Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.04.1944, Blaðsíða 8
 Stnuradagnr 16. april 1944. rJARNARStfiS Sýad U. 7 og 9. Meykerling (The Old Maid) Bette Davis Miriam Hopkins George Brent Samkvæmt áskorunum. Sýnd kl. 5. Þokkaleg þrenning (Tre glada tokar) Sýnd kl. 3. Floíinn í bðfn (The Fleet's In) Dorothy Lamour Aðgöngumiðasala hefst kl. 11. Mánudag kl. 5, 7 og 9. Lilla kirfcjurotlan (Fröken Kyrkrátta) Bráðskemmtileg sænsk gamanmynd. Margnerite Viby Edvin Adolphson NVJA StO SKIPTAR SKOÐANIR EITT SINN var, ’um tíma, jrrestlaust á Breiðabólsstað á Skógarströnd. Það þótti nauð- synlegt, að einhver væri feng- inn til að vera á staðnum, til að líta ejtir húsum og jörð. Var fenginn til þess maður í Tireppnum, sem Jónas bóndi á Bíldhóli, þar í hreppi, taldi lítt hafa búmannshæfileika. Þegar hann fregnar þessa ráðstöfun, segir hann: „Ég held, að betra væri, að jörðin geymdi hann, en hann jöðina.“ * * * SÁ, SEM formælir föður og móður, á hans lampa slokknar x niðamyrkri. Salómon. * * * HARÐUR VETUR KARL NOKKUR var að lysa hörðum vetri, sem hann mundi eftir frá því hann var ungur: — „Það kom átta vikna skorpa á Þorranum“, sagði hann, — „og níu vikna skorpa á Góunni, og var sá veturinn kallaður lurkurinn langi“. * * * ÞEGAR eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn, og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar. Salómon. blindur, og hann vissi það einn- ig, þá var bezt að minnast ekki á það einu orði. Óhamingja er skrýtin tegund af deyfilyfi. Það orkar á mann eins og innsprauting í handlegg inn. Við vorum hlæjandi, þeg- ar við komum á brautarstöðina, hlqgum og gerðum að gamni okk ar, sögðum gamlar skrítlur, sem við bjuggum til á nýjan endi. Þegar tók að fjölga í járnbraut- arvagninum, breytti Mikael til og lét sem við værum trúðleik- arar. Hann talaði eins og trúð- leikarar gera og kallaði mig Shuleimu prinssessu, slöngu- dansmærina. Allir farþegarnir í vagninum tóku þátt í þessu gamni, og aldrei á ævi minni, hvorki fyrr en síðar, hefi ég verið jafn óhamingjusöm á járnbrautarferðalagi og í þetta skipti. Þegar við vorum komin aftur til Neckarhof snæddum við kvöldverð í borðsalnum,, þar sem hljóm'sveitin lék og spjaldið JASS BANNAÐUR hékk óáreitt uppi á vegg. Mikael bað um tflösku af völdu víni frá 1921. Við gerðum áætlun að dásam- legri bílferð um Frakkland, en vissum mæta vel, að hana mynd um við aldrei fara. Öðru hvoru snerti hann ermi sína, þar sem umbúnaðurinn um handlegg- inn var, en ég lét sem ég veitti því ekki athygli. Að máltíðinni lokinni fórum við í kvikmynda- hús. Myndin var ekki þeirrar tegundar, sem fær mann til að gleyma höfuðverk, en hún var sú skásta, sem við áttum völ á. Þegar kvikmynídasýning- unni var lokið, vár klukkan fimm mínútur yfir tíu, og það gladdi mig, að sex af þessum sjötíu og tveim stundum skyldu vera liðnar. Við fórum beina leið heim, tókum fram skíðin, vaxbárum þau, stilltum vekjara klukkuna á sex og buðum hvort öðru góða nótt. — Gleymdu ekki að mæla þig, kallaði ég til Mikaels, þegar ég heyrði um- stang til hans í baðherberginu. — Ég er að því, tautaði hann, og mælirinn glamraði í munni hans. — Hvað mikið? spurði