Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 2
 Þriðjndagur 18. aprfl 19441 Bandalag íslenzkra stúdenta verður stofnað á Þingvöllum í sumar Annað alSsherjarmót íslenzkra stúdenta verður haldið dagana I7.-I8. júní Viðtal við Agúst Ha Bjarnason préfess©r t Eldurinn á efstu hæð Hafnarhússins í fyrrakvöld. Eldur I Hafnarhúsinu: Timburhæðin, sem ©fan á húsið, En litlar' skemmdir urðu annars siaðar i j húsinu, aðallega af vatni K EGAR klukkuna vantaði iskosninganna hálían kvöldi var slöldkviliðinu til- kynnt að eldur væri kominn upp á efstu hæð Hafnarhúss- ins, en það er einhver mesta stórbygging í Reykjavík. f Þessi hæð var byggð úr timbri og bárujárni ofan á Hafnarhúsið — og er þó ekki leyfilegt, samkvæmt bygging arsamþykktinni að byggja þannig. Þarna voru ýmsar skrifstofur og geymslur. Orðrórnur gengur um það að eldurinn hafi komið upp á tveim ur stöðum samtímis, en það er ekki hægt að fá staðfest. Al- þýðublaðið spurði slökkviliðs- stjóra að þessu í gær og svaraði hann, að hann vissi ekki til þess, enda taldi hann líklegast að eld urinn hefði aðeins komist með svo mikilli skyndingu eftir gang inum. ‘Þegar slökkviliðið kom á vett- vang logaði út um glugga á hæð inni og reyk lagði út um aðra glugga. Slökkviliðið átti við mikía erfiðleika að stríða vegna þess hversu brátt var að sækja •gegn eldinum. Var farið upp stigana með slöngurnar og upp stiga að utanverðu. Ameríska slökkviliðið kom og á vettvang og barðist gegn eldinum ásamt íslenzka slökkviliðinu. Nokkur vindur var á vestan, er eldurinn íkom upp og blés um hæðina svo að eldurinn læstist með mjög miklum hraða um hana. Slökkviliðunum tókst að vernda allar neðri hæðirnar, en nokkrar skemmdir urðu af vatni á næstu hæðinni fyrir neðan. Þá mun og hafa orðið einhverj- ar smáskemmdir á vörum og öðru í skrifstofum á öðrum hæð um vegna þess að gluggar stóðu opnir — og ekki tókst að fá þeim lokað nógu snemma. Eldsupptökin eru í rannsókn. íir að borga uppbæiur á Kosfar nú kr. 21.25 lil neyfenda, ef það fæsl RÍKISSTJÓRNIN hefir til— kynnt að frá 15. apríl hafi hún hætt að greiða uppbætur á smjör til bænda. Eftir þann tíma verður verð á smjöri, samkvæmt samþykkt mjólkurverðlagsnefndar til neyt enda kr. 21.50, en — í heild- sölu kr. 20.25. Að líkindum stendur almenn- ingi nokkurnveginn á sama hvaða verð er sett á smjör, þar sem ómögulegt er að fá það. O ANDALAG íslenzkra* stúdenta verður stofnað 17.—18. júní í sumar, en þann 17. júní verður sett annað allsherjarmót íslenzkra stú- denta á Þingvöllum. Á þessu móti munu og nokkuð rædd málefni stúdenta, meðal ann- ars um aukna norræna sam- vinnu. Formaður framkvæmdanefnd ar stúdentamótsins, Ágúst H. Bjarnason prófessor, skýrði blað mönnum frá þessu í gær, er þeir voru boðnir á fund nefndarimi ar í herbergi stúdentaráðsins í Háskólanum. Ágúst H. Bjarnason mælti meðal annars á þessa leið: „Hið fyrsta almenna mót ís- lenzkra stúdenta var haldið á Þingvöllum og í Reykjavík árið 1938. Annað mótið var áform- að árið 1940, en það fórst fyrir vegna hernámsins. Á síðastliðnu hausti var vak- ið máls á því að rétt væri að at- huga möguleika fyrir því að efna \til annars móts ísl. stú- denta á þessu sumri. Þetta var svo ákveðið af Stúdentafélagi Reykjavíkur og Stúdentaráði Háskólans, en þessir tveir aðilar ha/fa hvatt til samstarfs við sig Háskólaráð og Kvenstúdenta- félag Islands, og síðan hafa þessir aðilar kosið undirbómin?R nefnd. Háskólaráð kaus Ágúst ; H. Bjarnason og Ólaf Björnsson I dósent, Stúdentafélag Reykja- i víkur Unnstein Beck og Sigurð : Ólafsson, Stúdentaráð Eirík FinnJboigason og Sigurð Áskels- son og Kvenstúdentafélag ís- Frh. á 7. síðu Sigurgeir biskup í heimsókn hjá La Guardia, borgarstjóra í New York Meiðursdoktor við Wagoersháskóíano Fyrsta íslenzka guðsþjén^stan i borginni Happdrætti Menntaskólanemenda. Hir.n 5. apríl var dregið í happ- drætti hlutaveltu Menntaskóla- nemenda, og komu upp þessi númer: 17780 Ameríkuferð. 