Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.04.1944, Blaðsíða 6
tf I ÞjóðaraHnræðagreiðslan 20.-23. maí 1944 Þaiuiig lítur atkvæðaseðillinn út áður en greitt er atkvæði: I Þ: agfsályktun frá 25. febrúar 1944, um niðurfelling é insk-íslenzka sambandslagasamningsins frá 1918: . á iþingi ályktar að lýsa yfir því, að niður sé fallinn cbmsl-íslenzki sambandslagasamningurinn frá 1918. Alyktun þessa skal leggja undir atkvæði allra alþing- iskjásenda til samþykktar eða synjimar, og skal atkvæða- gxei'íslan vera leynileg. Nái ályktun samþykki, tekur hún giMf, er þesf ari alþingi hefir samþykkt hana að nýju að aflokinni atkvæðagreiðslu. » r ja nei r fofr- Stjórnarskrá lýðveldisins Island, samþykkt á alþingi 1944. * ■ w - • r ja nei Þeir, er samþykkja þingsályktunina eða stjómarskrána, setja kross fyrir framan já, en hinir fyrir framan nei. Munið að greiða atkvæði um hvorttveggja! Setjið kross á báðum stöðum fyrir framan já! Ffrsta útseróarsamviBimfélagið.. 1 Fríh. af 4. síðu Kristján Jónsson, Magnús Ólafs son. Viku síðar, fimmtudaginn ■ ar sjómanna og verkafólks til að ræða málið. Var fundurinn haldinn í aðalsamkomuhúsi bæj arins í Hrannargötu, og var hús ið troðfullt út úr dyrum. 23. desember 1927, boðaði nefnd jþessi til stofnfundar fyrsta út- gerðarsamvinnufélags á íslandi. Fjölmenni var á fundinum, meðan á umræðum stóð, en svo þegar að því kom að skrifa sig fyrir framlögum til félagsins, tíndust allir út nema einir 15 menn, þar af nokkrar konur. Söfnuðust þarna á fundinum lof orð fyrir 14 650 króna framlög- úm, og þar með var Samvinnu- félag Isfirðinga stofnað, lög þess samþykkt og bráðabirgðastjórn kosin. — Stjórnina skipuðu þess ir menn: Haraldur Guðmunds- Bon, Vilmundur Jónsson, Kristj 6n Jónson, Eiríkur Einarsson og Ingólfur Jónsson. Isafjarðarbær hafði, án þess að hann vissi af því sjálfur, feng ið sína beztu jólagjöf. í Samvinnufélagið gátu allir verkamenn og sjómenn geng- ið, ef þeir greiddu 10 króna inn- tökugjald og lofuðu að hafa greitt 50 króna framlag til stofn sjóðs fyrir árslok 1929. Þeir, Bem áttu bát eða hlut í bát, urðu þó að greiða minnst 100 íkrónur, ef þeir ætluðu að ger- ast félagsmenn og fela félaginu eð annast fyrir sig útgerðar- Btjórn og afurðasölu. Fjársöfnun var nú haldið á- fram, og ákváðu nokkur félög að leggja fram fé til samvinnu- útgerðarinnar, auk fjölda ein- Btaklinga, sem skrifuðu sig á lista, er bornir voru um bæinn. Urðu stofendur Samvinnufélags ins áður en lauk um 130 að tölu. — Félögin, sem lögðu fram fé til stofnunar samvinnuútgerð- inni voru: Verkalýðsfélagið Bald ur, Sjómannafélag ísfirðinga, Kaupfélag ísfirðinga, Bökunar- félag ísfirðinga og Iðnaðar- mannafélag ísfirðinga. Þá lagði hafnarsjóður ísafjarðar fram 10 jþúsund krónur til félgsstofnun- arinnar. Þessu næst var leitað til þings ins, og þann 3. maí 1928 gat for maður félagsstjórnarinnar, Har aldur Guðmundssonalþingismað ur, tilkynnt, að alþingi hefði heimilað ríkisstjóminni að ganga í ábyrgð fyrir allt að 320 þúsund króna láni vegna skipa- kaupa handa félagsmönnum í Samvinnufélagi ísfirðinga. Skilyrði fyrir ábyrgðinni voru þessi: 1. Að lánið næmi eigi meira en % af kaupverði skipanna til fiskveiða. 2. Að lánið yrði tryggt með fyrsta veðrétti í skipunum, sjálfs skuldaábyrgð félagsmanna og ennfremur ábyrgð ísafjarðar- kaupstaðar. 