja um þetta. Það hefir áreiðan- lega haft mikil áhrif og mun þó eiga eftir að hafa enn meiri góð áhrif, að á undanförmim árum hafa stéttimar mætzt innan hersins við jöfn kjör,. bóndinn, verkamaðurinn, sjó- maðurinn, kaupmaðurinn og forstjórinn hafa mætzt í sömu bækistöð, borðað sama mat við sama borð og lifað að öllu leyti við sömu kjör. Áhrifa frá þessu er þegar farið að gæta í þjóðlífinu. Og þó vil ég taka það fram, að jöfnuður hefir verið mikill í Svíþjóð. Herinn okkar er talinn vel búinn, beztu og nýjustu tækj- um. Auk hersins eigum við heimavaroarlið, í það ganga sjálfboðaliðar, þar em bæði drengir og öldungar. Þessar sveitir vernda hémð sín, og þær 'hafa handtekið marga flugmenn, sem hrapað hafa til jarðar, bæði þýzka, enska og ameríöka. Svo em stúlkurnar í Lottusveitunum, skólaungling- ar stunda landbúnaðarstörf, bví að skortur er á verkafólki í landbúnaðinum. Áhugi fyrir íþróttum hefir aukizt geysi- lega, sérstaklega fyrir skíðaí- þróttinni og skotfiminni." — Reka ófriðarþjóðirnar ékki mikinn áróður í Svíþióð? „Ójú, þeir hamast. Áróður Þjóðverja var sterkur í stríðs- byrjun og sigrar þeirra hjálp- uðu þeim. En áróður er hvorttveggja í senn frekur og barnalegur. Áróður Breta er miklu áhrifaríkari þegar til lengdar lætur, enda eru Svíar með bandamönnum í hug og hjarta. Allir ymgri rithöfundar okkar hafa tekið skarpa - með bandamönnum, enda vmri annað undarlegt um Svía, slíka lýðræðisþjóð." — Norræn samvinna? „Já. Hún hefir aldrei verið jafnvinsæl í Svíþjóð og nú. Nú er mikið talað og skrifað u!m norræna samvinnu — og verka- lýðurinn er að taka æ öflugri þátt í því starfi. Formvðnr sænska Alþýðusambandsins, August Lindberg, sagði nýlega í viðtali við blað, að í c+rif-lek yrði að «fla norræna sam- Frh. á 7. síðu íveimur íslenzkum lónlistarmonnum boðfð lil Amerfkn. árna Krisfjánssyni píanoieikara og Birni Ólafssyni fiSluleikara. VEIM af þekktustu tón- listarmönnum vorum, þeim Árna Kristjánssyni píanóleik- ara og Birni Ólafssyni fiðluleik ara hefir verið boðið vestur um haf til átta mánaða námsdval- ar þar. 1 iÞað er Julliard Graduate School of Music í New York, sem hefir boðið þeim vestur. Porter McKeever tilkynnti þetta í fyrrakvöld á amerísku listsýningunni, áður en þeir fé- lagar léku þar vorsónötuna eft- ir Beethoven. Var leik þeirra, forkunnarvel tekið af sýningar- gestunum. FJðlmenni á fundl Nor- ræna félagsins í fyrra- FUNDUR Norræna félags- ins í fyrrakvöld að Hótel Borg var mjög vel sóttur. Kom það berlega fram að almenn- ingur hefir mikinn áhuga fyrir; iþví að fá að heyra fréttir frá. Danmörku og það ekki sízt af munni manns, sem sjálfur hef- ir staðið mitt í þeim átökum sem þar eiga sér stað. Erindi Ole Kiilerichs um Danmörku undir oki þýzka naz istahersins vakti og mikla at- hygli. I lok erindis síhs lýsti Kiile- rich hinni miklu samúð, sem væri meðal Norðurlandaþjóð- anna og kvað hann hana aldrei hafa verið jafn mikla og nú. Áheyendur þökkuðu fyrirles- aranum fyrir erindi hans meS dynjandi lófataki. Sjómenn gefa siór- llalir til vinnubeimHis SKIPSHAFNIR á þremur skipum afhentu vinnu- heimilissjóði berklasjúklinga í gær samtals um 7 þúsundir króna. Fer sjóðurinn dagvax- andi. í *1llf Þessár gjafir bámst í gær: Skipshöfn b/v. Kári kr. 3000. Skipshöfn e/s. Brúarfoss kr. 2875,00. Skipshöfn b/v. Bald- ur kr. 1225,00. Skipshöfn e/s. Selfoss kr. 440,00. Friðbjörn Níelsson, bæjargjaldk., Sigluf. kr. 1000,00. Starfsfólk Bókfell h/f., Laugav. 61 kr. 475,00. Starfsfólk Skógerðarinnar h/f. kr. 330,00. Starfsfólk H.f. Raf- tækjaverksm. Hafnarfjarðar kr. 850,00. Gjaldeyrfskaupa- störfum. SÚ ákvörðun hefir nú verið tekin af viðskiptamálaráð- herra, að gjaldeyriskaupanefnd in skuli hætta störfum. Nefnd þessi hefir haft á hgndi ráðstöfun á ,,frOsnum“ ■Sierlingspundum. En þegar gerð ur var samningur við Bandarík- Frh a 7, siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.