Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 4
AlTTÐUBLAÐin Þriðjndagnr 18. aprfl lt44.. piþ^dnbladil> Kltrtjórl: Stefáa Pétursson. Bfmar ritstjórnar: 4901 og 4902. Rltstjórn og afgreiðsla i Al- Jjýðuhúsinu við Hverfisgötu. Otgefandi Alþýðuflokkurinn. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð i lausasölu 40 aur». Alþýðuprentsmiðjan h.t Lýðveldið — og hvað svo? SKILNAÐARMÁLIÐ og und irbúningur lýðveldisstofn- unarinnar hefir að vonum ver- ið mjög ofarlega í hugum okk- ar upp á síðkastið og mörg að- kallandi mál orðið að þoka þar fyrir þessu tvennu. I>að er ekki nema eðlilegt. Fullkomið sjálf- stæði þjóðarinnar út á við hefir um áratugi verið draumur henn- ar og takmark. Og þegar því takmarki er að verða náð, er ekki nema skiljanlegt, að öllum kröftum sé einbeitt til þess. ♦ h En svo vaknar sú spurning, Jivað sjálfstæðið og lýðveldið eigi að færa þessari þjóð, þegar jþað er fengið. Þá er hætt við að leiðir skilji á ný og menn verði engan veginn á eitt sátt- ir, að hverju stefna skuli. Svo var það einnig eftir að fullveldi landsins fékkst viðurkennt 1918 og sjálfstæðisbaráttunni við Danmörku var raunverulega lok ið. Þá byrjuðu menn strax að skiptast í flokka eftir stefnum í innanlandsmálum. Og í þeim átökum getur sú þjóðareining, sem nú hefir í bili skapazt um skilnaðinn við Danmörku og endurreisn lýðveldisins á ís- landi, ekki orðið nema stutt hlé. Þjóðfélagsþróunin innanlands heldur áfram að hafa sinn gang og um heilbrigða flokkaskipt- ingu og stjórnmálabaráttu er ekkert nema gott að segja. Hún ihefir ekki átt hvað minnstan þáttinn í félagslegum og stjórn- arfarslegum framförum þjóð- anna, einnig okkar eigin þjóðar. * Þeim mönnum væri líka ein- kennilega farið, sem óskuðu þeirrar ládeyðu áfram, sem nú er yfir íslenzkum innanlands- imálum. Flokkarnir vega salt á alþingi með þeim afleiðingum, að þar er enginn meirihluti til þess að mynda þingræðisstjórn, hvað þá heldur til þess að á- kveða stefnuna. En á bak við tjöldin eru að verki pólitískir spekúlantar og undirróðurs- imenn til þess að skara eld að sinni köku og skapa ringulreið, sem síðar gæti opnað þeim leið til einræðis og óskoraðs kúgun- valds yfir þjóðinni. Hvaða hugsandi íslendingur gæti óskað þess, að slíkt ástand héldi á- fram í hinu sjálfstæða lýðveldi, sem nú á að fara að stofna? Verkefni bíða lausnar á öll- um sviðum atvinnu- og félags- lífsins. Framleiðslutækin ganga úr sér og atvinnuskilyrðin minnka; og að sama skapi þreng ist sá grundvöllur, sem hægt væri að skapa félagsiegt öryggi ó fyrir alla eftir stríðið. En það er áreiðanlegt, að hinar vinn- andi stéttir landsins munu ekki sætta sig við neitt hungurlíf í hinu væntanlega lýðveldi. XJm allan hinn frjálsa og stríð andi heim er nú talað um nauð- syn stórkostlegra skipulagsbreyt inga í anda jafnaðarstefnunnar á sviði eignarréttarins og at- vinnulífsins til að afstýra því, að atvinnuleysi og öryggisleysi síðustu áratuga haldi innreíð sína aftur eftir stríðið. Slikar Jóhann Svelnsson frá Flðgu; Ritdómar og málvernd. EF maður tekur sér bók í hönd og les hana, hvort heldur sem um fræðirit eða skáldrit er að ræða, eru mál og stíll jafnan tvær hliðar ritsins, er auka eða rýra gildi þess. Skáldsaga getur t. d. verið ágæt að byggingu (composition), mannlýsingar í góðu lagi og rit- ið yfirleitt sæmilegur skáldskap ur, en stíl og máli verið mjög ábótavant. En heilsteypt getur ritið ekki orðið, nema allir þætt- ir þess séu gallalausir. Engin stoð í bygginguni má vera fúin, helzt ekki kvisthlaup. í fyrsta lagi veður stíll og mál að falla vel að efninu, geta túlkað eða tjáð það, sem höfundurinn vill vera láta. Auk þess verður að gera þá kröfu, að setningaskip- un og setningalag sé hvorki röng né útlend, ekki rangar beygingar, slettur, málleysur eða orðskrípi. Sumir höfundar, jafnvel ekki sízt öndvegishöfúndar vorir hafa nú um skeið lít'ið hirt um vandað málfar á bókum sínum, eða öllu heldur gera það að sjálfvild, því að svo virðist, að þeir séu sífellt að snuðra eftir ankannalegum orðum og orða- lagi eða. al-útlendum slettum. Allir íslenzkir rithöfundar eru skyldir að beygja sig fyrir lög- um íslenzk máls og hafa engin sérréttindi til að móta ófreskj- ur úr hinu „dýra feðra gulli!