3. Askilið var, að ríkisstjórn- in legði samþykki sitt á val framkvæmdastjóra og annars endursfeoðanda. Þetta voru mikil gleðitíðindi, því að ríkisábyrgðin hlaut að tryggja það, að lánin fengjust. Fimmtapartinn, sem til vantaði, tóku félagsmenn að sér að út- vega, og bæjarstjórn veitti til- skilda ábyrgð að sínum hluta. Áður en maímánuður var lið- inn hafði Finnur Jónsson póst- meistari verið ráðinn forstöðu- maður félagsins og honum verið falið að fara til útlanda til samn ingagerðar um byggingu nýrra skipa. Áttu þau að vera ca. 30— 40 smálestir að stærð. Til farar með Finni var ráðinn Eiríkur Einarsson skipstjóri, og skyldi hann annast eftirlit með báta- smíðinni. Þessi för þeirra Finns og Ei- ríks var hin gifturdkasta. Áttu þeir úr mörgum tilboð- um að velja í ferðinni, en á- kváðu loks að semja við Aktie- bolaget Svenska Maskinverken í Södertálje í Svíþjóð um bygg- ingu 5 vandaðra eikarbáta, 42— 44 smálestir að stærð. Skyldi í ibátum þessum vera 90 hestafla Ellwe háþrýstivél. Var samning 'Um þessum lokið í júnílok, og hófst þá bátasmíðin. Svenska Maskinverken samdi um smíði bátanna við skipasmið í Risör í Noregi, og gekk verk- ið vel og greiðlega. Mundi þó margt hafa orðið öðruvísi um frágang bátanna og gerð, ef Ei- ríks Einarssonar hefði ekki nót- ið við sem eftirlitsmanns við smíðið. Þessir fimm bátar voru skírð- ir: ísbjörn, Sæbjörn, Ásbjörn, Valbjöm og Vébjörn. —- (Frh. at 5. síðu.) ir á þessa lund: — Viljið þér ekki gera svo vel og leyfa mér að hverfa út úr röðinni, herra? Ég hefi þegar borðað morgun- verð þrisvar sinnum. Eg er svo saddur, að mér er ómögulegt að borða meira. Ég hefi bara skip- að mér í næstu röð, þegar ég hefi lokið að borða í hvert skipti. Menn gersst æ óþolinmóðari, en svigrúmið er svo lítið, að þeir geta fátt tekiS sér fyrir hendur. Engar heræf:ingar munu íram fara, meðan verið er á hafi úti. Til þess er þröngin allt of mikil. Þegar dimmt er af nóttu, verð- ur hver og einn, sem þarf burtu úr samastað sínum einhverra erinda, að skríða yfir fætur fé- laga sinna. Þeim, sem ferðazt hafa með herflutningaskipi, mun endurminningin um hina óteljandi fætur ríkust í minni. Einhver bezta dægrastytting þeirra, er með herflutningaskipi ferðast, svo og raunar allra her manna, er teningsspil. Og marg ir hermen hafa gerzt svo leikn- ir í þeirri list, að einsdæmi mega heita. Hermennirnir iðka ýmsar fleiri dægrastyttingar, en þessarar verður þó mest vart þeirra meðal. Þegar hvessa tekur, ráðast hermennirnir í það að gera sér smáskýli úr ábreiðum og striga. Allir hjálpast að við þetta og þeim tekst að búa þægilega um sig með þessum hætti, svo að þeir þurfa ekki að kvíða kulda né ágjöf. Herflutningaskipið er grátt fyrir járnum og búið öllum þeim vopnum, sem nauðsynleg geta talizt. Hvarvetna getur byssur og annan herbúnað að líta. Það er brýnt fyrir áhöfn- inni, að á hverri stundu megi vænta þess, að ráðizt verði á skipið og því grandað. Og þessi hugsun víkur aldrei úr huga hermannanna. Kafbátanna er jafnan von, og enginn getur um það sagt, hvenær einhver þeirra muni leggja til atlögu við her- flutningaskipið og búa því samastað á hafsbotni. Yaldir menn eru á verði öll- um stundum, og áhöfnin verður a§ hlýða dyggilega settum regl- um. Athygli manna er þegar Vakin, ef eitthvert hljóð getur að heyra á næturþeli. Einnig er það algengt, að ótal kviksögur komi upp í herflutningaskipum. Kviksögur þessar eru jafnan hinar sömu í öllum herflutninga skipum. Það er vissulega ó- maksins vert að láta nokkrar þeirra hér getið. Fólk veit þá, hvaðan þær eru komnar, er þær berast því til eyrna. 