Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.04.1944, Blaðsíða 5
Juangardagur 22. apríl 1944. *• *3YOU*»l 'ÐIÐ mrj** ■■—■■-.. 1 | ' ■ \ ; ' Fangar úr Hermanns Görings herfylkinu. Á mynd þessari sjást hermenn úr hinu fræga Hermann Görirg herfylkinu, sem teknir voru höndum í orrustunni við Anzio á Ítalíu. Fregnir bandamanra geta þess, að þýzku hermenn- irnir, sem berjast suður af Rómaborg ,séu rnun betur úr gaiði gerðir eh þeir, er berjast við Cassino. TEL LITWINSKY er sá stað- uir, er hermennina dreymir um og kjósa að gista næst átt- högum sínum. Þar brosa lið- þjálfarnir við hinum óbreyttu hermönnum, og höfuðsmennirn- ir spyrja þá þess auðmjúkir og háttprúðir, hvort þeir geti gert þeim nokkurn greiða. Hressing- armiðstöðin við Miðjarðarhaf, eins og staðurinn er jafnaðar- lega nefndur, er hvíldarstöð Bandariíkjiahersins í Palestínu. í hvíldarstöð þessari geta sjö hundruð og fimmtíu þreyttir hermenn, er barizt hafa a hin- um ýrnsu vígstöðvum frá Persa- flóa tii frumskóga Vpscuv-Af- ríku, dvalizt í senn. Hermaður, er dvelst í leyíi að Tel Litwinsky, getur setið við skriftir öllum þeim stund- um, sem honum lízt. Ifann get- ur lesið og sofið að vild sinni. Hann getnr tekizt för á hendur um Palastínu gegn fjórtán Bandaríkjadala gjaldí, en á friðartímum kostaði slíkt ferða- lag fimm hundrúð Bandaríkja- hali. Hann getur flatmagað sig á ströndinni við hressingarstöð- ina eins og honum býður fram- ast við að horfa. Hann geíur farið til hinnar hreinlegu og fögru borgar Tel Avlv á stund- arfjórðungi og Sifað þar og lát- ið eins og honum sýnist. Ferðalögin um landið helga eru þannig skipulögð, að her- monnirnir geta látið skírazt í ánni Jórdan, ef þeim leikur hug- ur á slíku. Á eins dags ferða- lagi Iiggur leið þeinra um Jerú- salem. öetlehem, Olíuljallið og Getsemanegarðinn. Á þriggja daga ferðalagi liggur leið hans um alla þessa staði og auk þess lítur hann þá Nasaret, GaliJeu- vatnið, Dauðahafið og Jerikó. Það er ógerlegt a'ð ^ýsa þeim áhrifum, sem slíkt íerðalag het- ir á hug manns. Morgum her- manninum mun finnast það æv- intýri líkasc. að hann gisti raun- verulega lúna hei'cgu siigustaði. Það er ógleymanlegt að reika nm garð nokkn i skammt frá Jerúsalvm, standa þar berhófö- aður meðal rósmarína og olíuvið artrjáa í dýrð axíureldingarinn- ar og hlusta á garðvörðinn mæla mildúm rómi: — Þetta er Get- semane, þar sem Jesús háði sál- arstríð sitt. Þetta er kletturinn, þar sem menn ælla, að hann irhafi fallið fram og gert- bæn GítEIN ÞESSI, sem er eftir j Gordon Gaskill og hér ! þýtíd úr tímariíinu Eeader’s Digest, f jallar um hressíngar- itöð amersskra hermanna að Tel Litwinsky í Palestínu. Þar dveljast þreyttir her- menn í leyfusn sínum og búa við hin ákjósanlegustu kjör enda er staður þessi mjög vinsæll. Hermönnunum er einnig gefinn kostur á því að ferðast um Palestínu og sjá sögustaði landsins heíga. sína. Maria moiir hans stóð . þarna. sem þór stan-Jið, liðþjálfi. Liðþjalfinn hopar á hæli eins og sviour hafi s-korlið hann. Þetta er heilög borg. Það hefir mikil og varanleg áhrif á hug séfhvers manns að gista Tel Aviv. Hermennirnir gera sér í hugarlund, að hún muni vera áþekk öðrum borg- um við austanvert Miðjarðar- hiaf — óhrein, þefill og yfir- full af fólki. En í stað þess finna þeir stað, sem teljast verður fullkomlega sambæri- legur við hinar fegurstu borg- ir Norðurálfu og Vesturheims. Flest húsanna í borginni eru yngri en fimmtán ára. Til Tel