Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 4
 AITV-ÐUBLAÐIÐ ttmrn t ammtmmmmtmmmmmmmmmmam* Laugardagur 22. apríl Pétar Sigarðsson; Vislndin og andinn. mtstjórt: Steíán Pétursson. j SSmar ritstjórnar: 4901 og 4902. 1 Rltstjórn og aígreiðsla í Al- Jíýðuhúsinu við Hverfisgötu. Öigefandi: /UþýSuflokkurinn. ifmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð 1 iausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.t lað, sem mjólfeor- oejrtendur ero Iðtn- Ir feorga. SÍÐAN nokkrir Framsókn- ar- og Sj álfstæðisílok ks- menn tóku stjórn mjólkur- skipulagsins í sínar hendur með ólögum og oíbeldi hefur þeim tekist að láta mjólkurneytend- ur greiða svo að segja allan þann kostnað, sem þeir kæra sig um og þeim dettur í hug. Kemur þar margt ótrúlegt til greina og er sennilega ekki allt komið í ljós, sem þar fer fram, að tjaldabaki. Eins og blaðið Tíminn hefir skýrt frá, og getið var um hér í blaðinu, hefir samkomulag 6 manna nefndarinnar nú verið framkvæmt þannig, að bænd- ur eru greiddar kr. 1,32 fyrir mjólkurlíterinn, en ekki 1,23, Maður skyldi svo ætla, að af þeirri upphæð legðu bændur fram til byggingar hinnar nýju mjólkurstöðvar, því svo mikið hefir verið um það rætt, að þeir ættu hana með húð og hári og kreistu greiðslurnar til hennar undan sínum „blóðugu nöglum“ eins og „bændavin- irnir“ hafa konaizt að orði. «En það er ekki aldeilis því að heilsa. Framleiðendur fá þessar greiðslur án nokkurs frádrags vegna byggingar- kostnaðar. Það eru mjólkur- kaupendurnir sem verða að bæta því smáræði á sig og ekki var látið nægja með minni upphæð en 13 og Vs úr eyri á hvern mjólkurlíter, seldan í Reykjavík og Hafnarfirði, s. 1. ár. Og þar sem mjólkin hefir ekki enn lækkað í verði og ef hún gerir það ekki á þessu ári, má búast við sömu, upphgeð aftur í ár. Síðan eru neytendur látnir greiða stjórnarkostnaðinn og þó tilnefna framleiðendur sjaltir stjórnarmeðlimina, eða þeir til nefna sjálfa sig, um það eru engar opinberar reglur, svo vitað sé. Á þessu hálfa ári sem þessi sjálfkjörna stjórn heíir starfað, hefir hún látið neyt- endur greiða sér rúmar 21 þúsund krónur. Dýr mundi Hafliði allur. Dýr verður stjórn in allt árið. Síðan kemur kostn- aður við Mjólkursölunefnd, 16 þúsund krónur. Og allt borga mjólkurkaupendur. Þá er til félagsskapur hér í nágrenninu er heitir Mjólkursamlag Kjalar nesþings og samanstendur af framleiðendum. Félagsmenn greiða nú ekki lengur kostnað- inn við að halda uppi þessu félagi. Það gera mjólkurkaup- endur bæjanna. Rúmar 7 þús- und krónur eru teknar af út- söluverði mjólkurinnar, eftir að bændur hafa fengið sitt á- kveðna verð og sem ekki má fara niður fyrir vissa tiltekna upphæð, til þess að halda líftór- unni í þessu félagi bændanna. GOTT ER ÞAÐ, að við og við koma á bókamarkað- inn bækur, sem eru mæli- kvarði á sannlei'ksást maima, bókmenntasmekk, lestrargetu, menntaþoska ©g hugsanaskýr- leik. Ein slik bók er „Vísindin og andinn“. Hún er ekki fyrir- ferðarmikil, en hún er ósvikinn málmur. . Okkur liggur við að miklast af alþýðumenntun okkar, bók- viti og lærdómi, en bókaval okkar og gildismat á bókum, er oft óvægur mælikvarði á þenn- an andlega vöxt okkar og