Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 7
UPIOHÍU^ Sunnudagxir 16. apríl 1944. »«>#»»9»»»»»»»><»»x»»»xxx»»g ^Bœrirm í dag #»»<XX»0O<»<»<»9<»<»<»9<»9<»<»<»<»<Z»<»»« Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki. Naeturakstur annast Aðalstöðin, sími 1383. Helgidagslæknir er , Sveinn Gunnarsson, Óðinsgötu 1, sími 2263. ÚTVARPIÐ: 11.00 Morguinitónleikar (plötur): a) Kvartett, nr. 2, eftir Borodin. b) Tríó í d-moll eftir Arensky. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Fríkirkjunni( séra Árni Sigurðsson). 15.30—16.30 Miðdeg- istónleikar (plötur): Kerstin Thor- berg og Lauritz Melchior syngja lög eftir Wagner. 18.40 Barnatími (Ragnar Jóhannesson o. fl.). 19.25 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Arthur Bliss. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Kvöldvaka Breiðfirðingafélagsins: Ræður: Jón Emil Guðjónsson, séra Árelíus Níelsson. — Upplestur: Jón frá Ljárskógum, Jóhannes úr Kötlum, Helgi Hjörvar. — Einsöngur: Kristín Einarsdóttir, Olga Hjartar- , dóttir, Haraldur Kristjámsson. — Kvæðatög: Jóhann Garðar Jó- haninson. — Breiðfirðingakórinn syngur (Gunnar Sigurgeirsson stjórnar). 21.50 Fréttir. 22.00 Danslög. MÁNUDAGUR: Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnar apó- teki. Næturakstur anmast B. S. R., sími 1720. ÚTVARPIÐ: 12.10—13 Hádegisútvarp. 15.30 —16 Miðdegisútvarp. 18.30 ís- lenzkukennsla, 1. flokkur. 19 Þýzkukennsla, 2. flokkur. 19.25 Hljómplötur: Nútíma rapsódíur. 20 Fréttir. 20.30 Erindi: Frá Lit- haugalandi (Knútur Arngrímsson kennari). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á banjó. 21 Um daginn og véginn (Gunnar Benediktsson rit- höfundur). 21.20 Útvarpshljóm- sveitin: Dönsk alþýðulög. — Ein- söngur (ungfrú Guðrún Símonar- dóttir): a) La rosa eftir Tosti. b) Hvað dreymir þig? eftir L. G. c) Brindisi úr La Traviata eftir Verdi. d) Aðeins fyrir þig eftir Geehl. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. F.Í.Á. dansleikur verður í Tjarnarcafé í kvöld kl, 10 síðd. Á dansleiknum sýnir ís- lenzkur, mjög efnilegur sjón- hverfingamaður listir sínar. Sýndi hann nú í vikunni á skemmtifundi glímufélagsins Ármann og þótti rmörgum honum takast betur en hinum erlendu sjónhverfinga- mönnum, sem verið hafa hér að leika listir sínar. Sjá nánar í augl. Á. Laugarneísprestakall. Messa í samkomusal Laugames- kirkju í dag ki. 2 (síra Garðar '• Svavarsson). Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. h. Kvennaskólinn í Reykjavík. Þær bæjarstúlkur, sem sótt hafa um inngöngu í 1. bekk að vetri, eru beðnar að koma til við- als í skólamin á þriðjudagiinn kem- ur kl. 8 síðdegis. Pétur Gautur verður sýndur kl. 8 í kvöld. Uppselt. I ---------- LOFTÁRÁSIR Á PLOESTI OG BUKAREST Frh. af 3. síðu. ust á rúmensku hafnarborgina Konstanza á þriðjudaginn var. í fyrrinótt fóru brezkar sprengjuflugvélar af Welling- ton-gerð til árása á hernaðar- lega mikilvæga staði í Livorno á Ítalíu. í gær voru brezkar flugvélar á sveimi yfir Norðvestur- Þýzkalandi. Sumar flugvélam- ar réðust á staði í grennd við Berlín. Ekki er erm vitað, hvert tjón varð af árásunum. Svíþjóð á sfyrjaldar- árunum. F"h. af 2. síðu. vinnu mjög og að verkalýðs- stéttin muni áreiðanlega taka virkan þátt í henni. í verka- ' lýðssambandinu okkar eru um 1 milljón verkamanna og það munar mikið um þann félags- skap. Á þessum árum hafa sænsk- ir verkamenn unnið glæsilega fyrir hinar bágstöddu bræðra- þjóðir, sérstaklega Finna og Norðmenn. Þeir hafa safnað ógrynni fjár, gefið oft og mörg- um sinnum heil daglaun sín.