3365 Bit Jóns Trausta. 7461 Málverk eftir Finn Jónsson. 10418 2 miðar á 25 frumsýningar í Tjarnarbíó. 1036 Orðabók Sigfúsar Blöndals. 21219 Bókapakki. 20038 Strau- járn. 19776 Dömutaska. 4717 Tonn af kolum. Óskast sótt sem fyrst.. Hjalti Jónsson gaf á afmælisdegi sínum 5 þús- und krónur . til fyrirhugaðs Blindraheimilis Blindravinafélags Islands. New York 10. apríl. Wignerháskólinn í New York, en það er lúthersk ur háskóli, sæmdi í gær herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup, heiðursnafnbótinni dokt- or í guðfræði (Doctor of Divin ity). Athöfnin fór fram í St. Péturs-lúthersku kirkjunni í New York, og afhenti Dr. Frederick Knuble, rektor há- skólans, biskupinum heiðurs- skírteinið. Viðstaddir voru fleiri íslendingar en nokkru sinni hafa verið saman komn ir á einum stað í New York. I ávarpi sínu sagði Dr. Knuble m. a.: „Biskupinn er mætur fulltrúi þeirrar þjóðar, sem ætíð hefur haft í heiðri lærdóm og andleg verðmæti. För hans hingað hef- ur borið mikinn árangur í þá átt, að auka hið kristilega bróð- urþel milli þjóðar hans og þjóð- ar vorrar. Að þessari athöfn lokinni, flutti biskup hina fyrstu ís- lenzku guðsþjónustu, sem nokkru sinni hefur verið hald- in í New York. Hafði Helgi Briem, konsúll, annast allan undirbúning guðsþjónustunnar. Söng þar söngflokkur skipaður íslenzku námsfólki í New York, en í honum voru þessir: Þórunn Viðar, Drífa Viðar, Ásta Helga- dóttir, Helga Sigurjónsson, Hjálmar Finnsson, Guðmundur Árnason, Halldór Pétursson og Rögnvaldur Sigurjónsson. María Markan söng þrjá ein- söngva, og Birgir Halldórsson, ungur teniorsöngvari , í New York söng einnig einsöng. Stein grímur Arason var meðhjálp- ari. I lok guðsþjónustunnar fór fram skírnar- og fermingarat- höfn. Skírð voru Pétur Davíð, sonur Maríu Markan og Georgs Östlund; Þórunn, dóttir Sóffíu Hafstein og Stefáns Wathne og Þórarinn, sonur Eddu Kvaran og Jóns Þórarinssonar. Fermd voru Helga og Ólafur, börn Guðrú.nar og Ólafs Johnson. Á páskadag sótti biskupinn einnig messu í Riverside kirkju, Frh. á 7. síðu. Fjársefnun fil bygg- ingar SSnskðiahall- ar gengur 600 þúsund krónur fil bygpgar- innar frá bæ og ríki A ÐALFUNDUR Iðnaðar. mannafélagsins í Rvík, er nýafstaðinn. Eins og venju lega skýrði formaður félags- ins frá störfum þess á hinu liðna ári. Aðalmál félagsins var útgáfa Iðnsögunnar og fjáröfltm til nýrrar Iðnskóla- byggingar í Reykjavík. Iðnsagan kom út á afmæli ritstjórans, Guðm. Finnbogason ar, hefir bókin átt vinsældum að fagna, og orðið félaginu til sóma. Um byggingu Iðnskólahúss í Reykjavík er það að segja, að alþingi hefir á yfirstandandi fjár lögum veitt kr. 300 þús. til bygg ingarinnar, Reykjavíkurbær kr. 300 þúsund, og fjársöfnun með- al einstaklinga og félaga hefir gengið ágætlega, en ætlast er til að ríki og bær leggi fram % hluta byggingarkostnaðar, hvort um sig, en %. hluti komi frá iðnaðarmönnum sjálfum. Sótt hefir verið um lóð undir bygginguna, en endanlega er það ■mál ekki afgreitt. Úr stjórninni áttu að ganga, formaður, Guðm. H. Guðmunds son, varaformaður, Ársæll Árna son og vararitari, Einar Gísla- son, en voru allir