Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 2
MJTWIgmMB 78 lýðveldislof- söngvar bárusl hátíðanefndinni Ðómur í næslu víku ÞAÐ er sagt að íslending- ar séu mikil skáld og það er víst óhætt að trúa því. Það lítur líka svo út, sem skáldskaparíþróttin fari ekki minkandi. f fyrradag um hádegi var útrunninn frestur sá sem þjóð hátíðarnefndin gaf til að skila hátíðaljóðum af tilefni stofnunar lýðveldisins og höfðu þá 78 hátíðaljóð borist nefndinni. Nefndin hefir því ærið starf með höndum að vega og meta hin mörgu ljóð- og mun hún kveða upp dóm sinn í næstu viku. Ef eitthvað kvæðanna hlýt' ur verðlaunin mun það verða ] birt og efnt til samkeppni j meðal tónskáldanna lun að j yrkja lag við það. j | Fyrsta islenzka Aperellan fnim- sýnd i þriSjudag —■——*——— ; y Táknræn útsýn yfir vakningu þjóðarinnar á liðnum tíma FRUMSÝNING á fyrstu íslenzku óperunni, „í álögum" eftir þá Dagfinn Sveinbjörnsson og Sigurð Þórðarson verður næskomandi þrðjudagskvöld. Það er Tónlistarfélag Reykjavíkur sem gengst fyrir flutningi óperettunnar til á- góða fyrir Tónlistarhöllina. Hálfdán Eiríksson fram- kvæmdastjóri sýninganna ! kvaddi blaðamenn á fund sinn f í gær til að ræða við þá um ó- perettuna og sýningu hennar. Hann sagði, að óperettuna yrði að telja árangur af starfi Tónlistarfélagsins og ætti því vel við að hún væri flutt til á- góða fyrir Tónlistarhöllina. Ræddi hann síðan um fyrir- komulag sýninganna og gat þess að alls störfuðu um 50 manns við sýningarnar, 32 á leiksviði og 18 í hljómsveitinni. Kostnað- ur við uppfærslu óperettunnar hefir verið mikill og hafa að- göngumiðar að frumsýningunni, en þeir eru nú allir uppseldir, verið seldir á 50—60 krónur, en boðið hefir verið í þá 80—100 Nýr barnalærdómur eflir séra Jakeb Jónsson, kemur bráðiega „Vegurinn", prýtt fjölda tréskurðarmynda frá 15. öld Samtal við höfundinn f NNAN skamms kemur út '*■ nýr barnalærdómur, nýtt „kver“, sem heitir „Vegur- inn“ og er samin af séra Ja- kob Jónssyni. Er þetta nýja kvér prýtt fjölda tréskurða- mynda frá 15. öld. Alþýðublaðið sneri sér í gær fil séra Jakobs og spurði hann um þessa nýju bók hans og sagði hann meðal annars: „Undirbúningurinn undir samningu þessarar litlu bókar hefir tekið rúmlega 12 ár. Þá byrjaði ég á þeim tilraunum, sem urðu fyrsti aðdragandinn að því, að mér kom til hugar að semja kennslubók í kristnum fræðum. Hvort tilraun mín hefir tekizt, er auðvitað ómögu- legt að segja um fyrr en búið er að reyna bókína við kennslu. Ef hún reynist ekki nothæf, nær það auðvitað ekki lengra. En ég hefi samt gert hana þannig úr garði, að það má við- hafa þrjár eða jafnvel fjórar mismunandi aðferðir við kennsl una. Sjálfur hefi ég myndað mér kennsluaðferð, sem ég mundi mæla með, að aðrir prestar reyndu. En þeir, sem einhverra hluta vegna kæra sig ekki um að leggja útá nýj- ar brautir í því efni, eiga samt að geta haft bókarinnar not, á venjulegan hátt.“ — Hvað segið þér almennt um kristi ndómsfræðsluna ? ,,I gu ðfrseð i dpildlnni vorum við vandir á að nota Nýja-testa- menntið aðallega við kennsl- una. Það hefir þajpn kost, að börnin kynnast Ríblíunni millir liðalaust. Ekkert kver og eng- ar styttar BiblíUfiögur mega skyggja á ritninguna sjálfa eða gera hana óverulega og fjar- læga í augum bamanna. En ég var alltaf í vandræðum með það, hvaða bók skyldi nota með Nýja-testamerintinu. Ekkert af, þeim kverum, sem til var, hafði verið samið beinlínis með slíka kennsluaðferð fyrir augum. Börnin hafa gaman af því að geta fundið sjálf ritningarstað- ina, og í því að leita þá uppi, er fólgið ágætt starf, sem vekur hugsun og glæðir áhugann. í hinum eldri námsbókum var ekki gert ráð fyrir neinu slíku. Annars höfðu gömlu kverin margt til síns ágætis, og ég held, að þau hafi aðallega orðío óvinsæl vegna þess, hvernig þau voru notuð. Kennslan var víða þurr og ólífræn, og látið við það lenda, að bókin væri lærð utan