Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 6
« Lílið herbergi (mœtti vera í kjaUara) óskast handa einhleypum manni. Góð og róleg umgengni. Áreiðanleg og há leiga í boði Uppl. í síma 4900. ....... ■"""*T .wi,—■! i .. lumarkjólaefai margar tegimdir Unnur (iierni Grettisgötu, og Barónsstígs). Stúlka óskast til léttra húsverka. Sérherbergi (stór stofa) !! » Uppl. í súna 4900. Til sumargjafa: Boltar, Bangsar Brúður, Bílar Tauvindur, Skip Skopparakringlur Vagnar, Kerrur Hjólbörur, Lúðrar Flautur, Úr Kellur, Saumadót Spil, Kubbar Skriðdrekar Flugvélar, Búningar Gúmmídýr, Hringlur og fleira. K. Einarsson & Björnsson. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. leika hér á landi við sameigin- lega stjórnarmyndun Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar? • * Þjóðviljinn var svolítið ön- ugur á sunnudaginn út af því, að Alþýðublaðið skyldi minna á þögn og aðgerðaleysi komm- únista meðan Alþýðuflokkur- inn var að berjast fyrir lögun- um um orlof verkamanna. Þjóð viljinn segir: „Á þingi 1941 ér sett milli- þinganefnd í orlofsmálið. Nefndin skilar áliti, eftir að hafa klofnað. Tveir þingmenn Alþýðuflokksins ílytja frumvarp um orlof á vetr- arþinginu 1942. Frumvarpið dag- ar uppi. Og eftir öllum undir- tektum að dæma, þá blés ekki byrlega fyrir þessum góða mál- atað. Alþýðuflokksþingmennirnir akoðuðu þetta sem eins konar einkamál sitt og í sjálfbirgings- hætti flokksins reyndi hann ekki einu sinni að fá t. d. Sósíalista- flokkinn til að flytja það með eér.“ Með öðrum orðum: Af því að Alþýðuflokkurinn flutti frum- varpið um orlofslögin mátti Sósíalistaflokkurinn ekki sty;ðja það! Þarna er ,;SósíaliSta- flokknum“ rétt lýst. Þriðjtidagmr 18. april 1944. 1 ^nnij i i iin—1 Rildómar og málvernd Frh. af 4. síðu þótt ég fullyrti það ekki. Ann- ars virðist það ekki skipta máli í þessu sambandi. Ef eitthvað er aðfinnslu vert, hlýtur það að verða svo eftir sem áður, hvort sem það er vestfirzkt eða ekki. En hitt skil ég vel, enda vel þekkt fyrirbæri, að ákaflyndir og blóðheitir unglingar, fullir upp átthagaástar og átthaga- metnaðar, verji átthaga sína oddi og eggju. Um átthagaást- ina er iíkt að segja og ættjarð- arástina, að báðar eru heilbrigð ar út af fyrir sig, þótt hvorar tveggja hlaupi með menn í gön- ur, átthagaástin valdi ýmissi ó- heppilegri hreppapólitík, en mis skilin ættjarðarást komi af stað ægilegum blóðsúthelling- um og stríðum. Orðið flutningsjörð sagði ég. að mundi vera lítið þekkt utan Vestfjarða. Próf. Hagalín vill ekki telja það sérstaklega vest- firzkt og reisir þá skoðun eink- um á orðabók Sigf. Blöndals. Nú verðum við kapparnir, prófessor Hagalín og ég, að viðurkenna það, að orðabækur verður að nota með ofurlítilli gætni og dálítilli skynsemi, og þótt Blöndal merki ekki orðið sem mállýzkuorð, gæti það hæglega verið svo. Bókin er ekki örugg í því efni, enda hafði þá nálega engin rannsókn farið fram á máli eftir landshlutum og er raunar ekki enn. Ég hefi spurt fimm menn, sem allir kenna eða hafa kennt íslenzku í hinum æðri menntastofnunum, einn úr Þingeyjarsýslu, annan úr Skagafjarðarsýslu,' þriðja úr Rangárvallasýslu, fjórða úr Ár- nessýslu og fimmta, sem