ég að fimm mínútum liðnum. — Ég sé það ekki. Þú getur gáð að því sjálf, sagði hann, kom fram að hurðinni og rétti mælinn út um rifu milli stafs og hurðar. Hann sýndi 37.2 stig. — Jæja, hvað er það? spurði hann. — Næstum því eðlilegt, sagði ég. — Lofaðu mér nú að fara að sofa, því að annars kemst ég ekki á fætur í tæka tíð. — Góða nótt, mamma. — Góða nótt, Milky. — Góða 'nótt, og hafðu nú ekki neinar áhyggjur. — Þú veizt, að mér er ekki gjarnt að hafa þær. — Jæja, góða nótt. Ég hlustaði um stund, þang- að til öll hljóð í herbergi hans voru hljóðnuð, og hann virtist fallinn í svefn. Eftir stundar- •korn slökkti ég ljósið í herbergi mínu og tók að biðja. Það ber keim af sálsýki, þeg- ar fólk, sem ekki trúir á guð, tekur að biðja. Og það er einn- ig aumkunarlegt. Um trúað fólk gegnir allt öðru máli. Bænin er því huggun og traust, af því að það hefir trúna til að bera og á guð að vini. Fyrir hugsunar- lítið fólk, sem er laust við efa- semi og fer í kirkju af því að feður þess og mæöur gerðu það, er þetta áþekkt því að gera ] skyldu sína, líkt og að halda | hreinum tönnum sínum og fara í í hreina skyrtu. Bænir þeirra, sem ekki trúa á guð, er líkt og barátta í myrkri, þar sem öll öfl snúast öndverð gegn manni. Þú- getur ekki látið þetta við- gangast guð. Þú getur ekki lát- ið það henda Mikael, ekki dreng inn minn; viltu gera svo vel, guð, viltu gera svo vel að hlusta á mig, guð, ef þú ert til. Það kann að vera, að þú látir þig einu gilda, hvað skeður, en það hljóta að vera einhver lög. Þú, einhver, einhvers staðar, hlust- aðu á mig! Vinndu ekki barninu mínu tjón, ekki honum, hann er svo ungur. Hann hefir. ekk- ert illt af sér gert. Þú getur ekki unnið honum slíkt tjón sem þetta. Taktu mig, vinndu mér tjón, taktu mitt Uf, refsaðu mér, því að þetta er mín yfirsjón og mín sök. Guð, hlustaðu á mig, guð, ég veit ekki hvernig á að biðja, en. hlustaðu á mig. Leyfðu mér að tala við þig, hver, sem þú ert. Láttu ekki Mikael verða blindan, láttu hann ekki þjást, varpaðu honum ekki út í hið hræðilega myrkur. Ég býð þér sjálfa mig, gerðu við mig, hvað sem þér sýnist, en hlífðu ibarninu mínu. Ég hefi aldrei beðið þig neins, guð, og mun aldrei gera neinar kröfur til þín framar, ef þú aðeins vilt hjálpa mér í þetta skipti._ Ef þú yfir höfuð ert til, guð, ef þú ert til, reglur, lög, þá geturðu ekki verið óréttlátur. Ef þú ert til, þá veiztu hvar sökin ligg- ur, og þú getur ekki látið refs- inguna bitna á saklausum. Ef það er hefnd, sem þú stefnir að, þá láttu hana koma niður á mér, en láttu barnið mitt afskipta- laust. Ég hefi breytt rangt og heimskulega. Ég hefi sýnt linku og ábyrgðarleysi. Ef ég á að gjalda þess, þá láttu gjaldið ekki vera sjón barnsins míns, guð. Hlustaðu á mig, nem mál mitt, líttu niður til min. Héi) er ég í eymd minni og þjáning og grátbæni þig um miskunn, ef það er það, sem þú vilt. Ef þú ert guð, hlýturðu að vera rétt- látur og góður og vilja hjálpa mér. Sláðu mig, guð, hvaða dag, GAMLA BIÖ Vordagar vio Tvíburasysiur Klettaljöll (Two-Faced Woman) 'Springtíme in the Rockies) GRETA GARBO Dans og söngvamynd í eðli- Melvyn Douglas. legum litum. Aðalhlutverk: Sýnd kl. 