að spjaldanna á milli. Menn skildu það heldur ekki um eitt skeið, að bæfilega mikill utanaðiærdómur er gagn legur og óhjákvæmilegur, ef hann er í tengslum við lífrænt efni og lifandi tilfinningu. Sá, sem kann utan að nokkuð af fögrum ritningargreinum, bæn- um og sálmversum eða festir vel í minni sínu þekkingarat- riði kristindómsins, á þar fjár- sjóð, sem alltaf er handbær, þegar þörfin kallar að. Það er því jafn-rangt að útiloka utan- aðlærdóm eins og að láta lenda við hann einan, og miða allt við hann, enda er gáfnafar bamanna harla misjafnt. En sé það nauðsynlegt að glæða minni þeirra, þá er engu síður þýðingarmikið að hvetja þau til íhugunar og umhugsunar. Þá finnst mér líka, að mikið vanti í kennsluna, ef börnin fá ekki að vinna að einhverju leyti sjálfstætt. Það var þessi skoðun mín, sem olli því, að ég fór að mynda mér mína eigin kennsluaðferð.“ — Fermingarundirbúningur- inn? „Þegar Sigurðar Thorlacius, séra Sigurður Einarsson o. fl., fóru að skrifa um nýskólahug- myndir, vinnuskóla og frjálsar Frh. á 7. tóSa krónur. Verð aðgÖngumiða á nasstu sýningar verður 20—30 krónur. Þessi fyrsta íslenzka óperetta er í fjórum þáttum, 7 sýningum Hefir Dagfinnur Sveinbjörns- son samið textann, en Sigurður Þórðarson tónskáld lögin. Um óperettuleikinn segir svo í leikskránni: „Óperettuleikur sá, sem hér er fluttur, á sér langa sögu í huga höfundarins og.tilfinninga- lífi. Hann varð ungur mjög snort inn af endurreisnarstarfi og þjóð vakningu Fjölnismanna, og staf ar uppistaðan í óperettunni frá þeim áhrifum. Má telja, að leik- ur þessi sé eins konar symbolsk útsýn yfir það tímabil í sögu þjóðarinnar, er hún tekur að vakna til sjálfsvitundar og heimta sjálfstæði. Söguþráður leiksins er slunginn þjóðsögum og þjóðtrú. Ljóðin eru flest gerð af Dagfinni sjálfum, enn upp í textann eru þó teknar gamlar þjóðvísur ef-tir ókunna höfunda og nokkur erindi eftir Sigurð Pétursson, sem mun mega telj- ast einn fyrsti leikritahöfundur íslenzkur. Að öðru leyti mun leikurinn gera grein fyrir sér sjálfur.“ Leikstjóri er Haraldur Björns son, söngstjóri er Dr. Victor Urbantschitsch. Hlutverkin erú þessi: Magnús lögmaður í Dal: Pétur Jónsson. Guðrún kona hans: Anna Guðmundsdóttir. Rannveig dóttir þeirra, Sigrún Magnúsdóttir. Sigríður vin- kona, Rannveigar: Huldá Örn- ólísdóttir, Sólveig, önnur vin- kona hennar: Finnbjörg Örnólfs- dóttir, Skúli, ungur menntamað ur: Bjarni Bjarnason. Jpn stú- dent: Ævar R. Kvaran. Vala: ; Nína Sveinsdóttir. Ari, umiboðs maður dönsku einkounarverzl- unarinnar: Valdimar Helgason. Jón hómópati: Lárus Ingólfsson. Fylgdarmenn Ara: Robert Arn- finnsson og Baldvin Halldórs- son. Álfakóngur: Haraldur Björnsson, Álfkona, dóttir hans: Svava Einarsdóttir. Kontinus stallari konungs: Lárus Hans- son. Kaupmaður í álfahöllinni: Klemenz Jónsson. Auk þess koma fram: hirðfólk, söngvarar dansarar og þjónar við álfa- hirðina. Það þarf ekki að efa að þessi fyrsta íslenzka óperetta hefir iþegar vakið óskipta forvitni og mun hún verða lengi sýnd við mikla aðsókn. Glímufélagið ármann vann viavangshlaupið Og þar með verðlaunagripinn til fullrar eignar LÍMUFÉLAGIÐ „Ármann“ vann viðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta — og þar með verðlaungripinn, Egilsflösk una, til fullrar eignar, hafði fé- lagið unnið víðavangshlaupið þrisvar í röð. Sveit Ármanns hlaut 7 stig, rax. á 7 . sfíSu Laugardagur 22. aprfl l&M.. :v ' ii* ;s.