‘, og ef þeir á annað borð þykjast rita á íslenzka tungu, verða þeir að skrifa hreint íslenzkt mál, að svo miklu leyti, sem nokkurt tungumál getur hreint kallazt. Ef þeir geta ekki ritað á íslenzku, hafa þeir annað hvort ekki vald á málinu eða íslenzkan er ekki nothæft rit- mál, sem raunar hefir marg- sinnis verið afsannað. Rithöf- undar, ekki sízt þeir, sem í önd- vegi sitja, hafa mikla ábyrgð á að halda málinu hreinu og virðu legu. Unglingar og óþroskað fólk tekur gjarna eftir verstu málkækina, heldur enda, að það sé mætismál, þar er góðir höf- undar fjöllesinna bóka leyfi sér að taka svo til orða. Auk rithöf- undanna hafa útvarp, leikhús, prestastéttin, blöð, tímarit og auðvitað skólar skyldur af hendi að inna í þessu efni. Ég hefi þegar lítillega minnzt á rit- höfundana (þýðendurna tel ég með þeim, því að þeir eru skap- endur málsins eins og þeir, og ég fullyrði, að hjá útvarpi, leik- endum og prestastéttinni er máli stórlega ábótavant, að ég ekki tali nú um dagblöðin. Skólarn- ir yfirleitt, hygg ég, að ræki hlutverk sitt nokkurn veginn, en þeir eiga við marga illiæru að etja, og er örðugt að hamla á móti allri vitleysunni og bögu- mælunum, sem nemendurnir eru aldir upp við og sjá og heyra, svo að segja á liver;u strái, utan skólans, bæði i dag- blöðunum og á götunni. Fyrir nokkrum árum var svo komið, að mjög lítið var hirt um að vanda íslenzkt mál. Það var eins og mönnum væri far- ið að standa á sama, hvers kon- ar hrognamál var kastað í les- endurna, og sá þótti jafnvel mestur maður, sem gat slett, skellt í góm og látið al.lt fjúka, sem heimskum rranni gat í hug komið. Þarna var svo sem frum- leikinn, þaraa var snilldin þeir, sem reyndu að andæfa, voru sér vitrir nöldrunarseggir, sem voru að fá sér til orða nokkrar rang- ar bevgingar eða aðrar málviil- ur. Slíkt þótti ósköp auðvirði- legur sparðatíningur! Nú á allra síðustu árum hefir þetta lítil- lega breytzt. Skólarnir hafa nokkuð hert á kröfum í ís- lenzku, en þó munu þær auknu kröfur einkum hafa verið í þágu réttritunar og greinar- merkja, sem að vísu er gott út af fyrir sig, en þess verður þó að gæta, að slíkt er aðeins yzta hismið, en aldrei kjarni málsins. Einstakir menm hafa líka látið á sér heyra, að þörf væri að hamla á móti málspillingunni. En hvorugt þetta hefir veruleg áhrif, meðan vökumenn þjóð- aarinnar, svo sem kennendur í hinum æðri menntastofnunum og aðrir öðlingar í andans ríki, Láta ljós sitt undir mæliker og hafa ekki forgöngu um alls herj ar málvöndun og meðan þeir aðiljar, sem ég hefi fyrr nefnt og sérstaklega eiga að kappkosta fegrun og varðveizlu tigins máls, bregðast svo herfilega hlutverki sínu. Meðan þessu fer fram, er varla von, að nokkur verulegur áhugi vakni hjá al- menningi á því að vanda mál- far sitt í ræðu eða riti. Útvarps- kennslan í íslenzku, einkum þó svör við fyrirspumum, ætla ég, að vel sé til þess fallin að vekja almenning til hugsunar um byggingu og eðli málsins. Allt þetta, sem ég nú hefi lauslega drepið á, væri þörf að taka til rækilegrar íhugunar, og má vefa, að ég minnist á það síðar, er tími og tækifæri leyfa. Þeim, sem skrifa ritfregnir eða ritdóma um bækur, ber vita