Alþýðublaðið - 28.04.1944, Page 5
4
Föstudagur 28. apríl 1944.
A15»TDU«U 'OSÐ
Stærsta spítalaskip Bandaríkjanna.
Mynd þessi var tekin, er stærsta spítalaskipi Bandaríkjanna var afhent til notkunar af sknpa-
smíðastöð í Baltimore í Bandaríkjunum eigi alls fyrir löngu. Uppihaflega hafði skip þetta verið
smíðar sem ferðamannaskip og var mjög til smíði þess vandað í hvívetna.
John Steiflbeck;
Ferðasaga herllaíBÍngasklps.
GREIN ÞESSI, er fjallar um ferð amerísks herflutninga-
skips yfir Atlantshafið og hér er þýdd úr tímaritinu
The Reader’s Digest er eftir hinn heimsfræga ameríska rit-
höfund John Steinbeck, en hann var einn af áhöfn herflutn-
ingaskipsins í för þeirri, sem hér um getur. John Steinbeck
gegnir nú starfa sem stríðsfréttaritari. John Steinbeck er vel
kunnur íslenzkum lesendum, enda hafa bækur hans Þrúgur
reiðinnar, Máninn líður og Mýs og menn verið þýddar á ís-
lensku auk ýmissa smásagna.
Herflutningaskipið
gnæfir hátt og tilkomu-
miikið við hafnargarðinn. Maður
sem stendur niðri á hafnargarð-
inurn, verður að líta beint upp í
loftið til þess að sjá þilfar þess.
Nafn skipsins mun liggja í þagn
argildi á opinberum vettvangi,
unz úrslit styrjaldarinnar, sem
nú er háð, hafa vefið ráðin. Til
vera þess er aðeins fáum kunn,
og enn færri er þó um það kunn
ugt, hvert leiðir þess liggja.
Yfirmönnum þess er vissulega
lögð mikil ábyrgð á herðar.
Hermennirnir sitja þúsundum
saman á farangri sínum á hafn-
argarðinum og við höfnina.
Þetta eru þögulir menn, engum
þeirra kemur til hugar að raula
lagstúf fyrir munni sér. Þegar
rökkrið er orðið að myrkri, verð
ur ekki einn þeirra greindur frá
öðrum. Sumir hafa beðið hér
daglangt, aðrir marga daga.
Allir bera þeir hermannahjálma
sína á höfðum.
Skyndilega er fjórum land-
göngubrúm skotið út. Hermenn
irnir rísa þreytulega á fætur og
skipa sér í röð. Fótatak þeirra
er fjarri því að vera kviklegt,
þegar þeir leggja leið sína eftir
landgöngubrúnum upp á her-
flutningaskipið.
Það er gengið úr skuggá um
að sérhver hermannanna eigi
að taka sér far með þessu skipi.
Allt hefir verið undirbúið og
skipulagt fyrirfram. Helming-
ur hermannafjöldans á að sofa
á þiljum uppi um nóttina. Hin-
um helmingnum er búinn stað-
ur neðan iþilja. En næsta kvöld
verður svo skipt um. Þannig
verður skiptum á kverju kvöldi,
unz landi er náð og komið á leið
arenda. — Enginn mun fara úr
fötum fyrr en í land er komið.
Blálitt rökkur sveipar þilför-
in hjúpi sínum, þrátt fyrir birtu
ljóskeranna. Mennirnir láta þar
fallast niður í sæti þau, sem
næst eru hendi og sofna þegar í
stað. Margir þeirra gleyma
meira að segja að taka ofan
hjálmana. Þeir hafa rifflana við
hlið sér, og hendur þeirra krepp
ast um þá í svefninum.
Um lágnætursskeið er síðasti
maðurinn kominn um borð.
Það igetur að heyra í hátölurun-
um, sem komið hefir verið fyrir
hvarvetna um skipið. Land-
göngubrýrnar eru innbyrtar.
Hersveitirnar eru horfnar að
heiman og tengsl þeirra við
vini og venzlafólk rofin, enda
þótt sumir þeirra séu aðeins
nokkur fótmál frá heimilum sín
um.
Landfestar eru leystar. Skip
ið leggur frá landi, en fyllstu
varúðar er gætt í hvívetna.
Brátt stefnir það til hafs. Varð-
mennirnir eru hinir einu, er
enn eygja borgina, sem mun
hverfa sýn áður en langt um
líður.