“ — Hvað var sagt um ísland í Svíþjóð? „Samgöngur milli Iandanna hafa verið mjög erfiðar, en þó höfum við fylgzt með atburð- um hér. Við höfum heyrt að hér væri nóg um vinnu og nóg til að bíta og brenna. íslend- ingar í Svíþjóð hafa og skrifað í blöðin, gefið út bækling (Sig- urður Þórarinsson) og flutt fyrirlestra. Mikið hefir verið skrifað um skilnað íslands og Danmerkur. Ég hygg að það hafi verið al- mennt álit í Svíþjóð, að bezt væri, ef íslendingar gætu beð- ið með full slit þar til hildar- leiknum væri lokið og Dan- mörk frjáls. Hins vegar hygg ég og að engir hafi talið óeðli- legt, þó að íslendingar vildu full sambandsslit og. lýðveldis- stofnun. Svíum þykir vænt um ísland og vilja ekki að neinn misskilningur komi upp um álit og tilgang þessarar minnstu norrænu bjóðar, sem þó hefir verndað arf okkar allra.“ Fimmtugur í dag: Jón Ingimarsson verkamaður, Spítalastíg 5. MARGIR eru þeir alþýðu- rnenn og konur, sem. ætti að minnast með hlýjum huga á svonefndum merkisdögum æv innar. Og þó að orðin séu fá, og hópurinn mis 'stór, sem þau heyr ir eða les, þá er viljinn, sem á bak við býr hinn sami og til- gangurinn aðeins sá að láta ekki alltaf falla í þagnargildi tilvist þeirra, sem leggja lóð sitt á metaskálina með þeim sem frjálslyndir eru og viðsýnir. Réttindi alþýðuíólksins í þjóð félaginu eru fengin íyrir þrot- j lausa baráttu þess sjálfs, og heildin stendur í þakkarskuld við hvern einstakling, sem er eða reynst hefir nýtur í þeirri baráttu. Einn þeirra alþýðumanna, sem kynnir sér málin eftir föng- urn og myndar sér sjálfstasðar skoðun um þjóðfélagslega að- stöðu s.ína og viðhorf er fimm- tugur í dag. Línur þéssar eiga að færa af- mælisfoarninu, Jóni Ingimars- syni, Spítalastíg 5 hugheilar árnaðaróskir og þakkir fyrir fé- lagslega þátttöku á liðnum ár- um. I þetta sinn verður ekki rak- in hér ævi hans né ætt, enda er eigi allt sagt um manninn með þeirri upptalningu. Þesis skal þó getið að Jón er einn ‘ þeirra íslenzku alþýðumanna, | sem þekkja kjörin, sem fjöl- j skyldufaðir með stóran barna- \ hóp, bæði við búskap og dag- j launavinnu. En önn dagsins og ekki bugað, heldur beint huga og vilja í áttina til framfara og félagssamtaka. Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir Séra Jón Árnasön fyrv. prestur á Bíldudal verður jarðsimginn þriðjudaginn 18. apríl frá Dómkirkjunni og hefst athöfnin með húskveðju kl 1 e. h. <frá Elliheimilinu Grund. Jóhanna Pálsdóttir, börn og tengdaböm. roKKum iyrir okkut auosynaa samuo viö andlat og jaröar- för móður okkar Hiargrétar JÓBisdéttur frá Eyvindarmúla. Þórunn Guðlaugsdóttir Steinunn Guðlaugsdóttir Jón Guðlaugsson. Jón er skyldurækin félagi og vantar aldrei á fund í sínu stéttar- né flokksfélagi nema gild forföll hendi. Honum er Ijóst að alþýðan verður að treysta sjálfri sér, ef vel skal farnast á framfara braut. Gæ-fa fylgi Jóni og f jölskyldu hans! Einn féalgi. a NOREGUR Frh. af 3. síðu. samvinnu hinna fjögurra stór- velda komið. Ef hún er í lagi er ekki til nein þörf stórveld- anna fyrir áhrifasvæði og stað- bundnir öryggissamningar munu ekki verða að bandalög- um, en þörfin verður að upp- fyllingum skyldnanna innan ramma hinnar alþjóðlegu stofn unar. Ekki er minnst undir því komið, að Bandaríkin taki virk- an þátt í alþjóðasamvinnu. Noregur væntir þess í fullú trausti, að áhrifa Bandaríkj- anna gæti, bæði vegna þess að það getur með hervaldi sínu og hráefnum tryggt aðra gegn árás og eins vegna þess, að þau geta myndað jafnvægi í hinu alþjóðlega samstarfi yfirleitt. Og ekki sízt er það vegna þess, sem Cordell Hull sagði, að tak- mark Ameríku er traust Evrópa