Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1944, Blaðsíða 5
Þriðjndagur 18. april 1944. Útlit bæjarins batnar — Um götumar og Arnarhólstún — Glerskýli á Lækjartorgi — Er hægt að breyta stjórn- arráðsblettinum — Hvar er reyktan fisk að fá? Yfirmenn hers og flota Bandaríkjanna. Á mynd þessari sjást þeir Ernest J. King, aðmíráll, yfirmaSur ameríska flotans, Warren H. Atherton, formaður félagsskaparins American Legion og George C. Marshall, herShöfðingi, yfirmaður ameríska hersins (talið frá vinstri til hægri). Myndin var tekin í veizlu, sem American Legion efndi til. Síðari greins rnir bak við Hitler. BÆRINN er heldur að batna og lítur nú begar betur út en hann hefir gert í 3 ár. Hitaveitu- skurðirnir eru aS hverfa að mestu og moldarbingimir, en þó að þetta bæti útlit bæjarins og greiði fyrir umferðinni þá er óralangt frá því að þetta sé orðið viðunandi. Ákaf- Iega víða eru þverskurðir í göt- únum og djúpar holur, sem hvort tveggja þarf að laga hið allra bráð- asta. FYRIRSPURN um viðgerð gatna í bænum var gerð til borgarstjóra á síðasta bæjarstjórnarfundi og svaraði borgarstjóri þannig að bæj- arverkfræðingur væri með plan um það hvaða götur skyldu teknar og myndi verða unnið að þessum málum í sumar. Ég vænti þess að þetta verði gert, því að ástand gatnanna hefir verið hræðilegt. EN ÞAÐ er fleira, sem er slæmt í þessum bæ en göturnar einar. Stór hluti af Arnarhólstúni er eyði lagður. Undanfarin tvö vor hefir verið unnið kappsamlega að því að prýða Amarhólstún. Þar voru til dæmis í fyrravor sett tré. Trén hafa ekki verið eyðilögð, að minnsta kosti ekki til muna, en túnið sjálft skemmdist mjög mik- ið í vetur, þegar hitaveituskurður- inn lá meðfram því niður Hverfis- götuna. NÚ ÞARF AÐ laga þetta hið bráðasta og svo verður að gæta þessa staðar okkar sem bezt í sum- ar og efast ég ekki um að maður- inn, sem þar er vörður, muni gera allt sem í hans valdi stendur, því að ég þekki samviskusemi hans og árvekni. ÞÁ ER LÆKJARTORG. Þegar hinn svokallaði skóburstaraskúr var settur á torgið í fyrra mót- mælti ég því og hótaði stríði, eldi og brennisteini. En þeir hræddust ekki hótanir mínar og settu skúr- inn á torgið. Um sama leyti lagði ég til að klukkufjandinn yrði tek- inn burtu og klukka sett einhvers- staðar annars staðar, til dæmis ,á hús Útvegsbanka tslands. Og finnst mér satt að segja, að þessi dásam- legi banki ætrti að setja klukku á húsið sitt, að Lækjartorgi, á sinn kostnað. EN KLUKKUTURNINN er þarna enn. Ég vil enin láta taka hvort tveggja burtu og ég veit að yfir- gnæfandi meiri hluti bæjarbúa er þess albúinn að taka þátt í bylt- ingu, sem ég kæmi af stað, ef þessu verður ekki sinnt. Skóburstaraskúr inm er forsmán og klukkuturminn er forsmán. Og ef bæjarráðið rek- ur ekki hvort tveggja í burtu fyr- ir sumarið, þá segi ég: Niður með það — kannske. Og ég’ veit að bæjarbúar taka undir það af heil- um hug. EN NÚ er mér sagt að til mála hafi komið að setja upp skýli á Lækjartorg fyrir fólk, sem bíður eflir strætisvögnum. Mér er ákaf- lega illa við hrófatildur á Lækjar- torgi yfirleitt, en vel má þó vera að hér sé um svo mikið nauðsynja- mál að ræða a.