Dráttarbátarnir hverfa aftur
til hafnar, og herflutningaskip-
ið hverfur sem dökkur nökkvi
út í myrkur næturinnar. Þús-
undir manna sofa í náðum á þil
förum og í göngum og klefum
skipsins. Liðsforingjar og her-
lögregluþjónar standa vörð með
al hinna sofandi þúsunda. Það
leggur þef af mönnum þessum,
þef, sem er einkennandi fyrir
herinn. Það er þefur af ull og
svita, smurningsolíu og leðri.
Hermennirnir teygja værðar-
lega úr sér, og andardráttur
þeirra er þungur og hrotu-
kenndur.
Þessir sofandi menn hafa
vissulega margs að sakna. Land
þeirra, sem þeir hafa ákveðið
að verja með vopn í hönd, hverf
ur í nætursortann að baki, með
an þeir njóta náðar svefnsins.
Staðurinn, sem mun verða þeim
ríkastur í minni komandi mán-
uði, verður þeim horfinn, er
þeir bregða blundi að morgni.
Þeir hafa ekki getað notið
kveðjustundarinnar vegna ör-
mögnunar sinnar. Þeim er líkt
farið og börnunum, sem falla í
væran svefn áður en bið þeirra
eftir jólasveininum hefir borið
árangur.
Loks rennur dagur, og regn-
úði fellur úr lofti. Skipið er grá
litt ferlíki, sem líður gegnum
grálita þoku, er umlykur það.
Oil tengsl þess við heimland
þess eru rofin. — Það getur
heyrt, en lætur hins vegar ekki
til sín heyra. Það mun ekki láta
til sín heyra, fyrr en komið er
á leiðarenda, nema á það verði
ráðizt. Kafbátar óvinanna leyn
ast í djúpinu fyrir stafni. Marg
ir af áhöfn skipsins hafa aldrei
litið úthafið augum fyrri. Haf-
ið' er vissulega nægilega myrkt
og ógnlegt í augum þeirra, þótt
þeir þyrftu eigi jafnframt að
óttast hina gírugu varga þess.
Uppi á bátaþíljunum standa
tveir árrisulir fjallabúar og
horfa út yfir hið víðáttumikla
haf. Annar þeirra segir: — Það
er sagt, að hafið sé salt allt að
sjávarbotni.
— Þú veizt þó, að það kemur
ekki til nokkurra mála, svarar
hinn og er auðsýnilega fyllsta
alvara. — Það er ekki til svo
mikið salt í heiminum. Þú get-
ur sagt þér það sjálfur.
Það er næsta örðugt viðfangs
efni að annazt það, að allur
þessi fjöldi geti matazt, því að
ekki er rýmið mikið sem gefur
að skilja. Það ráð hefir verið
tekið að hafa tvær máltíðir á
dag á tíu stunda fresti. Morgun-
verðurinn er snæddur klukkan
sjö til klukkan tíu og menn lát'n
ir skipa sér í raðir. Kvöldverð-
ur er snæddur frá því klukkan
fimm til klukkan tíu síðdegis.
Fyrsta daginn tekst framkvæmd
í þessi miður en skyldi. Það fer
mikið fyrir sumum og þeim
finnst biðin löng. — Klukkan
tíu um morguninn gefur ó-
breyttur hermaður sig á tal við
einn herlögregluþjóninn og mæl
Frh. á 6. síðu.
Ekkert nýtt rafmagn tnn þessi mánaðamót — Nú er það
svart maður — Okur á greiðasölustöðum — Borgin
er að taka stakkaskiptum.
ENN NÁLGAST ný mánaða-
mót, en síðastliðið hálft ár
höfum við alltaf átt að fá aukið
rafmagn frá viðbótarvirkjuninni
við Sog um hver einustu mánaða-
mót. Fáum við það nú? Ég er von-
daufur með það. Ég hygg, að engin
von sé til þess að þetta nýja raf-
magn komist til bæjarins fyrr en
í júní, og öruggast tel ég að ekki
sé gert ráð fyrir því að það komi
fyrr en fyrir næsta haust. Nú veld-
ur rafmagnsskortur okkur ekki
eins þungum búsifjum og í vetur.
Þess vegna þegjum við og undr-
umst ekki eins mikið og þá.