endurkosnir. I stjórninni voru fyrir, gjald- keri, Ragnar Þórarinsson og rit- ari Guðm. H. Þorláksson. I varastjórn voru kosnir: Snæ björn G. Jónsson, Jónas Söl- mundsson, Þorleifur Gunnars- son. I nefnd til að athuga sam- vinnu meðal iðnaðarmanna, um væntanlega byggingu Iðnaðar- mannahallar í Reykjavík, voru kosnir: Þorsteinn Sigurðsson, Guðm. H. Guðmundsson, Björn Rögnvaldsson. ’Svohljóðandi tillaga í sjálf- stæðismálinu var samþykkt ein- róma: „Iðnaðarmannafélagið í Rvík skorar fastlega á alla iðnaðar- menn í landinu, að fylkja sér um sjálfstæðismál þjóðarinnar, stuðla ötullega að atkvæða- greiðslu um skilnaðarmálið og sýna í verki, að þeir séu ávallt á verði um sjálfstæði þjóðarinn- ar, hvenær sem er og hvaðan sem því kann að verða ógnað.“ Ennfremur eftirfarandi til- laga um skipasmíðar: „Þar sem Iðnaðarmannafélag- ið í Reykjavík, á fundi 13. jan. s. 1. varð með þeim fyrstu iðn- aðarmannafélögum, er tók til umræðu innlendar skipasmíðar út af auglýsingu ríkisstjórnar- innar um lcaup á fis'kiskipum er- lendis frá, — vill fundur hald- inn í félaginu 11. apríl 1944, ein dregið beina þeim tilmælum til þings O'g stjórnar, að stuðlað verði að því að fremsta megni að íslenzkum iðnaðarmönnum verði ekki svo íþyngt með toll- um og sköttum af efnivörum til iðnaðar, að þeim sé ekki fært að smíða fiskiskip þau sem lands menn þarfnast. Frh. á 7. síðu Fulifrúaráð og hverf issijérar álþýðu- fioldcsins í Rvfk ( iegan fund Q AMEIGINLEGUR ftind- ur hverfisstjóra Alþýðu flokksfélagsins og Fulltrúa- ráðs Alþýðuflokksins í Rvík verður haldinn kl. 9 í kvöld í fundarsal Alþýðubrauðgerðar innar. Á dagskrá fnndarins er: 1. Samvinnumál (framsögu maður Felix Guðmundsson) 2. Sumarstarfið, (fr'amsögu- maður Helgi Hannesson). 3. Fyrirspumir 4. Önnur mál. Fundurinn hefst stundvís- lega, og er nauðsynlegt, að allir mæti, þegar í fundarbyrj un. VíÓavangshlaupiS: Þrjú íþréiiafélög meun Ármann sendir sveiiina sem vann í fyrra A fimmtudaginn kemur er sumardagurinn fyrstL Það er dagur barnanna, en fullorðna fólkið nýtur hans einnig í ríkum mæli, því að þá fer fram Víðavangshláup I.R. Eins og flestum er kunn- ugt heillar það þúsundir manna út á götuna á sumar- daginn fyrsta og hefir gerfe það síðastliðin 25 ár. Reykjavíkurfélögin þrjú Í.R.„ K.R. og Ármann senda öll kepp endur í hlaupið, en utanbæjar- félögin eru nú alveg hætt að taka þátt í hlaupunum, en þa5 mun stafa af því, hve samkeppn in er orðin harðvítug. Árrnann sendir í eldinn sömu sveit og vann svo glæsilega í fyrra með því að raða sér í þrjú fyrstu sætin, þá Harald Þórðar- son, Hörð Hafliðason og Árna Kjartansson, en auk þess Sig- urgeir Ársælsson, sem flestir munu kannast við og ekki er vanur að hafa þessa þrjá fyrir fráman sig, en hann gat ekki verið með í fyrra. Þess má geta, að Ármenningar fá Egils- flöskuna til fullrar eignar, ef þeir vinna nú; Alls eru 6 keppendur frá Ármanni. Í.R.-ingar, sem í fyrra voru skæðustu keppinautar Ármenn- inga og tóku næstu þrjú sæti í hlaupinU, senda nú fram tvo skeinuhætta menn, þá Óskar Jónsson og' Sigurgísla Sigurðs- son, en auk þeirra 3 óreynda menn. Þeir Óskar og Sigurgísli eru vel æfðir og verða eflaust njög framarlega. K.R.-ingar serida 4 menn i hlaupið og er kunnastir þeirra Óskar A. SigurðsS'On og IndriðS Jónsson, sem. löngum líafa ver- ið framarlega í hlaupinú, en auk þeirra Harald Björnsson, sem var annar í drengjahlaupinu I fyrra og fer í fyrsta sinn í Víða vangshlaupið. Sveitarkepþndn verður kann- Frh á 7. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.