skuld að gagnrýna mál og stíl eigi síður en aðra þætti þeirra. Þeir, sem' láta það undir höfuð leggjast, vanrækja skyldu sína. Þeir eiga benda á sérkenni í máli og orðavali ekki síður en annað. Þeir eiga líka helzt að finna að því, sem að aðfinnslu vert er að þeirra dómi. Hættu- legust málinu er röng eða út- lend setninga- eða orðaskipan og rangar beygingar, því að slíkt beinlínis breytir eðli þess, og þá er komið inn að hjartarótum málsins. Ýmis merki þess sjást, að brjóstvit manna á réttu máli er að sljóvgast, iðulega farið rangt með rammíslenzkt orð- tæki, sagnir látnar stýra röng- um föllum o. s. frv. Þegar svo er komið, eigum við á hséttu, að hin sterka málbygging gliðni sundur og rofni með öllu. Slett- ur, skrílyrði (slang) og miður fögur mállýzkuorð eru ekki nándar nærri eins hættuleg, þótt slíkt sé ekki eftirsóknar- vert. Mállýzkuorð geta átt rétt á sér, ef þau erp góð og smekk- leg, og það er varhugavert að fordæma slíkt af þeirri ástæðu raddir hafa einnig borizt hing- að; og ýmsar bollaleggingar eru uppi um það, hvað hér þurfi að gera í þessu skyni. En það nægir ekki, að Þjóðviljinn og Tíminn játi með vörunum trú sína á úrræði jafnaðarstefnunnar, eins og þessi tvö blöð gera nú öðru- hvoru í ritstjórnargreinum sín- um, ef þau afneita henni í verki með stöðugu makki á bak við tjöldin við íhaldið í landinu; því að í bandalagi við það verður ekkert gert, sem þarf til að gera hið væntaníega lýðveldi að raun verulegu lýðræði, raunverulegu ríki fólksins, þar sem atvinna sé tryggð og öryggi fyrir alla. Til þess þarf að skapa vinstri mleirihluta á alþingi og vinstri stjórn í landinu á ný, eins og flokkur jafnaðarstefnunnar, Al- þýðuflokkurinn barðist fyrir strax eftir síðustu kosningar, og vel hefði mátt takast að mynda þá þegar, ef Kommúnistaflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hefðu haft vilja og skilning til. Og slíkan vinstri meirihluta á al þingi verður að skapa, slíka vinstri stjórn í landinu verður að mynda, ef hið íslenzka lýð- veldi á að geta lyft þeim efna- legu, félagslegu og stjórnarfars- legu viðfengsefnum, sem bíða þess. einni saman, að þau finnast ekki nema á takmórkuðu svæði. Hins vegar geta þau auðvitað verið óhæf. Eg rak mig t. d á afleitt orð í Hornstrendingabók og í grein í Alþýðublaðinu eftir próf. Guðmund G. Hagalín, en það var orðið fijglingur. Fygl- ingur ætti ætti eftir myndun þess að merkja fugl, helzt fugls unga, en þýðir sigmaður. Þetta er orðið til við afbökun úr jygl- ingarmaður í fornu máli, en jygling hét fuglaveiði. Á síðastliðnu hausti skrifaði ég ritfregn um Barðstrendinga- bók fyrir tímaritið Eimreiðina. Minnist ég þar nokkrum orðum á málfar bókarinnar og nefndi nbkkur dæmi * rangs máls og þess, er mér þótti miður fara. Einnig nefndi ég nokkur dæmi, er ég hugði 'sérstæð vera fyrir Vestfjörðu eða Vestfirðingafjórð ung. Próf. Guðmundur G. Haga- llín hefir gert mér þann heiður að leggja út af nokkrum línum í ritfregn minni með næstum heillar síðu grein í Alþýðublað- inu, 23. jan. s. 1. Ég hefi haft öðru skyldara að sinna en þakka próf. Hagalíni fyrir mig, en þó vil ég ekki með öllu láta það undir höfuð leggjast að ræða við svo mætan mann. Má og vera, að sumt verði skýrra en áður, ef við ræðum málið af fullri hreinskilni, og annar hvor eða báðir komist að réttari nið- Auglýsingar, sem hirtast eiga i Alþýðublaðiim, verða að vera komnar til Anglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldL Simi 706. urstöðu en ella. Helzt virðist það vera til- gangurinn í grein próf. Haga- líns að dæmi þau, er ég nefndi úr Barðstrendingabók, finnist 1 ritmáli og talmáli,_ án þess þó að hann beinlínis fullyrði, að ég fari með staðlausa