5, 7 og 9 Betty Grable John Payne Barnasýning kl. 3. Carmen Miaranda Cesar Romero BAMBI Harry James og • hljómsveit hans. Litskreytt teiknimynd gerð Sýnd kL 3, 5, 7 og 9. af snillingnum Barnasýning kl. 3. WALT DISNEY Aðgöngumiðasala frá kl. 11. Áðgöngum. seldir frá kl. 11. hvaða stund og hvernig sem þér lízt, og ég mun ekki mögla. Þöikk, guð. Nú hefi ég afhent þér sjálfa mig og vænti dóms þíns. En hlífðu Mikael, hlífðu Mikael, hlífðu Mikael. Úti fyrir gluggum herbergis míns stafaði máninn birtu sinni á snjóinn. Loftið umhverfis mig var þrungið hljómiun og hávaða líkt og í stormi. Veggir herberg- isins leystust upp og hurfu í þokukenndu tómi. Bæn mín var krampi og umbrot, þjáningar- full eins og fæðing. Að lokum var ég tæmd, og djúp örmögn- un lagðist yfir mig. Eftir það fann ég til gagntakandi huggun- ar, eins og ég hefði þvegið mig og hreinsað af ótta mínum. Stundarkorn grét ég, og þá mundi ég eftir Putzi, hversdags afa. Allan tímpnn hafði hann setið á voldugu skýi í grennd við guð föður á himnum barns- hugans. — Þegar þú ert raun- verulega óhamingjusöm, muntu kveina grátandi: ,Hjálpaðu mér, viltu gera svo vel að hjálpa mér, guð, hjálpaðu mér! hafði hann einu sinni sagt við mig. — Já, Putzi, þú hefir rétt fyrir þér, hvíslaði ég út í herbergið. Mér fannst ég vera létt og tóm, eins og ég hefði ekki framar nainn líkama, og ég hugsaði: svona er að deyja. Á fleygu augnabliki hafði ég öðlazt gagntakandi ham ingju, en svo var það liðið hiá. Ég kjökraði stundarkorn. Þá IVIEÐAL BLAMANNA EFTUt PEDERSEN-SEJERBO Þeir höfðu margsinnis gert tilraun tii þess að fara yfir ána, en botnin hafði ávallt reynzt of gljúpur. Þeir hefðu þó getað synt yfir hana, því að vinir vorir voru óhræddir við við það að fylgja Talvounum eftir, en þeir hikuðu þó við að láta af því verða, vegna þess að matarföngin hefðu ósjá- kvæmilega skemmzt við það. Loks gátu þeir farið yfir ána, án þess að eiga nokkuð á á hættu, og nú voru þeir staddir á hinum bakka hennar. Hvítu mennirnir sannfærðust brátt um það, að ráðlegt hefði verið að fara yfir ána, því að blökkumennirnir héldu þegar brott frá ánni og stefndu nú meira til suðurs en fyrr. Þeir sannfærðust einnig um það áður en langt um leið, að kostirnir við þetta voru fleiri en þeir höfðu árætt að vona í fyrstu. Þess var sem sé skammt að bíða að þeir eygðu há f jöll með miklum gróðri. Að kvöldi næsta dags voru þeir komnir í nánd við hinn margvíslega gróður, er óx við rætur fjallsins. Þarna var og skuggsælt. Var þeim félögum það næsta kærkomið,- því að síðasta dagleiðin hafði verið þeim erfið eins og raunar öll för þeirra um auðnirnar. Þeir gátu gert sér í hugarlund, að þeir hefðu lagt erfiðasta áfanga leiðarinnar að baki og þeim lék mikil forvitni á því að komast að raun um, hvað við myndi taka handan fjallsins. ALL R.IGUT, MEN/ ALL OF YOU VMO WANT TO HELP OUT BV CARRTING SOME LUGGAGE FOR THESE GIRLS, STEP FORWARP/ YNÐA SAGA FLUGFORINGI STÚLKN- ANNA: „Jæja stúlkur. Allir, sem vilja hjálpa eitthvað til að bera töskur eða þess háttar gefi sig fram! in. Hvað eng- AÐSTOÐARMAÐUR: „Þeir bjóðast til þess allir herra!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.