Aviv hefir beinzt mikill straum ur flóttafólks af Gyðingaætt- um víðs vegar úr Norðurálfu á liðnum árum — málarar, læknar, skáld, lögfræðingar, iðnaðarmenn og tónlistarmenn. Og þeir hafa flutt með sér margs konar álirif frá Vínar- horg, Múnchen, Prag og öðr- um slíkum borgum. — Þar eru hundruð veitingastaða. þar sem maður getur setið yfir kaffi- bolla og rætt við kunningjana Jxeila kvöldstund. Og jafnvel í hinu smæsta veitingahúsi starf ar ágæt hljómsveit. Almenningsvagnjar hersins halda jafnaðarlega uppi ferð- um á klukkuistundar fresti milli Tei Aviv og hressingar- stöðvarinnar. Almennintgsvagn ar þessir hætta ekki ferðum fyrr en klukkan tvö eftir lág- nætti. Eftir það er hægt að fá sé leigubiíreið eða maður hef- ir næturdvöl í Tel Aviv. Yfir- völd hersins hafa ekkert við slíkt að athuga. j Á hinni óviðjafnanlegu j, strönd við Tel Aviv komast her- mennirnir skjótlega í kynni við stúllíur, sem eru hinar snotr- ustu eða virðast að minnsta kosti snotrar mönnum, sem dveljast fjarri hinum siðmennt aða heimi. Flestar þessar stúlk- ur tala ensku. Það er auðvelt að kynnast þeim, sem er þó sjaldgæft um stúlkur við aust- anvert Miðjarðarhaf, því að þær eru j afnan ófúsar á að fara út nema í fylgd með fleir- um eða færri úr fjölskyldu sinni. Ströndin við hressingarstöð- ina — sem nefnist Bat Yam, er þýðir Hliðið til hafsins — er hinn vinsælasti samastaður hermannanna og vinkvenna þeirra. Þar eru stólar, sól- skýli og bátar. Þar er sælgæti, vindlingar, sódavatn og sund- föt á boðstólum. Ulfaldar brokka eftir ströndinni á leið sinni til Arabaþorps. Mörgum möiinum er ljúft að taka mynd ir úr þessu umhverfi. En hermönnunum er vissu- lega vorkunnarlaust að dvelj- ast að Tel Litwinsky í leyfi sínu, hvort heldur það eru nú sex eða átta dagar, og una hlut sínum hið bezta. — Erá dagmálum hljómar tónlist um gervalla hressinga-rstöðina. — ' Þar geta hermennirnir iðkað íþróttir að vild sinni. Leikhús- ið þar er stórt og vandað í hví- vetna. Þar eru kvikmynda- sjmingar á hverju kvöldi, og enginn hefir ástæðu til þess að kvarta yfir því, að ekki sé skipt nægilega oft um myndir. Einu sinni i viku eru þar einnig sýndir sjónleildr, og hermenn- irnir, sem leika í þeim, hafa flestir verið leikarar að atvinnu áður en þeir gengu í herinn. Þeir, er dveljast að Tel Litwinsky, kunna mjög að meta hinar hlýju skúrir þar, sem eru sannkölluð náðargjöf mönnum þeim, er dvalizt hafa langdvölum í eyðimörkinni. Þar geta þeir líka drukkið kældan bjór að vild sinni og sofið eins lengi fram eftir á morgnana og þeir kjósa sér. Og þar eru rekkjuvpðir á rúm- unum! r; JWk. &£ 4L sMti. iK**aEtiSíaasrttsi Skrúðganga barnanna — Of fáir íslenzkir fánar — Mað urinn, sem aiisr öfunduðu af að fá að fara til íslands — og nokkur orð um það mál. Hópur barnanna, sem streymdi að Miðbæjar- skólanum i tveimur fylkingum á sumardaginn fyrsta, var stór og fríður. En það vakti undrun mína, hve íslenzku fánarnir voru fáir í þessari stóru fylkingu. Þaina átti að vera fjöldi stórra íslenzkra fána, og svo átti hvert barn að vera með smáfána. En stóru fán- arnir voru varla fleiri en þrír og aðeins ura 20 börn voru með litla fána. HVERNIG stendur ó þessu tóm- læti okkar? Getum við aldrei lært að virða fána okkar og kunna að meta þýðingu hans fyrir starf okk- ar, hugsjónir ög baráttu? Hvert einasta heimili á að eiga lítinn fána og hvert barn á að geta farið í skrúðgönigu á sumardaginn fyrsta með fánann sinn. — Ekki er enn farið að bóla á nemni vakningu í þessu efni, og þó fannst mér um tíma að fólk hefði heldur meiri tilfinningu fyrir fánanum en áð- ur var. Vantar eitthvað i okkur íslendinga? SÆNSKI SENDIKENNARINN sagði við mig nýlega, er ég hitti hann: „Allir heima öfunduðu mig af því að vera að fara til íslands, þeir voru grænir af öiund og kvöddu mig með þeim umælum, að mikið ætti ég gott að vera að fara til íslands.