alizt hefir upp í tveimur síðastnefnd- um sýslum, og kannaðist eng- inn við orðið úr sínu byggðar- lagi. Ekki heldur er mér það kunnugt úr minni sveit. Að minnsta kosti tveir af höf- undum Barðstrendingabókar nota orðið. Virðast böndin því óneitanlega helzt berast að Vestfirðingafjórðungi, einkum þó Vestfjörðum, jafnvel þótt próf. Hagalín kannist ekki við það. Dalsýslungur, skáld og mentamaður, tjáði mér, að orð- ið væri algengt þar í sýslu. Fleytingsjörð hefi ég heyrt not- að um jarðir, sem fleyta furðu- miklum búpeningi, einkum sauð fé, með tilliti til annarra gæða jarðarinnar. Útheyskapur er þó allmikill, en oft erfiður og reyt- ingslegur, og útbeit allgóð. Slíkrar merkingar virðist mér orðið flutningsjörð hjá þeim, sem það nota. Ánnars má vera, að örlítil blæbrigði séu í merk- ingu orðanna eftir héruðum, því að mjög er það títt. Meira að segja hefir einn einstakling- ur oft sama orðið í ofurlítið annarri merkingu en hinn. Fleytingsjörð þykir mér tví- mælalaust betra orð, sbr. að fleyta (mörgu eða fáu) fé, fram- fleyta o. s. frv., því að engan, hygg ég, geta tekið sér í munn, að jörðin flytji svo og svo mik- inn búpening. Þá fræðir próf. Hagalín mig á því, að Vestfirðingar rói ekki einungis á steinbít, heldur rói, sigli á smáfisk, smokk o. s. frv., og mega þeir það mér og sigli á smáfisk, smokk o. s. frv., og mega þeir það mér og mínum að meinalausu. Sennilega er þessi málleysa orðin til við styttingu á líkan hátt og Reykvíkingar segjast ætla á jólatré fyrir jólatrés- skemmtun, en ekki hefir það þótt rithæft mál. Ekki er það rétt hermt hjá próf. Hagalíni, að ég telji orð- ið fráfæra (= fráfærur) sér- staklega vestfirzkt. Eru því all- ar málalengingar hans til að af- sanna vestfirzkt heimilisfang orðsins út í hött. Það skiptir heldur engu máli, þótt síra Jón Egilsson noti orðið í et. í Biskupsannálum, og jafnvel þótt „enginn ómerkari en Jón forseti Sigurðsson sæi um út- gáfuna“, eins og próf. Hagalín tekur fram. Við próf. Hagalín erum báðir svo menntir, að við vitum vel, að enginn sæmilegur fræðimaður breytir texta í fræðilegri útgáfu, hvernig svo sem málfari hans kann að vera háttað. En orðið er svo óvanalegt, að engin orðabók sýnir það í þessari mynd. Mér kemur það jafn aulalega fyrir, og ef sagt væri bara fyrir börur. Næsta mál á dagskrá hjá okkur próf. Hagalíni er að fara á bjarg. Skýrir hann fyrir mér athöfn þessa, og er ég honurti næsta þakklátur fyrir. Segir hann svo: bjarg fer allt það fólk, karlar og konur, sem fer til aðstoðar fyglingnum eða sigmanninum — og á að bera heim fuglinn.-----í bjargið fer svo einungis sigmaðurinn.“ Samlivæmt þessari skýringu má orðtækið, að fara á bjarg, fyllilega til sanns vegar fær- ast. Hafði ég fundið að orðtæki þessu í ritfregn minni. Próf. Hagalín segir, að sér þyki ég „talsvert skilningssljórri en við verði búizt af honum (mér), manni með háskólaprófi og rit- dómaraköllun11. En próf. Haga- líni hefir líklega láðst að at- huga hinn ívitnaða stað, því að sízt vil ég ætla honum óráð- vendni í málflutningi og því síður bregða honum um skiln- ingsleysij Á hinum ívitnaða stað (bls. 206) segir svo: „Eitt sinn fór hann (Jón Torfason á Hnjóti) á bjarg með fuglastöng- ina og kaðalspotta og fekk fugl á fjóra hesta. Þótti það mikið þrekvirki af einum manni.