1. I morgun sá þýzkur kaf- bátur til ferðar okkar. Hann gerði öðrum kafbátum aðvart, og nú eru þeir að safnast saman framan við skip okkar og búa sig undir það að sökkva því. 2. í morgun kom kafbátur upp á yfixborð hafsins skammt frá skipi okkar. Öllum byssum okkar var béint að honum. En þegar skothríðin skyldi hafin, gaf hann merki ufn það, áð hér væri um að ræða einn af kafbát um bandamanna. 3., Eitthvað ógnlegt og hneyksl anlegt hefir komið fyrir meðal yfirmanna skipsins. Þess er ekki getjð, hv.iða glæpur hafi ver- ið drýgður, en margir yfirmann anna hafa verið settir í varð- hald og mnnu leiddir fyrir her- rétt. 4. Stefni skipsins er í þann veginn að liðast frá bógnum. Þó er allt í lagi sem stendur, en ef við hreppum storma og stórsjó mun skipið liðast sundur. 5. Þýzka útvarpið tilkynnti í gærkvöldi, að skipi okkar hafi verið sökkt. Foreldra okkar, eig inkonur og vinir, sem vita, hve nær við létum úr höfn, munu télja okkur af, og við eigum þess engan kost að koma þeim böðum til þeirra, að við séum héilir á húfi, þar eð ekki er leyfilegt að senda boð heim, meðan við erum í hafi. 6. Farsótt hefir komið upp á skipinu. Yfirmennirnir sökkva lj'kum hinna látnu í hafið með leynd á náttarþeli. Dagarnir líða, og menn ger- gst æ óþolinmóðari. Þeir þreyt- ^st á teningsspilinu. En svo sjást sjófuglar einn morguninn, og þá veit maður, að landsýnar mun skammt að bíða. Menn gerast glaðir í bragði og láta gaman- ýrði falla. — En hér er sigling- árhættan ef til vill einna mest. Spitfireflugvélar koma út úr þokubakkanum við sjónarrönd. jÞær fljúga í hringjum yfir skip- ínu eins og gírugir fuglar og svo lágt, að þyturinn í vængj- um þeirra berst okkur til eyrna. Þegar líður að kvöldi má greina land gegnum þokubakkann. Þegar við komum svo nær landi, greinum við hús og sveitir. Menn stara undrandi og eftir- væntingarfullir til lands. Þetta er í fyrsta sinn, sem flestir af áhöfninni líta framandi land augum. Hver um sig heldur því fram að hið nýja land minni sig á eitthvert hérað í Vesturheimi, sem hann ber kennsl á. Einn telur . það líkast Kaliforníu. Annan minnir það á Vermont. Herflutningaskipið siglir inn á höfn, þar sem mikil þröng skipa er fyrir, og varpar þar akkerum. Ferðin hefir gengið mjög að óskum. Enginn hefir þjáðst af sjóveiki, svo teljandi sé. Engin slys hafa orðið og engin tilraun verið gerð til á- rásar á skipið. Og nú gerist óvæntur atburð ur. Menn skipa sér í raðir á þiljum uppi. Bumbur eru barð- ar, og stríðssöngvar sungnir. Það þarf engum að dyljast, hvaða gestir eru hér á ferð. Þetta eru glaðir og reifir lang- ferðamenn. Skipstjórar voru ráðnir á þá:: Rögnvaldur Jóhsson, Ólafur Júlíusson, Haraldur Guð mundsson, Jón Kristjánsson og Halldór Sigurðsson. Eru allir þessir menn ennþá í þjónustu félagsins sem skipstjórar, nema Rögnvaldur Jónsson, sem varð að láta af skipstjórn vegna heilsubrests. Voru nú sendir menn til Nor- egs til að sækja skipin, og lögðu fyrstu