EN EITTHVAÐ er þetta skrítið
og ilndarlegt. Áætlanir sitandast
ekki, fyrirætlanir verða sér til
skammar, útreikningar reynast
rangir — og við bíðum. Svona er
ástandið á fjölda mörgum sviðum
og við verðum að sætta okkur við
það. Verst er bara ef allt er einnig
eiús hjá okkur sjálfum með það
litla hlutverk sem við eigum að
sjá um í þjóðfélaginu.
„NÚ VAR ÞAÐ SVART MAÐ-
UR“ varð mér að orði er viðskipta-
málaráðherra hafði lokið ræðu
sinni í fyrrakvöld. Hann talaði sí-
fellt um hrun og vandræði og
minnist ég varla að hafa heyrt
flutta eins svarta ræðu. Ekki er ég
maður til að rengja lýsingu við-
skiptamálaráðherra — ég þekki
hann ekki að ofmælgi og tildri í
orði eða æði. Enda veit ég að á-
standið er að mörgu leyti slæmt.
Betra tel ég og að þjóðinni sé sagt
eins og er, en að hún sé blekkt
eins og mér virðist að margir geri
nú og hafi gert undanfarið.
RÁHERRANN SAGÐI, að um
40 heildverzlanir verzluðu með
skófatnað og um 100 heildverzl-
anir verzluðu með vefnaðarvöru.
Hann boðaði hrun margra þessara
verzlana vegna þess, að þær myndu
ekki geti fengið innflutningsleyfi
fyrir vörum. Virðist og ekki ann-
að sjáamlegt en að eitthvað af
þessum verzlunum megi missa sig.
INNAN SKAMMS fara sumar-
ferðalög að byrja, og eru jafnvel
þegar byrjuð. Síðastliðið sumar
birti ég oft bréf frá ferðafólki,
sem kvartaði undan verðlagi á
gisti og greiðasölustöðum. Eitt
slíkt bréf hefi ég þegar fengið.
Leggur bréfritarinn eindregið til,
að öllum greiðasölustöðum sé gert
að skyldu að láta hanga uppi á
einhverjum áberandi stað verð-
lista yfir það, sem þeir. hafa á
boðstólum.
ÞETTA ER samngjöm krafa og
sjálfsögð. Það er engin ástæða til
þess að þola það, að einstaka
greiðasölustaðir komist upp með
það, að okra á veitingum, en það
hefur sannarlega átt sér stað.
Margir veitingastaðir hafa hóf á
verðlagi sínu, en aðrir gera það
ekki, og það þarf einmitt að setja
fastar reglur um verðlagið til þess
að koma í veg fyrir okur þessara
gistihúsa.
ER EKKI til einihvers konar eft-
irlit með gistihúsum og greiða-
sölustöðum? Ef svo er, þá á það
að hafa þetta starf með höndum.
í fyrra sumar var maður á ferða-
lagi og hafði eitthvað eftirlit með
þessum stöðum. Verður þetta eftir-
lit ekki haft í sumar? Ég vænti
þess að þetta sé athugað nú þegar,
því að okrið er byrjað á einstaka
stað, efitir því sem þessi bréfritari
skrifar mér fyrir fáum dögum.
\
NÚ ER FARIÐ að leggja for-
láta gangstétt Arnarhólsmegin við
Hverfisgötu. Þetta verður hellu-
liögð gangstétt að því er virðist, og
hefur þarna aldrei fyrr verið eins
falleg gangstétt. Yfirleitt er nú
verið að laga götuhom og gang-
stéttir.
ÞAÐ ER OKKUR bæjarbúum
gleðiefni að sjá þessa yiðleitni til
þess að fegra borgina og gera um~
ferðina greiðari. Slíkt er skylt að
þakka og meta, eins óg það er ó-
hjákvæmlegt að skammast út af
því, þegar þetta er trassað.
EN VEL ÞARF að halda áfram,
því að þetta verk virðist vera ó-
tæmandi. Borgin hefur umturn-
azt svo mjög, og útlit hennar
verið öllum til skammar. Að vísu
höfum við nokkra afsökun þar
sem við höfum verið að koma upp
hinni ágætu hitaveitu, en ekki má
hvíla, fyrr en allt er komið í samt
lag.
Hannes á horninu.
GLINGA
vantar okkar í nokkur hverfi frá næstu mánaðamótum.
HÁTT KAUP
álþýSublaðiS. - Sími 4900.
Bed ai auglýsa I Atþysubiaðinu.