menningarþroska. * Fyrir tveim árum sá ég í ensku blaði ofurlítinn ritdóm um bók, er þar neíndist: „Sci- ence and the spiritual“. Ég pantaði bókina strax, en þótt ótrúlegt sé, varð ekkert af því þá, að ég læsi bókina. Nú um stundir snjóar bókum svo ört, að margt hlýtur að fenna í kaf fyrr en varir, og svo fór um þessa litlu bók. En nú hefir dr. Guðmundur Finnbogason, ekki aðeins . lesið bókina hvað eftir annað, á þessu tímabili, heldur snúið henni einnig á íslenzku og lagt þar enn einu sinni ofurlitla prófraun fyrir lesandi menn í landinu. Getur vel farið svo, að þessi litla bók komi upp um margan, en öðrum verður hún áreiðanlega mikill fengur. 1 formála bókarinnar gerir dr. Guðm. Finnbogason ráð fyrir, að „hver sæmilega greindur lesandi geti fylgzt með rökfærslu höfundarins, ef hann les með athygli og hugs- ar vandlega um það, sem hann les“. Þarna hygg ég, að þýðand- ínn tefli á tæpasta vaöiö. Það er hyggja mín, að t. d. þriðja erindi bókarinnar verði stremb ið öllum þorra manna, sem vanastur er að lesa alls konar léttmeti — sögur, almennar fræðibækur og hugleiðingar um algeng hugðamál manna, jafnvel þótt þeir verði að telj- ast „sæmilega greindir“ menn. En ekki rýrir þetta gildi bók- arinnar og ekki verður þýðand- anum láð þetta drengilega traust á skilningsþroska manna. Ekki auðveldar það lestur bókarinnar, að dr. Guðmundur Finnbogason kemur oft miklu umhugsunarefni fyrir í fáum orðum og stuttum setningum, hvort sem hann þýðir eða frum- semur. Hann er einnig nýyrða- smiður og hlífir lítt ýmsum mál ven j um hugsunarley sisins. Þetta glepur stundum þá, sem rígskorðaðir eru í hina algengu málvenju og lúta henni hugsunarlaust í hlýðni. Þegar t. d. dr. G. F. nótar orðið „færi“ í staðinn fyrir „möguleika“ (sjá bls. 53), þá er vafamál, hvort allir lesendur bókarinnar hagnýta sér það réttilega. Það er svo sem engin eftirsjá í orð- unum „mögulegt“ og „ómögu- legt“ úr málinu, en þau eru orðin ærið rótgróin í tungu vorri, eins og mörg önnur kyn- blendingsorð frá niðurlæging- artímabili hennar. Þetta djúpúðga heimspekirit, „Vísindin og andinn“, er skemmtileg skilgreining og þrauthugsuð röksemdafræðsla um tvíeðli mannsins. Það er rökstudd krafa um gildi hug- sjónalífs og hugsjónaheimsins engu síður en orsakaheimsins. Það, sem gerir manninn að manni, er fyrst og fremst þetta, að hann stjórnast ekki aðeins af eðlishvötum, eins og dýrið, heldur einnig, og miklu fremur ef hann á að geta heitið mað- ur, af hugsjón, og sú hugsjón heimtar oft sigur yfir kröfum j eðlishvatanna. Á þessari stað- reynd byggist allt siðgæði og andlegur þroski. Eins og hinn náttúrlegi mað- ur er ekki nein einstæða í ríki náttúrunnar, heldur ber á sér öll skyldleikamerki hennar og er sjálfur sönnun hins náttúrlega heims, svo er og andi mannsins og hugsjónalíf | hans ekki heldur nein einstæða í tilverunni, en hlýtur að eiga isitt föðurland. Þass vegna er trúin á hinn andlega og æðri heim ekki aðeins réttmæt, heldur sjálfsögð og í raun og veru vísindaleg, þótt ekki verði tilvera hans sönnuð með öðr- um rökum en þessum, sem verða að takaast gild sem reynsluvísindi. Skyldi einhverjum, sem les bókina, finnast þungt að sækja á brattann, vil ég samt ráð- leggja honum, að hætta ekki fyrr en hann hefur náð síðustu blaðsíðu bókarinnar — efsta tindinum, og mun hann þá hafa undurfagra útsýn. Hér er ekki gerlegt að vitna neitt að ráði í bókina. Það gæti líka skemmt fyrir henni, því að hún verður að lesast öll. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á eftirfarandi línur, sem eru á síðustu blaðaíðum bókarinnar: „Vér getum sagt, að frá sjón- armiði vísindanna eru geysi- ríkar ástæður til að ætla, að til sé æðri andi, er sé uppspretta og leiðtogi þeirrar fullkomnun- ar, sem laðar og býður og kvel- ur oss með hugsjónum vorum, andi er vilji draga, alla menn til sín og sé sá drottinn, er llætur allt orsakakerfið þjóna markmiði sínu; hann skapi þá einingu, er hugsunin stóðugt leitar að, og bæði stjórni lifi mannsins, með hugsjónum, og sé „sú ást, er hreyfir sól og aiiar aðrar stjörnur“, eins og Dante orðar fagurlega (bergmál af orðum Aristotelesar: „Hann hreyíir eins og hið elskaða“) í lok sinnar löngu Divina Commedia“ .... „Af því að hún (hugsjóna- heimspekin) er ólík þeirri heim speki, sem heimildar'laust styðst eingöngu við náttúru- vísindin, hefir hún t. d. rúm fyrir hugmyndir um forsjón og kraftaverk, dóm og fynrgefn- ingu og endurlausn, guðsdýrk- un og bæn, samfélag heilagra og bræðralag allra manna" . . „Einhverrar slíkrar sýnar (yfirsýn hugsjónarinnar) er íbrýn þörf. Það er að miklu leyti af því að vér höfum hana ekki, að hrægammar eru nú á reiki um loftin, hákarlar vaða um höfin sjö og rándýr æða um fjórar af fimm álfum heimsins. Ef við eigum að vera menn á- fram og hressa við hruma trú annarra, þá meguim vér ekki leita að deyfilyfi heldur hress- ingarlyfi, ekki gleypa í oss svefnlyf og dreyma oss út úr vaxandi * skelfingum, heldur stökkva á fætur, og hlýða hinu örugga boði að nema staðar og temja á ný endurvakið dýrs- eðli mannkynsins“. Þökk sé bæði höfundi og þýð anda fyrir þetta þrauthugsaða og uppbyggilega rit. Pétur Sigurðsson. Þetta bera hinir nýútkomnu reikningar Mjólkursamsölunn- ar með sér. Þá hefír Jónas frá Hriflu upplýst í nýútkomnu tölublaði af „Bóndanum" að Mjólkur- samsalan hafi greitt útgáfu- kostnað þess blaðs. Ekki greinir hann frá því, hvað lengi það hefir verið, né með hve hárri upphæð og ekki virðist þess kostnaður getið í hinum opin- beru reikningum Samsölunnar. SkylcU svo vera um fleira? tll af^rwðslumámia Alþýðublaðsms úti á landl. Vinsamlegast gjöiið sem fyrst skil fyrir 1. árs»* l fjórðiaiig blaðsins. AlþýðabiaSið. - Sími 4900 SÍÐASTA BLAÐ Þjóðólfs ritar Jónas Guðmundsson alllanga grein, sem hann nefnir „Leiðin til einræðis“. í upphafi greinar sinnar segist Jónas draga í efa, að menn geri sér yfirleitt grein fyrir því, hver sé hin raunverulega merking orð- anna „lýðræði“ og „einræði“, enda þótt það séu vafalaust þau orð, er oftast heyrast nú á dög- um, þegar á istjórnmál sé minnzt. Síðan heldur greinar- höfundurinn áfram: „Þetta kann nú aS þvkja líkast öfugmæli, en athugum málið dá- lítið nánar. Við skulum líta örlítið á orðið „lýðræði“. Það er engum efa undirorpið að menn leggja margar merkingar í það orð og er slíkt háskalegt, ef skynsamleg nið- urstaða á að fást af rökræðum