“ ,,Og hvers vegna í óskupunum?“ sagði ég. „Juú“, sagði hann. „Þeir vissu að þá myndi ég fá Íslandssíld, en hún hefir ekki verið fáanleg í langan tíma heima og okkur hungrar eftir lslandssíld.“ ÞVUH! ÍSLANDSSÍUD! Ekki étum við Íslandssíld! Við erum. svo voðalega fín að við étum ekki slíkan mat. Hún er líka ófáanleg hér. Ég barðist við það að ná 1 einn síldarkút síðastliðið haust, en tókst það ekki. Kaupmenn og kaupfélagið, sem hafði haft síld- arkúta til sölu, gáfust alveg upp í haust við að afla sér síldar, þvi að á undanförnum árum hefur svo mikið af síldinni skemmst hjá þeim. ÞAÐ VORU ekki nema einstök, heimili, sem keyptu þennan mat og hitt skemmdist, rýrnunin varð svo mikil, að það var ekkert við- lit fyrir verzlanirnar að kaupa síld- ina. Hvernig stendur á þessu? Síld- in er ágætur matur og hún er holl- ur matur. Sagt er að húsmæður kvanti undan því að búa hana á borðið. Undah flestu er kvartað. Mæður okkar og ömmur oklcair urðu að, bera allt vatn og allan eldivið. Þær urðu að kveikja upp og gæta eldfæranna. Nú er vatns- kraninn við eldhúsborðið og ekki þarf að bera inn eldiviðinin eða öskuna út. Það er ekki mikil fyrir höfn að kveikja á rafmagnisvélinni. ÞAÐ VAR einhver úrillur eig- inmaður, sem sendur hafði verið til þess að kaupa í soðið, sem sagðí við mig um daginn, að kvenfólkið vildi helzt fá matinin þannig, að hægt væri að renna honum niður beint af búðarborðinu og í magann. ÞETTA er nú ofstæki og allt of mikið sagt, en samt sem áður er einhver svolítill sannleiksneisti einhvers staðar til í þessu. Drott- inn minn ef konurnaír verða mér reiðar fyrir þetta skraf! En hvað skal segja? Við heimtum síldina á borðið, annars neitum við að borga rafmagnsreikninginn og hitaveitugjaldið, gröfum fyrir brunni, kaupum skjólur og setj- um upp kolamaskinur í eldhúsið. Hvað segið þið þá elskurnar mín- ar? Annars er þetta svo sem ekki ykkur einum að kenna. Ekki em karlmennirnir betri. Við öpum vit- leysurnar hvert eftir öðru, bæði strákar og stelpur. Hannes á horninu. fæst í lausasölu á eftirtöldum stöðum: AUSTURBÆfl: Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Tóbaksbúðin, Laugavegi 34. Veitingastofan, Laugavegi 45. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. „Svaian“ veitingastofa, Laugavegi 72. Kaffistofan Laugavegi 126. VerzL Ásbyrgi, Laugavegi 139. Veitingastofan, Hverfisgötu 69. Verzl. „Rangá“, Hverfisgötu 71. FJöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Verzl. Helgafell, Bergstaðarstræti 54. Leifskaffi, Skólavörðustíg 3B. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Verzkmin, Njálsgötu 106. Þorsteinsbúð, Hringbraut 61. Verzl. ,,Vitinn“, Laugamesvegi 62. MIÐBÆR: 's‘w" Tóbaksbúðin, Kolastmdt. VESTUBBÆB: Veitingastofan, Vesturgötu 16. Veitingastofan „Fjóla“, Vesturgötu 29. Veiíingastofan, Wesi End“, Vesturgötu 45. Brauðsölubúðin, Bræðraborgamtfg 29. Vettnigastofan, Vesturgotu 48. VenL „Ðrffandi“, Kaplaskjólsvcgi 1. GRÍMSTAÐ ARHOLTI: Brauðsölubúðm, Félkagötu. 13.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.