“ Þar sem maðurinn er einsam- all og veiðir þó fugla á fjóra hesta, hlýtur hann að hafa far- ið í bjargið. Ekki hefir hann alltaf staðið á bjargbrúninni. Hér er því rangt til orða tekið eftir skýringu próf. Hagalíns sjálfs. Úm þetta hljótum við að geta orðið sammála. Ég er próf. Hagalíni sammála um það, að orðið fjallslamb sé hið herfilegasta orð. Er það og mála sannast, að ég hefi aldrei heyrt það fyrr en í grein hans. Ég fletti upp grein minni f Eimreiðinni, og viti menn! Þarna stendur þá orðið. Hér hefir prentsmiðjupúkinn leikið á mig. Auðvitað átti að standa fjallalamb. Að vísu vil ég ekki sverja fyrir, að mér geti hafa orðið pennaglöp, en ég býst fastlega við, að blessaðir prent- ararnir 'hafi lesið s, sem kann að hafa verið ógreinilegt, fyrir a. En úr því verður ekki skorið, þar sem handrit mitt er glatað. Mér er það gleðiefni,' að við próf. Hagalín höfum hér öld- ungis sama smekk, en helzt vildi ég, að hann gæti líka fall- izt á með mér, að hagfærinmm væri argvítugt orð. Þá kemst orðatiltækið. „Fugl- inn orvinn. upp á milli okkar próf. Haealíns. Tekur hann til samanburðar: Kýrin, ærin er borin o. s. frv. Rétt mun það vera, að þetta sé nokkuð al- menn málvenja, þótt vitanlega segi menn oft, að kýrin hafi borið, sem er laukrétt, eða hún sé búin að bera. Sjaldnar hefi ég heyrt sagt: Hryssan er köst- uð eða tíkin er gotin. Hér sannast, að „svo má illu venj- ast, að gott þyki.“ Eigi að síður er þetta í raun réttri rangt mál. Kýrin ber kálfinn, og kálfur- inn er auðvitað borinn, en kýrin ekki. Að vísu hefir sér- hver kýr einhvern tíma verið borin, þ. e. þegar hún var kálf- ur. Vill nokkur halda því fram, að rétt mál væri: Konan er fædd eða alin? (þ. e. konan hefir fætt, alið bam). Það er ná- kvæmlega hliðstætt. Finnst ekki hverjum viti bomum manni það furðu rökrangt að segja, að eggin séu orpin og fuglinn sé líka orpinn? Um fugl hefi ég aldrei heyrt svo Það er kvikmyndastjarnan Nancy Keller í Hollywood, sem ber hann. til orða tekið, og enginn hinna fimm lærdómsmanna í íslenzku, sem ég hefi áður nefnt, hafði heyrt það í sínum byggðarlög- um, sem að vísu munu ekki vera sérlega miklar varpsveitir. Ég verð nú víst að þola það, að kýrin og ærin séu bornar, þótt rangt sé, en ég vil helzt ekki bæta fuglunum í hópinn, að minnsta kosti ekki á meðan það er ekki landlægt. . Síðasta mál á dagskrá hjá okkur próf. Hagalíni er þágu- fallssýkin svokallaða. Ég fann að því að festa saman kipvun- um. Próf. Hagalíni finnst það óþörf hótfyndni, og segir hann, sem ég að vísu vissi áður, að festa stýri þf. eða þgf. á Vest- fjörðum eftír merkingu. Stýrir sögnin þf., þegar eitthvað fest- ist af óhappi, en þgf., þegar eitt- hvað er fest af ásettu ráði. Eigi að síður er málvenjan röng. Festa er í eðli sínu sögn, er hef- ir þolfallsandlag, rétt eins og t. d. sögnin binda. Það er mis- skilningur hjá próf. Hagalíni, að bátur sé þiggjandi í setn- inguhní: „Ég festi (af ásettu ráði) bátnum undir bryggj- unni.