ð ekki dugi að vera á móti því, og þó viðurkenni ég aldrei þá kenningu að allt nauð- synlegt sé fallegt. GÆTI ÞETTA skýli ekki verið að mestu úr gleri, ef það þarf nauð synlega að koma þanna? Ef það væri haft úr gleri þá gæti fólk betur fylgst með komu vagnanna og það yrði miklu fallegra. Er óhugsandi að flytja girðinguna Lækjartorgsmegin við stjórnarráð- ið innar á blettinn og koma gler- skýli þar fyrir? Ég spyr af því að mér líkar ekki skýlið á Lækjar- torgi. Það má vel vera að of þröngt verði um Hannes Hafstein og kóng- inn, ef þetta yrði gert, því að ekki dugar að láta þá standa alveg við skýlið, eða við götubrúnina. En þetta vil ég láta athuga. OG SVO spyr húsmóðir mig að því, hvernig í dauðanum standi á þv£ að aldrei sé hægt að fá reykt- an fisk í fiskbúðunum. Hún heimt ar reyktan fisk og ég hlýt að vera henni alveg sammála, því að þeg- ar hún segir þetta, þá minnist ég þess, að ég hef ekki séð reyktan fisk í háa herrans tíð. HVENÆR sem hrun hefir ægt I Junkurunum, hafa þeir bjarg I að sér með opinberum sjóðum. Árið 1931 lagði Bruningstjórn- in til dæmis fram stórfé til styrktar stórj arðei ^ í Prússlandi. Ráðstöfun fjár þessa vakti almennt hneyksli árið 1932. Ríkisþingið fékk ó- yggjandi sannanir fyrir hinni hneykslanlegu ráðstöfun fjár- ins, og Kurt von Schleicher, hershöfðingi, sem sjáKur var Junkari, en um þær mundir kanslari Þýzkalands, hafði í ógnunum um að birta skilríki máls þessa opinberlega. Junk- urunum brá í brún meira en lítið og grátbáðu von Hinden- iburg forseta þess að víkja von Schleicher úr valdasessi, þar eð hann hefði gerzt svik- ari við þá, en láta Hitler koma í hans stað. — Von Hinderiburg hafði fengið ættaróðal sitt að Neudeck í Austur-Prússlandi að gjöf frá ríkinu. Hann vék von Schleicher frá og gaf þá bendingu, er leiddi til valda- töku Hitlers. Heimsstyrjöldin fyrri hafði í engu breytt viðhorfunum í Þýzkalandi, enda þótt 160. grein Versalasamningsins hljóð aði á þá lund, að herforingja- ráðið þýzka, og állir hliðstæðir félagsskapir, skyldi lagt niður og ekki endurstofnað í nokkurri mynd. Herforingjaráðið virti þetta ákvæði algerlega að vettugi. Það hélt áfram störf- um sínum eins og ekkert hefði í skorizt, enda þótt meðlimir þess bæru borgaraleg klæði fyrst um sinn. Skjöl þess og uppdrættir voru vendilega fald- ir. — Og 'herforingjaráðið vann kappsamlegar en nokkru sinni fyrr að því að undirbúa næstu styrjöld. Hans von Seeckt hófst svo að segja strax handa um það að endurskipuleggja herinn. Hann hafði verið takmarkaður við hundrað þúsundir manna. Fyrst af öllu var stofnaður liðsfor- ingjaskóli, þar sem liðsforingj- ar Þjóðverja í styrjöld þeirri, sem nú er háð, Mutu menntun sína. Þessir menn sköpuðu svo nýja stríðsvél með nýjum út- búnaði og nýju skipulagi. Leyni félagsskapur, er nefndist Svarta ríkisvarnarliðið og von Bock vejitti forusjtu, var stofnaðíur. Hlutverk þess var að hindra starf eftirlitsnefndar banda- manna, safna hergögnum, verja leynisjóðum þannig, að þeir kæmu að sem beztum notum fyrir herinn, og reka víðtækar njósnir. Herforingjaráðið annaðist það, að liðsforingjum í heims- styrjöldinni fyrri yrði séður farborði. Þegar ég heimsótti hin ýmsu iðnfyrirtæki Þýzka- lands á árunum eftir heims- styrjöldina, hitti ég þar fyrir fjölmarga kafbátaforingja og liðsforingja, er störfuðu þar sem eftirlitsmenn, slökkviliðs- stjórar verksmiðjanna og að öðrum áþekkum störfum Von Seeckt gerði leynisamn- ing er heimilaði það, að þýzkar hersveitir hlytu þjálfun sína austur á Rússlandi. Flugskóli var stofnaður skammt frá Moskvu. Einnig voru skrið- drekasveitir og stórskotaliðs- sveitir æfðar þar austur frá. Eftirlitsnefnd bandamanna sást hrapallega yfir það að glöggva sig á þeirri staðreynd, hversu Rússland hafði skyndilega gerzt „hreásingarstaður“ fyrir þýzka hershöfðingja. Herforingjaráðið þýzka þurfti brátt á manni sem Hitler að halda. Mikill hluti þýzku