-iv V >;' : . -í ! Um 80 þúsundir króna söfn uðusl á barnadaginn Þa® er miklu meira en í fyrra og gsö er enn nokkuö ókomiö inn REYKVÍKINGAR fylktu sér um Barnavinafélagið Sum argjöf á sumardaginn fyrsta. Geysilegur mannf jöldi var á göt um bæjarins þann dag, þrátt fyrir rigningarsudda og skrúð- göngur barnanna voru mjög fjölmennar.. . Aðgöngumiðamir að öllum skemmtunum dagsins seldust upp á svipstundu, svo að alls staðar var húsfyllir og kom ust færri að en vildu. Árangurinn af starfseminni þennan dag fyrir Sumargjöfina varð og eftir þessu. Miklu meira fé safnaðizt en nokkru sinni áð- ur. En er'ekki búið að gera allt upp, en vitað er af fjórum lið- um starfseminnar hafa fengizt inn um 80 þúsundir króna, 1 stað 57 þúsund'a í fyrra. Munu þó ekki öll kurl komin til grafar í gær, blómaverzlanir ákváðu að gefa Sumargjöf ágóðan af verzlun sinni á Barnadaginn og í gær voru Sumargjöf allt af að berast sumargjafir. Gert er ráð fyrir að Sumargjöf eignist vegna þessara hátíðarhalda um 100 þúsund. króna. ísak Jónsson formaður Sum argjafar sagði við Alþýðublaðið í gærkvöldi: „Þetta er dásám- lega góður árangur. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur. Þessi ágæti árangur er okkur sem störfum fyrir börnin ákaf- lega mikil hvatning til að leggja okkur öll fram. Við lítum líka á þetta sem traustyfirlýsingu til Sumargjafar. Sltíffafélag Reykjavíkar ráðgerir að fara skjðaíör upp á Hellisheiði og þá líka göngu á Hengil næstkomandi sumnudags- morgun. Lagt af stað kl. 9 frá Austurvelli. Farmiðar seldir fé- lagsmönum hjá L. H. Múller til kl. 4 í dag, en utanfélagsmönmum kl. 4—6 ef afgangs verður. Vísllalan 266 sttg 1 st. Siærrl en S irsiarz fT ÍSITALA framfærslu- " kostnaðar í aprílmán- uði hefir nú verið reiknað út. Reyndist hún 266 stig, eða einu stigi hærri en í mánuðin um næst á undan. í febrúar- mánuði var vísitalan 262 stig. í næsta mánuði er búizt við að vísitalan hækki allveru lega vegna verðhækkunarimi ar á smjörinu. En það er ný- hætt að borga niður smjör- verðið með greiðslum i\r rík- issjóði, eins og kUnnugt er. Má sennilega búast við, að vísitalan fari þá að nálgast það hámark, sem hún hefir áður komizt í. 87 smálesla vél- bátur hlaðinn, vör um, strandar og sekur ; ,v;í ú;-;.Ý:Vý!Í, „Raín" í þjónusiu skipaúfgérðar ríkisins ITÉLBÁTURINN „Rafn“, 87 * smálestir að stærð, ,i þjón- ustu skipaútgerðar ríkisins, strandaði í gær 'hlaðinn vörum framh. á 6. síðú. Þingg Slysavarnafélagsins lauk; á mánudag Andvígt því aö félagið láti björgnnarskipiö „Sæbjörgaa" af hendi LANDSÞINGI Slysavamar- félags íslands var slitið á miðVikudag en um kvöldið héldu þingfulltrúamir samsæti í kaupþingssalnum. Kosning á stjórn Slysavarna ' félagsins fór fram síðasta dag þingsiríS. í stjórnina voru kosnir 7 menn, er skipa framkvæmda- ráð, og fjórir fyrir landsfjórung ana. í framkvæmdaráði eiga saeti: Guðbjartur Ólafssop hafnsögu- maður, forseti, Árni Árnason kaupmaður, féhirðir, og með- stjórnendur: frú Guðrún Jónas- son bæjarf.tr., frú Rannveig Vig fúsdóttir úr Hafnarfirði, Sigur- jón Á. Ólafsson fyrrv. alþingis- maður, Friðrik Halldórsson loft skeytamaður og Ólafur Þórðar- son skipstjóri úr Hafnarfirði. Tveir síðastnefndu mennirnir voru kosnir í stað þeirra. Haf- steins Bergþórssonar útgerðar- inanns og Sigurjóns Jónssonar læknis, sem báðust undan endur kosningu. Fyrir landsfjórðungana voru kosnir: Gísli Sveinssón sýslum. f yrir Sunnlendingafj órðung, Finnur Jónsson alþm. fyrir Vest firðngafjórðung, Þorvaldur Frið finnsson frá Ólafsfirði fyrir Norðlendingafjórðung og Óskar \ Hólm frá Seyðisfirði fyrir Aust- f irðingafj ór ðung. Ýmsar merkar samþykktir voru gerðar í öryggis- og slysa- varnarmálum. Þar á meðal var þessi samþýkkt gerð um björg- unarskipið „Sæbjörgu“: „Ann- að landsþin^ Slysavarnarfélags íslands mótmælir því að björgun arskipið Sæbjörg sé boðið ríkis- sjóði til sölu eða gjafa. Hins veg- ar er þinginu vel ljóst, að Slysa, varnafélaginu er það fjárhags- lega ofvaxið* að standast straum af öllum kostnaði við rekstur skipsins, og felur því stjórn fé~ lagsins að fara þess á leit við al- þingi og ríkisstjórn að fjárhagur Slysavarnafélagsins verði í fram tíðinni tryggður, svo að ekki þurfi að draga úr björgunarstarf seminni af þeim ástæðum.“ Þá voru gerðar samþykktir • • ■>., Cttt. á T «S0n. ...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.