“ Hér er um hreinan þol- anda (þolfallsan|dlag, object) að ræða, enda á hér að vera þf. Báturinn verður fyrir beinum áhrifum af hálfu frumlagsins (subjectsins), sbr. líka: Ég batt bátinn o .s. frv. (Áhrifin af hálfu frumlagsins eru ekki nærri eins áþreifarileg í setn- ingunni: Ég festi (af óhappi) bátinn, og vill þó próf. Haga- lín hafa þar þf.). í fornu máli stýrir sögnin alls staðar þf„ og það einmitt í sams konar dæm- um og próf. Hagalín nefnir. í Egilssögu stendur: „— festu þar skipiðc‘. (ísl. fornrit II, bls. 86), og í Sturlungu segir svo:------ „Þá festu þeir skip sitt við Salt- hólm Sturl. Rvk. 1908, I, bls. 90). Ég hefi sterkan grun um, að „þágufallssýkin“ sé upphaf- lega nokkuð sér-vestfirzk, að minnsta kosti þegar um per- sónulegar frásagnir er að ræða, en auðvitað er hún nú komin víða um land. Ég hefi iðulega heyrt Vestfirðinga (eða menn úr Vestfirðingafjórðungi) tala um að festa naglanum, fram- lengja víxlinum, jafnvel af- segja víxlinum o. s. frv. Vest- firðingurinn og skáldið Gestur Pálsson segir í Tilhugalífi: — — fjölum var neglt fyrir opið (Ritsafn. Rvk. 1927, bls. 150), lætur negla stýra þgf. Og það, sem bezt styrkir þessa ætlun mína er, að manninum, sem vill hvítþvo Vestfirðinga af villu þessari, Vestfirðingnum og skáldinu, próf. Hagalíni, verður á sú skyssa í ritdómi um íslandsklukkuna að segja:----- — „en steyta ekki fótum. ?mum við kaststeinum“ (Álþýðubl., 2. febr. S.I.). Sögnin steyta hefir hingað til stýrt þf. í þessu sam- bandi. í freistingarsögunni (Matt., 4.) er talað um að steyta fót við steini. Hafa allir biblíuþýðendur allt frá Oddi Gottskálkssyni og Guðbrandi biskupi til síðustu þýðingar- innar úr frummálinu haft hér þf. Þar sem Gestur Pálsson og upplýstur prófessor, báðir vest- firzkir, brenna sig á sama soð- inu, hvers má þá vænta af vest- firzkri alþýðu? Þágufall, rang- lega haft með ópersónulegum sögnum, t. d. vanta, langa, eru mjög tíð 'hér í Reykjavík, hvort það er upprunnið hér eða kynj- að annars staðar frá. í Reykja- vík er raunar ekki talað mál neins ákveðins landshluta, og virðist mér það versta úr öllum mállýzkum hafa verið vinzað úr, bæði að orðalagi, orðavali og framburði. _ Það er síður en svo ætlun mín, að Vestfirðir standi öðr- um landshlutum að baki að mennirigu eða máli (þó að und- anteknum nafngiftum manna, sem eru þar furðu ófélegar). Barðstrendingabók er heldur alls ekki illa rituð, en vitaskuld taldi ég mér skyldu að minn- ast á málfar ritsins, eins og ég að jafnaði geri, er ég skrifa um bækur. Ég hefi því engin firin- verk framið, heldur aðeins gert skyldu mína, sem alltof mörg- um ritdæmöndum láist að gera. Að lyktum þakka ég próf. Hagalíni þau viðurkenningar- orð, sem hann fer um mig, svo sem það, að ég hafi verið val- inn til að skrifa ritdóma, sém er laukrétt, því að köllunin til þess hefir ekki verið ýkja mik- il. Tek ég slík orð úr munni svo mæts manns mér til tekna, og það því fremur, þar sem ýmsir óvaldir, sem þjást af illkynjaðri ritræpu og óseðjandi ritlöngun, skrifa um allt milli himins og jarðar, jafnvel það, sem þeir bera ekki hið minn6ta skyn á. Jóhann Sveinsson frá Flögu. Birting greinar þessarar hefir dregizt nokkuð vegna rúmleysis í blaðinu. Ritstj.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.