manna um stjórnmál almennt. Sumir leggja þá merkingu í orðið „lýðræði“, að þar sé abeins full- komið lýðræði, sem meirihlutinn einn ræður öllu og minnihlutimn á engan rétt. Ætti að framkvæma slíkt „lýðræði“ að fullu yrði að leggja hvert mál undir atkvæði allra landsmanna, og telja það svo rétt sem ofan á verður við hverja atkvæðagreiðslu. Önnur skoðun á „lýðiræði“ er sú, að lýðræði sé sama og það, sem á erlendu máli er kallað „demo- kratí“, en með því er nánast átt við þrískiptingu þjóðarvaldsins rnilli jafnrétthárra aðila — þ. e. í framkvæmarvald, dómsvald og löggjafarvald og nokkra trygg- ingu handa minnihlutainum til þess að vernda skoðanafrelsið í þjóðfélögunum. Loks er svo sú skýringin, að ein tegund einræð- isins — kommúnisminm — sé f raun og veru „fullkomnasta lýð- ræðið“ eins og kommúnistar hér halda fram og hafa t. d. haldið fram i útvarpinu. Kemur þessi skoðún vel fram í því, að komm- únistar telja Rúsland til lýðræðis- rikja, þó vitað sé að þar er ekki til pólitískt frelsi i þeim skilningí sem lagður er þaú orð hér á Norð urlöndum og meðal engilsax- neskra þjóða. Við fáum ekki skil- ið að þar geti verið „lýðræði“ sem eirin flokkur hefir útrýmt öilum. 'hinum með efbeldj og bann ar þeim að stairfa bæði i ræðu og riiti. En þegar þesu er nú svona far- ið með orðið „lýðræði", og þegar þess er gætt, að þáð er eimmitt „lýðræði“,sem við búum við hér, og teljum mjög svo eftirsóknar- vert, hvernig mundi þá skilningur okkar á hinu orðinu — ,einræði“ — vera? Það virðist svo sem fiestir leggi' þá merkingu í orðið einræði, að þar sé einræði 'sem einn maður ræður eða hefir öll æðstu völd. Saninast þetta af því að Hitler, Mussolini, Franco og Stalin eru taldir einvaldar í ríkjum sínum, en i þeim löndum var og er „ein- ræði“. ' •Þessi skilningur á „einræði“ mun vera svo almennur að varla sé um annan að ræða hér á landi, a. m. k. ekki meðal alls almannings. Er það óneitanlega dálítið táknrænt og er glöggt dæmi um okkar gegm sýkta stjórnmálalíf, að í orðinu, sem við táknum með okkar eigið stjórnskipuiag skuli lagðar ekki færri en þrjár merkingar, en í orð það, sem notað er um andstæð una skuli almennit vera um aðeins eina merkingu að ræða.“ | Um eínræðið, og hvernig það kemst á, segir Jónas: „Ætlunin var hér að athuga lítillega hvað er einræði, og hvern ig það kemst á i löndunum. Ég held því fram, að einræði sé ekki fyrst og fremst alræðisvald eins manns. Því í öllurn löndum er það svo, að þó að völdin séu e. t. v. að fonminu til í höndum eins manins eru þau það ekki í raun og veru, Það er augljósl mál, að einræði verður ávallt til með þeim hætti að ákveðin klíka í þjóðfé- laginu tekur í síniar hendur allt þjóðarvaldið. Þessi klíka getur heitið „flókkur" — það hét hún t. d. í Rússlandi, iÞýzkalandi og Ítalíu — er kommúnistar, nazistar og fasistar itóku þar eiriræðisvöld, en hún gétur líka heitið ,her“ eins og raunverulega átti sér stað á Spáni og Póllandi, eða eitthvað enn annað. Að minum dómi er því hvert það land eða hver sú þjóð á hraðri leið itil einræðis, er upp kemur hjá henni augljós til- hneiging itil þess að safna öUu IWk. á 6. hMIb.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.