bátarnir af stað frá Risör þann 16. desember. Kom Sæbjörn hingað fyrstur í höfn á Þorláksmessu 1928, og var þá rétt ár liðið frá stofnun félagsins. Var honum vel fagn- að af bæjarbúum, og gekk mik- ið á að skoða vel hið nýja skip. -— Sæbjöm hafði verið 7 sól- arhringa á leiðinni frá Noregi til íslands, enda var veður gott alla leið, nema fyrsta daginn. Allir voru bátarnir komnir heim fyrir órslok 1928, og koat- aði hver þeirra hingað kominn, fullbúinn til veiða 57 þúsund krónur. — Var það þá þegar al- mannarómur, að vart hefðu sézt hér fyrr glæsilegri fiskibátar sömu stærðar. Á aðalfundi félagsins í marz 1029 var ákveðið að útvega tvo báta í viðbót af sömu stærð og gerð. Voru þeir byggðir í Djúpavík í Svíþjóð og kost- uðu 62 500 krónur hvor. Þetta voru bátarnir Auðbjöm og Gunnbjörn og komu þeir heim í október og desember 1929. Skipstjórar á þá voru ráðn ir, þeir Hinrik Guðmundsson og Guðmundur Kr. Guðmunds- son, og er sá síðamefndi skip- stjóri hjá félaginu enn í dag. Flestir vélstjórar félagsins eru og enn þeir sömu, sem fóm að sækja bátana út í fyrstu, fyrir nærri 16 árum síðan. Má hið sama segja um stýrimenn félags ins og fjölmargt annað starfs- fólk þess. (Niðurlag á morgun). Fostudagar 28. apríí 1944. Samkvæmiskjóll framtíðarinnar ? Því er spáð, að eftir stríðið verði samkvæmiskjólarnir gerð- ir úr nylonefni, sem nú er hins vegar lítt fáanlegt til annars en hernaðarþarfa (fallhlífa). Kjóll- inn á myndinni er úr nylonflau eli, og er ságt að það verði eitt af samkvæmiskjólaefnum fram- tíðarinnar. Við sjónum hermannanna blasa þaklaus hús og rústir. Hafnar- borgin hefir auðsýnilega orðið hart úti af völdum loftárása. Hermennirnir standa þarna með bakpoka sína og riffla um öxl. Svo leggja þeir af stað, og leið þeirra liggur eftir land- göngubrúnni til hins nýja lands. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. Alþýðublaðið þá reynslu af Brynj- ólfi, að'það vænti góðs af Sósíal- istaflokknum meðan hann ræður þar forystunni. Forkólfum íhalds- manna er ekki heldur til mikils treystandi, en víða annars staðar eru íhaldsmenn teknir að rumska og sjá það, að heimurinn verður að batna og breytast, eins og ensku íhaldsblöðin The Times og The Observer bera gleggst vitni um. Er það engan veginn vonlaust, að ýmsir menn Sjálfstæðisflokksins fari einnig að sjá þetta og verði því liðtækir í viðreisnarstarfi næstu ára.“ 1 Þessi eru orð Tímans. En við þau er að athuga, að þá voru ekki aðeins ,,ýmsir menn Sjálf- stæðisflokksins“, sem Framsókn arflokkurinn sem „miðflokk- ur“ tjáði sig reiðubúinn að eiga „meira eða minna samstarf“ við, alveg eins og við aðra flokka, þrátt fyrir hina nýju róttæku stefnuskrá, heldur Sjálfstæðisflokkurinn allur — sem flokkur. Það er það, sem efasemdirnar vekur um al- vöru hinnar nýju stefnuyfir- lýsingar. Því að það er alger misskilningur, að Sjálfstæðis- flokkurinn sem flokkur geti breytt eðli sínu þótt einstakir meðlimir hans, sem nú dansa á flokkslínunni, kynnu að sjá að sér. Og sannast að segja skyldi maður ætla, að Framsóknar- flokkurinn væri, alveg eins og þjóðin öll, búinn að fá nægi- lega reynslu af sOó’-naxRam- vinnu við hægri öflin í landinu, þannig að hann væri nú farinn að „vitkast”, svo að orð Tím- ans séu höfð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.