stafi. Enn- fremur leggur 'hann ríka á- herzlu á að firra Vestfjörðu þvl ámæli, að dæmin séu sérstak- lega vestfirzk. Vitanlega rask- ar það ekki réttmæti ummæla. minna, hvort sams konar dæmi. finnast í rit- eða talmáli, enda vissi ég mæta vel, að flest at- riðin voru ekki eins dæmi. Rangt mál finnst bæði í ræðu og riti. Sum dæmanna hugði ég eink- um vera vestfirzka málvenju, Frh. á 6: síðu. TÍMINN birti á laugardag- inn ritstjórnargrein um hið nýja lýðræði, sem muni táka við eftir stríðið af því gamla. Þar segir meðal annars: „Árið 1940 skiptu Bandaríkin um sendiherra í Bretlandi. Þegar hinn heimkvaddi sendiherra, Kennedy, kom til Bandaríkjanna, átti hann tal við blaðamenn. Kennedy var kunnur að því að vera hvorki Þjóðverjavinur eða nazistavinur. Það vakti því ekki litla athygli, þegar hann hafði það fyrst og fremst að segja blaða- mönnunum, að lýðræðið hefði runnið sitt skeið á enda í Bret- landi og myndi ekki eiga aftur- kvæmt þar. Þeir voru ýmsir, sem tóku þessi ummæli illa upp, og töldu þau merki þess, að Kennedy væri orð- inn nazisti. En margir frjálslyndir blaðamenn Breta tóku þá máli Kennedys. Þeir sögðu: Kennedy gengur ekkert illt til með þessum ummælum sínurn. Hanin vill að- eins segja löndum sínum það, sem hann álítur satt. Prá sjónarmiði mikils auðkýfings, eins og Kenn- edys, er lýðræðið að miklu leyti fólgið í því, að það veitir auðkýf- ingnium frjálsræði til að verða enn ríkari og takmarkar starfsvið ríkisvaldsins einkum við það að vernda þetta frjálsræði hans. Vandræði millistríðsáranna og þó mest styrjöldin sjálf, hafa opnað augu brezkrar alþýðu fyrir því, að einmitt þessi þáttur lýðræðis- iins er frumorsök ógæfunnar. Þangað má rekja skipulagsleysið í fjármálum og viðskiptum, er skóp himar miklu kreppur og atvinnu- leysi, hina hróplegu misskiptingu auðsins og hinar illvígu stéttar- styrjaldir. Það er rétt hjá Kennedy, að þetta lýðræði hefir hlotið dauðadóm sinn í Bretlandi og það verður aldrei horfið til þess aftur. Hins vegar fer því fjarri, að Bretar hafi sagt skilið við lýðræðið. Þeir munu þvert á móti endurbæta lýðræðið. Hér eftir verður hófleg jöfnun auða- ins talin engu þýðingarminni undirstaða lýðræðísins en jafn kosningaréttur. Hér eftir verður , það ekki aðalhlutvei’k ríkisvalds- ins að verna eignarétt og athafna- frelsi auðkýfingsins, heldur a8 vaka yfir velferð allra þegna sinna og tryggja þeim hæfilegt afkomuöryggi og möguleika til bjargálna. í Englandi mun nýtt lýðræði halda innreið sína í stríðslokin. Lýðræði hinnar frjálsu sam- keppni er hrunið. Lýðræði og auð kýfingar geta ekki farið saman, þegar til lengdar lætur. Ekkerfc nema fasismimn getur bjargað auðkýfingastéttinni frá hruni, eins og líka sýndi sig víða fyrir styrj- öldina. Eftir styrjöldina verður ekki um nema þrjá vegi að velja, fasismann, kommúnismann eða hið nýja lýðræði, sem leggur engu minni áherzlu á efnalegt jafnrétti en jafnan kosiningarétt. Hið efnalega jafnrétti eitt getur skapað þá ábyrgðartilfiriningu, sem* er gri.mdvöllur heilbrigðs þjóðfélags. Hér á íslandi verður um þesa- ar þrjár leiðir að velja eins og annars staðar í heiminum. Ef fas- isminn eða kommúnisminn eiga dkki að sigra, verða allir uip- bótamenn landsins að fylkja sér í eina miðfyikingu, er tryggi sigur hins nýja lýðræðis." Þannig farast Tímanum orð á laugardaginn — og það vant- ar ekki, að róttækt er talað. En hvernig ætlar Tíminn að sam- ríma slíkan boðskap þeirri yfir- lýsingu, sem alltaf annan dag- inn má lesa í honum — að Framsóknarflokkurinn sé mið- flokkur, jafnreiðubúinn til þess að leita samstarfs til hægri og vinstri? Heldur hann máske, að hið nýja lýðræði verði að veru Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.