með öflugum lýðveldis- stjórnum. íslendbigur fekur meistarapróf í ámeríku. Frh. af 2. síðu . haldsnám í þeim skóla i nærri því tvö ár, og auk þess var hann við nám og kennslu um leið, á háskóla Washington- ríkis í Seattle fyrir ári síðan. Áður en hann fór vestur hafði hann, eftir það að hafa tekið stúdentspróf á Akureyri, verið við nám í Svíþjóð, Þýzkalandi og Rússlandi. Hefir Benjamín hugsað sér að halda áfram náminu vestan hafs þangað til hann hafi lokið doktorsritgerð sinni. Frófessor Frederic B. Garver, kennari í hagfræði við Minnesotaháskól- ann og einn frægasti maður á því sviði í Bandaríkjunum, var í prófnefnd Benjamíns og sagði að ritgerð Benjamíns um „busi- ness cycles“ og vörn hans á henni fyrir nefndinni hefði verið það bezta, sem hann hefði nokkurn tíma heyrt hjá nokkrum manni við framhalds- nám síðan hann byrjaði sjálfur að kenna, fyrir fjölda mörgum árum. Fyrir rúmu ári síðan gekk Benjamín að eiga Þor- björgu Einarsdóttur frá Reykja vík (systur Vals Einarssonar), sem fór til New York 1940. GJaEdeyriskaupa- nefndin hættir störfum. Frh. af 2. síðu. in um greiðslu í dollurum fyrir útflutning héðan til Bretlands, var hætt að „frysta“ nokkurn hluta þess, sem greitt var fyrir afurðirnar. Eftir það hefir starf nefndarinnar aðeins verið fólg- ið í eftirliti með ráðstöfun hinna foundnu inneigna. En það, sem eftir er af þessum inneignum verður nú gefið frjálst. um útboð ó ríkisikuldabréfum. Hér með eru boðin út skuldabréf láns, að upphæð 4 millj. kr., sem ríkisstjórnin hefir ákveðið að taka samkvæmt lögum nr. 123, 30. desember 1943, um heimild til lántöku fyrir ríkissjóð. Skuldabréf láns þessa eru boðin út á nafnverði. Skuldabréfin bera 3Vé vexti p. a., og greiðast þeir eftir á gegn afhendingu vaxtamiða 1. janúar ár hvert, í fyrsta sinn 1. janúar 1945. Lánið endurgreiðist með sem næst jöfnum afborgunum á 7 árum (1945—1951), eftir hlutkesti, sem notarius publicus í Reykjavík framkvæmir í júlímánuði ár hvert. Gjalddagi útdreginna hréfa er 1. janúar næst á eftir útdrætti, í fyrsta sinn 1. janúar 1945. Fjárhæðir skuldabréfa eru 5000 kr. og 10000 kr. Lánið er óuppsegjanlegt af hálfu eigenda skuldabréfanna, en lántakandi getur sagt láninu upp að nokkru eða öllu leyti til greiðslu 1. janúar 1947 eða á einhverjum gjald- daga vaxta og afborgana úr því, enda sé þá auglýst í Lögbirtingablaðinu minst 6 mánuðum fyr- ir gjalddagann, hve mikla aukaafborgun lántakandi ætli að greiða. Fimmtudaginn 27. apríl 1944 og 2 næstu daga verður mönnum gefinn kostur á að skrifa sig fyrir skuldabréfum hjá eftirtöldum aðilum: Landsbanka íslands, Reykjavík, Búnaðarbanka íslands, Reykjavík, Útvegsbanka íslands h.f., Reykjavík. KAUPVERÐ SKULDABRÉFA SKAL GREITT UM LEIÐ OG ÁSKRIFT FER FRAM, gegn kvittun, sem gefur rétt til að fá bréfin afhent, þegar prentun þeirra er lokið. Skulda- bréfin, sem bera vexti frá 1. janúar 1944, verða afhent 15. maí næstkomandi, gegn afhend- ingu kvittananna og greiðslu vaxta frá 1. janúar 1944 til afhendingardags. Verði áskriftir hærri en nemur lánsupphæðinni, er áskilinn réttur til að lækka hlutfalls- lega áskriftarupphæð sérhvers áskrifanda. Ef til þess kemur, verður ekld tekið tillit til brota úr þúsundi, og' áskriftarupphæðir, sem eftir hlutfallsíega niðurfærslu ná ekki þúsund krón- um, koma ekki til greina við skiptinguna. Sá hluti kaupverðsins, sem skuldabréf fást ekki keypt fyrir, verður endurgreiddur um leið og bréfin eiga að afhendast. Reykjavík, 15. apríl 1944. Landsbanki fislands \ • Magnús Sigurðsson Pétur Magnússon

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.