þjóð- arinnar var greinilega fylgj- andi friði. En þegar að því kom að hefja hinn mikla vígbúnað, varð gervöll þjóðin að láta þá iðju örugglega til sín taka. Nazistarnir voru aðeins einn hinna mörgu flokka, sem að- hylltust öfgafulla þjóðernis- stefnu, og herforingjaráðið veitti margvíslegt brautargengi á árunum um og eftir 1920. Það hefir verið mikið úr því gert, að nazistarnir hafi keppt um völdin við herinn. En sann- leikurinn var sá, að þessir að- ilar efndu til náins bandalags með sé. — Hitler 'hóf starfs- feril sinn í Þýzkálandi sem launaður njósnari hersins, og allt frá öndverðu viðurkenndi hann yfirráð og forustu hers- ins. í ræðu, er 'hann hélt að Númberg árið 1935 komst hann að orði eitthvað á þessa lund: — Foringjar munu koma, og foringjar munu hverfa, en Þýzkáland mun halda áfram að vera til. Herinn hlýtur að varðveita mátt þann, sem Þýzkalandi er gefinn, og gæta hans. Hitler het'ði aldrei komizt til valda án fulltingis herforingja- ráðsins, og honum mun þá fyrst verða steypt af stóli, þegar herforingjaráðinu býður þannig við að horfa. Það er lít- ill vafi á því, að til þess muni draga fyrr en síðar, en þar með er engan veginn fullur sigur hinna sameinuðu þjóða feng- inn. Fullur sigur er ekki feng- inn fyrr en herforingjaráðið þýzka hefir verið gert gersam- lega áhrifalaust. Þess ber að gæta, að menn þessir sjá og skilja ekkert ann- að en stríð. Engin menntun get- ur breytt hinum prússneslia hugsunarhætti. Þeir munu láta smíða vopn, meðan þeir hafa stál handa milli. Við skulum ekki gleyma því, að menn þessir eru slungnir £ því að bjarga sjálfum sér. Allt frá því árið 1937 hefir herfor- ingjaráðið þýzka rekið mark- vissan áróður í því skyni að skapa hernum almennar vin- sældir. Jafnframt 'hefir það lagt sig fram um það að rjúfa sem flest tengsl sín við naz- istaflokkinn. Það er þess al- búið að varpa ,,stríðssökinni“ á Hitler. Það gerir sér allt far um það að undirbúa jarð'æ^- fyrir það, að friður verði sam- inn, sem tryggi það, að prúss- neska stefnan verði ekki þurrk- uð burt úr vitund þjóðarinnar, Og þessum mönnum hefir vissulega orðið vel ágengt í þessari viðleitni sinni. Við for- dæmum nazistana, en viljum unna þýzka hernum sannmæl- .is. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að allar kvikmyndir, frásögur og bækur Vestur- heimsmanna, er fjalla urn Þýzka land, lýsa Gestapo-mö^^^num og fylkisstjórum Þjóðverja í hernumdu löndunum sem hin- um mestu varmennum. Hins vegar er þýzku hermönnunum iðulega lýst sem prúðmenmm og meira segja gefið í skyn, að þeir muni hafa takmarkaða velþóknun á nazistunum. Ef sú verður eigi raunin, að við sjáum gegnum þennan á- róður og gerum' okkur grein fyrir því, að herforingjaráðið þýzka er ábyrgt fyrir hinni þýzku árásarstefnu, væri það sízt fjarri sanni að spá því að vænta megi þriðju heimsstyrj- aldarinnar eftir tuttugu eða þrjátíu ár. Hannes á horninu. Bifreiðaskatfur, skoðunargjald af bifreiðum og vátryggingariðgjöld bifreiðastjóra fyrir tímabilið 1. júlí 1943 til 31. marz 1944 féllu í gjalddaga 1. apríl s. 1. Þar til bifreiða- skoðun hefst í byrjun næsta mánaðar er gjöldum þessum veitt viðfaka hér á skrifstofunni í Hafnar- stræti 5 og er skorað á alla hlutaðeigendur að greiða gjöld þessi hingað fyrir þann tíma til þess að skoðun geti gengið greiðara og til þess að ekki þurfi til þess að koma, að bifreiðar verði stöðvaðar vegna t vanskila á vátryggingariðgjöldum bifreiðastjóra. ToHstfórinn I Reykjavík, 15. apríi 1944

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.